Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, á aðalfundi LÍÚ: Ekki ástæða til að bæta sveitar- félögum aðstöðugjaldið að fuilu Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði á aðalfundi L.Í.Ú. á Akureyri í gær að gengisfelling við núver- andi aðstæður í el'nahagsmál- um, til þess að koma rekstri sjávarútvegsins uppfyrir núllið, væri óðs manns æði. Gengisfelling myndi ríða verst stöddu sjávarútvegsfyrirtækj- unum að fullu. „Segið mér hvað sú gengisfell- ing þyrfti að vera mikil? Segið mér hvað höfuðstóll skuldanna myndi hækka við gengisfellingu. Samiðvið Rögnvald um Ólafsfjarðarveg Vegagerð ríkisins ákvað í gær að ganga til samninga við Rögnvald Rafnsson frá Hafnarfírði um vegagerð á Ólafsfjarðarvegi norðan Dalvíkur. Rögnvaldur lagði fram lægsta tilboðið í þetta verk. Sigurður Oddsson, umdænris- tæknifræöingur Vegagerðar- innar á Akureyri, sagði að ef Rögnvaldur gæti sýnt fram á fullnægjandi verkáætlun og lagt fram framkvæmdatrygg- ingu, yrði fljótlega gengið frá samningum. óþh Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá íþróttafélaginu Grósku, varðandi sundaðstöðu fatlaðra á Sauðárkróki og þá m.a. hvort hægt væri að ráðast í fyrirhugaða byggingu sund- laugar við Sjúkrahús Skagfirð- inga. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og samþykkti að óska eftir viðræðum við fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss og formann Grósku. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka þátt í endurbótum á lóð Sauðárkrókskirkju í tilefni 100 ára afmælis kirkjunnar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að ráðist verði í framkvæmdir við lýsingu á lóð Gagnfræða- skólans, íþróttahúss og heima- vistar. Sá hluti kostnaðar við verkið sem kæmi á bæjarsjóð yrði kr. 130 þús. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að formaður hafnar- stjórnar, Jón E. Friðriksson og bæjarstjóri fari ofan í rekst- ur hafnarinnar og kanni hvaða möguleikar séu til þess annars vegar að auka tekjur hafnar- innar og hins vegar að lækka reksturskostnað. Verði niður- stöðurnar lagðar fyrir hafnar- stjórn í nóvember. ■ Hafnarstjórn hefur sótt um fjárveitingar til framkvæmda við bryggju í stað Syðra plans, 1. áfanga, þ.e. þil rammað, fyllt og steyptur kantur. Þá er sótt um fjárveitingu til malbik- unar og vinnu vió deiliskipulag hafnarsvæðisins. Segið mér hvað verðbólgan verð- ur mikil. Segið mér hvað fjár- magnskostnaðurinn hækkar mikið. Segið mér hvernig þið ætl- ið að halda friði á vinnumarkaði við slík skilyrði," spurði Jón Baldvin útvegsmenn. í framhaldi af þessu ræddi utanríkisráðherra um þá kostn- aðarlækkunarleið, sem mjög hef- ur verið til umræðu. Hann sagði að m.a. væri rætt um að lækka launatengd gjöld. „Eru vinnu- veitendur tilbúnir til að lækka gjöld sem fyrirtækin greiða til Jón Baldvin Iiannibalsson. samtaka atvinnuveganna, til LÍÚ, til SH, til SÍF, til Vinnu- veitendasambandsins, til Versl- unarráðsins, til stórkaupamanna- félagsins og hvað þau heita öll- sömul,“ spurði Jón Baldvin. Hann nefndi aðstöðugjaldið og sagðist vilja fella það niður. „Út með aðstöðugjaldið. Ég vil ekki mæta því að fullu með hækkun útsvars og ég vil heldur alls ekki mæta því að fullu. Ég tel ekki ástæðu til þess við þessar kring- umstæður að bæta sveitarfélög- um þetta upp að fullu,“ sagði utanríkisráðherra. óþh Þjóðarílokkurinn: Steftiir að framboði árið 1994 á Dalvík Aðalfundur Félags stuðn- ingsmanna