Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 Fréttir Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar, þar sem lagt er til að sótt verði um lán til Húsnæðisstofnunar til byggingar eða kaupa á sex félagslegum eignaríbúðum á Húsavík á næsta ári. ■ Bæjarráð fjallaði nýlega um greiðslur til kennara sem búsettir eru utanbæjar og aka til og frá vinnu vegna starfa við skólana á Húsavík. Bæjarráð samþykkti að bjóða þeim kennurum sem hlut eiga að máli, greiðslu fyrir akstur sem samsvarar 50% af kíló- metrataxta sem ríkið gefur út. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að leggja fram kr. 50.000 í við- gerð byggðasafnsins á Grenj- aðarstað, í framhaldi af erindi frá Finni Kristjánssyni en um er að ræða kostnað umfram fjárveitingar frá Þjóðminja- safninu. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að leggja fram styrk að upp- hæð kr. 100.000 vegna heim- sóknar þriggja vísindamanna frá lagareldisdeild frönsku hafrannsóknastofnunarinnar til íslands í byrjun nóvember. Með heimsókninni er ætlunin að kynna Frökkunum íslenskt fiskeldi og helst þá þætti sem eiga framtíð fyrir sér (m.a. heitsjávareldi). Auk þess að sækja Húsvíkinga heim, fara gestimir einnig til Sauðárkróks. ■ Varaformaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingey- inga mætti á fund atvinnu- málanefndar nýlega og gerði grein fyrir því að stjórn félags- ins vill breyta áherslu í starf- inu. Grundvöllurinn undir hinni nýju stefnu er að koma á nánum tengslum milli félags- ins annars vegar og atvinnu- fyrirtækja, einstaklinga, atvinnumálanefnda og sveita- stjórna í sýslunni. Að nýsköp- un byggi á því að styrkja þau fyrirtæki og þá verkþekkingu sem til er á svæðinu jafnframt því að opna fyrir nýjungum. ■ íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur skipað þá Vilhjálm Pálsson, Arnar Guðlaugsson og Einar Njálsson í sérstaka nefnd vegna HM í handknatt- leik sem haldin verður á ís- landi árið 1995. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Stellu Báru Eggerts- dóttur til starfa við félagsmið- stöðina Kelduna til reynslu til áramóta en þá verði starfið endurmetið. Jafnframt verði aðsókn að Keldunni könnuð. Leikfélag Akureyrar: Rífandi gangur í Línu Sýningar Leikfélags Akureyrar á Línu langsokk hafa gengið mjög vel. I gær höfðu 2540 sýningargestir séð 12 sýningar. Margir sýningargestir koma langt að. Þannig koma nemendur Grunnskóla Vopnafjarðar á sýn- inguna nk. sunnudag. Sýningar á Línu langsokk eru seldar og pantaðar langt fram í tímann og er þegar fyrirséð að 8. nóvember verði komnar 20 sýn- ingar á tæpum mánuði. Til þessa hafa nemendur átján skóla utan Akureyrar efnt til hópferðar á sýninguna. Þetta eru: Dalvíkurskóli, Húsabakka- skóli Svarfaðardal, Grunnskóli Hríseyjar, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli, Sólgarðsskóli, Grunnskólinn Svalbarðseyri, Stórutjarnaskóli, Grunnskóli Bárðdæla, Skútustaðaskóli, Sel Reykjahlíð, Litlulaugaskóli, Hafralækjarskóli, Grunnskóli Blönduós: Bæjar- skrifstof- umar ílytja líklega í desember Bæjarskrifstofurnar á Blöndu- ósi munu væntanlega flytja í annað húsnæði í byrjun des- ember. Bærinn seldi ríkinu núverandi skrifstofuhúsnæði vegna breytinga á stjórnsýslu- málum. SI. fímmtudag voru afhent útboðsgögn vegna standsetningar á nýju húsnæði fyrir bæjarskrifstofurnar. Sauðárkróks (efra stig), Húna- vallaskóli, nokkrir úr Grunn- skóla Blönduóss með foreldrum, Sólgarðaskóli Fljótum og Grunn- skóli Vopnafjarðar. Eftirtaldir skólar hafa pantað miða: Grunn- skóli Vopnafjarðar, Barnaskóli Ólafsfjarðar, Múlakot Dalvík, Árskógsskóli, Grenivfkurskóli, Grunnskólinn Hólum, Grunn- skóli Raufarhafnar og Grunn- skólinn Sauðárkróki (neðra stig). óþh Sigurður Guðmundsson á Bessastöðum og Georg Georgsson á Jaðri að pakka saltfiski sem metta mun gríska sælkera. Mynd: gg Nýir markaðir skoðaðir fyrir skreið: 23 tonn fóru á Bandaríkjamarkað frá Dalvík og Árskógssandi Bliki hf. á Dalvík hefur verkað skreið á Ítalíumarkað til fjölda ára. SI. vor átti fyrirtækið um 20 tonn af skreið sem að þessu sinni var seld á Bandaríkja- markað gegnum Heklu hf. í Reykjavík, en neytendur eru aðallega Bandaríkjamenn af ítölsku bergi brotnir. Viðun- andi meðalverð fékkst fyrir skreiðina að sögn Matthíasar Jakobssonar hjá Blika hf. Auk þess átti G. Ben. hf. á Árskógsströnd 3 tonn af skreið sem einnig fór á Bandaríkja- markað. Engin önnur skreiðarverkun var á Dalvík sl. vor að undan- skildu einhverju lítilræði af keilu sem