Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 Brot ÚR SÖGU BÆNDA Vakið vorboðar Vorið er að koma. - Fyrstu farfuglarnir eru komnir til að vekja okkur upp af blundi vetrarins og minna okkur á að lífið fer að taka við sér allt í kringum okkur. Það er eins og allt umhverfið rísi úr rekkju og fólk hefur ekki lengur tíma til að kúra í skammdegisskímunni sem auðvitað er löngu horfín. Umhverfíð er hvati til þess að allir taki þátt í þess- ari framhaldssögu sem iífíð er og móti atburðarásina. í návist jarðar heitir bók eftir sænskan bónda, Sven Arnell að nafni, og lýsir hann því hvernig starfið mótar lífsviðhorfið og hvernig dýr, gróður og um- hverfið allt heltekur hug hans allan. Starfið, sem er svo eldgamalt í sögunni, að allt frá því að jarð- arbúum tók að fjölga og veiði- mannaþjóðfélög urðu að bænda- samfélögum hefur það verið verkefni bóndans að nota jörð- ina. Bóndinn á að sá og upp- skera, hann á að varðveita ávexti jarðar og passa að hafa forða í hlöðum sínum þar til næsta uppskera hefst. Þetta er stórmerkilegt verk- efni því það hefur þann tilgang að lífið eigi að halda áfram og fólk jarðar eigi að komast af. Arnell segir að sú sérstaða bóndans að eiga að bera um- hyggju fyrir jörðinni sé erfitt verkefni sérstaklega á þeim tím- um þegar sífellt meiri kröfur séu uppi um takmarkalausa arð- semi og hagvöxt með einhliða gróðahyggju að leiðarljósi. Staðreyndin sé sú að margt af því sem bóndinn þurfi að sinna sé yfir það hafið að geta fallið að þessum kröfum út frá þeirri tillitssemi sem sýna beri um- hverfinu. Slík stefna getur að mati Arnells verið ónáttúruleg og ómanneskjuleg og beint fjand- samleg þeim áformum að við- halda heilbrigðu umhverfi til komandi kynslóða. Yið eigum margt undir sólinni í norðlægum löndum hefur sól- in þýtt líf. Bústofn bóndans og gróðurinn eru háðir veðrabrigð- um og áhrif þeirra geta miklu skipt um framvindu lífsins, en þetta starf er þannig að öllu kemur það við og allir eru á ein- hvern hátt háðir því að vel gangi. Fyrst og fremst er það bændafjölskyldan sjálf þar sem allir eru þátttakendur. Pá er afkoman ekki síður mikilvæg fyrir byggðina sem á viðhald sitt undir þessari afkomu til þess að framhald geti orðið á búsetunni og byggðin fari ekki í eyði. Eðlilega hefur bændafólk orðið mjög upptekið af þessum þætti og reynt eftir megni að halda fast um sitt. Þetta þekkj- um við í okkar eigin landi og oft vart hægt að skilja hvernig fólk komst af og sem betur fer elur fólk enn mikla önn fyrir afkomu sinni og framfaramálum í eigin byggðum. Eyðing byggðarlaga eru ekki landbætur Hér á landi eru verkefni í rækt- unarmálum nær óþrjótandi ef hægt á að verða að stöðva gróð- ureyðinguna fyrir aldamót. Þetta er það sem er svo spenn- andi vegna þess mikla frum- kvæðis og atorku sem til þarf til þess að þetta takist, en gróður- inn er undirstaða bæði lífs og menningar. Það er fagnaðarefni ef rétt reynist að ríkisstjórnin ætli að fela bændum mikil verkefni á þessu sviði og skapa svigrúm til landgræðslu. Búast má við að þeir geti komið til með að ná miklum árangri þar sem þeir búa yfir bæði verkkunnáttu og tækni til starfsins. Víða um lönd er fólk að sjá það að bændur eru lykillinn að bættu landi, en mörgum hefur hætt til þess að gera þá að vandamáli í stað þess að gera þá að lausn vandans. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bestu landbæturnar að setja byggðir í eyði eins og sum- ir halda. Lausnin er sú að minnka beitarálag, en halda í fólkið sem elur önn fyrir landi sínu og kemur til með að sinna því mest og best. Þannig er hægt að líta á eyðingu byggðar á Hólsfjöllum sem mistök og fyrir það verður árangurinn aldrei eins góður og til er ætlast. Vel hefði verið hægt að fækka fénu, en stunda þess í stað rækt- unarbúskap því með byggðinni fer miklu meira en við höldum í fyrstu og ber að harma það ef byggð leggst af til frambúðar á þessu svæði, því hún var að sönnu mjög merkileg. Grænar greiðslur eru hugsanlega góður kostur Víst má segja að sauðkindin hafi verið skaðvaldur í okkar gróðurlendi. Því neitar enginn. En tæplega er hægt að áfellast forfeður okkar sem höfðu litla sem enga björg og höfðu engar aðstæður til þess að skila jörð- um sínum betri til komandi kynslóða. Þetta voru aðstæður sem við eigum erfitt með að setja okkur inn í í dag. En við verðum líka að gera okkur grein fyrir í hvaða landi við búum. Náttúruöflin hafa oft verið grimm og engu hlíft. Það er eins og við séum farin að gleyma eldgosum, hafís, hretum, kulda, vatnsrofi, stormum og þurrkum. Það er ekki síst bændum í hag að hér sé þróuninni snúið við og lönd séu friðuð eða beit verði sjálfbær ef svo má að orði kom- ast þ.e. ekki verði stunduð ofbeit og landið batni frekar en rýrni. Þetta er öllum til hags- bóta, en gallinn er sá að nú hafa tekjur bænda verið rýrðar og enn eru uppi kröfur um að land- búnaðarvörur lækki. Fyrir utan launalækkun hefur farið fram flatur niðurskurður á búfé sem hefur þýtt minnkandi veltufé og verðfall á jörðum og fjárfesting- um í landbúnaði. A sama tíma hefur milliliðakostnaður ekki lækkað og skattlagning á mat- vöru aukist. Þetta vekur spurningar um réttlæti og hætt er við að bænd- um reynist erfitt að fjármagna landbætur þegar að þeim er vegið á þennan hátt, en „grænar greiðslur" geta hugsanlega bætt þetta eitthvað upp sé hægt að standa við þær af ríkisins hálfu. Krafa bænda hlýtur samt að vera sú að veruleg endurskoðun fari fram á verðlagningu bú- vöru, en einhverjir hljóta að geta hert ólina eins og þeir. Náttúruvænir búskaparhættir Dálítið er það merkilegt hvað gróðurbyltingin kom seint til okkar. Svo mjög víða hafa bændur fyrir löngu áttað sig á þeirri nauðsyn að rækta skóga og skjólbelti til skjóls bæði fyrir búpening og gróður, auk þess að vera loftslagsbætandi. Sam- spil þessara þátta getur verið þannig að þeir bæti hvorn ann- an upp, en oft hefur þess mis- skilnings gætt að búfé og land- bótastarfsemi geti ekki farið saman. Þetta form búskapar getur verið náttúruvæn starfsemi sem hægt er að markaðssetja til hins kröfuharða neytanda, en í tím- ans rás, á þeirri upplýsingaöld sem við lifum á, verður hinn vel menntaði borgari meira og meira meðvitaður um uppruna og innihald þeirra matvæla sem hann neytir. Þessar svokölluðu „grænu“ vörur verða nú sívinsælli enda seldar undir vissum vörumerkj- um undir ströngu eftirliti. Undarlegt er það hversu lítið ber á þeim hér á Iandi, en þó mun það vera eitthvað í græn- metisgeiranum. Kjöt og mjólk er líka hægt að selja sem náttúruvæna vöru og hafa verið mörg slík átaksverk- efni í gangi á Norðurlöndum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og á síðasta ári jókst salan um 30% í Svíþjóð á þess- um vöruflokki. Þar er því trúað að möguleiki Norðurlanda í sameinaðri Evrópu sé sá að vinna úr því hreina umhverfi sem til staðar er, en sennilega er möguleiki íslands miklu meiri ef vel er á málum haldið. Allavega ætti ekki að vera neinn vandi að hefja þetta starf nú þegar fyrir innanlandsmarkað t.d. í jaðar- byggðum þar sem mikið liggur á að finna sér farveg til framtíðar. Eina sem skortir er fólk sem þorir að hafa frumkvæði og bíð- ur ekki eftir því að ríki eða sveitarfélög finni eitthvað fyrir það sem er nýtt og skapandi. Nei, þannig fer það ekki fram og trúa má því að margt fólk hér vildi kaupa búvörur sem framleiddar eru án tilbúins áburðar, útlends fóðurbætis og án annarrar