Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 24

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 24
Rússneski togarinn Minkino kom til Akureyrar í gærmorgun með 130 tonn af hausskornum heilfrystum þorski og 30 tonn af steinbít. Kaupendur aflans eru Útgerðarfélag Akureyringa, Kaldbakur hf., Skagfirðingur hf., Fiskverkun Sigvalda Þorleifssonar í Ólafsfirði og Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Mynd: Robyn Eldur í verkstæði á Blönduósi: Húsið ónýtt og tveir bflar sem inni voru Um kl. 7.30 á föstudagsmorg- un var lögreglunni á Blönduósi tilkynnt um eld í verkstæöi Björns Valbergssonar við Húnabyggð. Er húsið ónýtt og allt sem í því var, þar með talið tveir bflar sem voru inni á verkstæðinu. Þegar blaðið hafði samband við lögregluna á Blönduósi um 11-leytið á föstudagsmorgun var enn verið að slökkva eldinn í hús- inu, en búið að komast fyrir hann. Um er að ræða Sprautu- verkstæði Björns Valbergssonar við Húnabyggð, en húsið stendur eitt sér og dálítið utan við bæinn. Áfangaskýrsla sveitarfélaganefndar kynnt í gær: „Þéttbýli og sveitir umhverfis það verði í sama sveitarfélagi“ - lagt til að framlag í Jöfnunarsjóð verði aukið tímabundið Afangaskýrsla sveitarfélaga- nefndar var kynnt í gær, en fyrr á þessu ári skipaði félags- málaráðherra nefnd til að útfæra tillögur um ný umdæmi sveitarfélaga. Nefndin leggur til að frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum verði lagt fram í ársbyrjun 1993 og að síðari hluta árs fari fram skoð- anakannanir og kosningar meðal íbúa, þannig að útfærsla á framtíðarskiptingu landsins í sveitarfélög Iiggi fyrir á fyrri hluta árs 1994. „Við tillögugerð um skiptingu landsins í sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins verði lögð áhersla á að sveitarfélögin spanni ekki yfir stærra svæði en svo að þau geti myndað heildstætt sam- félag. Stefnt skal að því að þau nái ekki yfir stærra svæði en svo að flestir íbúanna (a.m.k. 95%) séu innan 30 mínútna aksturs- vegalengdar frá aðalþjónustu- kjarna sveitarfélagsins. Einnig að þau myndi heildstæð atvinnu- svæði með tilliti til vinnusóknar íbúanna og heildstæð þjónustu- svæði þannig að þéttbýli og sveit- ir umhverfis það verði í sama sveitarfélagi,“ segir m.a. orðrétt í áfangaskýrslu nefndarinnar. Sveitarfélaganefnd setur ekki einungis fram tillögur um umdæmi í skýrslu sinni heldur líka tillögur um verkaskiptingu © HELGARVEÐRIÐ Á morgun mun vindur snúast norðanlands í norðan golu eða kalda með smáéljum eða slyddu- éljum en annars verður léttskýj- að og dálítið hlýnar í veðri ( bili. Á sunnudag mun hæg breytileg eða vestlæg átt ráða rikjum og víða verður næturfrost. Á mánu- dag verður þurrt og léttskýjað en á þriðjudag verður fremur hæg breytileg átt og þurrt, en kólna mun þá í veðri. ríkis og sveitarfélaga, tekju- stofna, reynslusveitarfélög og aðgerðir ríkisvaldsins. Lagt er til að verkefni ríkisins í grunnskólanum verði færð til sveitarfélaga 1. ágúst 1994 en heilsugæsla og öldrunarþjónusta 1. janúar 1955. Önnur verkefni verði færð til sveitarfélaganna 1. janúar 1999. Þau eru málefni fatl- aðra, skipulagsmál, aukin hlut- deild sveitarfélaga í hafnamálum og félagslegum húsnæðismálum. Einnig er lagt til að sveitarfélög- um verði gefinn kostur á að taka að sér rekstur framhaldsskóla og sjúkrahúsa gegn fjárveitingum frá ríkinu. í sambandi við aðgerðir ríkis- valdsins leggur nefndin til að umdæmamörk og verkefni um- boðsvalds ríkis í héraði verði tek- ið til endurskoðunar. Lagt er til að framlög ríkisins til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga hækki tíma- bundið í 5 ár, 1994-98, til að greiða fyrir átaki í sameiningu sveitarfélaga og jafnframt þurfi að ráðast í ákveðnar vegafram- kvæmdir á sama tíma. SS Rekstraraðilar Uppans á Akureyri hafa ekki staðið í skilum á launum, skyldusparnaði, lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöldum: „Að standa ekki skil á skylduspamaði er flárdráttur“ - segir Inga Pöll Þórgnýsdóttir, lögfræðingur verkalýðsfélaganna til að fara yfir stöðu Samkvæmt upplýsingum for- manns Verkalýðsfélagsins Ein- ingar og lögfræðings verka- lýðsfélaganna á Akureyri skulda eigendur veitingastað- arins Uppans og skemmtistað- arins 1929 launatengd gjöld til stéttarfélags fyrir síðustu 12 mánuði. Samkvæmt þeirra upplýsingum eru laun starfs- manna ógreidd að mestu fyrir ágúst og september, jafnvel lengra aftur í tímann. