Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 Hús til sölu Einbýlishús eða tvær íbúðir Til sölu er Laugarbrekka 14, Húsavík, tveggja hæða steinhús með stórri og góðri lóð. Húsið er byggt 1947, endurnýjað og lagfært töluvert 1978-82 og 1991-92. Húsið er til sölu í heild eða hvor íbúð fyrir sig. Allar nánari upplýsingar um húsið og sölu þess gefur Stefán Jón Bjarnason, Norðurvöllum 20, Keflavík. Heimasími 92-14070, vinnusími 92-15200. Aðstandenda- námskeið Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkohólista hefst nk. þriðjud. 3. nóv. kl. 18.00. Nánari upplýsingar og skráning í göngudeildinni Glerárgötu 28, Akurkeyri, sími 27611. S.Á.Á.-N. KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 BOSCH © handverkfæri Kynningartilboð föstudag og laugardag 30. og 31. október 20-30% afsláttur Rafhlöðuborvél 12V GBM 12 VES Stiglaus hraðastilling. Fram- og aftursnúningur. Sjálfherðandi patróna. Tveggja drifa. Áður kr. 30.775. Nú kr. 22.166. Stingsög 550W GST 60 PBE Framsláttur á blaði. Lykillaus blaðfesting. Stiglaus hraðastilling. Gráðustillanlegt aðhald. Áður kr. 25.206. Nú kr. 18.904. Höggborvél 550W CSB 550 RE 13 mm patróna. Fram- og aftursnúningur. Stiglaus hraðastilling. Áður kr. 11.420. Nú kr. 7.994. Hefill 710W PH0 20-82 Hefilbreidd 82 mm. Hefildýpt 0-2 mm. Áður kr. 17.750. Nú kr. 12.425. Nýr söluaðili á Akureyri KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Dúkrista (ein af sjö) sem Sigurborg Gunnarsdóttir í Málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri gerði eftir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Hrútafirðirnir í tilverunni Indíáni heimsótti hvítan mann í stórborg. Framandi og ankanna- legt fannst honum að vera í borg- inni innan um mergð fólks og dyn bíla. Vinirnir gengu um götu. Skyndilega þreif indíáninn í öxl hvíta mannsins og sagði: „Heyrir þú það sem ég heyri?“ Sá hvíti lagði við hlustir og svaraði: „Ég heyri aðeins bílflautur og véla- hljóð. “ „En ég heyri í engi- sprettu einhvers staðar hér í grendinni,“ segir indíáninn. „Par hlýtur þér að skjátlast, því hér eru engar engisprettur. Og þó að hér væru einhverjar, væri ómögu- legt að heyra í þeim í þessum hávaða, “ svarar borgarbarnið. Indíáninn gekk nokkur skref áfram og staðnæmdist við húsvegg. Þar óx vínviður villtur. Hann fletti blöðum vínviðarins sundur - og viti menn! Þar var engispretta! Hvíti maðurinn sagði: „Þið indíánar eruð svo sannarlega heyrnarbetri en við hvíta fólkið!“ Indíáninn andmælti: „Þar skjátl- ast þér. Leyf mér að sanna það. “ Hann kastaði fimmtíu senta pen- ingi á gangstéttina. Það klingdi í peningnum á hellunum og fólk, sem var þar í margra metra fjarlægð, nam hljóðið og leit við. „Sjáðu bara, “ sagði indíáninn, „engisprettan var ekki háværari en þessi litli peningur. Margt hvíta fólksins heyrði engu að síð- ur í peningnum. Ástæðan fyrir því er sú, að við heyrum best það, sem við erum vön að hafa á góðar gætur. “ Óþekktur höfundur. Aldrei fannst mér fallegt í Hrútafirði, fyrr en ég kom þang- að í fyrsta skiptið, en átti ekki bara leið um hann. Þá gafst mér tími til þess að staðnæmast þar og njóta fegurðar fjarðarins. Þá sá ég Hrútafjörð í fyrsta skiptið. Hrútafjörð eins og ég held að Guð hafi meint hann. Og þannig er það með margt annað. Við getum þekkt mann án þess að þekkja hann í raun og veru og heyrt lag, án þess að heyra það. Þannig er gjörvöll tilveran. Hún er full af Hrútafjörðum. Við heyrum það, sem við viljum heyra en erum blind á það, sem við viljum ekki sjá. Þú getur sparkað kæruleysislega í steininn á götunni. Þú getur líka tekið hann upp og skoðað hann og undrast yfir fegurð hans. Og kannski þarf ekki að fara í fjarlægar heimsálfur til þess að komast í ævintýraferðir. Hrúta- fjörður getur nægt. Jafnvel þinn eigin húsgarður. Og kannski er fólkið í næsta húsi jafnvel enn áhugaverðara og forvitnilegra en fólkið, sem var viðstatt Oskarsverðlaunaafhend- inguna, ef okkur auðnast að sjá það eins og Guð meinti það. „Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og sam- viska.“ (Títusarbréfiö 1, 15)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.