Þjóðarflokksins var haldinn á Dalvík um síð- ustu helgi og var hann vel sóttur. Á fundinum var sam- þykkt einróma ályktun, þar sem lýst er yfir eindregnum ásetningi til að bjóða fram til næstu bæjarstjórnarkosn- inga á Dalvík. Fundurinn telur að sjón- armið félagsins eigi erindi í bæjarstjórn og mun stefna að virkjun íbúanna með aukinni ábyrgð þeirra og samvinnu við þá um framkvæmdaáætlanir á vegum bæjarins. Lögð verður meiri áhersla á bætt umhverfi íbúanna, nýsköpun í atvinnu- lífi, félags- og skólamál og stefnt að nánari samvinnu við nágrannasveitarfélögin á sem flestum sviðum, eins og segir í ályktuninni. í framhaldi af fundinum var Albert Gunnlaugsson skipað- ur formaður 5 manna nefndar til að sjá um undirbúning- svinnu fyrir framboðið. Fjölgað var í stjórn félagsins og er hún nú þannig skipuð: Formaður er Þórir V. Þórisson og meðstjórnendur Albert Gunnlaugsson, Ásta Sigur- finnsdóttir, Guðrún Ingvadótt- ir,. Hrafnkell Valdimarsson, Ottó Gunnarsson og Stefán Björnsson. Varamenn í stjórn eru Baldur Friðleifsson, Gunnlaugur Sigvaldason og Hjörtína Guðmundsdóttir. -KK ÓlafsQörður: Lögreglan leitar flutningabfls Lögreglan í Ólafsfirði leitar llutningabíls sem ók á fimmtudaginn utan í ganga- vegg Olafsfjarðarganga. Töluverðar skemmdir urðu í þriggja metra hæð á vatns- klæðningu. „Ökumaður bifreiðarinnar hefur ekki gefið sig fram. Við hjá lögreglunni höfum brak úr bílnum. Um er að ræða vöru- flutningabíl með hvítmáluðum kassa,“ sagði lögreglan í Ólafsfirði og bað alla þá sem kynnu að geta gefið upplýsing- ar um málið að snúa sér til lög- reglunnar í Ólafsfirði. ój Helgar-Dagur: Sálnaruská síðum blaðsíns Nýir þættir halda áfram að koma inn í helgarblaðið og aðrir breyta um svip. í blaðinu í dag hefur göngu sína Sálnarusk sr. Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í Ólafsfirði sem nú er í námsleyfi. Sálnaruskið verður á dagskrá vikulega og þar birtir sr. Svavar stuttar og skemmtilegar dæmi- sögur og leggur út af þeim á geð- felldan og oft gamansaman hátt. Pistlar hans eru myndskreyttir af nemendum í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Nokkrir þættir hafa horfið eða lagst í dvala og þökkum við þeim höfundum sem hafa kvatt okkur fyrir framlag þeirra. SS Niðurstöður vegna upprunavottorða rækju liggja ekki fyrir: Meginforsenda rannsóknanna er töluverður innflutningur rækju Sameiginleg skýrsla íslenskra og evrópskra tollyfírvalda vegna upprunavottorðs þeirrar rækju sem íslenskar rækju- stöðvar vinna er enn í athugun. Sýni og skýrslur voru teknar í sumar hjá allfestum rækju- verksmiðjum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að niðurstöð- ur þessara kannana liggi væntan- lega fyrir innan örfárra vikna. Pétur segir að ef komist verði að þeirri niðurstöðu að ákveðnar sendingar hafi ekki verið með rétt upprunavottorð þá eigi evrópsk tollyfirvöld kröfu á greiðslu tolla af hendi þess inn- flytjanda sem flutti vöruna til Bretlands. Innflytjandinn á hins vegar kröfu á hendur þess sem gaf út vottorð með röngum upp- lýsingum, þ.e. útflyjandanum. Hafi framleiðandinn gefið upp rangar upplýsingar til útflytjand- ans þá á hann rétt á endurgreiðslu hjá honum. Endurskoðun á milliríkja- samningum sem kveða á um toll- frelsi eru til staðar af og til, og einnig eru fordæmi um rangt upprunavottorð sem gefið var út í Færeyjum fyrir tveimur árum. Ekki síst hefur það ekki farið leynt að rækja hefur verið flutt