Dagur - 04.04.1992, Side 19
Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 19
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Úr ýmsum
áttum
Pearl Jam hefur slegið í gegn með plötunni Ten.
Gítarrokk af ýmsu tagi, en þó
aðallega í kraftmeiri kantin-
um, virðist nú vera að ná æ meiri
vinsældum á alheimsvísu. Er þar
auðvitað gleggst dæmið æðið í
kringum Seattlesveitina Nirvana,
sem ekki sér fyrir endann á.
Nú siglir svo önnur hljómsveit
frá Seattle, Pearl Jam, í kjölfarið,
sem virðist ekki síður líkleg til
afreka með plötunni sinni Ten.
(Hún kom reyndar út í Bandaríkj-
unum í fyrra, en er nú fyrst að slá
í gegn eftir að hún var gefin út í
Evrópu.) Ótalin er svo þriðja
sveitin frá Seattle, Soundgarden,
sem stendur hinum tveimur lítt
eða ekkert að baki.
Bretar eiga líka rísandi sveitir í
gítarrokkinu, sem til alls eru lík-
legar, eins og Manic Street
Preachers, Wonder Stuff og
Ride. Fór sú síðastnefnda ein-
mitt beint í fimmta sæti breska
sölulistans með sína aðra plötu
Going blank again fyrir hálfum
mánuði.
in af þeim rokkhátíðum sem
setur sterkan svip á breskt
tónlistarlíf í sumar er Glastonbury-
hátíðin, sem haldin er dagana
26. til 28. júní. Verður þar að
venju mikiö um dýrðir og tónlist-
armennirnir hver öðrum betri. Má
þar nefna meðal annara, Billy
Bragg, New Model Army, Ride,
Buddy Guy, Manu Dibango (sem
gladdi íslendinga með heimsókn
í fyrra), Richard Thompson,
Runrig, Curve, Shakspears
Sister, Primnal Scream o.fl. o.fl.
Þá má einnig nefna að ekki er
einungis um tónlist að ræða á
Glastonbury, heldur líka ýmsar
aðrar uppákomur á borð við leik-
list og fjölleikahús.
adness, sú fræga Ska
sveit, hefur nú enn einu
sinni verið endurreist samhliða
útgáfunni á safnplötunni Diving
Madness. (Hún situr nú í efsta
sæti breska plötulistans.) Mun
ekki loku fyrir það skotið að
hljómsveitin komi fram á Read-
ing tónlistarhátíðinni í lok ágúst.
eðal þeirra sem fram munu
koma á minningartón-
leikunum um Freddy Mercury 20.
apríl (annan I páskum) eru Guns
N’Roses, Rod Stewart, David
Bowie, Elton John og Exstreme
auk eftirlifandi meðlima Queen.
Eins og áður hefur komið fram
mun ágóðinn af tónleikunum
renna til baráttunnar gegn eyðni.
Ijómsveitin fornfræga,
Troggs, sem gerði garðinn
heldur betur frægan með laginu
Wild thing árið 1966, er enn að
störfum og hefur raunar aldrei
hætt, þótt ekki hafi það hátt farið.
Þeir félagar Reg Presley söngv-
ari og Chris Briton gítarleikari eru
þó þeir einu sem eftir eru af upp-
runalegum meðlimum hljóm-
sveitarinnar, á nýrri plötu Athens
Andover, sem út kom fyrir stuttu.
Þar hafa þeir hins vegar fengið til
liðs við sig ekki minni menn en
Peta Beck, Mike Mills og Bill
Berry úr REM auk annarra. Það
er því hér um að ræða hinn for-
vitnilegasta grip. Þess má svo
geta aö REM þremenningarnir
léku svipaðan leik með söngvar-
anum Warren Zevon árið 1990
undir nafninu Hindu love gods.
Þótti samnefnd plata þeirra hinn
besti gripur.
ick karlinn Cave, sem hvílt
hafði sína rámu rödd frá
hljómverum í tvö ár, sendi frá sér
nýja tvöfalda A-hliðarsmáskífu
nú um mánaðamótin með lögun-
um Straight to you og Jack the
Ripper. Er hún undanfari stóru
plötunnar Henry’s dream, sem
kom út 27. apríl.
ú um mánaðamótin kom út
geisladiskakassi með afreks-
verkum Lou Reed síðustu 15
árin. Kallast hann Between
thought and expression og inni-
heldur m.a. áður óútgefið efni af
ýmsu tagi. Eru lögin samtals 45.
