Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 3
Fréttir Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 3 Heimild Landsbankans til innsetningar að Móasíðu 1 á Akureyri: Málinu hefur verið skot- ið tB ríkissaksóknara Kristján Gunnarsson og Svan- hildur Karlsdóttir á Akureyri hafa farið þess á leit við rann- sóknarlögreglu ríkisins eða embætti ríkissaksóknara að rannsakaður verði aðdragandi innsetningar Landsbanka íslands á hluta húseignarinnar Móasíðu 1 á Akureyri, en þar hefur Söluturninn Gosinn m.a. verið til húsa. kom í innsetningarbeiðni bank- ans að hann hafi ekki fengið afnot af verslunarhúsnæðinu þar sem uppboðsþoli hafi ekki fengist til að afhenda lykil að húsnæð- inu. Bæjarfógetaembættið á Akureyri féllst á innsetninguna 15. apríl sl. og síðar sama dag var skipt um skrá í verslunarhúsnæð- inu. í kæru þeirra Kristjáns Gunn- arssonar og Svanhildar Karls- dóttur til embættis ríkissaksókn- ara og eða rannsóknarlögreglu ríkisins er óskað eftir að rann- sakaður verði aðdragandi „að- gerða Landsbanka íslands þenn- an dag.“ í kærunni eru einnig gerðar athugasemdir við að Landsbank- inn hafi aldrei átt neinn rétt til veðskuldabréfs, sem í uppboðs- afsali sé talið heimila útlagningu til bankans. óþh Úrval af nýjum Mazda bflum! sýningarsalur Laufásgötu 9, Akureyri, sími 26300. Aðdragandi þessa máls er sá að í nóvember 1990 fór fram upp- boð á hluta þessar húseignar, sem gengið hefur undir nafninu „verslun 11“, og keypti Lands- banki íslands hana. Bankinn fékk uppboðsafsal með úrskurði í uppboðsrétti á Akureyri 15. janúar sl. og í því kemur fram að bankinn hafi greitt og fullnægt uppboðsskilmálum. Landsbankinn óskaði síðan eftir því í lok mars sl. að hann yrði settur inn í húseignina. Fram Fegurðardrottning Islands 1992: María Rún Haf- liðadóttir krýnd með viðhöfti Val á fegurðardrottningu íslands 1992 fór fram að kvöldi síðasta vetrardags að Hótel íslandi í Reykjavík. Ungfrú ísland 1992 var kjörin María Rún Hafliðadóttir. Hin nýkjörna fegurðardrottn- ing er 19 ára gömul, nemandi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð, og hefur m.a. starfað í þrjú ár við fyrirsætustörf erlendis. María Rún var jafnframt valin besta ljósmyndafyrirsætan. Pálína Halldórsdóttir, fegurð- ardrottning Norðurlands, var ein 18 stúlkna er tóku þátt í „Ungfrú ísland“. Pálína var verðugur full- trúi Norðurlands þótt hún næði ekki einu af fimm fyrstu sætun- um. í öðru sæti varð Heiðrún Anna Björnsdóttir, í þriðja sæti Pórunn Lárusdóttir, í fjórða sæti Ragnhildur Sif Reynisdóttir og í fimmta sæti varð Jóhanna Dögg Stefánsdóttir. Keppendur völdu einnig vinsælustu stúlkuna úr sín- um hópi, Erlu Dögg Ingjalds- dóttur. ój Fjörustillur Gármanns: Síðustu sýn- ingardagar „Fjörustillur“, grafíksýning Guðmundar Ármanns Sigur- jónssonar, hefur hlotið lof gagnrýnenda. Sýningunni lýk- ur um helgina, en hún er til húsa í vinnustofu listamannsins í Grófargili á Akureyri. Á sýningu listamannsins eru 32 verk, dúkristur og einþrykk. Fjöldi verka hefur selst. „Aðsókn hefur verið góð. Áhugi Akureyr- inga fyrir myndmennt og mynd- list er mikill. Myndlistamenn bæjarins eru í sókn og Listagil er mikill aflvaki. Sem nafn sýning- arinnar bendir til er fanga leitað í flæðarmálið þar sem svalvindar blása og báran brotnar.“ ój OsTLtysi ^ Skokkaðu út í búð og kauptu ost?~ Nægilegt kalk alla daga og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.