Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 21

Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 21
Bændur athugið! Óska eftir að kaupa dreifibúnað fyrir skít á JF votheysvagn. Hafið samband eftir kl. 20 á kvöldin í síma 96-44260 og 44360. Hundaskóli Súsönnu auglýsir gönguferð nk. sunnudag. Hittumst á efsta bílaplaninu í Kjarnaskógi kl. 13.00. Allir velkomnir. Bingó - Bingó - Bingó! Karlakór Akureyrar-Geysir verður með bingó í Lóni sunnud. 1. nóv. kl. 15.00. Fjöldi góðra vinninga. Kórinn syngur nokkur lög í hléi. Allir velkomnir. Stjórnin. Snjósleði til sölu. Polaris Indy Classic 500 árg. ’89 til sölu. Uppl. í síma 41358. Reiki! Reikifélag Norðurlands heldur fund mánudaginn 2.11. í Barnaskóla Akureyrar, efstu hæð. Allir sem lokíð hafa námskeiði í reiki eru velkomnir. Til sölu tenorsaxófónn í góðu standi. Nýyfirfarinn. Verðhugmynd 25-30 þúsund. Uppl. í síma 62646 eftir kl. 17. Til sölu. Barnarimlarúm og kommóða úr beyki, svefnbekkir, burðarrúm, þrí- hjól, róðrartæki, hillur og ýmislegt fleira til sýnis og sölu í Hrafnagils- stræti 4 laugard. 31. okt. kl 13-15. Bíll - rafmagnsorgel. Ford Escort '83, 4ra dyra, sjálfskipt- ur. Vetrar- og sumardekk. Skoðaður 1993. Gott ástand. Gott verð. Greiðslukjör eftir samkomulagi. Á sama stað rafmagnsorgel 2ja borða með innbyggðum trommum og sjálfvirkum undirleik. Stóll fylgir. Tækifærisverð. Uppl. í síma 21264 Til sölu Polaris Cyclone 250 fjórhjól. Uppl. í síma 24939. Hey til sölu! Verð 8 kr. kílóið. Einnig til sölu Willys, árg. '64. Góð karfa, góð blæja, en þarfnast lagfæringar. ATH. öll skipti. Upplýsingar í síma 31149. ÖKUKENNSLfl Kenni á nýjan Galant 2000 GLSi. Útvega öll gögn sem með þarf. Bók lánuð. Greiðslukjör. JÓN 5. RRNRBON Sími 22935. Kenni allan daginn og á kvöldin. Ökukennsla. Akureyringar, Eyfirðingar, Þing- eyingar! Akstursæfingar í dreifbýli og þéttbýli (Nissan Sunny). Námsgögn lánuð og kennsla skipulögð eftir óskum nemenda. Steinþór Þráinsson, ökukennari, símar 985-39374 og 27032. Kenni á Nissan Sunny Sedan 4x4. Tímar eftir samkomulagi. Útvega öll náms- og prófgögn. Greiðslukjör við allra hæfi. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari, sími 23837 og bíla- sími 985-33440. KÁHRS parket er vandað. Parket á frábæru verði frá kr. 2890 m2 stgr. Teppahúsið, s. 25055, Tryggvabraut 22, Akureyri. Húseigendur athugið! Parketpússningar! Tek að mér að leggja og pússa parket, einnig að pússa og gera við gömul viðargólf. Er með fullkomnar vélar. Smíðavinna! Öll almenn smíðavinna innanhúss og utan. Gestur Björnsson, sími 26806. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akur- eyrarkirkju verður nk. sunnudag kl. 11 í Safnað- arheimilinu. (Athugið breyttan stað.) Öll börn velkomin og fullorðnir með. Guðsþjónusta verður í Akureyrar- kirkju nk. sunnudag kl. 11. (Athug- ið breyttan messutíma.) Sálmar: 581, 202, 201 oe 44. Þ.H. Messað verður á Fjórðungssjúkra- húsinu nk. sunnudag kl. 10. B.S. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyr- arkirkju sunnudag kl. 17.00. Biblíulestur í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju nk. mánudag kl. 20.30. Glerárkirkja. Biblíulestur og bænastund verður í kirkjunni iaugardag kl. 13.00. Næstkomandi sunnudag sem er allra- heilagramessa verður barnasam- koma kl. 11.00, messað verður kl. 14.00 og þá mun Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði predika. Æskulýðsfélagið verður með fund kl. 17.30. Sóknarprestur. Möðruvallaprestakall: Guðsþjónusta verður í Glæsibæjar- kirkju nk. sunnudag, 1. nóvember, kl. 14.00 og í Skjaldarvík kl. 16.00. Allraheilagramessa, kór Glæsibæjar- kirkju syngur, organisti Birgir Helgason. Sóknarprestur. Stærri-Árskógskirkja. Verkefnadagur æskulýðsfélaganna í Eyjafjarðarprófastsdæmi verður í Árskógarskóla á laugardaginn kl. 14.00. Helgistund verður í kirkjunni um kvöldið kl. 20.30 og munu ungl- ingarnir sjá um hana, ásamt leiðtog- um og prestum. