Dagur - 16.04.1992, Side 24

Dagur - 16.04.1992, Side 24
Verkfallsboðun mjólkurfræðinga: Hleypir iflu blóði í aðilana handan borðsins - segir formaður Vinnumálasambands samvinnufélaga „Þetta hleypir illu blóði í alla hinum megin við borðið. Bændur hafa af þessu veruleg- ar áhyggjur og auðvitað vinnsl- an líka enda er hagræðing það sem er númer eitt í dag og svona uppákomur eru ekki til hagræðingar fyrir vinnsluna,“ sagði Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Vinnumála- sambands samvinnufélaga, um verkfallsboðun Félags mjólk- urfræðinga hjá félagsmönnum sínum í Mjólkursamlagi KEA og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Félagið boðaði til verkfalla skömmu fyrir samningafund hjá sáttasemjara í fyrradag, þann fyrsta í langan tíma í deilunni. Vinnuveitendur aflýstu þá fundi þar sem þeir töldu þetta sýna lít- inn samningsvilja hjá mjólkur- fræðingum. Hjörtur segir það mikil vonbrigði að málið hafi tek- ið þessa stefnu nú en fátt bendir til annars en til verkfallsaðgerða komi eftir páska. „Við höfum sagt við mjólkur- fræðinga alveg frá upphafi að við værum reiðubúnir að ræða um hagræðingarsamninga við þá og koma á sameiginlegu hagræðing- arátaki í samningum, þæði hjá ófaglærðum og mjólkurfræðing- Veðrið: Fátt um fína drætti „Fátt er um fína drætti þegar litið er til veðurkorta fyrir Norðurland um páskana. Sólin lætur ekki sjá sig og vart gefur tU útivistar til fjalla,“ sagði talsmaður Veðurstofu íslands. í dag er lægðardrag yfir land- inu og austan- eða norðaustanátt. Slydda eða snjókoma verður um allt Norðurland. Á föstudaginn langa verður vaxandi suðaustan- átt með rigningu og síðar slyddu. Á laugardag verður komin hæg norðan átt og farið að snjóa. Á páskadagsmorgun lagast veðrið heldur. Norðanáttin verður geng- in niður. Áttleysa mun ríkja og sólarlaust með öllu. ój um. En við höfum jafnframt sagt að það væri vonlaust mál af þeim að ætlast til þess að fá eitthvað umfram aðra. Pað er einfaldlega ekki neinn sveigjanleiki til þess. Staða mjólkuriðnaðarins í dag er ekki nógu góð og miklar hagræð- ingarkröfur gerðar á hann og ætl- ast er til að á næstu 5 árum lækki mjólkurverð til neytenda. Til þess að svo megi verða þurfa bændur og mjólkurbúin að ná að hagræða. Það gengur því ekki að byrja á að auka kostnaðinn,“ sagði Hjörtur Eiríksson. JÓH Tilboðin voru opnuð í Húsi aldraðra í gær. Fulltrúar verktakafyrirtækjanna sem buðu í verkið fylgdust spenntir með, enda hér um að ræða eitt stærsta verk í byggingariðnaði á Akureyri til þessa. Mynd: Goiii Tilboð opnuð í byggingu íjölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri: Hagvirki-Klettur með lægsta tílboðið Það var óneitanlega mikil spenna í lofti í Húsi aldraðra á Akureyri í gær þegar tilboð voru opnuð í byggingu tveggja tjölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri. í Ijós kom þegar tilboðin voru opn- uð að Hagvirki-Klettur í Reykjavík var með lægsta til- boðið, um 82% af kostnaðar- áætlun. Fimm tilboð bárust í verkið. Þrjú þeirra reyndust vera frá fyrirtækjum á Ákureyri, en tvö frá fyrirtækjum í Reykjavík. Kostnaðaráætlun hönnuða hús- anna hljóðaði upp á 483.108.620 kr. og kom í ljós að þrjú tilboð- anna voru undir þeirri tölu. Tilboð Hagvirkis-Kletts var 398.000.000 kr, en næst lægsta til- boðið átti SS.Byggir hf. á Akur- eyri 456.305.653 kr. (um 94% af kostnaðaráætlun), A. Finnsson hf. á Akureyri bauð 476.125.610 kr. (um 98% af kostnaðarátælun), Fjölnismenn hf. á Akureyri 484.219.627 kr. og tilboð ístaks hf. í Reykjavík hljóðaði upp á 494.105.374 kr. SS. Byggir hf. og A. Finnsson hf. lögðu einnig fram frávikstil- boð. Tilboð SS.Byggis hf. var 441.085.653 kr. en tilboð A. Finnssonar hf. 454.625.610 kr. Fyrirfram hafði jafnvel verið búist við fleiri tilboðum en fimm, en þeir sem til þekkja segja að skýringin á svo fáum tilboðum sé einfaldlega sú að hér sé um svo stórt verk að ræða að ekki sé mögulegt fyrir hvaða verktaka sem er að bjóða í það. Svo mikið er víst að þetta er gríðarstórt verkefni. Um er að ræða tvö fjölbýlishús með sam- tals 70 íbúðum auk alls frágangs utandyra. Fullyrða má að aldrei hafi verið boðið út jafn stórt verk í byggingu íbúða á Akureyri. Búist er við að framkvæmdir hefjist strax í næsta mánuði og er við það miðað að fyrra húsið verði að fullu frágengið 16 mán- uðum eftir að framkvæmdir hefj- ast og síðara húsið 6 mánuðum síðar. Að sögn Aðalsteins Óskars- sonar, formanns Framkvæmda- nefndar um byggingu aldraðra á Akureyri, liggur næst fyrir að setjast niður og yfirfara tilboðin. Að því loknu verður ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Aðal- steinn