Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 5
Efst í huga Jóhann Ólafur Halldórsson Með bjartsýnina að leiðarljósi Líklegast er það réttast að byrja á því að óska lesendum gleðilegs sumars, svona á þriðja degi sumars. En mér liggur þá líka við að biðja þá að gefa sig fram sem telja sig hafa orðið vara við veturinn, því alveg fór hann framhjá mér. Eða eins og ágætur maður orðaði það á dögunum: „Maður veit ekki hvað maður á að kalla vetur. Þetta var eiginlega langt haust áður en tók að vora á ný.“ Frá því ég man eftir mér hefur mér fundist sumardagurinn fyrsti eins og upphaf á nýjum kafla í skemmtilegri bók. Það er einhvern veginn allt öðruvísi að ganga inn í árstíð birtu og yls heldur en skammdegis og drunga. Og þar er ég kominn að þeim vanga- veltum sem ég hef verið í síðustu dag- ana. Vangaveltum um kjarasamninga- viðræður en þau mál hafa verið ofarlega á baugi í vetur. Þessir blessuðu kjara- samningar eru að verða eins og dapur- legur kafli í leiðinlegri bók. Mér finnst líka eins og sumir framámenn í atvinnu- lífinu og stjórnmálum séu farnir að nota þessa neikvæðu hlið kjaraviðræðna til að kynda undir svartsýni og bölmóði með þjóðinni, berja sér svo á brjóst á tyllidögum og tala um bjartsýni á fram- tíðina. Ef rifjaður er upp söguþráður þessara mála á undangengnu ári þá þótti mér eins og skipulega væri byrjað síðastliðið sumar, skömmu áður en samningar runnu út. Þá byrjuðu yfirlýs- ingar um að ekkert væri til skiptanna, þjóðin yrði að sætta sig við lækkandi kaupmátt, minni atvinnu, meira atvinnu- leysi og svo framvegis. Mér þykir sem þessi umræða byrji ævinlega á vitlaus- um enda. Hvernig væri að byrja hana á því hverju þjóðin er að eyða, í hvað fara þær krónur sem aflað er? Og þá er ég ekki að tala um lokun á heilu og hálfu sjúkrahúsunum eða fæðingarheimilun- um. Ég vil sjá vitræna umræðu um hvort við höfum efni á að eyða t.d. hálfum milljarði í starfsmannahús í Blönduvirkj- un, höfum efni á að byggja virkjanir sem framleiða orku sem enginn kaupandi er að eða höfum efni á að halda úti öllu því stjórnkerfi sem komið hefur verið hér á fót. Burtséð frá því hvort ró kemst á vinnu- markaðinn nú á næstu dögum eða ekki þá verður ekki um það deilt að þróunin í kjaraviðræðum eins og hún hefur verið í vetur er slæm. Það má ekki henda aftur að því sé haldið að fólki að framundan sé þvílíkt óvissutímabil að það sé bara ekki hægt að gera kjarasamninga. Við hver samningslok á að koma eins konar fyrsti sumardagurinn, kaflaskipti þegar menn taka á málum af bjartsýni og skyn- semi í stað þess að ákveða fyrirfram að mála skrattann á vegginn í þeirri trú að með slíku einu sé hægt að berja fólk til hlýðni. íslenskum fjöimiðlum undanfarna daga. Það hefur öruggiega ekki farið framhjá neinum að Halldór (áður Kiljan) Laxness átti níræðisafmæli á sumardaginn fyrsta. Á Rás 1 í Ríkisútvarpinu var samfeild dagskrá um skáldið frá hádegi fram að kvöldfréttum og í Sjónvarpi var býsna skemmtilegur þáttur þar sem Sveinn Einarsson moðaöi úr því sem hann nefndi Þjóöskjalasafn nútímans og átti við filmusafn Sjónvarpsins. Mór entist raunar ekki Örendi til að fylgjast með allri dagskránni á Rás 1 en hlustaði þió með öðru eyranu. Þar var greinilega gengið skipulega til verks og þess freistað að spanna allan feril skáldsins, allt frá Barni náttúrunnar til síðustu endurminningabókanna. í Sjónvarpinu var að mestu leyti látið nægja að fjalia um það sem til var á filmu um skáldið. Þarna komu mjög skýrt fram elnkenni þessara tveggja miðla. Annars vegar er útvarpið sem getur fjaliað um eitt efni f fimm og hálfa klukkustund og komist giettilega nærri mergnum í þvf. Hins vegar sjónvarpið sem er allt knappara f forminu og heidur sig oftast við yfirborð hlutanna. En sjónvarpið hefur einn afgerandi kost fram yfir útvarpíð: það getur sýnt okkur skáldið og persónur þess augliti til augiitis. Fyrir vikið færist skáldið nær okkur og við getum skyggnst undir yfirborðið aö vissu markí. Og þá, fyrir vikið slökkvum víð á okkar eigin innra sjónvarpi sem heitír ímyndunarafl og útvarpið getur veriö svo Umfjöllun fjölmiðlanna um Halldór Laxness var að sjálfsögðu öll á lofsamlegu nótunum og hin kurteislegasta eins og vera ber í níræöisaf- mæli jafn kurteiss manns og skáldið er. í Morg- unblaöinu var spariumfjöllun um skáldið f miö- opnu þar sem Matthfas Johannessen og Gylfi Þ. Gíslason tjáðu sig. En framar í blaðinu var öllu bitastæðara efni. Þar skrifaöi Súsanna Svavarsdóttir ágæta grein um konurnar hans Halldórs og Pétur Pétursson fyrrum