Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 Fréttir Kröfur nema um 190 miHjónum króna Lýstar kröfur í þrotabú rækju- verksmiðjunnar Arvers á Ar- skógsströnd nema um 190 milljónum króna. Lýst hefur veri 61 kröfu í þrotabúið og er Landsbanki Islands með stærstu kröfuna, um 90 millj- ónir króna. Söltunarfélag Dalvíkur hf. hef- ur fasteign og tæki þrotabús Árvers hf. á leigu fram í sept- ember, en fljótlega eftir það er gert ráð fyrir að eignirnar verði seldar á nauðungaruppboði. Árver hf. var lýst gjaldþrota í desember sl. Landsbankinn lýsti eins og áður segir stærstu kröf- unni, en aðrir stórir kröfuhafar eru Byggðastofnun með um 32 milljóna kröfu og Fiskveiðasjóð- ur með um 15 milljóna kröfu. óþh Fijálsíþróttaráð HSP: Fjölskylduskemmti- dagur að Laugum Frjálsíþróttaráð Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga stend- ur fyrir markaði og skemmti- degi fyrir fjölskylduna í íþrótta- höllinni á Laugum laugardag- inn 2. maí nk. Húsið verður opið frá kl. 14-18. Um er að ræða nýjung í héraði og eru aðstandendur spenntir að vita hvernig til tekst. Leigðir verða út básar eða borð á mark- aðnum til söluaðila. Hægt er að panta bás til 25. apríl í símum 43107 og 43585 og er aðstaðan leigð á þúsund krónur yfir daginn. Aðstandendur markaðs- dagsins vona að fólk drífi að með fjölbreyttan varning á söluborð- in. Frjálsíþróttaráð verður með kaffihlaðborð á staðnum, þar verður flutt lifandi tónlist og fjöl- breytt skemmtiatriði. IM Fyrstu vorverkin. Mynd: Golli Lífeyrissjóðirnir semja um skuldabréfakaup af Húsnæðisstofnun: Lánsprþörf Húsnæðisstofnunar verði M- nægt á aJmennum markaði innan fárra ára Undirritað hefur verið sam- komulag um kjör skuldabréfa sem lífeyrissjóðirnir kaupa af Húsnæðisstofnun á tímabilinu aprfl 1992 til loka ársins 1993. Fjárhæð skuldabréfakaupanna skal á þessu tímabili nema 5,3 milljörðum króna og þá er einnig miðað við að kaupin á árinu 1993 nemi allt að helm- ingi af lánsfjárþörf stofnunar- innar á því ári. Hér er því um að ræða einn stærsta lána- samning sem ætla má að gerð- ur verði á því ári. Eins og áður segir fjallar áður- greindur samningur, sem gerður var milli Húsnæðisstofnunar ríkisins, fjármálaráðuneytisins og samtaka lífeyrissjóða, um kjör á skuldabréfum sem lífeyrissjóð- irnir kaupa af Húsnæðisstofnun til ársloka 1993. Kveðið er á um í samningnum að fyrir 15. maí næstkomandi skuli lokið samning- um við lífeyrissjóðina, hvern fyr- ir sig, um skuldabréfakaup til loka þessa árs. ákvörðun um að beina skulda- bréfakaupum lífeyrissjóða af Húsnæðisstofnun frá beinum umsömdum skuldabréfakaupum yfir í frjálst skuldabréfaútboð á almennum markaði. Með sam- komulaginu er tryggt að full samstaða er um þessa grundvall- arbreytinu með lífeyrissjóðasam- tökunum og stofnuninni. JÓH Þrotabú Árvers hf.: Sorpbrennslustöð á Hofsósi? - hugmyndin í vinnslu hjá iðnráðgjafa kynnt „Hugmyndin aö þessu kvikn- aði fljótlega upp úr áramótum og þegar ég bar þetta undir iðnráðgjafa Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, leist hon- um vel á þetta og hann er núna að kanna málin frekar,“ segir Jón Guðmundsson, sveitar- stjóri Hofshrepps. Sú hugmynd sem þarna er um að ræða er bygging sorpbrennslu- stöðvar á Hofsósi sem myndi taka við rusli m.a. bæði frá Sauð- árkróki og Siglufirði. Varminn sem myndi myndast við brennslu sorpsins yrði síðan nýttur til að hita vatn til húshitunar á Hofsósi og yrði þetta háhitabrennsla sem engin mengun hlytist af. Jón segir að eftir að hrepps- nefnd Hofshrepps hafi fjallað um hugmyndina, hafi verið haft sam- band við bæjarstjóra á Sauðár- króki og Siglufirði og hugmyndin Helgar-Dagur: Stjömuspáin kveður í dag Stjörnuspá Sigfúsar E. Arnþórs- sonar „Án ábyrgðar“ birtist í síð- asta sinn, a.m.k. í bili, í blaðinu í dag. Sigfús fær þakkir fyrir skemmtilega og oft furðu áreið- anlega spádóma. Með sumrinu verða ýmsar breytingar á helgarblaði Dags. Þættir hverfa eða fara í sumarfrí, aðrir vakna úr vetrardvala og nýir bætast við. Þessar breytingar verða kynntar nánar síðar. SS fyrir þeim. Væntanlega munu fulltrúar þessara þriggja sveitarfélag síðan funda um mál- ið í næsta mánuði. Að sögn Jóns er hugmyndin að