sagðist vænta þess að fljót- lega eftir páska yrði hægt að ganga til samninga við væntan- legan verktaka. óþh Akureyri: Könimn á atvmnuhorfum skólafólks Strax eftir páska verður gerð könnun á meðal framhalds- skóianema á Akureyri um atvinnu þeirra á komandi sumri. Með könnuninni vilja bæjaryfirvöld á Akureyri sjá hversu mörgum unglinguin hafi ekki tekist að fá vinnu og í framhaldi af því verði tekin ákvörðun um hlut bæjarins í atvinnu fyrir unglinga í sumar. Heimir Ingimarsson, formaður atvinnumálanefndar, greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Töluverð umræða varð á fund- inum um atvinnuhorfur unglinga á Akureyri í sumar og höfðu bæjarfulltrúar áhyggjur af því að þyngra yrði með atvinnu fyrir þennan aldurshóp en oftast áður. Hótel á Akureyri: „Páskamir eru ekkí annatímf - segir Aðalgeir Stefánsson, hótelstjóri Óðals Akureyri virðist ekki hafa sama aðdráttarafl um páskana sem oft áður. Af viðtölum við hótel- og ferðaskrifstofufólk er þar um að kenna að skíða- svæðið í Hlíðarfjalli laðar ekki. Meginstraumur skíða- fólks liggur til ísafjarðar. í gær voru farnar fimm ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og svo er einnig í dag. Þetta er svipur hjá sjón frá því á árum áður þegar Ákureyri var áfanga- staður skíðavikugesta um páska. Flugleiðir hf. höfðu sett inn þotu- flug á skírdag til Akureyrar, en nú er búið að strika það flug út. Ferðaskrifstofufólk gerir sér þó vonir um að skíðavikugestir skili sér norður landleiðina þar sem færð á vegum er sem á sumar- degi. En bókanir hjá hótelum á Akureyri benda eicki til slíks. Hótel KEA er aðeins bókað að hálfu og hljóðið var dapurt í hótelstjóranum á Hótel Norður- landi. „Hér sést vart gestur“. Aðalgeir Stefánsson, hótel- stjóri á Hótel Óðali við Hafnar- stræti, segir að hjá sér sé sæmi- lega bókað um páska, en bendir á að reynsla undangengina ára sé sú að pásarnir séu ekki annatímí i hótelum Akureyrar. „Skíða- vikugestirnir gista frekar í heima- húsum hjá kunningjum og ætt- ingjum og þá einnig í íbúðum er itéttarfélögin eiga. Slíkar íbúðir eru um áttatíu á Akureyri," sagði Sigrún Jakobsdóttir, hótelstjóri Hótel Norðurlands. ój Bæjarfélagið yrði að gera allt sem það gæti til að útvega unglingun- um vinnu. Úlfhildur Rögnvalds- dóttir (B) sagðist hafa af þessu verulegar áhyggjur og vitnaði í því sambandi til atvinnleysistalna frá febrúar sl. þar sem fram kem- ur að 105 yngri en 25 ára voru þá án atvinnu. Úlfhildur sagði að þessi tala hefði lítið breyst. Hún lagði fram tillögu um að Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akureyri yrði falið að taka upp skráningu allra eldri en 16 ára sem ekki hefðu fengið vinnu. Mikilvægt væri að skráning atvinnulausra væri á einum stað, í stað þess að þeir væru á skrá hjá ýmsum stofnunum bæjarins. Tillögu Úlfhildar var vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. óþh Kaupfélag Vestur-Húnvetninga: „Þokkalegt ár hjá félagimf „Rekstrarafkoman var viðun- andi og segja má að síðasta ár hafi verið þokkalegt hjá félag- inu,“ segir Gunnar V. Sigurðs- son, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga, en endanlegur rekstrarhagnaður hjá félaginu á síðasta ári var 9 milljónir króna á móti 7 millj- ónum árið á undan. Fjármagnskostnaður Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga hefur verið jákvæður mörg undanfarin ár og var það einnig í fyrra þó vaxtatekjur lækkuðu frá árinu 1990. Heildarvelta kaupfélagsins var um 996 milljónir króna árið 1991 og jókst um 5,47% milli ára, en hlutfall eigin fjár breyttist lítið og var 28,6% í árslok og veltu- fjárhlutfall 1,48. Að sögn Gunnars jókst eigið fé um 20,8 milljónir króna, eða 8% milli ára og var um áramótin síð- ustu tæplega 281 milljón króna. Gunnar segir að nánast allar greinar kaupfélagsins hafi staðið undir sér á síðasta ári, en lítur ekki björtum augum til framtíð- arinnar. Hann segir að rekstur verslunarinnar sé farinn að verða tæpur, sérstaklega í matvöru þar sem álagning sé orðin mjög lítil. Aðallega segir hann að aukinn samdráttur í landbúnaði muni þó koma niður á félaginu, enda eru 62% af heildarveltu kaupfélags- ins í sláturhúsi, afurðasölu og mjólkurstöð. SBG Næsta blað kemur út miðvikudag- inn 22. apríl. Frestur til að skila auglýsingum í blaðið er til kl. 11.00 þriðjudaginn 21. apríl. Fimmtu- daginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, kemur út blað með sumar- kveðjum og fleira efni. Skilafrest- ur auglýsinga í það blað er til kl. 14.00 þriðjudaginn 21. apríl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.