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur lagt fram kæru á hendur rekstrar- aðilum þar sem ekki hafa verið gerð skil á skyldusparnaði starfs- fólks allt frá sumrinu 1991. Hjá embætti Sýslumannsins á Akureyri fékkst staðfest að rekstraraðilar fyrirtækjanna hafi sætt yfirheyrslum af hendi rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri. Að sogn Björns Snæbjörnsson- ar, formanns Verkalýðsfélagsins Einingar, hélt lögfræðingur verkalýðsfélaganna, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, fund með starfs- fólki Uppans og Skemmtistaðar- ins 1929, mála. „Nokkur ungmenni hafa leitað til okkar vegna skyldusparnaðar- ins. Skuldin er allt frá því í fyrra- sumar og nú er Húsnæðisstofnun með innheimtuaðgerðir sem henni ber. Að standa ekki skil á skyldusparnaði er fjárdráttur. Málið er nú í höndum bæjar- fógetans á Akureyri. Að standa ekki skil á lífeyrissjóðs- og stétt- arfélagsgjöldum er fjárdráttur f vissum tilfellum. Rekstraraðilar skulda þessi gjöld allt frá sept- ember 1991. Skuldahalinn er langur, en okkur hafa borist greiðslur af og til sem og loforð um úrbætur. Ekki hefur orðið úr efndum og nú stefnir í óefni. Hvað áhrærir launagreiðslur þá hafa rekstrar- aðilar þegar höggvið í ágústlaun- in og loforð er um að gera full skil í næstu viku. Fylgst verður grannt með. Ég á fund með starfsfólkinu strax eftir helgi til að kanna stöðu mála. Rekstur Uppans er í hnút. Búið er að selja nauðungarsölu húseign sem fyrirtækið átti. Tveir bílar eru yfirveðsettir og fyrir- tækið virðist ekki eiga eignir," sagði Inga Pöll Þórgnýsdóttir, lögfræðingur. ój Að sögn lögreglu var verið að vinna á verkstæðinu til kl. 3 aðfaranótt föstudags og þá var húsið yfirgefið. Það var svo um kl. 7.30 um morguninn að lög- reglu og slökkviliði var tilkynnt um eldinn. Að sögn lögreglu er ekkert vitað um eldsupptök né tjón, en vitað að tveir bílar sem verið var að sprauta voru inni í húsinu og eru ónýtir. Húsið stendur enn uppi, en er ónýtt að sögn lögreglu, svo og verkfæri og innanstokksmunir. Húsið var að hluta til uppsteypt og klætt báru- járni. sþ «* Akureyri: Ók á síma- tengikassa Laust fyrir miönætti aöfara- nótt föstudagsins lenti bifreið á símatengikassa á mótum Smárahlíðar og Skarðshlíð- ar. Af þeim sökum varð símasambandslaust í hluta Hlíðarhverfis. Að sögn lögreglunnar á Akureyri skemmdist bifreiðin nokkuð. Ökumaður slapp hins vegar óskaddaður en hann liggur undir grun um ölvun. Skipta þurfti um búnað að hluta í tengikassanum. Við- gerð lauk undir kvöld í gær og símasamband var aftur komið á hjá íbúum Hlíðarhverfis. ój Mývatnssveit: Jeppabifreið valt Bflvelta varð í Mývatnssveit um kl. 23 á fímmtudags- kvöld. Ökumaður var einn í bflnum og hlaut ekki alvar- legri meiðsl en það að hann fékk að fara heim eftir iæknisskoðun á staðnum. Lögregla og sjúkralið kom á slysstað. Óhappið átti sér stað á móts við Víkurnes, það var jeppa- bifreið sem valt og er hún mik- ið skemmd. IM Lögreglan á Akureyri snaraði mannýgt naut Mannýgt naut slapp síðdegis á fimmtudaginn þegar verið var að flytja það til slátrunar í Kjötvinnslu B. Jensen að Lóni við Akureyri og stefndi það inn til Akureyrar. Lögreglan var kölluð til enda hætta talin stafa af bola. Að sögn Árna Magnússonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var talin stafa hætta af nautinu fyrir gangandi vegfar- endur og í fyrstu hafi verið hug- myndin að skjóta það af færi. Myrkur og nauðsynlegur vopna- búnaður kom í veg fyrir þá áætl- an. Lögreglumenn höfðu aðeins meðferðis skammbyssu víkinga- sveitarmanns og fjárbyssu. Menn misstu sjónar á tarfinum, en hann fannst aftur austan Hörgárbraut- ar eftir ábendingu vegfarenda. „Er tuddi varð var mannaferða tók hann á rás inn í Krossanes- hagann. Þar hófst mikill eltinga1- leikur. Nautið var snarað og síð- an flutt í kerru að Lóni þar sem það mætir skapadægri sínu,“ sagði Árni Magnússon, varð- stjóri. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.