Dagur - 16.04.1992, Page 7

Dagur - 16.04.1992, Page 7
Fréttir Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 7 Jóhannes Nordal, stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórnar á ársfundi Landsvirkjunar. Mynd: -bjb Landsvirkjun: Rekstrarhagnaður á síðasta ári nam 484 milijónum króna - árið 1991 var eitt hið versta í sögu Landsvirkjunar hvað varðar Qölda bilana í raforkukerfmu breyttrar virkj Rekstrarhagnaður Landsvirkj- unar á síðasta ári nam 484 milljónum króna. Arðgjöf sem ávöxtun eigin fjár varð 1,9% en nam 4,3% árið 1990. Rekstr- artekjur Landsvirkjunar á árinu 1991 námu um 5.770 milljónum og hækkuðu um 214 milijónir eða um 3,9%. Tekjur frá almenningsveitum hækk- uðu um 317 milijónir eða um 5,8% sem skýrist að mestu af hærra meðalverði til almenn- ingsrafveitna. Tekjur af raforkusölu til stór- iðju lækkuðu um 105 milljónir eða um 6,0% og stafar þessi lækkun aðallega af minni raforkusölu til Járnblendifélags- ins hf. og lægra meðalverði til ÍSAL. Aðrar tekjur hækkuðu um 2,8 milljónir. Á síðasta ári urðu rekstrar- gjöld Landsvirkjunar 5.290 millj- ónir. Par af námu afskriftir 2.552 milljónir eða 48,3% af heildar- gjöldum. Afskriftir lækkuðu um 251 milljón sem skýrist af því að á árinu 1990 var rannsóknakostn- aður Fljótsdalsvirkjunar af- skrifaður vegna unartilhögunar. Langtímaskuldir numu 42.321 milljónum í árslok 1991 og jukust um 4.343 milljónir. Eigið fé Landsvirkjunar hækkaði um 1.781 milljónir sem skýrist af 484 milljóna rekstrarhagnaði á árinu eða að öðru leyti af endurmati eigna. í árslok 1991 var eigið fé 26.873 milljónir eða 38,2% af heildareign fyrirtækisins sem nam 70.372 milljónir. Eigendum Landsvirkjunar, sem eru Ríkissjóður með 50%, Reykjavíkurborg með 44,525% og Akureyrarbær með 5,475%, verður greiddur arður vegna árs- ins 1991 að fjárhæð 78,5 milljónir eða 4% af framreiknuðum eigin- fjárframlögum þeirra. Á árinu hefur Landsvirkjun greitt eigend- um sínum sérstakt ábyrgðargjald að fjárhæð 86,2 milljónir. Sam- tals nema þessar greiðslur til eig- enda 164,7 milljónum og samsvar- ar það 8,4% af framreiknuðum eiginfjárframlögum í árslok 1991. Fjöldi starfsmanna í föstum störfum var 236 á síðasta ári og fjölgaði um 22 frá árinu á undan. Lausráðnir starfsmenn voru 328 á Hafnarframkvæmdir á Húsavík: Fimdað um tilboð Hagvirkis/Kletts Fjórir aðilar sendu fímm tilboð í fyrirhugaðar hafnarfram- kvæmdir á Húsavík, eins og greint var frá í helgarblaði Dags. Tilboðin hafa nú verið yfirfarin hjá Yita- og hafna- málastofnun og í fyrradag var haldinn fundur með lægstbjóð- anda, Hagvirki/KIetti. Jón Leví Hilmarsson, for- stöðumaður tæknideildar hjá Vita- og hafnamálastofnun sagði, fyrir fundinn með Hagvirkis- mönnum, að ef þeir gæfu full- nægjandi skýringar á hvernig þeir hyggðust standa að verkinu færu embættismenn frá stofnuninni væntanlega norður í næstu viku til að kynna tilboðið fyrir Hafnar- stjórn á Húsavík. Það er Hafnar- stjórn sem tekur ákvörðun um hvort síðan verður gengið til samninga við Hagvirki/KIett. Kostnaðaráætlun , Vita- og hafnamálastofnunar vegna verks- ins nam 105,9 milljónum, en lægsta tilboðið er 128,7 milljónir. „Aðalástæðan fyrir þessu virðist vera að dýpkunarþátturinn sé hærri en við mátum hann. Verk- takarnir hafa metið þetta erfiðara en við ímynduðum okkur því aðrir verkþættir eru heldur undir okkar mati,“ sagði Jón Levf, aðspurður um ástæðu þess að öll boðin voru svo langt yfir kostnað- aráætlun. IM móti 324 árið áður en ársverkum