Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992 Krossgáta 108. grein hegningarlaga: Samrýmist ekki lýðræðiskröfum um tjáningar- og ritfrelsi Á stjórnarfundi Rithöfundasam- bands íslands, sem haldinn var á skrifstofu sambandsins fyrir skömmu var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Hinn 5. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli ákæruvaldsins gegn Halli Magnússyni blaðamanni á grund- velli 108. greinar hegningarlaga, sem kveður á um að embættis- mönnum veitist víðtækari æru- vernd en öðrum, og gangi ríkis- saksóknari erinda þeirra í slíkum málum. Vegna þess vill stjórn Rit- höfundasambands íslands minna á að íslenskir rithöfundar hafa ítrekað mótmælt og ályktað gegn þessari lagagrein og telja hana ekki samrýmast lýðræðiskröfum um tjáningar- og ritfrelsi. Stjórnin telur tímabært að allir sem láta sig tjáningarfrelsi varða taki höndum saman um að styðja þá sem verða fyrir þeim gífurlegu fjárútlátum er sakfelling sam- kvæmt þessari úreltu og forneskju- legu lagagrein hefur í för með sér.“ Stjórnarkjör í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ fer kjör stjórnar, varastjórnar og trúnaðarmannaráðs, endur- skoðenda og varamann þeirra, fram að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Hér með er auglýst eftir framboðslistum til ofan- greindra starfa og skal þeim skilað til skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 15. apríl nk. Á hverjum lista skulu vera nöfn 7 manna í aðalstjórn, 5 í varastjórn, 40 í trúnaðarmannaráð (valdir með til- liti til búsetu sbr. samþykkt aðalfundar), 2ja endur- skoðenda og eins til vara. Þá skulu fylgja hverjum lista meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar. jjlfo Bridge P7 Nýliðamót Þriðjudaginn 7. apríl hefst þriggja kvölda keppni fyrir alla sem hafa áhuga á keppnisbridge. Spilaður verður tvímenningur í Hamri og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvíslega og henni verður lokið um kl. 11.00. Skráning fer fram á stabnum (mætiÖ tímanlega til skráningar). Bridgefélag Akureyrar. Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar (búð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september 1992 til 31. ágúst 1993. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnotarétt af íbúð- inni sem er í St. Paulsgade 70 (örskammt frá Jóns- húsi). Hún er þriggja herbergja (80 ferm.), en auk þess hefur fræðimaðurinn vinnuherbergi í Jónshúsi. Ibúðinni fylgir allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður og er hún látin í té endurgjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kem- ur skemmri tími eða lengri eftir atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrifstofu Alþingis eigi síðar en 15. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Ennfremur hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni. Tekið skai fram að úthlutunarnefnd ætlast til að dval- argestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaupmannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu hann síðan út og og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 223“ Hildur K. Jakobsdóttir, Hvoli, 530 Hvammstanga, hlaut verðlaunin fyrir helgarkrossgátu nr. 220. Lausnarorðið var Trjákrónur. Verðlaunin, skáldsagan „Sylvía“, verða send vinningshafa. Verðlaunin fyrir krossgátuna að þessu sinni er spennusagan „Flóttinn gegnum Finnland“, eftir Colin Forbes. Útgefandi er Örn og Örlygur. o «7T IMl uúl F'» 8.«. . ..Wj' fl.nai f\ u K fl B ú mi.9 k R 0 F fl T i Ð N i" . B B o 1 fej N/mi K fl u N B 0 P»r 1» R A s T A R H ‘j '0 N h u K N a ’(? Iti.bi- N 0 't A t> D 5 E V a N E L 1 D þáOí n r i? 1 .2) fí Bt A H 1 tflaf L A u p V— J-> fl G c. N A M Fufléf 0 R ‘l? fí H Ýtlo Hiii L r,o N SlrÁt • U tui. S fí Ht.rU- 'N 1 R a M 1 , .J. 0 Ð H *TT f\ Fr.lt F A R . f) F L 'fl fi N c fl N N T A R R \sst 5«-M L 0 A N A '°R 5 S—M B L B 0 R 0 é T T J Helgarkrossgáta nr. 223 Lausnarorðið er ................ Nafn ......................................................... Heimilisfang ................................................. Póstnúmer og staður ..........................................

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.