Dagur


Dagur - 31.10.1992, Qupperneq 10

Dagur - 31.10.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 ÚR dagbók flakkara Jens Kristjánssón Um þungarokk, tilfinningar og annað fyrir útvalda Ég sótti hana í dagrenningu. Renndi upp að litla tréhúsinu, lagði átta gata tryllitækinu við gangstéttina og beið. Ferfaldur blöndungur, útboruð 460 kúbíka vél, Edelbrock í krómuðum hrönnum: það var viðeigandi. Hún kom eftir nokkrar mínútur, grönn og pen og nákvæmlega fimm fet á hæð. Svart hár niður að mitti, svört augu á stærð við undirskálar í fölu postulínsandliti. Brosti með blóðrauðum vörum og fleygði leðurstakknum í aftursætið. Jæja, sagði hún og rétti mér kaffikrús. Við skulum fara. Ég steig varlega á bensínið. Rúður nötruðu og vatnsleiðslur sprungu neðanjarðar: fimm hundr- uð hestar höfðu tryllst undir húddi sem var töluvert lengra en Fiat Uno og við rúlluðum af stað. Hún stakk Metallica í tækið. For Whom The Bell Tolls þrykkt- ist úr átta hátölurum og hún hall- aði sér aftur í sætinu, kveikti í sígarettu og saug nautnalega. „Cool,“ sagði hún og kímdi. Og átti við allt. A Day On The Green beið okkar nálægt San Fransisco. Metallica, Queensryche, Faith No More og Soundgarden. Atta tíma tónleikar. Unaðslegt. Við mættum á hádegi, bflastæðið jafnstórt og Akureyri, lögðum eins nálægt og við gátum og gengum hratt í tuttugu mínútur. Svæðið var hrottalegt. Sviðið á stærð við Hótel KEA, hátalaramir annað eins og mixeramir á tíu metra, tveggja hæða súlu á miðjum amerískum fótboltavelli. A Day On The Green var ekki rangnefni. Hún vakti athygli. Blóðrauðar varir og bleksvört augu glitrandi, brosandi; svartar buxur og svört blússa og náföl húð í víðu, flegnu hálsmáli. Og hún sá ekki neitt. Attatíu eða hundrað þúsund manns og allir í hnapp og hún einn og fimmtíu og starði fast á herðablöðin á næsta manni. Taktu mig á háhest, sagði hún ákveðin og þá sá hún allt og allir sáu hana: hún stóð upp úr mannhafinu eins og bleksvartur, brosandi litlifingur og dillaði sér hamingjusöm í takt við tónana. Atta tímar urðu að tíu. Metallica voru seinastir og ætluðu bara að spila í klukkutíma en áttatíu eða hundrað þúsund manns urðu vitlausir og öskmðu og æptu og gengu af göflunum og Metallica spiluðu í tvo tíma í viðbót. Ég hef aldrei á minni lífsfæddu ævi upplifað annað eins og hef þó komið víða. Ekkert show, engin leiklist: enginn Mikjáll Jakkson með fjömtíu dansandi, hlæjandi, plastíska hjálparmenn gerandi hvað sem er svo áhorfendum leiðist ekki; ekkert diskópopp með tölvustýrðum hljómborðum, teip- uðum bakröddum og trommuheila á stærð við hús; engin Madonna fróandi sér á sviði svo áhorfendur fatti ekki að tónlistin er tóm. Ekkert svoleiðis. Bara til- finninganæmir rándýrstónar sem þrykktu sér tignarlegir yfir skar- ann. Bara hljómsveitin og hljóð- færin og þrekvaxnir rótarar sem héldu snarvitlausum múgnum af fjölunum. Ekkert annað. En það var líka nóg. Kappnóg. Við komum á hótelið um eitt- leytið, ég og stelpan, sátum þögul hlið við hlið á rúminu og hlust- uðum aftur. Og hlustuðum aftur um morguninn og næstu daga og mánuði og ár. Tilfinningin, þessir tónleikar og þessi tónlist mun alltaf lifa. í okkur, með okkur og