Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 jónsdóttir Gerður er Reyftjavi barn. Hún er fædd júni 1970. Htín lauk BA-prc frönsku og almennri bókmenntafræð\ H.í. ífebrúar 1992. Gerður Kristný hefur unnið á ' anum, Ríkisútvarpinu og á Aðalstöðinn veggi og gólf. Veggskreytingar úr leir eru skraut en hafa líka hagnýtt gildi,“ segir Margrét. Leirlistafélagið hefur sýnt áhuga á að auka samstarf við arkitekta og vill benda þeim á hvernig nota má list þeirra hvort sem er um venjuleg íbúðarhús að ræða eða opinberar byggingar. „Pað má nota ísienska listamenn meira. Það er svo oft hringt í þá þegar skreyta á húsið og þeir beðnir um listaverk. Það má alveg hafa samband við þá fyrr svo þeir sjái ekki eftir á hvernig hefði verið hægt að standa betur að verki,“ segir Margrét en hún er einmitt um þessar mundir að vinna að flísum fyrir gamla samkomuhúsið sem hún hefur fest kaup á og er að gera upp úti á Svalbarðseyri. „Það er búið að dansa mikið í þessu húsi. Hreppurinn átti það og ég tók eftir að það var ekkert gert við það svo mér datt í hug að spyrja hvort ég gæti ekki keypt það,“ segir Margrét. „Það var byrjað að gera húsið upp 1989 og það á enn eftir að vinna mikið í því. Það er ekkert uppruna- legt í því nema veggirnir.“ Margrét hyggst þó flytjast inn strax í vetur. Þegar fram líða stundir á svo keramíkverkstæðið að vera á fyrstu hæð- inni en hýbýlin á annarri og þriðju hæð. Margrét varð bæjarlistamaður í ágúst sl. og heldur þeirri stöðu út árið. „Það er mikil hvatning að vera gerð að bæjarlistamanni og mikilvægt að þetta ár líði ekki eins og öll hin á undan. Þetta hvetur mig til að halda áfram og þroskast,“ segir Margrét. En hvað er list? „Ég hef enga skilgreiningu á henni,“ svarar Margrét og hristir höfuðið, hugsar sig eilítið um og segir svo: „Ég fór á rússneska ballettinn um daginn og sá þar konu dansa hvíta svaninn. Það fannst mér vera list. Stórkostleg list.“ Uppi á vegg í verkstæðinu hangir fyrir- sögn klippt út úr dagblaði og á stendur stórum stöfum: „Út í heim.“ Spurningar- merki hefur verið málað í lok setningar- innar. Ef guð lofar heldur Margrét út í heim næsta vor og stefnan er tekin á Ítalíu. En Akureyri er nývöknuð til vetrar og enn er langt til Ítalíu. Margrét getur þó ornað sér við að hugsa til heitari landa og þegar við kveðjumst tökum við ekki í höndina hvor á annarri því leirskáldið er útatað í yrkisefninu upp undir olnboga. Handa- bandið verð ég að eiga inni og Frank Sinatra-spóluna verð ég einhvern tímann að eignast. Gerður Kristný. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. Leirskáldið Margrét - litið inn til Margrétar Jónsdóttur bæjarlistamanns Akureyrar Margrét Jónsdóttir bæjarlistamaður Akureyrar er að blanda saman tveimur tegundum af leir í verkstæðinu sínu, þegar mig ber að garði. Vélin sem gerir þetta venjulega er biluð og handaflið verður að duga, þar til varahlutir berast í hana. Frank Sinatra syngur yfir okkur og það er leir í hári Margrétar jafnt sem og á höndunum og stundum fljúga leirflygsur á gólfið. Margrét segist vera leirskáld og maður lifandi ef það er ekki rétt hjá henni. Hún yrkir í leir og ljóðin birtir hún í eigin galleríi í Göngugötunni. Margrét fékk áhuga á leirnum strax sem unglingur og veit ekki alveg út af hverju. Hún hafði aldrei þekkt neinn sem vann í leir. Listina lærði hún í Danmörku en þar bjó hún í 6 ár. Hún settist svo að á Akur- eyri, þar sem hún ólst upp til að vera nær fjölskyldunni. Ekki svo að skilja að útþrá- in sé horfin. „Ég verð alltaf að fara héðan af og til og dvel þá stundum erlendis í u.