Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 Popp Magnús Geir Guðmundsson REM í þágu lýðsins Þegar þaö fregnaðist að stór- rokksveitin bandaríska REM ætlaði að senda frá sér nýja plötu aðeis rúmu ári eftir að metsölu- platan Out Of Time kom út, var ekki laust við að maður íhugaði hvað í ósköpunum lægi á. Það er nefnilega ekki siður nú til dags að stjörnur rokksins sendi frá sér verk í bunum, heldur láta liða langan tíma á milli platna og sinna nánast öllu öðru en að búa til tónlist. Til dæmis að vera sífellt að vekja á sér athygli með alls- kyns uppátækjum, vandræðum og vitleysu, sem halda heilu slúð- urblöðunum uppi. (Hér þarf ekki að nefna nein nöfn.) En REM er engin venjuleg stjörnusveit og fer sínar eigin leiðir hvað sem öðru líður. Það er líka strax greinilegt pegar hlustað er á nýju plötuna Automatic For The People að þeir fjórmenningar í REM eru ekki á þeim buxunum að vera með endurtekningar, eins og ætla hefði mátt af mörgum í þeirra sporum. í stað þess að koma með tiltölulega léttpopp/ rokkaða plötu í anda Out Of Time er það heldur þyngri og sumpart tormeltari plata sem birt- ist í formi Automatic For The People. Það fer þó ekkert á milli mála hvaða hljómsveit er á ferð og eru öll stílbrigði REM fyrir hendi á plötunni. Hins vegar má segja að hljómsveitin geri vissar kröfur til hlustenda, bæði dyggra aðdá- enda sinna og annarra um að sýna skilning og þolinmæði. Tónlist plötunnar krefðist þess. Verður raunin líka sú að því meir sem hlustað er á Automatic For The People, því betri verður hún. En á plötunni, sem samtals inni- heldur 12 lög, eru líka lög sem ekki þurfa mikillar hlustunar við til að festast í huga eins og The REM standa vel fyrir sínu á nýju plötunni Automatic For The People. Sidewider Sleeps Tonite og Everybody Hurts, en það fyrr- nefnda er sérstaklega grípandi og hefði þess vegna getað verið á Out Of Time. Er Automatic For The People að mati Poppskrifara vel ásættanleg fyrir harða REM aðdáendur og aðra sem unna góðu gítarrokki. Hún er bæði gef- andi og gerir kröfur, Hún er í þágu lýðsins. Seattlestórrokkararnir [ Nirv ana senda frá sér í desem- ber nýja fimmtán laga safnplötu undir nafninu Incesticide. Mun hún geyma m.a. útgáfur Nirvana af lögum ýmissa annarra hljóm- sveita, hráar hljóðversupptökur og ef til vill einhver lög sem ekki komust að á metsöluplötunni Nevermind. Nú eftir mánaðamót- in hyggst hljómsveitin svo hefja upptökur á arftaka Nevermind og er ætlunin að taka allt efnið (ein- ungis átta rása kerfi, þannig að hljómurinn verði sviþaöur og á fyrstu plötunni Bleach. Um útgáfudag er ekki vitað ennþá. Nirvana sendir frá sér safnplötu í desember. Opnunartími skautasvells Skautafélags Akureyrar Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Rmmtudagur Föstudagur Laugardagur 13.00-16.00 Opiðf. almenning Opið f. almenning Opið f. almenning Opið f. almenning Opiðf. almenning Opið f. almenning Skautanámskeið 17.00-18.00 Íshokkí 9- Listhlaup Skautanámskeið Ishokkí 10-12 Listhlaup Íshokkí 10-12 Íshokkí 18.00-19.00 Íshokkí 13-16 Ishokkí 10-12 Ishokkí 9- ishokkí 13-16 (shokkí 9- Íshokkí 13-16 fullorðnir 19.00-20.00 Opiðf. almenning Opið f. almenning 20.00-21.00 Opiðf. almenning Opiðf. almenning Opiðf. almenning Opið f. almenning Opið f. almenning Opiðf. almenning Opiðf. almenning 21.00-22.00 Opiðf. almenning Opiðf. almenning Ishokkí Opiðf. almenning Ishokkí Opiðf. almenning Opið f. almenning 22.00-23.00 fullorðnir fullorðnir Todmobile, Sykurmolarnir, Deep