Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 20
Horft af „ brúnni Mynd: Golli Norðurland: Slydda eða snjóél Sumarið er gengið í garð, en svo virðist sem veðurguðirnir hafi ekki áttað sig á stöðu him- intunglanna. Um helgina verð- ur sannkölluð haust- eða vetrarveðrátta um allt Norður- land. „ísland er samt við sig. Strax í byrjun sumars skella vorhretin á Norðlendinga. í dag verður norð- austan strekkingur með slyddu eða snjóéljum. Hitastig verður um frostmark og útivistarfólk er best komið í heimaranni. Sunnu- dagurinn verður á sömu nóturn," sagði talsmaður Veðurstofu íslands. ój Fékk hóf í höfuðið og var fluttur á sjúkrahús Laust upp úr hádegi á sumar- daginn fyrsta var Iögreglan á Akureyri kölluð fram að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Kaupfélag Þingeyinga: „Afurðasalan mesta áhættan í daglegum rekstri“ - segir Egill Gústafsson frá Rauðafelli „Lengdir gjaldfrestir gefa óprúttnum kaupmönnum aukna möguleika til að stofna til mikilla skulda og jafnframt vex hætta félagsins á veruleg- um skakkaföllum komi til gjaldþrota þeirra,“ sagði Egill Gústafsson, félagskjörinn endurskoðandi í skýrslu sinni á aðalfundi Kaupfélags Þingey- inga. í skýrslunni vakti Egill athygli á nokkrum atriðum í rekstri og hag kaupfélagsins sem honum voru ofarlega í huga. Menn verði thnanlega á ferðinni með áhurðardreifiungu - segir Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjaflarðar Miðaö við ástand gróðurs á Norðurlandi má gera ráð fyrir að bændur verði fyrr á ferðinni í ár með áburðargjöf en í með- alári. Það ræðst þó töluvert af því hvort hlýnar í veðri á næst- unni. Lítill sem enginn klaki virðist vera í jörðu og því má ætla að ekki sé þess langt að bíða að kartöflubændur fari að hugsa sér til hreyfíngs. f»að þarf ekki að hafa um það mörg orð að sjaldan hefur verið minni snjór á láglendi um norðanvert landið en í ár. Gróð- ur er þó enn sem komið er ekki farinn að taka verulega við sér og virðist þurfa nokkra hlýindadaga til þess að gróðurinn lifni við. „Ég get ekki ímyndað mér annað en tún séu það frostlítil að þau komi til um leið og hlýnar. Ég hef hins vegar svolitlar áhyggjur af því að bæði vegna snjóleysis og frostleysis, þá muni tún þorna óvenjulega fljótt og Verkalýðsfélagið Eining: Björn Snæbjömsson verður næsti formaður - ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs Ekkert mótframboð barst gegn lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélagsins Einingar vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins, sem verð- ur í næsta mánuði. Það er því Ijóst að Björn Snæbjörnsson, varaformaður Einingar, sem stillt var upp sem formannsefni á lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs, mun taka við for- mennsku í Einingu af Sævari Frímannssyni, sem gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn Verkalýðsfélags- ins Einingar verða þeir Þórir Snorrason, starfsmaður Malar og sands hf., varaformaður, Sigríð- ur Rut Pálsdóttir, formaður Ólafsfjarðardeildar Einingar, rit- ari, Erna Magnúsdóttir, starfs- maður ÚA, gjaldkeri, Guðrún Helgadóttir, starfsmaður Svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra, meðstjórn- andi, Hilmir Helgason, formaður bílstjóradeildar Einingar, með- stjórnandi og Ólöf Guðmunds- dóttir, formaður Grenivíkur- deildar Einingar, meðstjórnandi. óþh því hafi þau þörf fyrir töluverða úrkomu. Ég hygg því að menn verði að vera tímanlega á ferð- inni með áburðardreifingu til þess að nýta rakann af því litla frosti sem er í jörðu,“ sagði Ólaf- ur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. óþh Á undanförnum árum hefur kaupfélagið ítrekað orðið fyrir milljónatjónum vegna sölu á framleiðsluvörum til fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu sem orðið hafa gjaldþrota. Egill segir að mesta áhættan í daglegum rekstri kaupfélagsins sé salan á fram- leiðsluvörunum: „Pað er ekki að finna kaupanda