allt um kring. Alltaf. AF HVERJU? Af því að þetta er krefjandi, til- finningarík tónlist og þú hreinlega verður að hlusta. Sama hvort þú vilt eða ekki. Af því að þetta er síbreytilegur taktur, hugsandi, pælandi: þú getur ekki bara fleygt höndum upp í loft, dillað þér á þvengmjóum leggjum og látið óbreytanlega síbylju elektrónískrar bassa- trommu dynja á þér eins og hjart- slátt úr vélmenni. Af því að þú getur ekki verið þama og látið sem tónlistin sé ein- hver óskilgreindur hávaði, eitt- hvað sem dynur á þér eins og líflaus, vælandi, sífrandi holskefla án tilgangs eða tilfinninga. Þú verður að hlusta. Og þú finnur fyrir tónlistinni, finnur fyrir því sem býr undir, finnur fyrir reiðinni eða gleðinni eða sorginni sem lá að baki sköpuninni; þú finnur fyrir þessu eins og þetta séu þínar eigin til- finningar og þú hrærist með. Þú verður. Og jafnvel þó þú viljir ekki hlusta, jafnvel þó þú sért bara á svæðinu fyrir slysni þá kemstu ekki undan. Þú getur ekki setið á rassinum og látið sem ekkert sé, látið sem ekkert komi úr hátölur- unum, látið sem þögn og sveita- sæla ríki í salnum. Aldrei. Þú verður að hlusta. Sama hvað gerist, sama hvað er, sama hvað verður, þú hlustar. Þú getur ekki annað. Nema þú farir út. Er það kannski þetta sem kom ungum, dagfarsprúðum manni til að hella sér yfir mig á 1929 um síðustu helgi þegar EXIZT vom á sviði? Afmyndaður af reiði æpti hann að svona hávaði hreinlega gengi ekki, þetta væri ómögulegt og leiðinlegt og andskotalegt í alla staði og svo væri ekki einu sinni hægt að dansa við þetta! Hverju átti ég að svara? Átli ég að spyrja hvort hann væri hræddur við tilfinningar? Eða hvort í honum byggi svo hrottalegt taktleysi að ef síbylja hinnar elektrónísku bassatrommu breyttist úr einu í annað færi hann umsvifalaust í hnút og kerfi og hreinlega týndist á gólfinu? Og því svaraði ég engu. Ég fylgdist bara með þeim sem vinkona mín kallar píkupoppara yfirgefa svæðið skelfingu lostna og nánast grátandi. Svo stóð ég eftir og naut þess með hinum, þessum fáu útvöldu, að hlusta á þéttustu hljómsveit landsins spila með sömu innlifun og drengimir gerðu á fótboltavell- inum úti. Það vildi ég að stelpan með hrafnsvarta hárið hefði verið þar líka. Hún, þessi sanni, til- finninganæmi hlustandi, hefði notið þess. VÍSNAPÁTTUR Jón Bjarnason frá Garösvík Hér kemur vísa eftir Örn Arnarson: Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja, undan slá eða lægja falda. Næstu vísur kvað Baldvin Halldórsson. Hann flutti til Ameríku. Sólfar: Vindar skeiða skýin blá, skúra eyða raka. Norðurleiðum loftsins á Ijós í heiði vaka. Leysing: Nú má sjá við sólarskart sigla háa jaka. Öldur bláarýta hart eftir bláum klaka. Jólasnjór: Upp úr snæ með brostna brá bleikar tægjur líta. Hefur fræin falið smá feigðarblæjan hvíta. Ort til skálds: Þegar lít ég Ijóðablóm leiftra um stökur þínar falla eins og froðuhjóm ferskeytlurnar mínar. Emil Petersen kvað þessar ferðavísur: Fornar leiðir fjallasals fannabreiðu kalda. Yfir heiði Yxnadals enn ég neyðist halda. Grenjar hríð um Héðinsskörð, harkan stríð ei brestur. Fram meðhlíðum, freðin börð, fljúga skíðin vestur. Við Blöndu: Hlær við bára, hylur grænn hótar