lausráðinna starfsmanna fækkaði engu að síður um 18 á milli ára. Árið 1991 var eitt hið versta í sögu Landsvirkjunar hvað varðar fjölda bilana í raforkukerfinu og stafar það einkum af fárviðrinu sem gekk yfir landið f febrúar- mánuði. Mikið ísingaveður gekk yfir Norðurland í byrjun árs sem olli skemmdum á Laxár - byggða- línu. Stæða brotnaði í byggðalín- unni milli Laxárvatns og Varma- hlíðar og þegar veðrinu slotaði kom í ljós að 32 stæður í Laxár- línu höfðu brotnað. -KK Könnun á mataræði íslendinga: Fiskur algengasti rétturinn - ómenntaðir karlmenn á lands- byggðinni neyta fitumeiri og trefjasnauðari fæðu en aðrir landsmenn Fiskur er tvímælalaust algeng- asti réttur Islendinga þótt hann sé sjaldnar á borðum en kjöt- réttir að minnsta kosti enn sem komið er. Níu af hverjum tíu er svöruðu spurningum í könn- un Manneldisráðs íslands á matarvenjum Islendinga kváð- ust borða soðinn eða ofnbak- aðann físk fímm sinnum í mán- uði að meðaltali. Einnig kváð- ust 77% þátttakenda borða steikta ýsu allt að því vikulega. Algengustu kjötréttir eru sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Manneldisráðs steikt lamba- kjöt og kjötkássa úr hökkuðu kjöti en kjötbollur og soðið lambakjöt reyndust einnig vera algengir réttir á borðum landsmanna. í könnun Manneldisráðs vekur einnig athygli að áhrif búsetu, atvinnu og menntunar eru mjög skýr hvað varðar mataræði karlmanna en mataræði kvenna er síður breytilegt með tilliti til þessara aðstæðna. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar borða fullorðnir karlmenn með litla skólagöngu að baki fitumeira og trefjasnauðara fæði en aðrir þátttakendur og einnig kom í ljós að karlmenn, sem búa í strjálbýli neyta einnig sambærilegrar fæðu í ríkari mæli en aðrir. Þá reyndist fók sem búsett er á höfuðborgar- svæðinu og einnig á Akureyri og nágrenni neyta fitusnauðara og trefjaríkara fæðis en fólk í öðrum landshlutum. í könnuninni kom einnig fram að heitar máltíðir eru næringar- ríkustu og veigamestu máltíðir dagsins. Um þriðjungur heildar- orkuþarfar fólks yfir daginn er fengin úr heitum máltíðum og einnig allt að helmingur próteina, járns og trefjaefna. Þá kom í ljós að langmestur hluti grænmetis- neyslu landsmanna á sér stað samhliða neyslu heitra máltíða. Fituhlutfall reyndist einnig minna þegar um heitar máltíðir er að ræða en kaldar og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar skipta heitu máltíðirnar sköpum hvað varðar hollustu þess fæðis sem landsmenn almennt neyta. íslendingar eru ekki miklir morgunverðarmenn og nemur morgunverðurinn aðeins um 14% af heildarorku dagsins. í' könnuninni kom fram að kaffi og hveitibrauð með osti er algeng- asti morgunverður landsmanna en súrmjólk og aðrar mjólkurteg- undir ásamt morgunverðarkorni eru einnig algeng uppistaða morgunverðar. Fjórði hver aðspurðra kvaðst taka lýsi og um 12% borða hafragraut í morgun- verð. Til samanburðar við vægi morgunverðar veitir síðdegis- hressing og aukabitar, sem fólk neytir á milli matmálstíma um 29% af orkuþörf landsmanna. ÞI S Itl 18. apríl opnum við útibú að Hafnarstræti 88 Akureyri MÓTTÖKUR: DALVÍK - Fatahreinsunin Fernan HÚSAVÍK - Skóvinnustofan Héðinsbraut ÓLAFSFJÖRÐUR - Apótek Ólafsfjarðar GISLI FERDINANPSSOIM HF Lækjargötu 6 A • Reykjavík ■ S(mi 91 - 1471 I Hafnarstræti 88 ■ Akureyri ■ Sími 96-24123 SKÓVIÐGERÐIR • SKÓVERSLUN • LYKLASMIÐI SJÚKRASKÓSMÍÐI • INNLEGGJASMÍÐI • SPELKUGERÐ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.