Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 Börnin okkar -Kristín Linda Jónsdóttir „Það er leikur að læra“ - upphaf skólagöngu - síðari hluti Eitt af stóru skrefunum í lífi barnanna okkar stíga þau þegar þau byrja í grunnskóla. Börnin okkar eru einstaklingar, ekkert þeirra er eins og því er mjög eðlilegt að við upphaf skólagöngu séu þau á mismunandi stigi hvað varðar andlegan og líkamlegan þroska, þekkingu og lærdóm. Spurningin er, hvað getum við, foreldrar, gert til að litla barninu okkar líði vel í skólanum og verði jákvæður ánægður og dugandi nemandi? í þessari grein, sem er sú síðari tveggja um upphaf skólagöngu, er einkum fjallað um fyrstu skref barna í lestrarnámi, en gleymum því ekki að margt fleira þarf að læra en lestur. Sólveig Jónsdóttir, kennari í Lundarskóla, varð við þeirri ósk að spjalla við okkur um fyrstu spor barnanna okkar í skólanum. Greinin er byggð á samtali okkar og aðalnámsskrá grunnskóla sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu árið 1989. Börn sem hafa lítið sjálfstraust eða eru óframfærin fara stundum halloka i baráttunni um athygli kennarans. stórum bekkjardeildum eru oft margar licndur á lofti. Börnin keppast um athygli kennarans. Myndir: Robyn Foreldrar leitast oft við að kenna bömunum sínum ákveðna hluti áður en þau byrja í skóla. Til dæmis að binda slaufu, skrifa nafn sitt og heimilisfang eða læra heiti ákveðins fjölda bókstafa. í raun er alls ekki skynsamlegt að nota skólagönguna á þennan hátt sem einhvers konar svipu til að fá bamið til að tileinka sér nýja hluti. Aðalatriðið við upphaf skóla- göngu er að bömin fái jákvætt viðhorf til skólans, sem verður vinnustaður þeirra næstu tíu árin, en ekki hvort þau em búin að læra eitt eða annað þegar skólagangan hefst. Þroskamunur á bömum sem em að byrja í skóla er alltaf mikill, auk þess sem munur á lífaldri þeirra getur verið heilt ár. Sum bömin eru við upphaf skóla- göngu hugsanlega með þroska á við átta ára böm á meðan önnur em með þroska á við fjögurra ára. Bilið getur verið breitt því að böm taka þroska misjafnlega hratt út og Sólveig Jónsdóttir, kennari í Lund- arskóla. á mismunandi hátt. Berum virð- ingu fyrir baminu okkar eins og það er og hjálpum því að feta leiðina í átt til þroska á sinn hátt. Lélegastur-bestur Það er mikilvægt skref í átt til bættra samskipta innan og utan veggja skólans að foreldrar og kennarar séu samstíga í að ala ekki á samkeppni og samanburði milli nemenda. Foreldrar ættu að gæta þess að vera ekki sífellt að spyrja bamið hvar það standi samanborið við önnur bekkjar- systkini sín, til dæmis í lestri eða leikfimi. Vonandi hafa allir for- eldrar áhuga á að vita hvemig baminu þeirra gengur í námi og hve miklum framfömm það tekur á hinum ýmsu sviðum en rétta leiðin til þess að fylgjast með er að hafa samband við kennarann en ekki að yfirheyra bamið . Að læra heima Þegar böm fara að koma heim með heimaverkefni er heppilegt að foreldrar hjálpi þeim að finna ákjósanlegustu stundina og stað- inn til námsins. Taka verður tillit til aðstæðna á heimilinu og per- sónuleika bamsins. Það er góð regla að læra alltaf á sama tíma. Þannig verður heimalærdómurinn að venjubundnu verki. Foreldrar geta hjálpað baminu að líta á það, að læra heima, sem jákvæðan og sjálfsagðan hlut rétt eins og að mamma og pabbi gefa sér stund á hverjum degi til að lesa blöðin eða horfa á fréttimar. Barnið mitt þekkir ekki stafina Ef bamið þitt er tilbúið til að læra stafina eða lesa áður en það byrjar í skóla þá lærir það það, annars ekki. Böm sem eru sérstaklega móttækileg fyrir stöfum og lestramámi læra að lesa á undan öðmm bömum hvað sem hver segir. Það er tilgangslaust að slá á puttana á þeim til þess að þau verði ekki á undan sínum jafnöldr- um. Á sama hátt er tilgangslaust að berjast við að kenna bömum, sem hvorki hafa