fári, skaða, meðan klárinn veður vænn vaðið Kárastaða. Bjarni Gíslason kvað næstu vísur. Mælt af munni fram: Allir hljóta, unga mey, angursbót að finna við að njóta í vorsins þey vinarhóta þinna. Til stúlku: Ljúfan róm þó langt á nótt látir hljóma af snilli, mundu að blómin fölna fljótt frostsins góma milli. Það er vandi: Það er vandi að sjá um sig, svo ei grandist friður. Hvert það band sem bindur mig, bælir andann niður. Það er vandi að velja leið, vinna fjöldans hylli, láta alltaf skríða skeið skers og báru milli. Hér koma heimagerðar vísur. (J. B.) Þunglyndi: Ég heflifað langan dag, - lengri þó á morgun -. Fyrir æsku yndishag ellin heimtar borgun. Og þó... Undarlega endast menn að ásækja það mjúka. Mér finnst bara ágætt enn áttræð fljóð að strjúka. Gletta: Þá sem ekki grfpa grín gefég upp á bátinn. Þú ert taumlaus tunga mín talsvert illa látin. Hljómsveitir nútímans: Er ég heyri hrossabrest hljómsveitanna öskra kvfði ég þeim missi mest að mönnum hætti að blöskra. Næstu vísur kvað Baldur Eyjólfsson frá Gilsfjarðar- múla. Við jarðarför: Nú er holdið hulið mold, hnikars -goldin - beðju skuld. Sálin voldug fyrr á fold forlög þoldi heimi duld. Vermist sál mín víns í ál - vex það bál sem kynt er ótt. Störfin hál við stuðlamál stansa - Skál. Og góða nótt. Húnvetningurinn, Valdemar Benónýsson kvað: Morgunblíða: Sólin hlær á himinboga, hlýnar blær við árdagsskinn. Allt, sem hrærist lífs afloga lagið slær á strenginn sinn. Gangnavísa: Norður yfir bylgjubönd bragnar svifu í jóreyksmóðu. Fjallaklifa leita lönd. Logadrifin jámin tróðu. Emil Petersen kvað: (Faðir Tryggva rithöfundar.) í kosningahríð: Nöpur ískrar aurasál. Andi nískra galar. Saman pískra pukurmál pólitískir smalar. Hlýtt á hrossaprangara: Hvað er mér að mynda Ijóð? - Margar gerast ræður. Þeir eru hér að þrefa um stóð þessir merabræður. Örn Arnarson kvað næstu vísur. Maður dó: Drottinn hló í dýrðarkró. Dauðinn sló og marði eina mjóa arfakló í hans rófugarði. Á dansleik. Dansinn tróðu teitir þar tóbaksskjóðu bjóðar, hnjáskóls tróður hýreygar hlupu á glóðum rjóðar. Torfi Guðlaugsson kvað næstu vísur á heitum morgni. Tvö heilræði: Sólin blessuð svíður haus, svitinn bakið vætir. Brjóstahalda- og brókarlaus best er að þú mætir. En efkólna aftur fer ekki er þess að dylja, í brjóstahaldi og brók er þér best sem mest að hylja. Biskupsfóstri sendi P. Péturs- syni lækni þessar vísur: Trautt við setu tvínóna. Töflur éta feigir. Gleypa hetjur hormóna hvað sem Pétur segir. Villu grá þeir vaða enn. Vonir tjá geggjaðar kyllismáir kraftamenn og konur bláskeggjaðar. Á þá mannýg reiði rann. Rauk af gjósti tanna. Drógu fyrir dómarann doktor hormónanna. Þamba af stúti steralút, stöff með grúti útí. Vambaþrútin vella út vöðvatútin bjútí. Hetjum hleypur kapp í kinn, því kærumálið sýnist beysið: Þeir Ijúga því að læknirinn ljúgi til um getuleysið. Hvað má duga svíri sver og sollin lær af sterkingu, ef áttu lítið undir þér í orðsins fyllstu merkingu. Ungur kvað Bjarni Gíslason þessa vísu og virtist aldrei gera hærri kröfur: Ófarin mun ævin lík engu skal þó kvíða meðan ég á ferðaflík og frískan klár að ríða.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.