Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Afturhvarf tilfátœktar Fyrir skömmu varð Tryggvi Emilsson, verkamaður og rit- höfundur 90 ára. í bókum sín- um hefur hann lýst því ástandi sem þjóðin bjó við á fyrri hluta þessarar aldar. Ástandi sem einkenndist af kreppu. Ástandi sem einkenndist af atvinnu- leysi og brostnum vonum manna um betri tíð. Tryggvi hefur lýst göngu atvinnulausra manna á Akureyri. Göngu frá Krossanesi að Tanga þaðan á Torfunef og síðan Höepfners- bryggju þar sem þeir báru upp spurninguna um hvort eitthvað væri að gera. Og ef svörin voru allsstaðar neikvæð var haldið götuna til baka og áfram spurt. Oft komu menn tómhentir heim til konu og barna en stundum fengu þeir einhver handtök að vinna og krónur í vasann fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum. Á sama tíma og hinn aldni rithöfundur, sem sagt hefur þjóðinni sögur um kreppu og atvinnuleysi, fyllir níu tugi ára er hin sama vofa og hann kynntist svo vel á sínum yngri árum farin að læðast um byggðir landsins á nýjan leik. Þessi vofa fer ekki í manngrein- arálit. Hún læðist um borg og bæ - leiti og dal. Hvar sem mannlega starfsemi er að finna blasir samdrátturinn við. Störf- um fækkar og ferðum manna á skrifstofur verkalýðsfélaganna fjölgar að sama skapi. Þessar aðstæður bar óvænt að. íslendingar tíunda áratugs- ins höfðu aldrei þekkt annað en hafa nóg að starfa og geta stöðugt viðað að sér verkefnum þegar kostnaðurinn við hið daglega líf var aukinn. Nú er öldin önnur og margir vita ekki sitt rjúkandi ráð. íslendingar eru vinnusamt fólk sem þolir illa atvinnuleysi. Metnaður þess að sjálfsvitund byggist á verkefnum og störf- um öðru fremur. Þegar vinnan hverfur verður sjálfsímyndin veik. í hinu fámenna samfélagi þar sem kunningsskapurinn er ríkjandi er erfitt að bera slíkar byrðar. Engum er unnt að dylja er hann hefur misst vinnuna - menn hverfa ekki í fjöldann og allara síst í hinum fámennu byggðarlögum. Þótt rekja megi hluta þeirra erfiðleika sem atvinnulífið verður að takast á við til almennra aðstæðna í efnahags- lífi umheimsins - líkt og var á þeim tímum sem Tryggvi Emils- son hefur gert að umfjöllunar- efni eigum við sjálfir einnig nokkra sök. Milkar offjárfest- ingar hafa átt sér stað í flestum atvinnugreinum á undanförn- um árum og ekki hefur verið hugað nægilega að hvað við gætum framleitt og selt. Vand- anum hefur verið varpað fram á veginn í stað þess að vinna á honum bug. Og nú verður lausnin erfiðari viðfangs. Því mega íslendingar engan tíma missa ef þeim á að takast að varðveita þann efnahag og þá almennu atvinnumöguleika sem þjóðin hefur búið við hin síðari ár. Að óreyndu verður því ekki trúað að landsmenn vilji aftur hverfa til þeirra tíma er Tryggvi Emilsson hefur lýst. Tíma fátæktar á íslandi. ÞI lAKÞANKAR Kristinn G. Jóhannsson Um munaðarlaust sam- yrkjubú og sorgmæddan sjónvarpsturn í Vilnius Þaö voru kosningar í Litháen á dögunum. Úrslitin komu á óvart. Við vorum í sumar á langferð um þessar slóðir. Eftir að hafa komið til Helsinki, Pétursborgar og Tallinn vorum við á leið frá Riga til Vilnius. Samyrkjubú sem enginn vissi hver átti Á leiðinni komum við m.a. við á samyrkjubúi þar sem við feng- um hádegisverð, skoðuðum okkur um og forstjóri búsins rakti fyrir okkur sögu og starf- semi þar á staðnum. Á þessu búi bjuggu og störfuðu um fimm þúsund manns þegar best lét en starfsemi þess hékk nú dá- lítið í