Jimi And The Zep Creams, Jet Black Joe, Exizt og Bleeding Volcano eiga það sameiginlegt, auk þess að vera íslenskar hljómsveitir, að þær eiga allar þlötur á markaðnum í ár (útkomnar eða væntanlegar) sem innihalda enska texta af einni eða annarri ástæðu. Hvað varðar þrjár fyrst töldu sveitirnar þá er það af eðlilegum og skiljan- legum rökum sem um enska texta er að ræða þar sem bæði Sykurmolarnir og Deep Jimi... eru með útgáfusamninga erlend- is og Todmobile er inní dreifing- arsamningi um Skandinavíu og víðar gegnum Steina/ps músík. Það er hins vegar með hinar hljómsveitirnar sem setja má spurningarmerki. Af hverju eru þær með enska texta á alíslenskum plötum? Það liggur auðvitað í augum uppi að þessar sveitir gæla við þann möguleika að komast á framfæri erlendis líkt og hinar þrjár og eins og lesendur Popþs vita þá er skrifari þess á því að tvær þeirra, Exizt og Bleeding Volcano, eigi fullt erindi á erlendan markað. Ef tækifæri gæfist væri því efnið tilbúið, þannig að ekki þyrfti að taka allt upp á nýtt á ensku með tilheyrandi aukakostnaði. Það breytir þó ekki hinu að um er að ræða íslenskar plötur fyrir fslendinga og því ekki óeðlilegt að menn gagnrýni ensku textana eins og einn ágætur útvarpsmað- ur gerði um síðustu helgi. Fannst honum og raunar samstarfskonu hans líka það agalegt og óskiljanlegt að íslenskar hljóm- sveitir væru að syngja á ensku fyrir íslendinga. Getur Poppskrif- ari Dags svo sem verið þeim sammála, en annars finnst hon- um tónlistin skipta höfuðmáli, textarnir séu yfirleitt bara nauð- synlegir vegna söngsins. Skiptir þá engu máli hvort um íslenskan eða enskan texta er að ræða. Auðvitað eru þó undantekningar á þessu t.d. hvað varðar menn eins og Bubba og Megas, en hjá þeim eru textarnir jafnmikilvægir ef ekki mikilvægari tónlistinni. Væri því beinlínis fráleitt að hugsa sér þá syngja textaljóð sín á ensku. Er skoðun Poppskrifara því sem sagt sú að heppilegast sé að íslenskir textar séu við íslenska tónlist, en það sé þó ekki frumskilyrði. Annar af tveimur forsöngvur- um söngflokksins fræga The Temptations Eddy Kendricks, lést fyrir skömmu úr lungna- krabbameini 52 ára að aldri. Var Eddie Kendricks maðurinn á bak við mörg vinsæl lög Temptations t.d. Just My Imagination og Get Ready, en samtals urðu vinsæl lög Temptations með Kendricks innanborðs um 40. Hafði Kend- ricks um nokkurt skeið barist við sjúkdóm sinn, sem Ijótar tungur sögðu að væri af völdum alnæmissmits. Svo var þó ekki, heldur var krabbameinið tilkomið vegna mikilla reykinga. Sykurmolarnir, sem eins og minnst er á hér annars stað- ar á síðunni eru að senda frá sér plötu, (reyndar tvær með annars vegar endurunnum lögum og hins vegar B-hliða lögum) hafa illilega orðið fyrir barðinu á sögu- sögnum að undanförnu um að hljómsveitin væri að hætta. Nú síðast var það annars hið virta breska mánaðarrit Q sem birti fregn þess efnis, en áður hafði tónlistarsjónvarpið fræga MTV m.a. einnig haldið því fram. En eins og sjálfsagt flestir íslenskir poppunnendur vita þá er ekkert til í þessu og hefur hljómsveitin sennilega sjaldan eða aldrei ver- ið meira lifandi en nú. Er hún eins og fram hefur komið stödd í Bandaríkjunum á tónleikaferða- lagi með U2 og hefur gengið vel eftir því sem síðustu fregnir hermdu. Sykurmolarnir hafa á sínum ferli bæði sungið á íslensku og ensku. Nýjar plötur með endurunnum og bakhliðalögum hafa nú litið dagsins Ijós.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.