Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 13 í UPPÁHALDI „Vona aö við dettum í lukkupottinn” - segir Smári Garðarsson Smári Garðarsson er starfsmaður Golfklúbbs Akureyrar og vall- arvörður á Jaðri. Hann er jafnframt yfírtippari golf- klúbbsmanna og hefur verið mikið í sviðsljósinu að undan- fömu vegna þess að vinning- amir hafa sópast upp á Jaðar. Það þykir varla tiltökumál lengur þótt seðill með 13 rétt- um og nokkrar tólfur komi í hlut kerfiskarlanna uppi á Jaðri, hvort sem það eru fáeinir ein- staklingar sem detta í lukku- pottinn eða stór hópur. Hvað gerirðu helst ífrístundum? „Allur minn frítími fer í félagsstörf. Annars spila ég golf.” Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég er alltaf að verða sann- færðari um það að það sé lamb- ið mitt góða. Svo er ég alæta á alla deserta og eftirrétti, gjaman með vel af rjóma.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég held að kaffi hljóti að vera þar fremst í flokki." Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Nei, yfirleitt er allur þróttur úr mér þegar heim er komið og ég er því ekki til stórræðanna." Spáirðu mikið í heilsusamlegt líferni? „Já, ég spái mikið í það en það' Smári Garðarsson er minna um framkvæmdir.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirðu í áskrift? „Ég kaupi Dagblaðið og síðan fæ ég erlent blað fyrir vall- arstarfsmenn.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Það em bara getraunaforrit og kerfi.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ætli ég segi ekki bara Simply Red. Annars hef ég gaman af dægurlögum almennt.“ Uppáhaldsiþróttamaður? „Ég hef alltaf haldið upp á Alfreð Gíslason og tekið mér hann til fyrirmyndar og við hlið hans set ég Þorbjöm Jensson. Þetta eru menn sem hafa virki- lega sýnt og sannað hvað hægt er að ná langt með þrotlausum æfingum.“ Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi? „íþróttir." A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ég hef ekki álit á neinum stjómmálamönnum. Eftir á að hyggja þá finnst mér mesta glóran vera í því sem Ámi Steinar var að segja á sínum tíma.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa fyrir utan heimabœinn? „Helst hvergi annars staðar. Ég er svo rosalega heimakær.“ Hvað myndirðu kaupa ef þú feng- ir 100 þúsund krónur upp úr þurru? „Getraunaseðla, alveg með það sama.“ Hvernig myndirðu eyða þriggja vikna vetrarfríi? „Á einhverjum stað erlendis þar sem ég gæti slappað af, leikið mér í golfi og skoðað mig um.“ Að lokum, hvað œtlarðu að gera um helgina? „Númer eitt, tvö og þrjú að fylgjast með getraunum og vona að við dettum í lukkupottinn. Á sunnudaginn ætla ég að gera eitthvað fyrir sjálfan mig.“ SS Hvað er að gerast? Kristniboðssamkomur hjá KFUM og KFUK Bókamarkaður verður í félags- I komukvöldin og að samkomun- heimili KFUM og KFUK sam- um loknum verða kaffiveitingar. Opið hús hjá Samtökum krabbameinssj úklinga og aðstandenda Kristniboðssamkomur verða á vegum KFUM og KFUK í félags- heimili félaganna í Sunnuhlíð dagana 1. til 3. nóvember næst- komandi og hefjast þær kl. 20.30 hvert kvöld. Ræðumenn á samkomunum verða Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Guðlaugur Gunnars- son, kristniboði og Skúli Svavars- son, kristniboði, er allir hafa starf- að fyrir íslenska kristniboðið í Afríku og hafa verið að störfum bæði í Eþíópíu og Kenýa. Á samkomunum verður kristniboð- ið kynnt í máli og myndum. Samtök krabbameinssjúklinga að aðstandenda verða með opið hús að Gierárgötu 36 á Akureyri, þriðju hæð, nk. mánudagskvöld, 2. nóvember, kl. 20-22. Samtökin bjóða nýja félaga velkomna á fundinn. 1 frétt frá samtökunum kemur fram að Elísabet Hjörleifsdóttir, hjúkr- unarfræðingur í krabbameins- hjúkrun, hafi verið ráðin í 20% starf hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Hjálparstofnun kirkjunnar: Aðalfundur á Akureyri í dag Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar verður haldinn á Akureyri í dag og hefst klukk- an 11.00 fyrir hádegi í Safnaðar- Akureyri: Aðalfundur heimili Akureyrarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf fara fram á fundinum en að honum loknum er boðað til fundar með fulltrúum sókna í Eyjafjarð Prófastsdæm'i þaf sem ræuvcrí um samskipti og samsian aun og Hjálparstofnunar kirkjunnar. S.ÁÁ með fræðslunámskeið S.Á.Á.-N. efnir til fræðslunám- skeiðs fyrir aðstandendur alkó- hólista nk. þriðjud. 3. nóvember kl. 18. Nánari upplýsingar og skráning í göngudeildinni Glerárgötu 28 í síma 27611. Framsóknar Framsóknarfélag Akureyrar heldur aðalfund nk. mánudag, 2. nóvem- ber, að Hafnarstræti 90, kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða lagabreytingar, kosning full- trúa á kjördæmisþing og flokksþing. Gestur fundarins verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður. I A MERKISMENNHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.