hingað til lands á undanförnum misserum og því tilefni áður- nefndra skýrslugerða og sýna- töku eðlileg. GG Ólafsflörður: Múlaberg og Sólberg á Sléttugrunni Frystitogarinn Mánaberg ÓF landaði 215 tonnum af karfa í Hafnarfírði nýlega og fer ekki á veiðar aftur fyrr en eftir viku þar sem áhöfnin brá sér út fyrir landsteinana í innkaupa- og skemmtiferð. Karfínn er haus- aður og heilfrystur og fer á Japansmarkað. Múlaberg ÓF er nýkomið á Sléttugrunn, en var áður á karfa- veiðum austur í Rósagarði. Nokkur þorsk- og ufsagengd er nú á Sléttugrunni enda hafa togarar verð að flykkjast þangað. Múlaberg ÓF landar í Ólafsfirði á mánudag. Sólberg ÓF fór út sl. miðvikudag og hélt norður á Sléttugrunn, en búast má við að það „skot“ gangi yfir þegar svo margir togarar eru á sama svæð- inu. Línuveiðiskipið Lísa María ÓF, sem er í eigu Sædísar hf., er á veiðum suðaustur af landinu, á Hornafjarðardýpi, en mikill straumur er á þessum slóðum og því fremur óhægt um vik. Uppi- staða aflans er ýsa, en hún er fremur smá. Skipið er væntanlegt til Ólafsfjarðar í lok næstu viku. Sædís hf. gerir einnig út frysti- skipið Snarfara ÓF, sem er á rækjuveiðum en aflinn er frystur um borð. Ástand rækjunnar hef- Aíli að glæðast á loðnumiðum: Tæp þúsund tonn til Þórshafinar Örn KE landaöi 580 tonnum af loðnu á Raufarhöfn sl. fímmtu- dag en báturinn var með rifna nót. Þetta magn dugði verk- smiðjunni til bræðslu fram á föstudagskvöldið. Bjartara hljóð er nú í loðnuveiðimönn- um, og gera þeir sér vonir um að íoðnutorfurnar fari að þétt- ast og loðnan verði þar með veiðaniegri. Aðalveiðisvæðið í fyrrinótt var um 30 mílur ANA af Langanesi. Svanur RE landaði 240 tonn- um á Þórshöfn á fimmtudag og Húnaröst RE 700 tonnum á föstudag, en aðallega hefur verið um síldarlöndun að ræða að undanförnu á Þórshöfn. Arnþór EA landaði 90 tonnum af fallegri síld til vinnslu hjá Strandasíld á Seyðisfirði í gær. Bátarnir fá kr. 4,50 til 5,00 fyrir kg af síldinni til bræðslu en allt upp í kr. 14.00 þegar um vinnslu- síld er að ræða. Það er því mikill akkur fyrir sjómenn að sem mest af síldinni fari til vinnslu. GG ur verið fremur bágborið að undanförnu og hefur óvenju hátt hlutfall aflans farið til endur- vinnslu í landi. Verðið er fremur lágt vegna síaukins framboðs frá Rússum og eins hefur framboð af svokallaðri heitsjávarrækju frá Suður-Ameríku verið að aukast en þar hefur ræktun rækju í lok- uðum höfnum eða fjörðum auk- ist að miklum mun en hún er mun stærri en norðursjávarrækjan. Gunnar Magnússon útgerðar- maður segir að verulega skorti á vöruvöndun á þeim fiski sem nú flæði á markaðinn, bæði frá Rússlandi og Suður-Ameríku og t.d. hafi sá þorskur sem saltaður hafi verið í Portúgal og á Spáni ekki náð þeim gæðakröfum sem hér eru gerðar. Framleiðslukostnaður endur- vinnslurækjunnar er nú undir því verði sem fæst fyrir hana á mörkuðum erlendis. Gunnar seg- ir að framleiðendur sjávarafurða verði nú að halda vöku sinni ef þeir eigi ekki að verðleggja sig út af mörkuðunum erlendis því framboð af fiski frá Austur- Evrópu og Suður-Ameríku muni frekar aukast en dragast saman á næstu mánuðum. Þessar þjóðir eru í mikilli þörf fyrir erlendan gjaldeyri og niðurbjóði markað- inn gerist þess þörf. Sem svar við þessu aukna framboði, sérstak- lega af rækju, þarf að leggja aukna áherslu á það í auglýsing- um að rækjan héðan komi úr hreinum sjó. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.