Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. apríl 1992 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson „An ábyrgðar T ■H mt ur* 21. mars -19. apríl Þetta veröur alveg einstaklega skemmtileg helgi hjá Hrútum. Hún er aö líkindum heppilegri til skemmtana en til einhvers nytsamlegs, en hvað svo sem þú gerir veröur gaman. Þínir dagar þessa vikuna eru þó þeir miövikudagur, fimmtudagur og föstudagur þegar allt gengur upp eins og sniöiö eftir þínum óskum. ö 7\)cvut 20. apríl - 20. maí Þaö veröur rafmögnuð spenna í loftinu núna um helgina sem spillir því andrúms- lofti rómantíkur, vináttu og bræöralagi sem Nautin þurfa til aö geta lifað. Á mánudag snýst þetta alveg við þegar draumar og fagrar listir ná yfirhöndinni og stjórna ferö- inni fram á þriðjudagskvöld. Rauöu nauta- banaklútarnir (fánaborg verkalýðsins) á 1. maí minna á aö Karl Marx var naut. n Tvíb upap 21. maí - 20. júní Þetta verður sérlega hagstæö helgi fyrir Tvíbura. Vinna og skemmtun munu bland- ast á árangursríkan hátt fyrir þig. Mánu- dagur veröur úfinn og þriöjudagur líka meö neikvætt slúöur í gangi. Miövikudag, fimmtudag og föstudag veröur aftur á móti mikið aö gerast sem höföar sterkt til þín. Pólitík. 21. júní - 22. júlí Mánudagur og þriðjudagur veröa hag- stæöustu dagar vikunnar hjá Kröbbum. Eitthvað sem tengist draumum þínum kemur fram og yljar þér um hjartaræturnar. Miövikudag, fimmtudag og föstudag máttu aftur á móti sæta einhverjum ofsóknum. Sennilegast frá fjölskyldunni, en þar hafa veriö einhverjir samskiptaöröugleikar und- anfarið. Þeim lýkur um næstu helgi <íl J—Jc>KV 23. júlí - 22. ágúst Þetta veröur strembin helgi. Þú ert á hálum ís og þarft aö vanda hvert fótspor. Hvert orö, jafnvel. En miðvikudagur, fimmtudag- ur og föstudagur veröa bestu dagar vik- unnar meö skrautsýningu verkalýösfélag- anna á föstudaginn sem hápunkt. Ljón eru jú alltaf veik fyrir flottum sýningum. WpMvi V 23. ágúst - 22. september Það er heldur betur logniö og blíðan á þín- um sjó þessa vikuna. Þaö er þó allskonar pirringur í gangi umhverfis þig, en þaö er eins og þaö nái ekki til þín. Þú dansar ekki meö. Þaö gæti þó soðiö uppúr í smástund, núna á mánudag eöa þriðjudag, en aö ööru leyti mun jöröin snúast fram á laugar- dag án nokkurra sérstakra aögeröa af þinni hálfu. fyrir dagana 25. apríl til 1. maí 1992 'og 23. september - 22. október Þetta verður árangursrík helgi fyrir Vogir. Ekki nóg meö aö þú fáir aflokið ýmsu smá- legu heimafyrir, sem hefur beöiö, heldur er líka eins víst aö farir þú út að skemmta þér, hittir þú akkúrat fólkið sem þú þurftir aö hitta. Vinna og skemmtan munu þannig haldast í hendur þessa heilladaga. Faröu varlega miövikudag, fimmtudag og föstu- dag. % Sporðd reki 23. október - 21. nóvember Þetta verður frekar erfiö helgi fyrir Sporö- dreka. í staö dulúöar páskanna er nú kom- in einhver upplýsingastefna, sem heimtar spilin á borðiö. Öll spilin. Sporödrekaerm- arnar eru venjulega úttroönar af spilum og sum þeirra veröa aldrei dregin fram í dags- Ijósið. Þessu linnir á mánudag. Bogmo.^ui' 22. nóvember - 21. desember Þaö veröur heldur betur líf og fjör í kringum Bogmenn núna um helgina. Ég ræö þér frekar frá því að reyna aö gera eitthvaö nýtilegt, því þaö leysist allt upp í fjöri og fíflaskap. Mánudagur og þriðjudagur veröa erfiöir, en miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur aftur á móti einstaklega hag- stæöir og árangursríkir. y I SteÍKvgeit T J 22. desember -19. janúar Ýmislegt jákvætt gæti gerst á mánudag og þriöjudag hjá Steingeitum. Eitthvaö sem tengist draumum þínum. Eitthvaö sem þú vonaöir innst inni en áttir þó alls ekki von á. Eitthvað sem færir þér aö líkindum enga peninga, en yljar þér þess meira um hjarta- ræturnar. Seinnipart vikunnar máttu búast viö einhverjum óvæntum uppákomum. Vatusb eKÍ vNA 20. janúar- 18. febrúar Þetta er þín helgi og hvaöeina sem þú tek- ur þér fyrir hendur mun ganga upp. Heilsan er kannski ekki eins og skyldi, en ástin blómstrar og önnur samskipti eru á réttri leið. Miövikudagur, fimmtudagur