Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 17

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 17 Bjarni Arthúrsson, framkvæmdastjóri: Neyðarástand mun skapast verði spítalanum lokað Stefán Ingvason, yfirlæknir endurhæfingardeildar og Ólöf Leifsdóttir, i sjúkraþjálfari við eitt af tækjum deildarinnar. Endurhæfingardeildin í Kristnesi: Brotið blað í sögu endur- hæfingar á landsbyggðinni Endurhæfingardeildin á Kristnes- spítala tók til starfa á árinu 1988. í fyrstu starfaði aðeins einn sjúkraþjálfari við deildina en tveimur árum síðar kom iðju- þjálfi einnig til starfa. Yfirlæknir var síðan ráðinn að endurhæf- ingardeildinni haustið 1991 og með því var spítalanum formlega skipt í tvær deildir. Stefán Ingva- son, yfirlæknir endurhæfingar- deildar, sagði að með stofnun deildarinnar hefði verið brotið blað í sögu endurhæfingar á ís- landi því deildin í Kristnesi sé fyrsta endurhæfingardeild utan Reykj avíkursvæðisins. Nú njóta allt að 100 sjúklingar þjónustu endurhæfingardeildar- innar á ári. Með því starfsfólki sem deildin hefur yfir að ráða er gert ráð fyrir að hún geti sinnt sex til átta sjúklingum í einu en vegna mikillar þarfar sagði Stefán Ingva- son að deildin hefði stundum haft allt að 12 sjúklinga til meðferðar á sama tíma. Ólöf Leifsdóttir, sjúkraþjálfari, sagði að endurhæfing á deildinni í Kristnesspítala snérist um allar mannlegar athafnir. Fólk væri þjálfað til að geta sinnt öllum daglegum þörfum og einnig til að fara á vinnumarkað á nýjan leik ef hreyfigeta þess hefði skaðast vegna sjúkdóma eða slysa. Hún sagði að algengur meðferðartími væri fjórar til fimm vikur en sjúklingar dveldust oft á heimil- um sínum síðari hluta meðferð- artímabilsins. þjónusta endurhæfingardeild- arinnar miðast annars vegar við þarfir bráðasjúkrahúsa - einkum Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri en hinsvegar þarfir heilsu- gæslunnar. Stefán Ingvason sagði að þjónustusvæði deildarinnar nái nú yfir allt Norðurland og einnig gæti aukinnar aðsóknar úr öðrum landshlutum, einkum Austurlandi þar sem menn hafi áttað sig á þeim möguleikum sem felist í starfsemi hennar. Nú er til umræðu í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu að loka Kristnesspítala og er lokunin hugsuð sem liður í víðtækum sparnaðaraðgerðum í heilbrigðis- málum sem núverandi heilbrigð- isráðherra og ríkisstjórn hafa á stefnuskrá sinni. Hvaða áhrif hefði lokun spítalans á mögu- leika fólks á landsbyggðinni til endurhæfingar? Ólöf Leifsdóttir sagði ljóst að enginn tæki við þeirri starfsemi sem nú fari fram á spítalanum og fólk fengi í flestum tilfellum ekki þá meðferð og þjálfun sem því sé nauðsynleg. Einhverjir færu ef til vill á biðlista endurhæfingar- deildanna fyrir sunnan en hætt sé við að margir treysti sér ekki til að fara í annan landshluta að sækja sér nauðsynlega endur- hæfingarmeðferð. Hætta yrði því á að eldra fólk sem þyrfti nauð- synlega á þjálfun að halda legðist fyrr í kör og slíkt skapaði vafa- saman sparnað. Stefán Ingvason sagði að mik- ils ósamræmis gætti nú í upp- byggingu heilbrigðisþjónustunn- ar. Á sama tíma og verið væri að auka aðgerðir - til dæmis fjölga