Poppkóngurinn Michael Jack-
son hefur bókað Wembley-
leikvanginn í Lundúnum í fimm
kvöld til tónleikahalds í sumar. Er
búið að staðfesta að hann muni
koma fram þar 30. og 31. júlí, en
hin kvöldin þrjú eru ennþá
óákveðin. Verður mikið um dýrðir
hjá Jackson á þessum tónleikum
og ekkert til sparað. Meðal ann-
ars er um gríðarlegan sviðsbún-
að að ræða, sem inniheldur alls-
kyns tæknibrellur.
Uppákoma í formi hljóm-
sveitaspils verður haldin í
Dynheimum nú í kvöld. Eru það
hljómsveitirnar Exit og Skurður
frá Akureyri og Rosebid frá
Reykjavík, sem þar munu stíga á
stokk og fremja rokkgerninga. Er
sú síðastnefnda vaxandi nafn í
reykvísku rokklífi og mun ætla að
senda frá sér plötu innan tíðar.
Ekki þarf að kynna Exit fyrir akur-
eyrskum rokkunnendum, en
Skurður mun vera nýstofnuð og
kemur nú fram í fyrsta sinn. Hefj-
ast tónleikarnir kl. 9 og er
aðgangseyrir krónur 500. Auk
hljómsveitanna verða fleiri atriði
á dagskrá.
ær öruggt þykir að söngvari
að nafni John Corabi verði
eftirmaður Vince Neil í Mötley
Crue. Hefur hann að undanförnu
verið að semja nýtt efni með
meðlimum Crue og hefur það að
sögn gegnið vel. Er Corabi
söngvari með efnilegri rokksveit
sem kallast Scream.
tórrokkararnir, David Cover-
dale og Jimmy Page, sem
óvænt hófu samstarf í fyrra, hafa
valið sér nafnið Legends (Goð-
sagnir) fyrir samstarfið. Eru þeir í
rólegheitum að vinna að plötu
sem væntanleg er í október.
tjórnin, sem nú býr sig af
kappi undir Eurovision ásamt
Sigrúnu Evu og fleirum, (m.a.
hefur staðiö yfir upptaka á Nei og
já bæði á ensku og íslensku) er
einnig komin vel á veg með nýju
plötuna sína sem koma á út í
maí. Hefur hljómsveitin nú lokið
við að taka upp ein sjö lög sem
verða á plötunni.
hrashsveitin Anthrax hefur
látið söngvara sinn, Joey
Belladonna, flakka vegna „tón-
listarlegs ágreinings" að hermt
er. I hans stað er liklegt að komi
Mark Osegueda, sem var söngv-
ari í Death Angel. Það er þó ekki
staðfest ennþá.
Nick Cave sendir frá sér nýja plötu 27. apríl.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NORÐURLANDI EYSTRA
Hlutastaöa ritara
á skrifstofu Svæðisstjórnar málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra er laus til umsóknar.
Vinnutími er fyrir hádegi.
Reynsla í ritvinnslu og góð íslenskukunnátta er
nauðsynleg.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Svæðis-
stjórnar, Stórholti 1, sími 26960.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar!
Óskum að ráða nú þegar heilsugæsluhjúkrunar-
fræðinga eða hjúkrunarfræðinga við Heilsu-
gæslustöðvarnar á:
ísafirði - Tvo í fastar stöður (100% stöðuhlutfall).
Suðureyri v/Súgandafjörð - Einn í fasta stöðu
(100% stöðuhlutfall).
I boði er húsnæðishlunnindi, staðaruppbætur á laun,
flutningsstyrkur.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri og/eða fram-
kvæmdastjóri, alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 í
síma 94-4500.
y iíiTjTiTl L. iL. JnulBi
OliiiliiiliiilliliiiTiiíllíiiíii^lísiÍiiiliilllii'.linrsilipj
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Kennara vantar í dönsku
næsta skólaár vegna námsleyfis fastráðins
dönskukennara.
Við skólann starfar annar kennari í dönsku og er um
að ræða samstarf með þessum tveimur.
Umsóknir skal senda skólameistara fyrir 25. þ.m.
sem veitir allar frekari upplýsingar.
Menntaskólanum á Akureyri í apríl 1992,
Tryggvi Gíslason skólameistari MA.
Blaðamaður
á Sauðárkróki
Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til
starfa á Sauðárkróki frá og með 1. júní næst-
komandi.
Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn-
framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand-
götu 31, 600 Akureyri, fyrir 20. apríl nk., merkt:
„Blaðamaður“.
Dagblaðið á landsbyggðinni.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
FRIÐJÓNS ÓLAFSSONAR,
Hafnarstræti 71, Akureyri.
Brynhildur Stefánsdóttir,
Ingibjörg Friðjónsdóttir, Sigvaldi Kristjánsson,
Magni Friðjónsson, Óla Kallý Þorsteinsdóttir
og aðrir aðstandendur.