Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 5
Fréttir
Leikfélag Húsavíkur eignast loks eigið húsnæði:
Ronja ræningjadóttir í sviðsljósið
- í þýðingu bæjarstjórans
Leikfélag Húsavíkur mun taka
Ronju ræningjadóttur eftir
Astrid Lindgren í þýðingu Ein-
ars Njálssonar, bæjarstjóra, til
sýninga í vetur. Leikstjóri
verður Brynja Benediktsdótt-
ir.
Verkið hefur ekki áður verið
sýnt á íslandi en verið er að setja
það upp í Borgarleikhúsinu, þó
ekki í þýðingu bæjarstjórans.
Töluvert margir leikendur munu
taka þátt í sýningunni, að sögn
Ásu Gísladóttur, formanns leik-
félagsins. Stefnt er að því að
æfingar hefjist eftir miðjan
nóvember og verkið verði frum-
sýnt um mánaðamótin jan.-feb.
Leiklistarklúbbur Framhalds-
skólans á Húsavík, Píramus og
Þispa, er að æfa Jeppa á Fjalli
eftir Holberg og er Sigurður
Hallmarsson leikstjóri. Sýningar
verða í Samkomuhúsinu.
Leikfélag Húsavíkur hefur
keypt Flókahús af Byggðastofn-
un fyrir 2,5 milljónir króna. Hús-
ið stendur neðan við Bakkann,
rétt við höfnina og þar voru
Húsvísk matvæli með starfsemi
sína. Þetta er í fyrsta sinn í 92 ára
sögu leikfélagsins sem það eign-
ast eigið húsnæði. Húsið verður
notað til smíða- og saumavinnu á
vegum félagsins og þar verður
einnig muna- og búningageymsla,
en slíka aðstöðu sárvantaði leik-
félagið. IM
Leikfélag Húsavíkur sýndi Gaukshreiðrið á síðasta lcikári og fékk verkið gífurlega aðsókn.
Áfengisvarnaráð:
Vítavert er að lögregluyfirvöld skuli
hafa látið undan bjórbruggurum
Á fundi nýverið samþykkti
Áfengisvarnaráð eftirfarandi:
„Áfengisvamaráð lýsir vanþókn-
un sinni á svokallaðri hátíð til
heiðurs hóflausri bjórdrykkju
og telur kaldhæðnislegt að á
sama tíma og hún er haldin
dynja yfir alls kyns hörmungar
af völdum áfengisdrykkju.
Með því að heimila slíka starf-
semi er verið að ganga erinda
þeirra gróðaafla er hag hafa af
sem mestri vímuefnaneyslu um
leið og brugðið er fölskum
dýrðarljóma á einn mesta
bölvald okkar tíma. Þarna er
um að ræða ekki einasta bein-
ar áfengisauglýsingar af ósvífn-
asta tagi heldur auglýsingaher-
ferð - og þarf varla að minna á
að samkvæmt landslögum er
bannað að auglýsa áfengi.
Vítavert er að lögregluyfirvöld
skuli hafa Iátið undan tillits-
leysi, ágengni og frekju bjór-
bruggara.“
Og áfram segir í samþykkt
Áfengisvarnaráðs: „Áfengis-
varnaráð minnir á þá staðreynd
að 99% þeirra sem neyta ólög-
legra vímuefna hafa byrjað á
neyslu bjórs eða annars áfengis.
Bjór„hátíðir“ sem þessi eru því
bein ávísun á hvort tveggja:
Aukna áfengisdrykkju og enn
meiri og almennari neyslu ólög-
legra vímuefna en nú er. Hörmu-
legur er sá tvískinnungur og það
ábyrgðarleysi sem birtist í því að
ýmsir fjölmiðlar og einstaklingar
hafa hampað þessari sölu- og
auglýsingastarfsemi án þess að
setja hana í eðlilegt samhengi við
hörmungaratburði líðandi
stundar. Væntir Áfengisvarna-
ráð þess áð framvegis verði að
því gætt að framfylgt sé íslensk-
um lögum í þessum efnum sem
öðrum.“
Harmonikufélag Þingeyinga:
Lífleg og mikil starfsemi
- allir áhugamenn velkomnir
Vetrarstarf er að hefjast hjá
Harmoníkufélagi Þingeyinga
og er stefnt að því að halda
árshátíð félagsins 14. nóv. að
Breiðumýri í Reykjadal. Rúm-
lega 100 manns, bæði konur og
karlar, eru félagar í
Harmoníkufélaginu og er for-
maður þess Stefán Þórisson.
