Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 19 Popp Sykurmolar í vanda? Nú á síðustu misserum og árum hefur það verið mikil tíska í poppheiminum að dusta rykið af gömlum frægðarverkum og færa þau í nýjan búning. Að vísu hefur það alltaf tíðkast í einhverjum mæli að menn hafi tekið eldri lög eftir aðra, t.d. hefur það verið algengt í blús, en í seinni tíð hef- ur það sem sagt orðið nær dag- legt brauð. Hafa ýmsir meira að segja gengið svo langt að gera heilu plöturnar með frægum lög- um eftir aðra og eru tónlistarfólk á borð við Joan Jett, Andy Taylor og Metallica dæmi um það. Eitt það nýjsta í þessum efnum hefur svo verið safnútgáfa ýmiss konar, þar sem valinn hópur frægra tónlistarmanna samtím- ans er fenginn til að flytja lög eftir eldri hetjur. (Dæmi um sllkar útgáfur eru plötur með lögum Elvis Presley, Leonard Cohen og Elton John.) Hefur þetta eins og gengur mælst misjafnlega fyrir, en þetta virðist borga sig og menn þreytast seint á því að hljóðrita eldri gullkorn á ný. Hins vegar er það verra ef ekki er farið eftir settum reglum varðandi leyfi til flutnings á viðkomandi lögum og hafa ýmsir brennt sig illilega á því, t.d. sumir rapparar, sem í sakleysi sínu (eða ósak- leysi) hafa tekið að láni ýmis lagabrot eða laglínur úr lögum annarra, án leyfis. Ef marka má bresku popppress- una nú fyrir páskana, þá munu okkar eigin Sykurmolar e.t.v. hafa gert sig seka um slíka „bessaleyfistöku" varðandi útgáfuna á Carpenterslaginu Top of the world, sem fylgir með á nýju smáskífunni Walkabout. Samkvæmt frásögnum í Bret- landi hefur lögfræðingur Richards Carpenters, höfundar lagsins, sent útgáfu Sykurmol- anna, One little Indian, bréf þar sem hótað er málssókn til að banna sölu á smáskífunni. Er ennfremur lýst vanþóknun í bréf- inu á þessu framferði O.L.I. að gefa lagið út án þess að æskja leyfis og slíkt sé ekki líðandi. Að sögn forsvarsmanns útgáf- unnar var ekki sóst eftir leyfi þar sem þeim þótti þetta heldur meinlaust hjá Molunum. Nú væri hins vegar Ijóst að svo væri ekki og afleiðingarnar gætu orðið slæmar fyrir bæði hljómsveitina og útgáfuna, ef af málaferlum yrði. Er vonandi að svo verði ekki og að málið leysist farsællega. Fæst væntanlega botn í það fljót- lega. Magnús Geir Guðmundsson NAILED BY PARPFNTFR t l\l I CrI\ Sykurmolarnir kunna að vera í vondum málum vegna útgáfu sinnar á Carpenterslaginu Top of the world. Andrea í essinu sínu ásamt hjálparkokkum sínum þeim Kjartani Valdimarssyni (hljómborð), Mattiasi Hemstock (trommur) og Eiði Arnarsyni (bassi), með blús og jassefni. Voru þessar uppákomur kær- komin tilbreyting frá hinu venju- bundna poppi og rokki dansiball- anna og væri óskandi að þær væru tíðari og af sama gæða- flokki og þessar. Sýndi Andrea allar sínar bestu sönghliðar og hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið betri en nú. Er hreint makalaust hversu rödd hennar nær yfir vítt svið og virðist manni sem hún eigi sér engin takmörk. Nefndir meðspilarar hennar stóðu líka vel fyrir sínu og var ekki að heyra að skammur tími hefði verið til samæfingar hjá þeim eins og raunin var á. (Sam- starfið á þessum vettvangi hófst víst nokkrum klukkutímum fyrir tónleikana á skírdag að sögn Andreu.) Var lagavalið úr ýmsum áttum m.a. sótt til Ninu Simone (sem væntanleg er til landsins í sumar á