mengandi efna- notkunar. Þetta hljómar vel en margt fleira kemur inn í svo sem það að beitilönd þyrftu að vera sjálf- bær þ.e. ekki ofbeitt til þess að kjötið yrði vistvænt ef svo má að orði komast og rúllubagga- plast myndi ekki falla inn í kerf- ið, nema að pakkað sé með efni sem eyðist í náttúrunríí. Forðumst yfírgang annarra Sem betur fer er það orðið svo að margt fólk er farið að hafna þeim rökum að allt þurfi að stefna að hámarksframleiðni. Þetta fólk vill stefna að hinu eðlilega en ekki hinu óeðlilega og ekki eru allir sáttir við erfða- tæknina ef hún kemst á það stig að farið verði í að breyta eigin- leikum dýra og plantna á þann hátt að framleiddar verða stór- miklar stökkbreytingar sem enginn sér fyrir endann á. Sænsku dýraverndunarlögin eru einstæð í sinni röð og marg- ir árekstrar eru fyrirsjáanlegir þegar þjóðin gengur í Evrópu- bandalagið. Vaknar þá sú spurning hver eigi að gefa eftir, sá litli eða sá stóri og búast má við því að stórveldin vilji halda því áfram að troða í stíur og hafa þrengra í búrum. Þessu hafnar dýraverndunarfólk og telur réttilega að miklu máli skipti að láta ekki hagfræðina hlaupa með sig í göngur. Þetta verður á mörgum svið- um og víst munu menn hrökkva við þegar þeir eiga að taka við efnaúrgangi hinnar menguðu Evrópu, en samkvæmt sam- þykktum bandalagsins munu öll lönd þess þurfa að jafna á sig móttöku þessara efna og eyð- ingu þeirra verður dreift sem víðast. Málið er það að í þess- um stóru iðnríkjum er ekki lengur pláss fyrir úrganginn og hverjir vilja taka við honum á sínar jarðir. Þá er talið að loft- mengun aukist verulega þar sem hið nýja bandalagsríki verði án landamæra og flutning- ar með vörur verði miklu meiri á löngum leiðum og milli fjar- lægra héraða, sem og krefst mun meiri orkunotkunar og eykur um leið mengun. Fjársjóðirnir eru margir Nei, það má ekki allt snúast um hagvöxt þó svo að hann geti verið nauðsynlegur að vissu marki. Dreifbýli er þannig að í sumu verður aldrei hægt að hugsa eftir einhverjum hag- kenningum. Dreifbýli hefur þann kost að þar býr færra fólk og öll sam- skipti verða persónulegri. Persónuleg tengsl verða alltaf mikils virði og kannski er merg- urinn málsins sá að bændur hafi vanrækt þennan þátt í samskipt- um sínum við neytendur. Þar er margt hægt að bæta. Auðvitað höfum við fjarlægst uppruna okkar og öll erum við svolítið spillt af velferðinni. Hið ótakmarkaða frelsi hefur gert okkur rugluð í ríminu og við höfum gleymt að fylgja málum eftir. Landið okkar er land sem á ótrúlega mikla möguleika og víða eru fjársjóðir. Listin er sú að kunna að finna þá og nýta verðgildi þeirra. Lítum til framtíðar Já, það er mikil spurning hvern- ig hlutirnir þróast, en þrátt fyrir ýmsar blikur á lofti má binda vonir við að takast megi að gera góða hluti og koma í veg fyrir margt sem nú ógnar heiminum. Margir hafa bent á það að vandamál á næstu öld verði ekki leyst af sérfræðingum einum heldur af fólki sem er fjöl- fræðingar og sem kemur til með að sjá hlutina í miklu víðara samhengi en aðrir. Þetta fólk kemst til valda vegna víðsýni sinnar og margháttaðrar þekk- ingar, en veikleiki sérfræðinnar er sá að þröngsýni gætir til annrra þátta í heildarmyndinni. Eitt er víst að við verðum sjálf að skoða framtíðina og gá hvort við getum haft áhrif hvort sem um landbætur eða eitthvað annað er að ræða. Þetta er ef til vill einfalt í orði en flóknara í verki, en það þarf ekki að vera. Við skulum enda þetta spjall með orðum Sigríðar Stefáns- dóttur, þingeyskrar alþýðukonu sem ræktaði garðinn sinn til margra kynslóða. Hún orti: Vakið vorboðar. Vaknið Ijósálfar. Vaknaðu ljómandi lind.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.