hjartaaðgerðum hér á landi ætti að draga endurhæfinguna saman þótt hún sé nauðsynleg eftirmeð- ferð vegna slíkra aðgerða. ÞI Á fundi stjórnarnefndar ríkis- spítalanna þann 5. mars 1985 var rætt um framtíð Kristnesspítala og samþykkt að rekstur hans skiptist í hjúkrunardeild fyrir langlegusjúklinga og endurhæf- ingardeild fyrir lyflæknissjúkl- inga, bæklunarsjúklinga og gigt- arsjúklinga. í framhaldi af þess- ari ákvörðun var unnið að nánari útfærslu á þessari skilgreiningu og í framhaldi af því var þann 25. ágúst 1986 samþykkt starfsemis- og byggingaráætlun fyrir spítal- ann sem miðaði að því að Krist- nesspítali hefði forystuhlutverk í endurhæfingu í héraðinu. Þótt upptökusvæði Kristnesspítala hafi aldrei verið skilgreint hefur í raun verið litið svo á að spítalan- um beri að þjóna sjúklingum af Norðurlandi eystra og starfsemi hans verið miðuð við það hlutverk. Að sögn Bjarna Arthúrssonar, framkvæmdastjóra Kristnesspítala eru nú 24 sjúkrarúm fyrir lang- legusjúklinga og 34 rúm fyrir endurhæfingarsjúklinga í spítal- anum. Vegna þess að ekki séu heimildir til að ráða nægjanlega margt starfsfólk sé einn þriðji hluti spítalans ekki nýttur og miðað við aukinn samdrátt í starfsemi hans sé vandséð á hvern hátt unnt verði að reka hann. Eftir því sem stærri hluti stofnunarinnar sé vannýttur verði kostnaður við hvert sjúkrarúm meiri og því sé verulega óhag- kvæmt að draga frekar úr rekstri en nú er orðið. „Ef spítalanum verður lokað í „sparnaðarskyni“ eins og nú hef- ur komið til tals mun skapast ákveðið neyðarástand vegna vist- unar og þjónustu við aldraða. Nú eru 9,74 rúm fyrir hverja 100 Bjarni Arthursson, framkvæmda- stjóri á skrifstofu sinni. íbúa 70 ára og eldri á Norður- Iandi eystra. Ef rekstri Kristnes- spítala verður hætt mun fjöldi rúma fyrir þennan aldurshóp hverfa og tala þeirra verða svipuð og er nú í Reykjavík þar sem þegar hefur verið lýst neyðar- ástandi í vistunarmálum aldraðra,“ sagði Bjarni Arthúrsson. Hann benti á að því sé ekki fýsilegur kostur að sækja þessa þjónustu til höfuðborgarinnar - að bæta gamla fólkinu á biðlistana þar. „Við getum allt eins snúið dæminu við og hjálpað Reykvík- ingum með því að bjóðast til að taka fólk af þeim og fullnýta þá aðstöðu sem við höfum hér. En nú virðist sú stefnubreyting eiga að verða í öldrunarmálum hér á landi að gera neyðarástand við- varandi,“ sagði Bjarni. Hann benti á það samstarf sem nú á sér stað á milli Kristnesspítala, Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri og dvalarheimilisins Hlíðar um eflingu öldrunarlækninga. Með því væri unnt að draga úr innlögnum og bæta þjónustu við gamalt fólk - hjálpa því til að lifa og búa sem lengst heima hjá sér. Með því væri bæði verið að gera líf þess bærilegra og einnig að draga úr kostnaði hins opinbera vegna öldrunarmála. Með hinu nána samstarfi, sem þróað hefur verið á milli þeirra aðila á Eyjafjarðarsvæðinu er sinna öldrunarmálum, hefur ver- ið komið á fót öldrunarmati. í því felst að ástand og aðstæður viðkomandi einstaklinga er metið og þjónusta við þá ákvörðuð samkvæmt niðustöðum þess. Þannig er fóki ekki lengur raðað á biðlista eftir því hvenær það hefur sótt um