Listahátíð), Jimmy Reed (lagið In a way you want me to do), T-Bone Walker (Stormy Monday) o.fl. Gestir voru fjölmargir á báðum tónleikum og kunnu þeir vel að meta það sem fram var borið. Að lokum er ánægjulegt að geta þess að aðgangur var ókeypis á tónleikana, sem áreiðanlega hef- ur verið hvatning fyrir marga sem ella hefðu ekki mætt. Söngkona Todmobile, Andrea Gylfadóttir, var aldeilis í essinu sínu á tveimur sönguppákomum sem hún hélt í skemmtistaðnum 1929 á skírdagskvöld og laugar- daginn fyrir páska. Var hún þar að brúa bilið milli dansleikja Todmobile hér yfir páskahátíðina Ur ýmsum áttum Músíktilraunir Tónabæjar og Rásar tvö árið 1992 voru leiddar til lykta með stæl föstu- dagskvöldið 10. apríl. Voru það átta hljómsveitir sem komust í úrslit og virkuðu þær allar góðar á öldum Ijósvakans. Er skemmst frá því að segja að það var kvennahljómsveit frá Keflavík, Kolrassa Krókríðandi, sem fór með sigur af hólmi. Fluttu þær framsækið rokk að hætti sveita á borð við Sykurmolana og Risa- eðlurnar og voru nokkuð vel að sigrinum komnar. Var þetta í annað skiptið sem kvennasveit sigrar í Músíktilraunum, en Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum léku þann leik 1983 og jafnframt var þetta í annað skipti sem kvennasveit tekur þátt. ( öðru sæti lenti Thrashsveitin Im Memorian og í því þriðja Inflama- tq|ry. Akureyringar áttu sinn full- trúa í úrslitum sem var dauða- sveitin Baphómet. Stóð hún sig frábærlega þótt ekki næði hún verðlaunasæti. Rokksveitin góða, The Missi- on, hefur nú komið undir sig fótunum á ný eftir nokkrar hremm- ingar og er búin að senda frá sér nýtt lag sem kallast Never again. Mun svo ný plata fylgja í kjölfarið, væntanlega í náinni framtíð og er eftir því sem hermt er boðberi nýrrar stefnu hjá hljómsveitinni. Perry Farrell, fyrrum söngvari hinnar framsæknu og frá- bæru sveitar Jane’s Addiction, hefur nú sett saman nýja sveit undir því tvíræða nafni Porno for Pyros. Að sögn þeirra sem til þekkja mun þessi nýja hljómsveit Farrells sækja áhrif til listamanna á borð við Les Negresses Verts m.a. sem ekki þykir amalegt. Er frumburðar í skífuformi að vænta í byrjun næsta árs. U.M.F. Skriðuhrepps Aðalfundur Aðalfundur U.M.F. Skriðuhrepps verður haldinn að Melum í Hörgárdal þriðjudaginn 28. apríl og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Orðsending frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbún- aðarins, Leifur Kr. Jóhannesson, verður til viðtais á eftirtöldum stöðum, sem hér segir: Þriðjudaginn 5. maí kl. 2-4 e.h. hjá Búnaðarsamb. V- Hún. Miðvikudaginn 6. maí kl. 10 f.h. til 2 e.h. í Búnaðar- bankanum Blönduósi. Fimmtudaginn 7. maí kl. 10 f.h. til 4 e.h. í Búnaðar- bankanum Sauðárkróki. Föstudaginn 8. maí kl. 10 f.h. til 4 e.h. í Búnaðar- bankanum Akureyri. Hægt er að panta viðtalstíma hjá útibúum Búnaðar- bankans og Búnaðarsambandi V-Hún. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Stúlka óskast til starfa við afgreiðslustörf og fleira. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar ekki í síma. Kjötvinnsla B. Jensen, Lóni. Óska eftir starfsfólki til ræstinga Um er að ræða heils- og hálfsdags störf. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Upplýsingar á staðnum. VEITINOAHÚBID Glerárgötu 20 ' Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.