Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 25.04.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. apríl 1992 - DAGUR - 13 Leikfélag Akureyrar 75 ára: Hátíðarsýmng í dag og afinælisfagnaður - forseti íslands og fleiri góðir gestir koma Elva Ósk Ólafsdóttir og Hallmar Sigurðsson í Islandsklukkunni, afmælissýningu LA. Mynd: Goiii Upphafið rakið til danskra kaupmanna í viðtali í leikskrá íslandsklukk- unnar rekur Haraldur Sigurðsson í stórum dráttum upphafsár leik- listar á Akureyri og birtum við þann kafla hér á eftir: „Það er ekki mjög þjóðlegur blær yfir upphafsárunum. Dansk- ir kaupmenn voru okkar skóli á mörgum sviðum, bæði varðandi verslun, vinnubrögð og menn- ingu. Bernhard Steincke skarar þar langt fram úr öðrum. Hann kennir hér söng og er upphafs- maður að leiklist í bænum og ýmsum merkilegum framkvæmd- um eins og tryggingamálum. Leikendur á sokkabandsárum leiklistar hér eru verslunarmenn í bænum, hálfdanskt fólk. 1862 kemur Jakob Christian Jensen, danskur leikari sem var hér verslunarassistent. Hann Frá sýningu LA seint á sjöunda áratugnum. Á myndinni eru f.v.: Marinó Þorsteinsson, Haraldur Sigurðsson (höfundur leiklistarsögunnar), Sæmund- ur Guðvinsson og Jóhann Ögmundsson. hafði leikið í Kaupmannahöfn en slasaðist þar og hætti er hann varð haltur, en tók aftur upp þráðinn þegar hann fluttist hingað. Þá var nú lítil tilbreyting í bæjarlífinu svo Jensen, Steincke og fleiri stóðu fyrir leiksýningum. 1868 komu aftur góðir danskir liðsmenn, Henrik Schiöth og Anna kona hans. Þau höfðu séð leiksýningar erlendis og hjálpuðu til við leiksýningarnar hér. Hún lék, sá um búninga og var einn fyrsti leiktjaldamálari hérna. Onnur merkiskona í upphafi leiklistarinnar hér var Anna Sophie Finsen, kona Finsens læknis. Hún og Jóhann Thorar- ensen lyfsali léku hér fyrst 1860. Leikskrána fann ég á Þjóðskjala- safninu. Önnur leikkona fyrstu árin var Pálína Möller. Hún varð seinna kona Bernhard Steincke. Fyrsta tímabilið, 1860-1870, réðu sem sagt Steincke og Jensen mestu í leiklistinni hér. Um 1875 var svo stofnað Gleðileikjafélag- ið eða Comedieselskabet. Það félag var undir forystu Jakobs J. Havsteen, kaupmanns á Eyrinni og Eggerts Laxdal. Þeir verða ráðandi í leikstússinu fram að aldamótum, þegar Gleðileikja- félagið fer að missa móðinn. í millitíðinni kom fram félag sem hét Gaman og alvara. í því voru skólafélagar frá Möðruvöllum og einn af þeim var Páll J. Árdal, sem var mjög góður leikari og leikstjóri og hafði mikil áhrif á leikstarfið í bænum um áratuga skeið. 1907 er eldra Leikfélag Akur- eyrar stofnað. Það starfaði bara í fjögur ár og var starfið frekar dauft þó leikfélagið hefði mjög góðum leikurum á að skipa, þ. ám. Vilhelm Knudsen og Guðlaugi sýslumanni sem kom í bæinn 1904. Stefán skólameistari var líka einn af hvatamönnunum. Félagið koðnaði niður 1910-11. Þá varð nokkurt hlé á starfsem- inni. Templarar og fleiri aðilar léku þó eitthvað. En 1917 er Leikfélag Akureyr- ar stofnað. Þá fer þetta allt í svo- lítið formlegra og fastara mót. Síðan hefur félagið haldið sínu striki og starfsemin alltaf aukist. Stóri vendipunkturinn í sögu L.A. er síðan þegar það er gert að atvinnuleikhúsi 1973.“ í þessari löngu leiklistarsögu er margan fróðleik að finna og skemmtileg atvik og sem fyrr seg- ir verða fyrstu eintök bókar Har- aldar Sigurðssonar opnuð á hátíðardegi Leikfélags Ákureyr- ar í dag. SS Leikfélag Akureyrar varð 75 ára 19. apríl síðastliðinn og í dag kl. 15 verður sérstök hátíð- arsýning á íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Heið- ursgestir á sýningunni verða forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra, og frú Auður Laxness, auk fjölmargra gesta sem stutt hafa Leikfélag Akureyrar fyrr og nú. íslandsklukkan er afmælis- verkefni leikfélagsins og hún var einnig sett upp til heiðurs Hall- dóri Laxness níræðum. íslands- klukkan er 229. verkefni LA og hið síðasta á þessu leikári og er óhætt að segja að hinn einstaki skáldskapur Halldórs Laxness hafi náð vel til áhorfenda sem fyrr og hefur sýningin fengið mik- ið lof og góðar móttökur. í kvöld verður haldin vegleg afmælishátíð í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit með borðhaldi, hljóðfæraleik, skemmtiatriðum, ræðuhöldum og dansi. Saga leiklistar á Akureyri kemur út í dag Leikfélag Akureyrar var stofnað 19. apríl 1917 undir forystu Júlíusar Havsteen, Sigurðar E. Hlíðar og Hallgríms Valdimars- sonar. Haraldur Björnsson var einn helsti máttarstólpi félagsins fyrsta áratuginn og síðan tóku við Ágúst Kvaran, Jón Norðfjörð og fleiri. Leikfélag Akureyrar var í áratugi eitt atkvæðamesta áhuga- leikfélag landsins, allt þar til það var gert að atvinnuleikhúsi árið 1973. Leikstarfsemi á Akureyri nær mun lengra aftur í tímann en saga Leikfélags Akureyrar. Um þessa fróðlegu sögu má lesa í hinu mikla ritverki Haraldar Sig- urðssonar, Sögu leiklistar á Akureyri 1860-1992, sem Leik- félag Ákureyrar gefur út í tilefni afmælisins. Haraldur rekur sögu allra leiktilburða á Akureyri í þau 132 ár sem vitað er um leik- sýningar þar. Bókin er rúmar 400 blaðsíður að stærð og hana prýða um 600 ljósmyndir. Fyrstu ein- tökin verða opnuð í dag, á hátíð- ardegi Leikfélags Akureyrar. Bókin er mjög yfirgripsmikil og rakin er saga allra leiksýninga með hlutverkaskrám, útdráttum úr blaðagagnrýni og öðrum um- sögnum um leiksýningar. Helstu frumkvöðla leiklistar á Akureyri frá upphafi er getið, gestasýn- inga, leikfélaga og alls sem við kemur þróun leiklistar í bænum. Gestur Einar Jónasson og Guðlaug María Bjarnadóttir í Einkalífi leikárið 1984-85. ★ Mikill afsláttur Karlmannaskór — Kvenmannsskór — Barnaskór — Strigaskór - Barnastígvél o.fl. o.fl. Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399. Listasmiðja bama ★ Djazzdans fyrir 7-9 óra ★ Upphitun ★ Dans ★ Leikrœn tjáning Djazzleikskólinn fyrir 4-6 ára böm ★ Dans ★ Söngur ★ Leikir ★ Leikrœn tjáning ★ Spuni Unnið með liti og búninga Mjög þroskandi og skapandi tímar Innritun og upplýsingor í síma 24979 fró kl. 18-20. Tryggvabraut 22 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.