Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 31. október 1992 Kristnesspítali 65 ára á morgun Þörfin var mikil - og hún er niikil cnn Á fyrri hluta þessarar aldar var berklaveikin sá sjúkdómur sem lands- mönnum stóð ógn af öðru fremur. Liður í baráttunni við þennan skaðvald, sem lagði fólk á öllum aldri unnvörpum að velli og sundraði fjölskyldum var bygging heilsuhæla þar sem berklaveikt fólk var einangr- að frá öðrum og öllum tiltækum ráðum læknisfræðinnar beitt til að létta því þjáningar vegna sjúkdómsins og veita því varanlegan bata. Tvö heilsuhæli voru reist hér á landi af þessum orsökum - Vífilsstaðahæli við Hafnarfjörð og Kristneshæli í Eyjafirði. Að stofnun Kristneshælis stóðu Eyfirðingar sjálfir í orðsins fyllstu merkingu og söfnuðu fé á meðal íbúa og atvinnuvega til að hefjast handa við þessa aðkallandi framkvæmd. Upphaf baráttunnar fyrir byggingu spítalans má rekja til ársins 1918 þegar konur í hjúkrunarfélaginu Hjálp- inni, sem þá var starfandi í Saurbæjarhreppi samþykktu að félagið beitti sér fyrir að hafin yrði fjársöfnun um Norðlendingafjórðung til byggingar heilsuhælis fyrir Norðurland. Spítalinn tók síðan til starfa 1. nóvember 1927 - fyrir réttum sextíu og fimm árum sem nú er minnst. Baráttan við berklaveikina skilaði miklum árangri og segja má að með starfsemi þeirra sjúkrastofnana, sem komið var á fót hafi þær unnið sér það til ágætis að gera sig óþarfar með tíð og tíma. Miklum mannvirkjum hafði á hinn bóginn verið komið upp sem illt þótti að engin not væru fyrir. Kristneshæli því gert að hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun þegar að mestu hafði verið unninn bugur á berklaveikinni og nafni þess breytt í Kristnesspítali. Nú er starfsemi Kristnesspítala einkum tvíþætt. Á efri gangi spítalans er rekin langdvalardeild, en á neðri gangi eru aðallega sjúklingar sem koma til endurhæfingar og hvíldarinnlagna í skamman tíma. Kristnes- spítali hefur mikil og náin samskipti við Heilsugæslustöðina á Akureyri og situr Halldór Halldórsson, yfirlæknir spítalans, í þjónustuhópi aldraðra sem hefur yfirlit með öllum innlagnabeiðnum aldraðra á Eyj afj arðarsvæðinu. í spítalanum er starfrækt sérstök endurhæfingardeild þar sem sjúkling- ar á öllum aldri koma til þjálfunar og endurhæfingar - bæði eftir sjúk- dóma og slysfarir. Er sá hluti starfseminnar ekki síður mikilvægur en legupláss fyrir aldraða sjúklinga. Á endurhæfingardeildinni er unnið að því að skapa fólki aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi eftir að hafa orð- ið fyrir ýmiskonar áföllum. Eyfirðingar: Byggðu hæli í baráttunm víð berklaveikiua Þótt fyrstu drög að stofnun Krist- nesspítala megi rekja til hjúkrun- arfélagsins Hjálparinnar í Saur- bæjarhreppi varð strax víðtækur áhugi fyrir að hrinda þessu fram- faramáli í framkvæmd. Á aðal- fundi Sambands norðlenskra kvenna árið 1918 var kosin nefnd níu kvenna til að hafa forgöngu um fjársöfnun með stofnun heilsuhælis fyrir berklasjúklinga í huga. Árangurinn af starfi Hjálp- arinnar og samtaka kvenna varð síðan stofnun Heilsuhælissjóðs Norðurlands. Tölverðar upphæð- ir söfnuðust í sjóðinn og var hann orðinn röskar 30 þúsund krónur að tveimur árum liðnum. Eftir sex ára fjáröflunarstarf var bygg- ingarsjóður hælisins orðinn allt að 100 þúsund krónur. Pó það væri álitleg upphæð var ljóst að hún dygði skammt til byggingar heilsuhælis. Því lágu byggingar- mál þess niðri um nokkurt skeið en í ársbyrjun 1925 var lífi blásið í málið á nýjan leik. Um það leyti var ástand í heil- brigðismálum á Norðurlandi vægast sagt ömurlegt því berklar herjuðu illa og lögðu fjölda fólks