Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Er uppgjöf ííslendingum? íslendingar hafa nú minnst 90 ára afmælis Halldórs Laxness. Á eng- an er hallað þegar fullyrt er að Halldór sé þekktasti og jafnframt mikilvirkasti rithöfundur sem ísland hefur ahð til þessa. Starfs- ævi hans nær yfir sex áratugi - þá áratugi í sögu þjóðarinnar sem mestar breytingar hafa orðið á hfn- aðarháttum hennar. Breytingarnar endurspeglast einnig í verkum hans sem rithöfundar. Þau hafa ekki einvörðungu þróast með stefnum í heimspeki og bókmennt- um heldur einnig með sögu íslensku þjóðarinnar á þessari öld þar sem rithöfundurinn lét sér fæst óviðkomandi. Af þeim sökum varð hann umdeildur á tímum umbrota og ólgu í íslensku þjóðfélagi. Skoðanir hans féhu ekki að sjónar- miðum ahra og gagnrýnin afstaða hans th manna og málefna orsök- uðu umrót í hugum margra. Mönn- um fannst hann gera htið úr lönd- um sínum og víst má finna háð og spé í verkum hans. En þrátt fyrir óvægna afstöðu hans tU margra mála þá kemur HaUdór Laxness fyrst og fremst fram sem íslend- ingur í verkum sínum. Efniviðurinn er sóttur í sálardjúp fólksins sem byggt hefur þetta eyland í regin- hafi. Á hnyttna og krefjandi mnfjöU- un hans á hverjum tíma ber ekki síður að hta sem ábendingar um hvað betur megi fara og hvatningu tU þjóðarinnar en vægðarlausa niðurrifsstefnu er sumir samferða- manna töldu sig sjá í verkum hans. íslendingar höfðu oft ástæður tU að gefast upp á umliðnum öldum. Framfarir urðu engar og úr sög- unni má lesa að öldum saman hafi tíminn virst standa kyrr. Kynslóðir komu og fóru án þess að neinar breytingar ættu sér stað og von- leysið var sá arfur er beið nýrra samfélagsþegna. Með þeirri kyn- slóð sem nú er að hverfa af sjónar- sviðinu - aldamótakynslóðinni - var hinni löngu stöðnun þjóðarinn- ar ýtt tU hhðar. Við tók ævintýra- legt uppbyggingarstarf og kraft- mikið neysluþjóðfélag var tU á inn- an við einum mannsaldri. Slíkar breytingar verða ekki án margs- konar átaka og vaxtarverkja en landsmenn báru þó ætíð gæfu tU þess að vinna landi sínu eftir mætti. Að öðrum kosti hefðu mál farið á annan veg - þróunin orðið með öðrum hætti en við þekkjum. Á síðustu mánuðum er þó engu líkara en menn hafi misst sjónir af þeirri hugsjón er bar þjóðina fram á veginn. Krafturinn sem knúði menn áfram tU nánast ómannlegra átaka virðist horfinn á braut. Þegar tvö hundruð og fimmtíu þúsund manna þjóð þarf að búa við atvinnuleysi þá er eitthvað að. Þegar ýmsir forkólfar þjóðmálanna sjá ekki aðrar leiðir en gangast að nokkru leyti undir erlend yfirráð þá er einnig eitthvað að. Víst höfum við eytt um efni fram en slíkt er auðfenginn fylgifiskur þess að efn- ast hratt og kunna aurum sínum ekki nægUeg forráð. En lærdómur- inn sem draga verður af umfram- eyðslu og skuldasöfnun er ekki sá að leggja árar í bát - heldur að herða róðurinn. íslendingar hefðu aldrei náð þeim árangri sem saga þessarar aldar geymir hefðu þeir ekki lagst á árina af fuUum þunga. Salka Valka, Bjartur í Sumarhús- um, Jón Hreggviðsson frá Rein og jafnvel ævintýramaðurinn Garðar Hólm, svo nefndar séu nokkrar af þekktustu persónum Halldórs Laxness, áttu það aUar sameigin- legt að vUja bera höfuðið hátt og láta ekki óbhða erfiðleika eða and- snúið umhverfi buga sig. Við nátt- úruöflunum sjá menn ekki en þurfa þess í stað að vaka yfir því sem þeirra er. GUdir þar einu um íslend- inga og aðra. Hahdór Laxness er af þeirri kynslóð er umbreytti íslensk- um arfi. Saga þess tíma er skráð í verkum hans. Því er vel við hæfi að rifja þetta tímabU sögunnar upp á níræðis afmæli skáldsins þegar spurningar vakna um hvort upp- gjöf hefur sest að í sálum okkar íslendinga. ÞI Öðruvísi mér áður brá Stefón Þór Sæmundsson Réttlætíð er göfiig hugsjón sem kallar á sólríkt sumar Svartar hlussur eru farnar að suða, rotnunarlykt leggur yfir bæinn úr Eyjafjarðarsveit, ívar er hættur að heimta snjó og ég er í þann veginn að taka nagla- dekkin undan. Sumarið hlýtur að vera komið. Þess- ir vorboðar villa ekki á sér heimildir. Fáklæddar konur hjóla nú eftir gangstéttum Glerárgötu og börnin ráða sér ekki fyrir kæti. Reyndar er Frímann frændi búinn að vera á hjóli í allan vetur og það sama má segja um fleiri viðlíka garpa, enda hafa götur Akureyrar verið auðar nær daglega síðastlið- inn vetur. Okkur finnst Jþað réttlætismál að sumarið verði sólríkt og gott. A sama hátt