Dagur - 25.04.1992, Síða 7

Dagur - 25.04.1992, Síða 7
Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 7 Fréttir Togarar ÚA: Hafa aflað vel eftir páska - þorskveiði á Halamiðum og fyrir Suðurlandi Togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. hafa fiskað vel að undanförnu. Svalbakur EA kom inn til löndunar fyrstur togaranna eftir páska með full- fermi, þ.e. 260 tonn. Á sumar- daginn fyrsta var því unnið í frystihúsinu og þann dag kom Árbakur EA einnig inn með fullfermi, sem er 160 tonn. Afli beggja togaranna var karfi og grálúða, en grálúðan gaf sig um páskana á djúpslóð fyrir vestan. Ragnar Elíasson, skipstjóri á Kaldbak EA, segir að grálúðu- veiðin sé dottin niður og því hafi Menntamálaráðherra skipar ÞróunameM Háskóla fslands Menntamálaráðherra hefur skipað Þróunarnefnd Háskóla Islands. Nefndinni er ætlað að vera yfirvöldum menntamála til ráðgjafar í málefnum Háskóla Islands. Henni er ætlað að taka mið af þróun háskóla hjá OECD-ríkjum og þörfum íslensks þjóðfélags fyrir almenna menntun, starfs- menntun og rannsóknir á háskóla- stigi. Sérstaklega skal nefndin huga að aukinni þjónustu Há- skólans við atvinnulíf í landinu. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri er formaður nefndarinnar en aðrir í nefndinni eru: Árni Gunnarsson, skrif- stofustjóri Háskóla- og menning- arskrifstofu menntamálaráðu- neytisins, Björn Bjarnason, alþingismaður, Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðj- unnar að Grundartanga, Kristján Árnason, prófessor, Magnús Pét- ursson, ráðuneytisstjóri fjármála- Bridgefélag Akureyrar: Keppnistímabil- inu að ljúka Haukur Harðarson og Sigríður Jóhannesdóttir urðu hlut- skörpust á þriðja Nýliðamóti BA á þriðjudagskvöld. Þau hlutu 324 stig en Una Sveins- dóttir og Pétur Guðjónsson urðu í öðru sæti með 319 stig. í þriðja sæti urðu Ólafur Stein- arsson og Örn Steinarsson með 317 stig. Kristján Guðjónsson og Sigur- björn Þorgeirsson urðu í fjórða sæti með 316 stig og þær Ragn- heiður Haraldsdóttir og Ólína Sigurjónsdóttir í því fimmta með 314 stig. Alls stóðu Nýliðamótin yfir þrjú spilakvöld og var hvert þeirra sjálfstætt og veitt þrenn verðlaun fyrir hvert þeirra. Mót- ið var tvímenningskeppni og spil- uðu saman vanir spilamenn og nýliðar. Eins og komið hefur fram í Degi, sigruðu þeir Sigfús Hreið- arsson og Birgir Marinósson á fyrsta Nýliðamótinu. Á öðru mótinu sigruðu þeir Kristján Guðjónsson og Sigurbjörn Þor- geirsson með 322 stig en þeir Haukur Harðarson og Hörður Jóhannesson urðu í öðru sæti með 313. í þriðja sæti urðu Una Sveinsdóttir og Pétur Guðjóns- son með 312 stig, í fjórða sæti Hermann Tómasson og Margrét Kristinsdóttir með 309 stig og í fimmta sæti Tryggvi Gunnarsson og Hans Viggó með 303 stig. Keppnistímabili Bridgefélags Akureyrar fer senn að ljúka að þessu sinni. Síðasta mót tímabils- ins er Einmenningur og firma- keppni sem fer fram næstu tvö þriðjudagskvöld í Hamri og er allt spilafólk velkomið. -KK ráðuneytisins, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri, Páll Kr. Pálsson, forstjóri Vífilfells, Pálmi Jónsson, alþingismaður, Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður, Sigmundur Guðbjarnason, próf- essor, Sigríður Anna Þórðardótt- ir, alþingismaður, Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, Þórir Einarsson, prófessor og Þórólfur Þórlindsson, prófessor. þeir Kaldbakskarlar leitað á Halamið. „Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn gáfu vel af þorski. Við vorum að fá 10 til 12 tonn í hali. Já, við erum að gera þokkalegasta túr,“ sagði Ragnar. Að sögn Þorleifs Ananíasar- sonar, útgerðarstjóra hjá ÚA, verður Kaldbakur EA til löndun- ar á mánudag og Harðbakur EA, sem er að veiðum á Halamiðum sem Kaldbakur EA, kemur til löndunar um miðja viku. Frysti- togararnir tveir Sólbakur EÁ og Sléttbakur EA eru að þorskveið- um fyrir Suðurlandi sem gengur vel af síðustu fréttum að dæma og Hrímbakur EA fer til veiða um helgina, en togarinn hefur verið í slipp að undanförnu. „Já, það er allt annað hljóð í okkur nú eftir páska. Veiðin hefur glæðst og vinnan í frystihúsinu er mikil. Þannig verður unnið á laugardag- inn sem á sumardaginn fyrsta til að við náum endum saman,“ sagði útgerðarstjórinn. ój Akureyri: Þetta er víst hægt stelpur! - er heiti á erindi Hildar Jónsdóttur, verk- efnisstjóra, á fræðslufundi nk. miðvikudag Miðvikudaginn 29. apríl nk. verður opinn fræðslufundur á vegum Norræna jafnlaunaverk- efnisins og Jafnréttisnefndar Akureyrar í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Þar mun Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri, halda erindi undir yfirskriftinni „Þetta er víst hægt stelpur!“ Fundurinn er sá fyrsti í funda- röð Norræna jafnlaunaverk- efnisins um allt land. í erindinu fjallar Hildur um launamun kynja og leiðir til að draga úr honum. Komið verður inn á hvernig konur geta nýtt sér jafnréttislögin betur en hingað til t.d. með því að leita úrskurðar nýrrar kærunefndar jafnréttis- mála, en einnig hvaða öðrum aðferðum er hægt að beita til að tryggja að konur og karlar fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eins og kveðið er á um í lögun- um. í því sambandi fjallar hún um reynsluna erlendis af því að beita kynhlutlausu starfsmati í þessum tilgangi. Að erindinu loknu verða almennar umræður. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Konur á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu eru sér- staklega hvattar til að mæta. (Fréttatilkynning) Nú fá þínar listauppskriftir að njóta sín. Matargerð er list og unairstaðan er úrvals hráefni. Síðasti skiladagur í samkeppninni er 1. maí. Uppskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA FRÖDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Pantanasími: 91 -81 23 00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.