heldur að selja ekki öðrum en þeim sem ætla og geta borgað verð, sem skilar framleiðslukostnaði. Ef við horf- um á kjötsöluna og fjármögnun birgða, þá eru tekin afurðalán á sláturtíðinni til að greiða slátur- kostnað og gera upp við innleggj- endur. Afurðalánin gjaldfalla 25. dag næsta mánaðar eftir sölu- mánuð. Kjötkaupmenn krefjast í vaxandi mæli gjaldfrests fram yfir gjalddaga afurðalánanna. Slát- urleyfishafinn mætir því ekki nema með nýrri lántöku í ein- hverju formi og tilheyrandi kostnaði." . , IM K. Jónsson & Co.: Jón Þór búinn að segja upp Jón Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá K. Jónsson & Co. hf. á Akureyri, hefur sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum Dags má rekja þessa ákvörðun til samstarfs- erfiðleika og ágreinings um stefnu og starfshætti í fyrirtæk- inu. Jón Þór staðfesti í samtali við Dag að hann hefði sagt upp störf- um en hann vildi ekkert segja um ástæður uppsagnarinnar né hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur. „Pað er rétt að ég er búinn að segja upp. Ég hætti hjá fyrirtæk- inu í síðasta lagi um mánaðamót- in júní-júlí,“ sagði Jón Þór en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Jón Þór tók við starfi fram- kvæmdastjóra hjá K. Jónsson & Co. 1. júlí á síðasta ári. SS Sendiferðabifreið fór útaf í Víknrhólum Umferðarslys varð á veginum í Víkurhólum á leið tii Greni- víkur laust fyrir kl. 13.00 í gær. Sendiferðabifreið af Mitsubishi L300 gerð lenti utan vegar og er talin ónýt. Bílstjórinn sem var einn í bílnum er talinn mikið slas- aður. Lögreglumenn og sjúkrabif- reið fóru á slysstað um leið og til- kynning barst um óhappið. Mað- urinn var fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri en ekki fengust upplýsingar um líðan hans er blaðið fór í prentun. ój Lögregian brá skjótt við og sjúkrabifreið var send á staðinn. Hestamaður er slasast hafði var fluttur til sjúkrahúss. Hestamenn frá Akureyri not- uðu sumardaginn fyrsta til að leggja á klára sína og hópur manna hélt í útreiðartúr inn Eyjafjörð. Við réttina að Hrafna- gili varð það óhapp er einn hesta- maðurinn var að stíga af baki hesti sínum að klárinn fældist. Þar sem hestamaðurinn var búinn að losa um sig í hnakknum þá skall hann í jörðina. Svo illa tókst til að maðurinn fékk hóf í höfuðið og lá sár eftir. Beðið var um sjúkrabíl og maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Auk þess að hafa feng- ið verulegan skurð á augabrún, sem mikið blæddi úr, var maður- inn nef- og kinnbeinsbrotinn. Hinn slasaði fékk að fara til síns heima um kvöldið. Að sögn hins slasaða verður gert að brotunum eftir helgi er bólga minnkar og hann sagði að líðan sín væri þol- anleg. ój Skagaprður: Aning færir út kvíarnar Ferðaþjónustan Áning, sem m.a. hefur starfrækt sumar- hótel í húsnæði Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki undanfarin ár, hefur nú fært út kvíarnar. Auk starfseminnar á Sauðárkróki ætlar Áning að þjónusta ferða- menn að Hólum í Hjaltadal í sumar. Áning hefur tekið að sér rekst- ur greiðasölu í húsnæði Grunn- skólans á Hólum og mun einnig verða þar með gistingu í svefn- pokaplássi sem og möguleika á gistingu í herbergjum. „Við reiknum með að starfs- fólkið á Hólum verði að mestu leyti heimamenn, en þó munum við koma með aukalið þangað ef einhverjar stórveislur verða eða slíkt,“ segir Birna Guðjónsdóttir, hjá Áningu. Að sögn Birnu verður rekstur sumarhótelsins á Sauðárkróki með svipuðu sniði og í fyrra og hún segir bókanir aldrei hafa ver- ið fleiri. Nýjungar í þjónustu hótelsins verða þær helstar, að gestir munu geta leigt sér reiðhjól til að hjóla um nágrennið, nudd- ari verður með aðstöðu á hótel- inu og auk þess munu hótelgestir geta fengið smárétti allan sólar- hringinn. Hótel Áning opnar á Sauðár- króki um mánaðamótin maí/júní, en þjónustan á Hólum verður opnuð þann 14. júní. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.