þótti ívari fyllilega rétt- látt að krefjast þess að fá snjó í vetur og gjafir veðurguðanna voru því ranglátar að hans mati. Frímann frændi hefur hins vegar aldrei spáð í rétt- læti veðurguðanna þegar reiðhjólið er annars vegar en öðru máli gegnir um hinar harðvítugu klárhryss- ur hans, sem ekki verður rætt nánar um hér. En hvað er réttlæti og hvaða máli skiptir það? Barist fyrir réttlætinu uns enginn stendur uppi á jörðinni í Heimsljósi Halldórs Laxness ræðast þeir við, vin- irnir Ólafur Kárason og Örn Úlfar. „Það er réttlæt- ið sem á eftir að gefa börnum framtíðarinnar lífið,“ segir Örn Úlfar. „Baráttan fyrir réttlætinu er hið eina sem gefur mannlífinu skynsamlega meiníngu.“ Ólafur Kárason Ljósvíkingur kemur þá með þessa gullvægu setningu: „Hefur þér ekki dottið í hug að það sé hægt að berjast fyrir réttlætinu þáng- að til einginn maður stendur leingur uppi á jörð- inni?“ „Rétt segir þú, baráttan fyrir réttlætinu mun framkalla ragnarök,“ segir Örn Úlfar. „Réttlætið er köld dygð,“ heldur Ólafur áfram, „og ef hún sigrar ein verður fátt eftir að lifa fyrir í mannheimi. Maðurinn lifir fyrst og fremst á ófull- komleika sínum og fyrir hann.“ Ég er ekki frá því að Ólafur hafi rétt fyrir sér, að það sé hægt að berjast fyrir réttlætinu þangað til enginn maður stendur uppi á jörðinni. Um heim allan eru menn drepnir í nafni réttlætisbaráttu. Ein- mitt á þessari stundu er verið að drepa karlmann á fertugsaldri vegna þess að hann er talinn standa í vegi fyrir réttlætinu. „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spyr Jón Hreggviðsson. Þegar dauðadómi yfir morðingja er framfylgt kallast það að réttlætinu sé fullnægt. Ef hryðjuverkamenn úr hópi A drepa mann úr hópi B og B-mennirnir hefna sín með því að drepa mann úr hópi A þá er það ekki talið morð heldur sjálfsögð og réttlát aðgerð. íslendingar treysta á lög og reglur Við íslendingar erum líka sífellt að berjast fyrir réttlæti. Yfirleitt förum við þó samningaleiðina og treystum á almennt siðferði, lög og reglur. Fólk á fullan rétt á því að fá þau laun fyrir vinnu sína að það geti keypt brýnustu nauðsynjar og lifað mann- sæmandi lífi. Þetta réttlætismál er búið að vera lengi á samningaborðinu en ekkert gerist. Engum dettur samt í hug að hvetja til blóðugra aðgerða, siðferði okkar er á of háu stigi til þess. „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti,“ sagði Jón Hreggviðsson um reynslu sína af íslenska dómskerfinu. En þessu kerfi verðum við að treysta, þrátt fyrir öll „Þjóðlífsmál“ sem upp kunna að koma. Við höfum þá trú að réttlætið sigri ávallt að lokum og mannúðin sé kerfisgöllum yfirsterkari. Hvað er réttlæti? spyr ég enn. Sennilega er það frekar hugsjón en einhver ákveðinn mælikvarði. Réttlæti er siðferðishugtak sem við lítum á sem andstæðu ranglætis. Við hugsum okkur mannlíf þar sem fólkið tekur réttar ákvarðanir, skiptir lífsins gæðum á sanngjarnan hátt og fellir réttláta dóma. Síðan er það alltaf spurning um hvernig þessi hug- sjón er í framkvæmd. Dómgreindin er lykill að öllum gæðum Ósköp er þetta nú að verða háfleygt hjá mér og tor- melt svona í sumarbyrjun. Ég get þó ekki stillt mig um að halda áfram á sömu braut og vitna í prófessor Pál Skúlason sem segir um réttlætið og gæðin: „Gæðum verður aldrei réttlátlega skipt milli manna nema mannfólkið hafi tamið sér að meta hlutina rétt (fella rétta dóma) og gera það sem er rétt (taka réttar ákvarðanir). Réttlæti í þeirri merk- ingu að endurgjalda eða deila á réttlátan hátt fellur þannig undir réttlæti í merkingunni að meta rétt og gera það sem er rétt. Þess vegna þarf fyrst að huga að forsendum rétts mats og réttrar ákvörðunar," segir hann í bók sinni Siðfræði. Páll skiptir lífsgæðunum í þrennt: Andleg gæði, veraldargæði og siðferðisgæði. í síðastnefnda flokknum skipta réttlæti, ást og frelsi mestu máli. „í öllum samskiptum eru það réttlæti og virðing fyrir lífinu sem skipta mestu. í nánum persónulegum samskiptum eru ástin og vináttan efst á blaði, en fyrir einstaklinginn sjálfan eru það dómgreind og frelsi sem úrslitum ráða. Dómgreindin skiptir sköp- um því að hún er lykill hvers manns að öllum öðr- um gæðum, bæði veraldlegum og andlegum.“ Já, ef dómgreindin væri í lagi hjá öllum væri lífið eflaust réttlátara, en ég læt þessari umræðu lokið og óska lesendum gleðilegs sumars.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.