Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 Héraðsskjalasafnið opið almenningi: Handrit Bægisárklerks og fleiri dýrgripir Á morgun er sameiginlegur kynningardagur skjalasafna á íslandi og verður Héraðsskjala- safn Akureyrarbæjar og Eyja- ijarðarsýslu í húsnæði Amts- bókasafnsins opið almenningi kl. 14-18. Óhætt er að segja að þar kenni ýmissa grasa eins og fólk getur komist að raun um. Dagur tók forskot á sæluna og gluggaði í nokkur skjöl sem Aðalbjörg Sigmarsdóttir, héraðs- skjalavörður, var að koma fyrir nú í vikunni. Sérstaka athygli vakti sálmabókarhandrit síra Jóns Þorlákssonar á Bægisá frá árinu 1799. Af öðrum skjölum má nefna innsiglaðar minningar og fleiri skjöl frá Lárusi Thorarensen en á umslaginu stendur að ekki megi opna það fyrr en árið 2000 og bíða margir í ofvæni eftir að sjá innihaldið. Parna eru líka bréf frá Einari Benediktssyni og öðr- um frægum mönnum, aldagamlar jarðabækur og dagbækur og margt fleira, t.d. skuldabréf frá árinu 1807 undirritað af H. Thorlacius. Héraðsskjalasafnið varðveitir margan dýrgripinn í þröngum húsakynnum sínum og sífellt bætast í safnið gömul skjöl sem fólk finnur í kössum uppi á háa- lofti eða niðri í kjallara. Aðalbjörg Sigmarsdóttir, hér- aðsskjalavörður, og Jón Hjalta- son, sagnfræðingur og virkur not- andi skjalasafnins, skrifuðu greinarkorn sem birtast hér í tilefni af þessum kynningardegi skjalasafnanna. SS Margt er merkilegt - kynningardagur skjalasafna Sameiginlegur kynningardagur skjalasafna verður á morgun, sunnudaginn 26. apríl. Kynning- in hefur hlotið yfirskriftina Margt er merkilegt, og er hugsuð til þess að vekja athygli almennings á skjalasöfnum, tilgangi þeirra og starfsemi, og til þess að hvetja fólk til þess að aflienda handrit, bréf, dagbækur, fundargjörða- bækur og allt slíkt á skjalasöfnin til varðveislu í stað þess að fleygja því. Skjalasöfnin um allt land ætla að taka á móti fólki þennan dag, þ.e.a.s. þar sem aðstæður leyfa, sýnd verða skjöl og handrit úr fórum einstaklinga, félaga, fyrir- tækja og hinnar opinberu stjórn- sýslu. Einnig verður reynt að {ritrxj Jé tx&Jíífe/k, i /C'£ ~.Sr.£i /U / Vi jfi fi hkí >. J%. I r (x ýv >T" ^ tr^i’<-£■ " V/'y' | Vv íAL. y- a «.*■ H; f»í »• - *’ * «. t T.v. / A ýt C tV rV'~ 4> ir—,i Cj Ut/iit f t T > P* « >t /ítf/ll, l,V_V, -,-r, JkAfU J*. * # /# V >*• /<?Ö / Skuldabréf frá 1807 vegna láns sem H. E. Thorlacius fékk hjá Madame Ingi- björgu á Munkaþverá. Námskeið hefjast 27. apríl ★ Magi, rass og lœri ★ Þrekhringur ★ Tröppuþrek ★ Þrek og þol ★ Leikfimi og megrun Innritun og upplýsingar í síma 24979 frákl. 18-20. Tryggvabraut 22 Akureyri stmi 24979. V/SA sýna hvernig gengið er frá skjölunum og hvernig þau eru skráð. Héraðsskjalasafnið á Akureyri Héraðsskjalasafn Akureyrarbæj- ar og Eyjafjarðarsýslu á lögum samkvæmt eins og önnur slík söfn að innheimta öll opinber gögn innan síns svæðis og varð- veita þau. Safnið hefur nú starfað í u.þ.b. 24 ár í húsi Amtsbókasafnsins við Brekkugötu og margt er þar merkilegt, eins og segir í yfir- skrift kynningardagsins. Safnið fær til varðveislu öll gögn bæjar- og sveitarstjórna, allra nefnda og stofnana á vegum þessara aðila og öll gögn félaga og samtaka sem notið hafa styrks af almannafé. Þar að auki á safn- ið að stuðla að því að safna og varðveita öll þau gögn sern inni- halda heimildir um sögu héraðs- ins, menningu og daglegt líf íbú- anna. Einkaskjalasöfnin mikilvæg Það gefur auga leið að þær upp- lýsingar sem opinberu skjölin gefa okkur um íbúa landsins væru fremur bragðdaufar ef ekki kæmu einnig til heimildir frá almenningi. Dagbækur, bréf og Aðalbjörg Sigmarsdóttir, héraðsskjalavörður, flettir sálmabókarhandriti síra Jóns á Bægisá. Myndir: Golli annað slíkt er sjálfsagt að varð- veita, það gefur okkur innsýn í hið daglega líf horfinna kyn- slóða. Þó er sennilega aldrei nóg gert til þess að hvetja fólk til að athuga sinn gang áður en það hendir þessu gamla dóti sem afi og amraa, eða pabbi og manna áttu í fórum sínum. Sumir eru ragir við að láta persónuleg bréf og dagbækur á söfn, en þá er þess að geta að þeir sem afhenda skjölin geta sjálfir takmarkað aðgang að þeim og jafnvel haft þau lokuð um tiltekinn tíma. Komandi kynslóðir eiga heimt- ingu á því að fá að vita hvað fram fór í þjóðfélaginu, hvaða fram- kvæmdir áttu sér stað, og síðast en ekki síst, hvernig daglegt líf almennings var, störf fólksins, tómstundir, félagsstarfsemi o.