að velli. Á árinu 1924 voru alls skráðir 119 berklasjúklingar í héraðinu samkvæmt skýrslu þáverandi héraðslæknis, Stein- gríms Matthíassonar, og ári síðar var hlutfall berklveikra 75% af öllum innlögnum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Leitað hafði verið allra leiða til að skapa sjúkrahúsinu möguleika til að taka við og ann- ast berklasjúklingana en þrátt fyrir góða viðleitni hafðist ekki undan og aðsókn að sjúkrahúsinu vegna berklaveikinnar varð óvið- ráðanleg. Á engan mun vera hallað þótt nöfn tveggja þjóðkunnra manna frá þessum tíma séu nefnd varð- andi byggingu Kristneshælis. Eru það Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var fyrsti landskjörinn þingmaður og Jónas Þorbergs- son, þá ritstjóri Dags og síðar útvarpsstjóri. Unnu þeir saman að málinu og eggjuðu Norðlend- inga til átaka í þessu efni og kváðu úrtöluraddir niður. Guð- mundur Björnsson, þáverandi landlæknir, hafði látið hafa eftir sér að eftir stofnun Vífilsstaða myndu geta liðið allt að þrír ára- tugir þar til Norðlendingar mættu vænta samskonar stofnunar í bar- áttunni við berklaveikina. Guð- mundur átti þó eftir að skipta um skoðun og í ræðu á vígsludegi fyrir réttum 65 árum lýsti hann því yfir að stefnubreyting hans í þessu máli hafi fyrst og fremst stafað af því að hann hafi aldrei séð sannleikanum borið hispurs- lausara vitni en í þessu eyfirska baráttumáli. Pegar sjóður sá sem stofnaður hafði verið til byggingar heilsu- hælis fyrir berklasjúklinga nam orðið þeirri fjárhæð að tæknilega séð þótti unnt að hefja undirbún- ing framkvæmda, var hann feng- Morgunfundur á öldrunardeildinni. Frá vinstrí: Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarnemi, Jóna Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Rósa Þóra Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Halldór Halldórsson, yfirlæknir. Kristneshæli við upphaf starfseminnar - síðar hefur veríð byggt við spítalann. inn í hendur Heilsugæslufélagi Norðurlands, sem stofnað var 25. febrúar 1925. Kristneshæli var síðan reist af Heilsugæslufélaginu með styrk úr ríkissjóði og var hornsteinn lagður að bygging- unni þann 25. maí 1926 og henni lokið fyrir veturnætur árið eftir 1927. Við vígslu Kristneshælis þann 1. nóvember 1927 var hælið afhent ríkisstjórn landsins sem tók þá við rekstri þess. ÞI Guðmundur Óli Vignisson, endurhæfmgarsjúklingur: Aðstaðan hér heftir skapað mér möguleika til að ná bata Guðmundur Óli Vignisson er 25 ára Akureyringur. Fyrir tæpum tveimur mánuðum veiktist hann og hlaut lömun af veikindum sínum. Eftir um mánaðar dvöl á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri fór hann á endurhæfingar- deildina í Kristnesi. Nú hefur hann verið til meðferðar í þrjár vikur og segir breytinguna ólýs- anlega. Hann dvelur nú heima hjá fjölskyldu sinni um nætur en mætir til endurhæfingar í Krist- nesi á daginn. „Ég var í þjálfun á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri áður en ég kom hingað en hér er mikið Guðmundur Óli Vignisson. betri aðstaða. Ég tel að ég hefði ekki haft þrek til að vinna mig upp á þann hátt sem ég hef gert ef aðstöðunnar hér í Kristnesi hefði ekki notið við,“ sagði Guð- mundur Óli. Hann kvaðst ef til vill hafa farið í gönguferðir en trúlega legið mest heima og horft á vídeóið ef hann hefði ekki átt kost á þeirri þjálfunarmeðferð sem hann hefur fengið. Guð- mundur Óli er nú á góðum bata- vegi og kvaðst í engum vafa um að dvölin á Kristnesspítala hafi skapað sér mikla möguleika til að takast á við afleiðingar veikinda sinna og ná heilsu á nýjan leik. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.