útvarpsþulur hyllti útvarpsmanninn Halldór Laxness. Þessi kurteislegi tónn í umfjöllun um Halldór Laxness hefur ekki alltaf veriö ríkjandi (fslensk- um fjölmiðlum, síður en svo. I grein Péturs er lítillega vikið að hörðum deilum Morgunblaösins og Ríkisútvarpsins á fjórða áratugnum en þær snerust að verulegu leyti um þá ósvinnu útvarpsins aö leyfa Halldóri að koma fram opinberlega og viðra þjóðhættulegar skoöanir sínar. Því má halda fram að Halldór Laxness hafi verið áberandi í fslenskum fjölmiðlum lungann af þessari öld. Hann hefur sett mark sitt á þá og var lengi leiðandi í þjóðfólagsumræðunni. Hann lót sér ekki nægja að reyta bændur og Framsóknarforingja til reiði með Sjálfstæðu fóiki og gera at f íslenskum broddborgurum með því að skapa persónur á borð við Bogesen. Snemma virðist hann hafa einsett sér að rífa þjóðina upp á hnakkadrambinu og fleygja henni nauðugri viljugri inn í nútfmann. Um áratuga skeið var Halldór Laxness sískrifandi um alla skapaða hluti sem honum fannst miður fara hjá þjóðinni sinni. Hann skammaöi hana fyrir sóðaskap, hugsunar- og hugsjónaleysi, grimmd og sinnuleysi. Þennan boöskap sinn birti hann f öllum þeim fjölmiðlum sem hann haföi aðgang að á hverjum tfma. Pétur Pótursson vitnar í greín sinni f útvarpserindi sem Halldór flutti fyrir daga Rfkisútvarpsíns þar sem hann segir um þjóð sína; „Það er miklu betra að lifa eins og skepnur í Mexfkó heldur en hér, ef vór höfum ekki annað á stefnuskránni en lifa eins og skepnur." Þetta er kannski grunntónninn í verkum skáldsins alla tíö. Þetta viöhorf er hvarvetna að finna í verkum hans. Um það má sannfærast með einni heimsókn í Samkomuhúsið á Akureyri. Einn ágætur starfsbróöir Halldórs sagöi eitt sinn að hann hefði lagt vegakerfi fslenskra nú- tímabókmennta, þeir sem sfðar komu heföu ein- ungis þurft að feta vegina hans. Halidór Laxness hefur ekkl síður haft áhrif á ísienska fjölmiðla og þá sem við þá starfa. Þó ekki væri með öðru en því mikla sköpunarstarfi sem hann hefur unnið á fslenskri tungu. Tungumálið er helsta atvinnutæki fjölmiðlamanna og án Haildórs Laxness væri þaö öðruvisi en það er núna. Fjölmið lar Þröstur Haraldsson jgp Örlítil viöbót v fið fjölmiðla- flaum um Nt óbelsskáld Einn maður hefur öörum fremur verið áberandi í Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 5 Lækningastofa - Lýtasku rðlækni ngar Hef opnað lækningastofu að Hafnarstræti 95, IV. hæð, Akureyri. Tímapantanir í síma 96-22315. Knútur Björnsson, sérgrein lýtaskurðlækningar. Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku - 18 ára og eldri, 4ra til 10 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst - 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja til 8 vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96- 23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Orlofshús Frá og með mánud. 4. maí hefst útleiga á neðan- skráðum orlofshúsum á vegum Sjómannafélags Eyjafjarðar. Húsin eru leigð viku í senn og ber að greiða viku- leiguna við pöntun á húsunum. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið sumarhús leigð hjá félaginu sl. þrjú ár hafa forgangsrétt til kl. 12 á hádegi 11. maí nk. Staðir sem í boði eru, eru á eftirtöldum stöðum: lllugastöðum, Laugarvatni, Skipalæk við Egilsstaði, Gerði í Suðursveit og tvær íbúðir í Reykjavík. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Skipagötu 14, sími 25088. Tilkynning um útboð Tilboð óskast í málningu á húsþökum á llluga- stöðum í Fnjóskadal S.-Þing. Samtals 2640 m2. l'm er að ræða þök á 31 orlofshúsi, sundlaug og kjarnahúsi. Verkinu skal lokið fyrir 1. júní '92. Tilboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norður- lands á Akureyri frá og með 27. apríl ’92. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 4. maí ’92 á sama stað kl. 14.00. Allar nánari upplýsingar veita Hákon í síma 96- 26800 og Sigurður í síma 96-24031. FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir 6. júní -16. júní Drengir 19. júní-26. júní Stúlkur 27. júní - 7. júlí Stúlkur 9. júlí -16. júlí Stúlkur 17. júlí - 24. júlí 10 dagar verö kr. 17.900 7 dagar verð kr. 12.500 10 dagar verð kr. 17.900 7 dagar verð kr. 12.500 7 dagar verð kr. 12.500 Innritun fer fram í félagsheimili kFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánu- daga og miðvikudaga kl. 17-18 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá önnu og 23939 hjá Hönnu sem einnig veita allar nánari upplýsingar. SUMARBÚÐIRNAR HÓLAVATNI.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.