áhuga né nægi- legan þroska, stafi eða lestur áður en þau byrja í skóla. Auðvitað vilja foreídrar að barnið þeirra standi vel að vígi við upphaf skólagöngu en réttu leiðimar til þess að svo megi verða eru mun fleiri en að kenna barninu stafina. Orð og stafi upp á vegg Talið er að það sé mikilvægt að umhverfi bamsins sé hvetjandi með tilliti til lestramáms. Þetta atriði geta foreldrar haft í huga ef þeir vilja örva áhuga bamsins. Til eru ótal skemmtilegir hlutir sem vekja áhuga bama á stöfum, orðum, bókum og inntaki þeirra en lang áhrifaríkasta leiðin er að lesa fyrir bömin og spjalla við þau um efni bókanna sem lesnar eru. I Aðalnámsskrá gmnnskóla segir: „Lestramám er flókið og við- kvæmt ferli. Þættir eins og tal, hlustun, skynjun, reynsla, áhrif umhverfis, minni og ritun hafa hvað mest áhrif... og eru taldir forsenda þess að nemandi læri að lesa. ... í upphafi þarf einkum að leggja áherslu á ýmsa fæmi sem er forsenda lestramáms... Stefnt skal að því að öll böm hafi náð eins góðri lestrarfæmi og unnt er við 8-9 ára aldur, bæði að því er varðar skilning og hraða. Þau böm sem þegar eru læs í skólabyrjun eiga rétt á því að fá verkefni við hæfi engu síður en þau sem ekki teljast tilbúin að hefja lestranám.” Tvær hendur kennarans Rannsóknir hafa sýnt fram á að það er fylgni á milli málþroska bama og velgengni þeirra í lestrar- námi. Við upphaf skólagöngu vinna kennarar með nemendum með málið á ýmsan hátt. Yfirleitt er farið í gegnum námsefni sem heitir „markviss málörvun” og er ætlað til að auðvelda bömum lestramám. Ákveðin stund á hverjum degi er helguð þessu námsefni og stig af stigi átta börnin sig á því hvað er mál og hvemig málið er samsett úr setn- ingum, orðum og hljóðum. I stór- um bekkjardeildum em oft margar hendur á lofti, í raun eru tuttugu og tvö böm, eða þar um bil, að berjast um þá athygli og aðstoð sem einni manneskju, kennar- anum er unnt að veita. Það er verk og vandi kennarans að sjá til þess að öll börnin fái viðfangsefni við hæfi, þau sem eiga erfitt með að læra að lesa og þau sem þegar em læs við upphaf skólagöngu og jafnt þau hlédrægu sem þau fram- takssömu. Ef foreldrar telja að kennara barnsins þeirra hafi yfirsést og bamið sé að glíma við efni sem ekki hæfir getu þess er um að gera að hafa þegar sam- band við kennarann. Það er mun skynsamlegra að ræða málið strax heldur en að láta ekkert í sér heyra og bæði bamið og foreldramir séu óánægð. Athugum að böm sem standa höllum fæti á einhvem hátt, hafa lítið sjálfstraust, eða eru óframfærin, fara stundum hallloka í baráttunni um athygli kennarans. Foreldrar og kennarar verða að hjálpast að við að gæta þeirra og efla sjálfstraust þeirra og jákvæða sjálfsímynd. Lestrarerfiðleikar Bömunum okkar gengur misvel að læra að lesa. Hópur bama á við einhvers konar lestrarerfiðleika að etja. Lestraraerfiðleikar eru í raun viðfangsefni út af fyrir sig og vonandi gefst tóm til að fjalla um þá í Bömunum okkar síðar. Til þess að finna sem fyrst þau böm sem eiga í verulegum erfiðleikum og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa em lögð stöðluð könn- unarpróf fyrir nemendur í öðmm bekk grunnskóla, oftast kemur sérkennari inn í bekkinn og athugar hvemig hvert og eitt bam stendur í lestri. Kennari bamsins og sérkennarinn athuga í fram- haldi af því hvort þörf sé á sérstökum stuðningi. í flestum bekkjardeildum eru einhver böm sem þurfa á lestrarstuðningi að halda, því fyrr sem hægt er að hjálpa þeim að yfirvinna vandann því betra. Tungumálið okkar er íslenska (íleymum ekki að tala við litlu hörnin okkar, syngja með þeim og lesa fvrir þau, því að auðugur orðaforði, ríkur málskiln- ingur og næm tilfinning fyrir íslensku ináli er þeim ómetanleg undirstaða við upphaf lestrarnáms. Næsti þáttur: „Nesti og nýja skó“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.