þ.b. mánuð. Ég tek mér efni á því og sleppi bara ein- hverju öðru,“ segir Margrét. „Ég verð að fara, þó auðvitað sé indælt að búa hér, bæði ró og friður. Mér líður mjög vel hérna. Umhverfið á rætur í mér og birtist í því sem ég er' að gera. Sumt sé ég líka skýrar þegar ég er í burtu." Margrét er eigin vinnuveitandi, sem veitir henni það frelsi að geta axlað bak- pokann þegar hana fýsir. Það er ekki algengt meðal listamanna að þeir reki sín eigin gallerí. Gallerí List í Reykjavík er það eina sem hefur verk Margrétar til sölu utan hennar eigin. Ástæðan er sú að lista- konan vill ekki að verkin hennar séu dreifð á fleiri staði. „Það verður að vera samhangandi úrval, í stað þess að dreifa verkunum hingað og þangað," segir hún. Yfir sumartímann voru íslenskir ferða- menn fleiri en þeir erlendu sem stöldruðu við í galleríinu. Ástæðuna telur Margrét vera þá að þeir erlendu veigri sér við að setja brothætta vasa eða kertastjaka ofan í bakpokana. En finnur hún fyrir samdrætti í sölu nú þegar tæpast er rætt um annað? „Já, ég finn fyrir því að fólk á ekki eins mikla peninga og áður. En fólk heldur áfram að vilja gefa gjafir," segir Margrét og í útvarpstækinu er Frank Sinatra farinn að syngja lagið hans Jacques Brel „Ne me quitte pas“ á ensku. Það svífur á okkur værð eilitla stund en svo heldur spurninga- hríðin áfram og mér leikur forvitni á að vita hvort markaðslögmálið verði ekki list- inni yfirsterkari þegar maður á afkomu sína undir rekstri gallerís. „Ég reyni alltaf að gera það sem mig sjálfa myndi langa til að eiga. Hlutirnir verða ekki fallegir ef ég hef ekki áhuga á verkinu. Ég vil heldur að fólk biðji ein- hvern annan en að ég fari að gera eitthvað sem ég er ósátt við. Sumir koma nefnilega hingað með sérstakar óskir, vilja kannski einhvern ákveðinn lit á kertastjaka,“ segir Margrét. Hún er alls ekki ósátt við að fólk komi með slíkar óskir því stundum kemur fyrir að beðið er um eitthvað sem henni hefði annars ekkert dottið í hug að gera. „Ef ég er ekki í stuði til að gera hlutina þá reyni ég að velja annan dag. Ekki satt, Myndir: Robyn þá finnist fólki þeir ekki lengur merkilegir. „Það fer í taugarnar á mér þegar fólk vinn- ur fallegt veggverk og það er aldrei talað Um það sem jafnmikla list og olía á striga. Margir listamenn hafa hvílt sig á málverk- inu og tekið til við leirinn. Það er hægt að gera svo margt í leirlistinni og tengja hana til dæmis byggingalistinni með flísum í Þórdís?" spyr Margrét systur sína sem aðstoðar hana á verkstæðinu og afgreiðir auk þess í galleríinu. Þórdís samsinnir og Margrét heldur áfram: „Þegar Þórdís segir mér að eitthvað vanti í galleríið er ég ekki alltaf í stuði til þess að búa það til og humma þetta fram af mér í lengstu lög. En annars er mjög margt sem þarf að gera á keramíkverkstæði eins og að blanda glerj- unga eða búa til liti. Ég tek þá bara til við það meðan ég hugsa mig um hvað ég geri næst. Það þýðir ekkert að sitja og klóra sér í hausnum og bíða eftir því að andinn komi yfir sig, þó maður upplifi misjöfn tímabil í andlegri frjósemi. Maður á bara að hefjast handa og láta vaða.“ Með þessum orðum lætur Margrét leir- inn vaða í borðið og flygsa lendir á skrif- blokkinni minni. Ég læt sem ekkert sé og spyr hvernig henni finnist leirlistinni vera tekið á íslandi. „Viðhorfið til leirlistar er að breytast. Áður var hún bara tesett og öskubakkar í augum fólks. Þetta er svo mikil hversdags- list en það er einmitt það sem mér finnst svo gott við hana. Állir geta nefnilega eignast hana og hún er ekkert uppskrúf- uð,“ segir Margrét og bendir jafnframt á að stundum þegar hlutir eru hversdagslegir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.