verkuð var í tilraunaskyni af Blika h.f. og Haraldi hf. og seld á Nígeríumarkað. Sæmilegt verð fékkst fyrir keiluna og því allt eins líklegt að framhald verði á þessari verkun ef keila fæst til verkunar. Þegar skreiðarverkun var mest hér norðanlands árið 1988, fóru hátt í 500 tonn af skreið á Ítalíumarkað en vegna verðfalls og mikillar samkeppni frá Norð- mönnum hefur verkun nálega lagst af. Þó hefur Sæunn Axels hf. í Ólafsfirði verkað 48 tonn sem eru að fara á Ítalíumarkað, en afskipun hefur gengið mjög hægt vegna þeirrar ókyrrðar sem verið hefur á evrópskum gjaldeyris- mörkuðum. Nokkur saltfiskverkun hefur verið nú á haustdögum hjá Blika hf., en hráefni hefur fengist af Snæbjörgu ÓF frá Ólafsfirði og af fiskmörkuðum í Reykjavík, en þeim fiski er ekið norður á lok- aðri flutningabifreið. Sá saltfisk- ur sem verið er að ganga frá nú fer til Grikklands. GG Þjóðlífsmál Ingibjargar Einarsdóttur: Lögfræðingurinn viðurkennir mistök - segir Vilhjálmur Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar Um er að ræða íbúðarhúsnæði sem er byggt við Félagsheimilið að Húnabraut 6, þar sem áður var húsvarðaríbúð. Húsnæðið er um 160-170 m2 að heildarflatar- máli, sem er lítið eitt stærra en núverandi húsnæði. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjarstjóra er vonast til að hægt verði að flytja í byrjun desember, en hann sagði að aðeins þyrfti að koma húsnæð- inu í stand, þetta væri ekkert stórmál. Hann sagði ástæðuna ekki þá að húsnæðið væri betra en núverandi húsnæði, heldur að bærinn hefði selt núverandi hús- næði til ríkisins og starfsmaður ríkisins og embætti héraðsdóm- ara myndi flytja þar inn. Ófeigur kvað óvíst hvort þetta yrði fram- tíðarhúsnæði fyrir bæjarskrifstof- urnar, en þær yrðu þarna a.m.k. um tíma. Að sögn Ófeigs sóttu einn eða tveir aðilar útboðsgögn, og verða þau opnuð í næstu viku. sþ Lögfræðingur Ingibjargar Ein- arsdóttur telur sig hafa verið að reka þetta eina tiltekna mál en ekki prófmál fyrir alla þá aðila sem fengu umdeildar kröfur vegna áskrifta að tíma- ritinu Þjóðlífí þrátt fyrir að gjafsókn sú sem dómsmálaráð- herra veitti skyldi ná til allra málanna. Á þeirri forsendu hefur Ingibjörg Einarsdóttir hafnað sátt í málinu, sem byggðist á að hún fengi endur- greiddan þann kostnað sem hún hefur haft af þessu máli. Vilhjálmur Ingi Árnasson, for- maður Neytendafélags Akureyr- ar, sagði að þegar lögfræðingnum hafi verið fengið mál Ingibjargar í hendur hafi það verið gert á þeirri forsendu að um prófmál vegna Þjóðlífskrafnanna væri að ræða enda hafi gjafsóknin miðast við það. Lögfræðingurinn hafi síðan átt að leggja málið fram fyrir 1. júlí vegna þess að ný dóms- skipan hafi komið til eftir þann tíma. Það hafi hann ekki gert en fyrst sýnt stefnuna í Hæstarétti þann 9. júlí og þar með hafi mál- ið verið orðið ónýtt. Vilhjálmur Ingi sagði að lög- fræðingurinn hafi viðurkennt í símtali við sig að um mistök af sinni hálfu hafi verið að ræða og hafi hann því ætlað að greiða kostnað Ingibjargar úr eigin vasa og lögfræðingur stefnanda hafi ætlað að draga kröfu á hendur Ingibjörgu til baka. Á þessu byggðist sáttatillagan í málinu. Þetta væri hins vegar allt annað en í upphafi hafi verið rætt um og með þessum málatilbúnaði fáist ekki skorið úr réttmæti Þjóðlífs- krafnanna fyrir dómi. Þetta væri því engin lausn fyrir Neytenda- samtökin því málið hafi átt að reka sem prófmál fyrir öll málin. Vilhjálmur Ingi Árnason hefur nú skrifað dómsmálaráðherra og óskað eftir nýrri gjafsókn þar sem málið sé ónýtt. Hann hefur einnig skrifað lögmannafélaginu bréf þar sem hann óskar eftir að það útnefni lögfræðing sem hægt sé að treysta. Vilhjálmur Ingi sagði að samstundis og hann hafi óskað eftir nýrri gjafsókn og öðr- um lögfræðingi hafi málið verið leyst með samningum á milli lög- fræðinga og veðböndum létt af bifreið Ingibjargar Einarsdóttur. Vilhjálmur Ingi benti á að ætli dómsmálaráðherra að vera sjálf- um sér samkvæmur verið hann að gefa leyfi fyrir nýrri gjafsókn þar sem þetta mál hafi ónýst. Spurn- ingin sé hvort tæknilega sé búið að eyðileggja mál Ingibjargar sem einstaklings og verði að fá einhvern annan. Það sé lög- fræðilegt spursmál því þótt Ingi- björg neiti að taka þessum sátt- um þá hafi hún ekkert mál í höndunum ef eigandi krafnanna fellur frá sínum kröfum. ÞI SÝNUM SAMSTÖÐU VIRÐUM HVlLDARDAG AFGREIÐSLUFÓLKS VERSLUM EKKI Á SUNNUDÖCUM FÉLAG VERSLUNAR- 0G SKRIFSTOFUFÓLKS AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.