dvöl á dvalar- heimili heldur ráða niðurstöður öldrunarmatsins því hverjir eru í mestri þörf fyrir innlögn og aðra þjónustu. Bjarni Arthúrsson sagði að í öldrunarmatinu fælist nákvæm sjúkdómsgreining sem unnið væri útfrá. Afleiðingar þess væru undantekningarlítið betra umhverfi fyrir hinn aldraða - hann héldi betri færni og andlegri líðan. Lyfjanotkun gæti í flestum tilfellum minnkað og einnig dragi úr þörf fyrir að vista fólk á hjúkr- unardeildum. í sumum tilfellum ætti fólk lengra líf fyrir höndum en rannsóknir sýndu þó fyrst og fremst að þar sem öldrunarmat ætti sér stað væri hægt að skapa fólki betra líf í ellinni. Þá sagði Bjarni að öldrunarmatið leiddi tvímælalaust til réttari nýtingar á heilbrigðisúrræðum - stytti í mörgum tilfellum sjúkrahúsvist og fækkaði endurinnlögnum. ÞI Hvað er iðjuþjálfun?: Að endurheimta tapaða möguleika Iðjuþjálfun er einn liður í endurhæfingu fólks sem glatað hefur einhverju af færni sinni. Iðjuþjálfun er vinna með fólki sem á í erfiðleikum í sínu dag- lega lífi. Orsakir þess geta verið margvíslegar en oft má rekja þær til fötlunar er orðið hefur vegna sjúkdóma eða slysa. Iðju- þjálfunin byggist á að einstakl- ingurinn er þjálfaður til að fást við þær athafnir daglegs lífs sem hann ræður ekki lengur við. 1 því sambandi má nefna athafnir eins og að klæðast, snyrtingu, borðhald og matargerð auk athafna er tengjast tómstundum og atvinnu. Hluti af starfi iðju- þjálfans er að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðstoða fólk við að útvega sér þau. Hann sér einnig um að endurskipuleggja aðstöðu á heimili og vinnustað þeirra er iðjuþjálfunar njóta. Auk þjálfunar hinna daglegu athafna býður iðjuþjálfunin einnig möguleika til að þjálfa aðra þætti eins og samhæfingu, vöðvastyrk og úthald. Kenna fólki að beita líkamanum rétt og skipuleggja störf sín þannig að komist verði hjá óþarfa álagi og starfsorkan nýtist sem best. Iðjuþjálfunin nær einnig til þeirra sem eiga við andlega erf- iðleika að stríða. Þeir geta verið afleiðingar geðrænna truflana eða vegna röskunar á heila- starfsemi. Slíkir aðilar þurfa oft aðstoð við að byggja tilveru sína upp að nýju. Hlutverk iðjuþjálfans í tilvikum sem þessum er að hjálpa viðkom- andi einstaklingum til að gera sér grein fyrir hæfni sinni og takmörkunum og byggja upp sjálfstraust og öryggiskennd auk þess að þjálfa fólk til að sjá um sig sjáíft og taka á sig ábyrgð. Er aldur færist yfir er ekki síður mikilvægt fyrir fólk að halda sér við - bæði andlega og líkamlega. Með iðjuþjálfun aukast möguleikar gamals fólks til að búa sem lengst á eigin heimili. Iðjuþjálfi aðstoðar aldrað fólk við að skipuleggja daginn - koma sér upp tóm- stundaaðstöðu og vera félags- lega virkur. Auk þess að byggja aldraða og sjúka upp andlega og líkamlega vinnur iðjuþálfi einnig forvarnarstarf. Það starf beinist oft að vinnuumhverfi fólks þar sem áhersla er lögð á líkamlega aðstöðu og einnig félagsleg samskipti á vinnustað. Iðjuþálfinn leiðbeinir um líkamsbeitingu við störf á vinnustað, vinnutækni og veitir ráðgjöf um fyrirkomulag til að auka öryggi og vellíðan starfs- manna. W

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.