Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 IWlATARKRÓKUR Sniglar, hreindýr og jarðarber að hætti fram- kvæmdastjóra Dropans Að þessu sinni fá lesendur Dags uppskriftir úr smiðju Einars Viðars Finnssonar, framkvœmdastjóra veitinga- staðarins Dropans á Akur- eyri. Einar Viðar lumar á ýmsu góðu, enda hefur hann haldið sig tiltölulega nálœgt eldamennskunni á undanförn- um árum. Aður en hann tók að sér framkvœmdastjórn á Dropanum vann hann m.a. á Sœluhúsinu á Dalvík, Greif- anum á Akureyri og Bleika fílnum sáluga á Akureyri. Uppskriftir Einars Viðars eru ekki af verri endanum, veislu- matur eins og hann gerist bestur og upplagt að prófa hann í sumarbyrjun. En vindum okkur í uppskriftirnar. Sniglaragout (fyrir fjóra) 15 stk. sniglar 100 g sveppir 30 g paprika 'A l rjómi laukur eftir smekk hvítlaukur salt pipar Sniglarnir eru steiktir í potti smástund. Paprikan og svepp- irnir skornir í bita og laukurinn grófsaxaður. Grænmeti sett út í pottinn og steikt þangað til það er farið að mýkjast. Að því búnu er kryddi stráð yfir. Svo- lítill safi af sniglunum settur út í ásamt rjómanum og þykkt með hveitijafningi. Hreindýrasteik (fyrir fjóra) 800 g hrygg- eða lœrvöðvi 4-5 sneiðar beikon 3 msk. sinnep (sterkt) 1 lárviðarlauf salt pipar piparmix Vöðvinn er smurður með sinnepi og kryddaður með salti, pipar, og piparmixi. Beikoninu raðað ofan á og lárviðarlaufinu stungið með. Sett í ofnskúffu og steikt við 180 gráðu hita í 45 mínútur. Sósan er löguð úr soð- inu. Borið fram með brúnuðum kartöflum og Waldorfsalati. Jarðarberjadesert Vi dós niðursoðin jarðarber Vi l rjómi 3 egg 10 blöð matarlím 5 msk. sykur 1 msk. vanilludropar Sósa: 3 dl jarðarberjasafi 4 msk. rifsberjasaft 2 tsk. kartöflumjöl Eggin eru aðskilin og eggja- hvíturnar þeyttar. Eggjarauð- urnar og sykurinn þeytt vel saman (létt og ljóst). Rjóminn þeyttur. Matarlímið brætt yfir gufu. Eggjarauðum og rjóma blandað saman. Helmingnum af jarðarberjunum bætt út í. Eggjahvítu blandað varlega saman við. Matarlím látið út í og látið stífna. Sósu hellt yfir. Sósa: Jarðarberjasafinn og rifsberjasaft hitað í potti. Afganginum af jarðarberjunum hellt saman við. Þykkt með kartöflumjöli. Kælt aðeins. Þannig lítur matseðill þessa laugardags út. Einar Viðar „gefur boltann" til kollega síns í „veitingabransanum", Andra Gylfasonar, veitingamanns á Greifanum á Akureyri. Við eig- um von á uppskriftum frá hon- um að hálfum mánuði liðnum. óþh VfSNAÞÁTTUR Páll H. Árnason bóndi í Þór- laugargerði, Vestmannaeyj- um kvað: Svo Ijúft er og Ijómandi gaman að lífinu hverfa öll mein þær stundir er syngjum við saman þó séum við bara tvö ein. Syngdu hvert starf er þú stundar, starfaðu söngnum í hag, því söngur er Ijósgjafi lundar, já, láttu hann hijóma hvern dag. Pá skulu tíndar til vísur eftir Ólöfu Sigurðardóttur. Sólbráð: Sólbráðin sest upp á jakann, sest inn í fangið á hjarni. Kinn sína leggur við kiakann, kát eins og auga í barni. Seitlan úr sporunum sprettir, spriklar, sem glaðasta skrítla. Gutlandi, litlir og léttir, lækirnir nið’r eftir trítla. Leysing: Hvein ítindum vein í vindum, vetrartröllið stóð á fjöllum. Meinakindin læsti lindum, læsti öllum vatna-föllum. Hljóðlaust mjallaflyksur falla, fara á snið, með hægu iði. Raddir allar ómlaust kalla eftir kliði af vatnaniði. Mjúkur þytur þaut um sveitir, þýður, góður veður-niður. Æsir þysinn, Ijós og leysing, leið um hlíðar vaðals-kliður. Niður fjallið, stall af stalli straumur skall með fluga-hasti. Glumdi kall úr fossa-falli, feiknin svall í iðu-kasti. Á engjum: Sólin skein, mér sól var hjá, nú sit ég aum og stúrin. Vota steina stirnir á, stór og hrein var skúrin. Hey á floti hálfþurrt er, heima í koti