Aðalstarfsemi félagsins í vetur
verður að undirbúa landsmót
harmóníkuunnenda sem haldið
verður á Egilsstöðum um miðjan
júní. Par mun spila stórhljóm-
sveit frá Þingeyingum, 8-10
manns. Landsmótin eru haldin á
þriggja ára fresti.
Harmoníkufélagið er opið öll-
um sem áhuga hafa á tónlist af
þessu tagi. Milli 20-30 spilarar
eru í félaginu, að sögn Stefáns.
Hann segir að mjög samhentur
og skemmtilegur hópur starfi í
félaginu, þar sé lífleg og mikil
starfsemi og séu skemmtiferðirn-
ar annálaðar. Tvær utanlands-
ferðir hafa verið farnar á vegum
félagsins, einnig hefur verið farið
í heimsóknir innanlands, m.a. í
Dali og Borgarfjörð. Félagið er
14 ára, var stofnað 1978. IM
Eyjafjarðarsveit:
Samstarfshópuriim Hagar
hendur flytur um set
Samstarfshópurinn Hagar
hendur í Eyjafjarðarsveit hef-
ur fengið inni í vetur fyrir starf-
semi sína í íbúðarhúsi á bæn-
um Stekkjarflötum. Þar verð-
ur haldið áfram vinnu á þeirri
braut sem mörkuð var í fyrra-
vetur þegar starfsemin fór af
stað.
Síðastliðinn vetur var starfsemin
til húsa í Melgerði og í vor var
staðan metin í ljósi fyrstu starfs-
mánaðanna. Pétur Þór Jónasson,
sveitarstjóri, segir að í samstarfi
við sveitarstjórn hafi hópnum svo
verið útvegað nýtt húsnæði til
starfseminnar á Stekkiarflötum.
JÓH
RAFMAGNSOFNAR
VIFTA sem getur blásið heitu eða köldu
HITASTILLIR
ÞRÍSKIPTUR ROFI á 1500 w ofninum
(600+900=1500 w)
TVÍSKIPTUR ROFI á 1200 w ofninum
(600+600=1200 w)
2ja ára ábyrgð
EINFÖLD OG ÓDÝR LAUSN!
LAUSTENGDIR, BARA AÐ STINGA í SAMBAND
HENTA VEL HVAR SEM ER:
í fbúðina, bflskúrinn, geymsluna, sumarbústaðinn, vinnustaðinn ...
Þ. BJÖRGÚLFSSON HF
HAFNARSTRÆTI 19-600 AKUREYRI • SÍMI 25411 ■»
S.Á.Á.-N
BINGÓ OG BALL
laugardaginn 31. október kl. 22.30
í Húsi aldraðra.
Spilað verður bingó og hljómsveitin Kredit
heldur uppi fjörinu.
Húsið verðuropnað kl. 22.00. Miðaverð kr. 700.
★ Allir velkomnir.
Nefndin.
^ -----------------:..
Aðalfundur
Framsóknarfélags Akureyrar
verður haldinn mánudaginn 2. nóvember nk. í
Hafnarstræti 90, kl. 20.30 e.h.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing og
Flokksþing.
Önnur mál.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingis-
maður mætir á fundinn.
Félagar eru hvattir til að fjöimenna.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
<B>
MYUHÍHI
Pony
5 dyra hlaðbakur
Eigum nokkra 5 dyra Pony árg. ’92 á sérkjörum.
• útvarp/segulband - 4 hátalarar
• 84 hestafla vél
• tölvustýrð fjölinnspýting
• 5 gira beinskipting eða 4 þrepa
tölvustýrð sjálfskipting
• veltistýri
• rafknúnar rúðuvlndur
• rafknúin samlæsing
• litað gler
• samlitir stuðarar og hliðarspeglar
• hvarfakútur
Beinskiptur: Verð 884.000 kr. (með vsk.) - Verð 710.040 kr. (án vsk.)
Sjálfskiptur: Verð 949.000 kr. (með vsk.) - Verð 762.249 kr. (án vsk.)
ÞÓRSHAMAR HF
BÍLASALA
Glerárgötu 36, símar 1 1036 & 30470
<