lausu lofti. Ekki urðum við vör við neitt fólk þarna á staðn- um utan forstjórann og fólkið sem bar okkur matinn og það eina sem okkur var sýnt af staðnum var safn landbúnaðar- tækja og bíla allt frá fyrstu dög- um slíkra tækja og sem forstjór- inn sýndi með miklu stolti. Þeg- ar forstjórinn var sþurður um hver ætti búið nú eða stæði fyrir rekstri þess voru svör heldur loðin og óræð en sagði að nú væri stefnt að því að fólk gæti eignast hlut í búinu en gallinn sá að enginn hafði til þess fjár- ráð. Hann gat þess að þegar búið var stofnað hefðu þeir smábændur sem þar áttu jarðir sínar verið fluttir til Síberíu og allt þeirra hyski til þess að hægt væri að koma á samyrkjubú- skaþ í samræmi við kenning- una. Nú var löngu komið í Ijós að kenningin stóðst ekki, hvorki hinn efnahagslegi þáttur né hinn mannlegi. Eins og margt annað sem við hittum fyrir í ferðinni stóð nú búið eftir hálf- munaðarlaust og enginn virtist vita hvað næst tæki við né hvernig bregðast skyldi við. Sjónvarpsturninn í Vilnius Það er gott að vera (slendingur í Litháen. Það var nánast sama hvern maður hitti fyrir, allir vissu af íslandi vegna þess að við höfðum verið fyrst til að viður- kenna sjálfstæði þeirra. Fyrir það vorum við margblessuð. í Vilnius eiga þeir meira að segja íslandsgötu, svo nefnd til að minnast frumkvæðis okkar. Sá staður í Vilnius sem einna helst var orðinn tákn fórna Lit- háa í sjálfstæðisbaráttunni er sjónvarpsturninn. Viö fórum þangað. Það var nánast orðin helg jörð og tilfinningahiti leið- sögufólksins í samræmi við það þegar þeir lýstu ógnarnóttinni þegar íbúar borgarinnar höfðu þyrpst að turninum að mynda um hann skjaldborg og koma í veg fyrir að Rússar legðu hann undir sig. Óbreyttir borgarar létu lífið er Rússar beittu skrið- drekum á mannfjöldann þannig að hending réði hver fyrir varð. Hluti neðstu hæðar turnsins er helguð minningu þeirra sem þarna féllu. Þau orð sem þar féllu um Rússa og það skipulag sem þeir höfðu komið á í Lithá- en gáfu ekki til kynna að mönn- um kæmi til hugar að þeir mundu nokkurn tíma kjósa það yfir sig aftur. Það er gömul saga og ný að þegar væntingar eru miklar geta vonbrigðin orðið sár. Þær þrengingar og upplausn sem orðið hafa í kjölfar hruns komm- únismans eru sárar og upp- skera nýfengins frelsis lætur á sér standa. Þótt hrunið hafi gerst með skjótum hætti getur uppbyggingin orðið torsóttari en menn væntu og leiðir ekki aug- Ijósar til þess sæluríkis er vonir stóðu til. Stórfenglegar móttökur Að kvöldi sunnudagsins 5. júlí efndi Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju til konserts í Dómkirkjunni í Vilnius. Það var fátíð reynsla. Kirkjan var þéttsetin en auk þess að koma til að hlýða á söng kórsins var augljóst að fólk kom einnig til að sýna ís- lendingum þakklæti sitt. Ólafs- firðingarnir sungu fram tilfinn- ingar áheyrenda og þágu í staðinn tár og blóm og blessun- aróskir. Æfagamall turn stendur í hlaði kirkjunnar. Þangað var boðið til stórveislu að söng- skemmtun lokinni. Kórfélagar Dómkórsins voru gestgjafar og höfðu komið með að heiman allt það besta sem þeir gátu í té látið og báru nú fyrir gestina af þvílíku örlæti og gestrisni að sjaldgæft hlýtur að vera. Síðan var sungið á víxl og ská og alla vega svþ að fólkið skildi hvort annað. Ég hefi ekki setið aðra eins veislu. Lýkur þar að segja frá heimsókn til Litháen að sinni. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.