þessu til komin, vegna athugana Vestmannaeyinga á háhitasorp- brennslu, en að öllum líkindum munu þeir byggja svona brennslu- stöð innan skamms. Samkvæmt útreikningum Vestmannaeyinga kostar sorpbrennslustöð með öll- um tækjum til varmanýtingar um 85 milljónir króna. SBG Mývatnssveit: Kísiliðjan var stopp í mánuð Kísiliðjan í Mývatnssveit var gangsett eftir mánaðarstopp á miðvikudag fyrir páska. Stöðva þurfti verksmiðjuna eftir að eldur varð laus í rofabúnaði í votvinnsludeild. Búnaðurinn var hannaður upp á nýtt og byggður frá grunni, að sögn Róberts B. Agnarssonar, framkvæmdastjóra. Róbert sagði að ekki lægi fyrir hve mikið tjón varð af völdum eldsins, en verksmiðjan er tryggð bæði fyrir tjóninu á búnaðinum og rekstrarstöðvuninni. Reynt var að nota tímann sem verk- smiðjan var í stoppi til viðhalds og endurbóta. Róbert sagði að erfitt væri að leggja mat á það hvaða áhrif svona langt stopp hefði á markaðinn fyrir kísilgúr- inn, þó að flestar gerðir fram- leiðsluvaranna hafi verið til á lager. Aðalfundur Kísiliðjunnar verð- ur haldinn miðvikudaginn 29. apríl í Hótel Reynihlíð og um mánaðamótin tekur Friðrik Sig- urðsson við stöðu framkvæmda- stjóra verksmiðjunnar. IM í samningum er sérstakur kafli þar sem fjallað er um að Hús- næðisstofnun hafi ákveðið að bjóða út skuldabréf til sölu á almennum markaði á þessu ári fyrir fjárhæð sem nemur allt að tveimur milljörðum króna. Par er einnig greint frá því að stofnunin ætli á næsta ári að bjóða út skuldabréf til sölu á almennum markaði fyrir allt að helmingi af lánsfjárþörf stofnunarinnar á því ári. Loks kemur fram að á árinu 1994 verði stefnt að því að full- nægja lánsfjárþörf stofnunarinn- ar með sölu skuldabréfa á almennum markaði. í samkomu- laginu kemur fram að skuldabréf- in verði m.a. boðin lífeyrissjóð- um til kaups á almennum mark- aði. Þar er einnig tekið fram að samtök lífeyrissjóða muni ekki hafa samvinnu sín á milli eða fyr- ir hönd lífeyrissjóða innan sinna vébanda um boð í skuldabréfin. Með þessu eru mörkuð tímamót í starfsemi Húsnæðisstofnunarinn- ar því með samningnum er tekin Sauðárkrókur: Bygging þjónustu- íbúða íyrir aldraða Nefnd, sem bæjarstjórn Sauð- árkróks kaus í vetur til að vinna að undirbúningi bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldr- aða á Sauðárkróki, skilaði nýverið af sér greinargerð um störf sín og tillögur. Samkvæmt ábendingum nefnd- arinnar er einn meginþátturinn á bak við byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða, stofnun félags eldri borgara og verður undirbúnings- fundur fyrir stofnun slíks félags haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki mánudaginn 4. maí nk. Á fundinum verða byggingamálin kynnt og fyrirlesarar verða: Ásgeir Jóhannsson úr Kópavogi og Gunnar Pétursson frá Bæ á Höfðaströnd, sem báðir sinna þessum málum sunnan heiða. Nefndin leggur til að Sauðár- króksbær gangist fyrir stofnun byggingafélags í samvinnu við félag eldri borgara og það muni síðan undirbúa, byggja og sjá um þjónustuíbúðirnar. SBG íslenskur hjúkrunarfræðingur: Skotinntil bana við störf í Afganistan íslenskur hjúkrunarfræðing- ur, Jón Karlsson, var skot- inn til bana í Afganistan á miðvikudag þar sem hann var að störfum fyrir Rauða krossinn. Jón var tæplega 39 ára gamall Eyfírðingur, fæddur í Melgerði í Eyja- fjarðarsveit árið 1953 en ólst upp á Dvergsstöðum í Eyja- fjaðrarsveit hjá foreldrum sínum, Karli Frímannssyni og Lilju Randversdóttur. Jón Karlsson var ásamt tveimur öðrum starfsmönnum Rauða krossins að sækja særða menn skammt frá borg- inni Kabúl í Afganistan á mið- vikudagsmorgun þegar skyndi- lega var skotið á hann. Hann lést samstundis en ódæðismað- urinn var handtekinn. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1974. Hann lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1981 og starfaði lengst af sem hjúkrunarfræðingur á Borgar- spítalanum. Fyrir Rauða krossinn starfaði hann undan- farin sjö ár og sinnti hjálpar- störfum í námunda við víg- velli. Jón var einn af reynd- ustu sendifulltrúum Rauða kross íslands. Jón var nýkvæntur breskri konu, Jenny Hayward. Pau voru barnlaus. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.