og föstu- dagur veröa einnig óvenju skemmtilegir. Sérstaklega föstudagur þegar Vatnsberar allra landa sameinast undir rauöu fánunum hans Gaucho Marx. K Fiska^ 19. febrúar-20. mars Þetta verður einstaklega kyrrlát vika hjá Fiskum. Þú hefur allt undir þinni stjórn í vinnunni/skólanum og á mánudag og þriöjudag verður þú í alveg einstaklega góöu skapi og kynnir að fá miklu áorkaö. Aö því slepptu veröur ekkert til aö hagga jafnvægi þínu, sem er óvenju mikið um þessar mundir. Kirkjukór Dalvíkur ásamt Hlín Torfadóttur, stjórnanda kórsins (lengst til vinstri í ðftustu röð), einsöngvurunum Sólveigu Hjálmarsdóttur og Michael J. Clarke (lengst til vinstri í fremstu röð) og undirleikaranum Juliet Faulkner (við orgelið). Mynd: Bæjarpósturinn/Heimir Kristinsson Kirkjukór Dalvíkur: Flytur Sálumessu eftir Fauré á Dalvík annað kvöld Kirkjukór Dalvíkur undir stjórn Hlínar Torfadóttur flyt- ur verk eftir Mozart, Briickn- er, Bernstein og Mendelsohn, auk Sálumessu eftir Gabriel Fauré, á tónleikum í Dalvík- urkirkju annað kvöld, sunn- daginn 26. apríl, kl. 20.30. Tónleikarnir hefjast á gömlu ítölsku lagi, Alta trinita, en aö því loknu syngur kórinn tvö verk eftir Mozart, Ave Verum Corpus og Laudate Dominum. í síðar- nefnda verkinu syngur Sólveig Hjálmarsdóttir, sópran, einsöng með kórnum. Því næst syngur kórinn Locus iste eftir Briickner. Pá syngur Michael Clarke lög úr Messu eftir Bernstein og Elijah eftir Mendelsohn. Þau Michael og Sólveig syngja bæði einsöng með kórnum í Sálu- messu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, sem var uppi á árunum 1845-1924. Um undirleik í messunni sér Juliet Faulkner. Fauré var organisti og kórstjóri við eina af stærstu kirkjum París- arborgar, La Madeleine, og þar var Sálumessan fyrst flutt yfir moldum móður tónskáldsins í janúar 1888. Það var einnig sung- ið við útför Fauré sjálfs. Þó verk- ið sé samið til flutnings í stórri kirkju þykir það ekki síður henta minni kórum, enda sagði tón- skáldið að messan væri „jafnblíð og ég er sjálfur". Áherslurnar í þessari messu eru um margt ólík- ar því sem tíðkast í hinum vold- ugri messum tónskálda á borð við Beethoven og Mozart enda sagð- ist tónskáldið ekki leggja mikið upp úr óttanum við dauðann. „Dauðinn er fyrir mér frelsun, ferð á vit eilífrar blessunar, frek- ar er sorglegur viðskilnaður,“ sagði hann. Vortónleikar Passíu- kórsins kL 17 á morgun Passíukórinn á Akureyri held- ur sína árlegu vortónleika á morgun, 26. aprfl, kl. 17 í Akureyrarkirkju. Á efnis- skránni eru verkin „Oh, sing unto the Lord“ eftir G.F. Hándel og „Misa Criolla“ eftir argentínska tónskáldið Aríel Ramirez. Þar að auki mun Michael Jón Clarke, baritón, og Richard Simm, píanóleik- ari, flytja tvo þætti úr „Mass“ eftir Leonard Bernstein. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru þau Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, tenór og Michael Jón Clarke, baritón. Stjórnandi Passíukórsins er Roar Kvam. „Oh sing unto the Lord“ er samið fyrir blandaðan kór, þrjá einsöngvara, strengi, óbó og continuo. Textinn er 96. Davíðs- sálmur sem er samfelldur lof- söngur til drottins. „Misa Criolla" er einnig trúar- legt verk, en á fátt annað sameig- inlegt með verki Hándels. Það er samið árið 1963 og byggir á suð- ur-amerískri þjóðlagahefð bæði hvað varðar laglínur en eink- um þó hrynjandi. Verkið er samið fyrir blandaðan kór, þrjá einsöngvara, slagverk, gítar, kontrabassa og sembal eða píanó. „Misa Criolla" náði strax miklum vinsældum og hefur verið flutt víða um heim. Hér á landi hefur Kór Langholtskirkju tvisvar flutt verkið. Hljómsveitarstjórann og tón- skáldið Leonard Bernstein ætti') að vera óþarfi að kynna. Tónlistí hans úr söngleiknum „West side story“ er sjálfsagt þekktust af verkum hans hérlendis. „Mass“ (messa) er mjög viðamikið sviðs- verk fyrir söngvara, leikara, dansara og hljómsveit. Verkið var samið að beiðni ekkju John F. Kennedys í tilefni af opnun Kennedy Center í Washington D.C. í september 1971.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.