rýkur. Ég er að pota aumri mér inn í votar flíkur. Hér koma nokkrar „réttar- dagsvísur“ eftir Ólaf Sigfús- son, Forsæludal. Hress í fasi, hlýr í lund, hlýju masi feginn, enn á glasa góðri stund gríp ég vasafleyginn. Andinn léttist, öls við glóð auðnu mettar haginn. Sæll og glettinn syng ég Ijóð svona á réttardaginn. Vítin öll ei varast má, verða á gleðifundum gullhúfurnar ýmsum á illa settar stundum. Ég í brjósti á mér yl undir þykku hýði, enda gerir ekkert til um mig þó að hríði. Brosin glettin, blikar gler, brúnaléttur fagur, loksins þetta orðinn er indæll réttardagur. Næstu vísur kvað Sigríður Sigfúsdóttir í Forsæludal. Vetrarvísa: Hjúpa náir hugans lönd hlýju þrá og drauma, nú þó fái frostsins hönd fjötrað bláa strauma. Sumarvísa: Mitt út færist sjónarsvið, sorg er fjær og kvíði þegar hlær mér hlýjast við heiðarblærinn þýði. Á ferð: Bjart er heið um hugarsvið, hverfa greiðast þrautir hér sem breiðar hófum við hlæja reiðarbrautir. Næstu vísurnar orti Stein- grímur Baldvins í Nesi. Þær heita Sorg og gleði og hljóða svo: Að sorg þinni skaltu sjálfur búa. Sársaukans gjöf ei metur neinn. Fyrir óláni þínu skaltu engum trúa, því enginn skilur það, nema þú einn. Haf þú gesti að gleðiborði - gleðinnar nýtur þú tæpast einn. Menn leggja hlustir við hennar orði og hana misskilur ekki neinn. Hrind eigi þínum harmi frá þér, - í hjarta þitt visku mun hann sá. En ber hann ei heldur utan á þér á annarra gleði hann skyggirþá. Þá koma ósamstæðar vísur eftir Braga Björnsson frá Surtsstöðum: í hann slær og úr við dóm ótt sem flær á skinni, tungur hrærir tvær við góm tækifærissinni. Öðrum reyndust öll þín kynni eins og sjálfum mér. Ókunnugir einu sinni aðeins treystu þér. Um sig mjög í orðum sló auðlegð við að kynna, aldrei fyrir átti þó útför drauma sinna. Lausan taum og leiði gaf liðins tíma saga, sýpur margur seyðið af syndum fyrri daga. Ingimundur Ingimundarson, ættaður af Ströndum, nefndi þessa vísu sína Lán í óláni: Aldrei haldinn ódælsku, illum kynnum varinn. Hafi ég sýkst afhagmælsku hún er löngu farin. Jens Guðmundsson kvað næstu vísur. Hann býr að Reykhólum. Við tignum...: Við tignum þann sem taflið vann og trónar í efsta sæti. En stærra er þó að styðja þann sem stendur höllum fæti. Allt breytist: Ung hún var mín eina rós, yndi minna vona. Nú við lífsins elfarós aðeins gömul kona. Við messu: Margir gnægðir gæða fá, glöpin öðrum safnast. Lokadaginn eflaust á allir hlutir jafnast. Um kunningja: Fjarri samhygð leiðin lá, lítið andans gengi. Sjálfsánægju sinni á sullast hefur lengi. Póstur: Stefnufastur áfram óð, orku hvergi sneiddur. Skrefadrjúgur skarann tróð, skyggnu auga leiddur. Jón Biarnason frá Garðsvík Kristján Ólason kvað þessa siglingavísu: Stríkka gerði stag og kló, stórum herðir rokið. Minni ferð um saltan sjó senn er að verða lokið. Kristján kvað enn: Horft var móti hausti og spurt, hvað var það sem réði því að fórstu frá mér burt, fagra Ijúfa gleði. Ólína Jónasdóttir á Sauðár- króki þurfti að fá rúðu setta í glugga. Hún kvað: Mér finnst eitt og annað bresta á það sem ég frekast kaus. En eitthvað með því allra versta er að vera karlmannslaus. Albert G. Sölvason kvað er hann var á siglingu með vini sínum: Hratt sem örin flýtir för framhjá vör og töngum. Augun snör, en úfin skör, æskufjör á vöngum. Á stund vonleysis og vand- ræða orti Einar Þorgrímsson vestur í Winnipeg, þessa vísu. Ég er blauður orðinn þræll og mun trauður gleyma, nú væri auður vinur sæll að vera snauður heima. Guðm. Ingiberg Guðmunds- son kvað þessa vísu suður í Höfðaborg. Blóm upp gróa úr gulum sand geisla þróuð báli. Felur skógur fagurt land fram að sjóarmáli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.