þ.h. Það ætti því að vera metnaður fólks að koma öllum sínum skjöl- um og handritum á Héraðsskjala- safnið sitt, ef misbrestur verður á því er hættan sú að fræðimenn framtíðarinnar álíti að ekkert hafi markvert gerst í þessu hér- aði. Skjalasafn er miðstöö upplýsinga Segja má að héraðsskjalasöfnin séu kjölfesta menningar á hverj- um stað og ef vel er að málum staðið hin merkasta miðstöð upp- lýsinga um liðna tíð. Fræðimenn og áhugafólk er velkomið á söfn- in til að sinna sínum hugðarefn- um, hvort sem þau varða sögu lands og lýðs, ættfræði, bók- menntir eða hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Opið hús í Brekkugötu 17 Héraðsskjalasafn Akureyrarbæj- ar og Eyjafjarðarsýslu verður opið kl. 14-18 sunnudaginn 26. apríl nk. Þar geta menn skoðað sýningu á skjölum úr safninu, rætt við skjalavörðinn, gefið ábendingar um merkileg skjöl í vörslu einstaklinga og jafnvel afhent skjöl úr eigin fórum. Rétt er að geta þess hér að ef einhverjir vilja koma skjölum á skjalasafn í sinni heimabyggð, þá eru skjalasöfnin öll reiðubúin að hafa milligöngu um að koma slíku til skila. Aðalbjörg Sigmarsdóttir. Músakeppni háaloftanna Að taka til og henda rusli er dyggð. En mikið óskaplega er það afstætt hvað við megum kalla rusl. Eigum við til dæmis að henda skrjáfandi og illa þefjandi afsalsbréfum? Hvað varðar nútímann um gjörðir foreldra okkar, afa og ömmu, húsakaup þeirra eða sölu? Svo sem ekki neitt, gæti svarið hljóðað ef við værum skynlausar skepnur. En það er nú einhvern veginn svo að áhuginn á fortíðinni er okkur í blóð borinn. Við viljum ekki að- eins vita um gjörðir genginna konunga og herforingja; hver drap hvern er að vísu athyglisvert en finnst okkur það nokkuð síðra að þekkja sögu bæjarins okkar, ættmenna eða jafnvel hússins á næsta horni? Ég hlýt að minnsta kosti að játa að mér var hugarfró í því þegar Stefanía Ármannsdóttir gaukaði að mér ýmsum pappír- um um húsið við Aðalstræti 62. Ekki þótti mér það heldur síðra þegar nafni minn Jón Einar Har- aldsson hringdi og sagðist vilja sýna mér rykugt dót er hann hafði fundið uppi á háalofti í Hafnarstræti 2. Með skítugan trékassa í fanginu, svartlitað vatn í maganum og töluvert óhreina sokka á fótum yfirgaf ég nafna minn. í kassanum var ntargs kon- ar skjaladót og Ijósmyndir, með- al annars af Akureyri frá því fyrir aldamót og ein af Magnúsi á Grund. Og einmitt um þessar mundir er ég að daðra við Snorra bakara. Líklega vita það fæstir Akureyringar að í júní næstkom- andi á Kristjánsbakarí áttræðisaf- mæli; Snorri segir mér að pabbi hans hafi fyrst opnað brauðgerð hinn 12. júní 1912, þá í Strand- götu 41. Snorri er fæddur í hús- inu, raunar í sama herbergi og hinn nafntogaði stjórnmála- skörungur Einar Olgeirsson en faðir Einars - æi nú er ég alveg búinn að gleyma mér; ég ætlaði ekki að fara út í langa fyrirlestra um húsasögu. Sem sagt, svo ég komi mér aftur að upphafinu, Snorri ætlar að athuga fyrir mig hvort hann eigi eitthvað af papp- írum frá föður sínum, til dæmis kaupsamninga eða eitthvað í þeim dúr. Og svo ég segi það enn og aftur, slík plögg á ekki að brenna; skjöl þurfa ekki endilega að vera frá fyrri öldum til að telj- ast athyglisverð, minnumst þess að það sem er nýtt í dag er orðið eldra á morgun og afgamalt hinn daginn. Verum því spör á að henda pappírum, gefum að minnsta kosti Aðalbjörgu hér- aðsskjalaverði tækifæri til að gaumgæfa þá áður en ruslatunn- an er opnuð. Jón Hjaltason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.