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Efst í huga Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 21 Sigríður Þorgrímsdóttir Ofurgreind valdhafanna og heimska lýðsins Hugtakið „lýðræði" er nokkuð sem stjórnmála- menn og aðrir flagga á tyllidögum og virðast jafnvel trúa því sjálfir að slíkt sé í heiðri haft í heimi hér. Nú vitum við vel að „lýðurinn" ræður ekki og gerði ekki einu sinni á dögum Forn- Grikkja, því þá sem nú voru það einungis málsmetandi karlmenn sem réðu. Okkur er sagt að það sé vonlaust í framkvæmd að leyfa lýðnum að ráða og því búum við við svonefnt „fulltrúalýðræði", þ.e. við lýðurinn kjósum okk- ur fulltrúa til að fara með völdin fyrir okkar hönd. Þannig er því víst ætlað að vera sam- kvæmt bókinni. En stundum er að sjá að þessir ágætu fulltrúar álíti að þeir eigi ekkert endilega að fara með völdin fyrir annarra hönd en þeirra sjálfra. ( tíð núverandi ríkisstjórnar er þessi skilningur á völdum greinilegri en nokkru sinni fyrr. Ákvarðanir sem snerta þjóðina alla eru teknar án samráðs við kóng og prest, hvað þá lýð. Við lýðurinn erum svo sem vön því að vera ekki spurð álits og fáum oftar en ekki skilaboð um að við höfum hvorki vit né þroska til að hafa skoðun, hvorki á EES-samningum né öðru. En það sem er merkilegt nú er að valdhafarnir láta sem þeir heyri ekki heldur andmæli sinna líka, manna í ýmsum stjórnarstörfum í þjóðfélaginu. Ég hélt að valdhafar væru bæði þeir sem sitja í ráðherrastólum og þeir sem stjórna stofnun- um og fyrirtækjum. En nú er svo að sjá að það séu einungis ráðherrarnir sem ráða og lýð- ræðishugtakið virðist því enn vera að þrengjast. Það er sennilega bara tímaspurs- mál hvenær fulltrúalýðræðinu verður sinnt af einum fulltrúa og læt ég lesendum eftir að geta upp á hver er líklegastur til þess embættis. En ég er viss um að lýðræði kallast það eftir sem áður, þó það yrði nefnt einræði í Suður-Ame- ríku. Það virðist annars vera gegnumgangandi meðal valdhafa að hunsa álit lýðsins. Ákvarð- anir sem varða hag þjóðarinnar eða stóran hluta hennar eru teknar af örfáum mönnum og oftar en ekki lítt eða ekki kynntar og svo að sjá að engum komi það við nema þessum topp- fígúrum sjálfum. Þessi fyrirlitning valdhafa fyrirtækja, stofnana og þjóðarbúsins á okkur lýðnum kemur t.d. í Ijós í umræðunni um þjóð- aratkvæði vegna EES-samnings, eða þegar á að ausa fé almennings í ýmsar framkvæmdir eins og byggingu ráðhúss og lagningu raf- magnslína yfir hálendið og ekki einu sinni haft fyrir því að bera fram röksemdir fyrir nauðsyn þessara fjárfreku framkvæmda. Við almenningur ættum að hætta að gleypa allt hrátt sem þessir háu herrar bera á borð fyrir okkur og láta skoðanir okkar óhrædd í Ijósi. Samkomur HVITASUnmifíKJAfl WSMWSHUU Laugard. 31. okt. kl. 21.00: Sam- koma fyrir ungt fólk. Allt ungt fólk velkomið. Sunnud. 1. nóv. kl. 15.30: Vakning- arsamkoma, ræðumaður Vörður L. Traustason. Syngjum og gleðjumst í Drottni. Barnakirkja á sama tfma. Samskot tekin til kirkjubyggingar- innar. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK, Sunnu- hlíð. ' Kristniboðssamkomur verða dagana 1.-3. nóvember og 6.-8. nóvember nk. og hefjast þær allar kl. 20.30. Sunnudaginn 1. nóvember: Ræðu- maður: Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Mánudaginn 2. nóvember: Ræðu- maður: Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði. Þriðjudaginn 3. nóvember: Ræðu- maður: Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði. Myndasýningar frá íslenska kristni- boðinu verða öll kvöldin. Allir eru velkomnir. Hjálpræðisherinn. Laugard. 31. okt. kl. 20.00: Bæn. Sunnud. 1. nóv. kl. 11.00: Helgun- arsamkoma. Kl. 13.30: Sunnudaga- skóli. Kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00: Almenn samkoma. Mánud. 2. nóv. kl. 16.00: Heimila- samband. Miðvikud. 4. nóv. kl. 17.00: Fundur fyrir 7-12 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. -4'ír‘T^— — T ■l-7r:-T:j Hj " 1itLJ" SJÓNARHÆÐ HAFNARSTRÆTI 63 Laugardagur 31. okt.: Laugardags- fundur fyrir 6-12 ára kl. 13.30. Ás- tirningar og aðrir krakkar, mætið vel! Unglingafundur kl. 20. Allir unglingar velkomnir. Sunnudagur 1. nóv.: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30. Allir krakkar velkomnir. Samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Bjarni Guðleifs- son kynnir sameiginlegt átak með predikaranum Billy Graham, sem verður í mars á næsta ári. Kaffi og meðlæti á eftir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fundarboð 3. félagsfundur Junior Chamber Akureyrar starfsárið 1992-1993, verður haldinn í félagsheimilinu að Eiðsvallagötu 6 n.h., mánudaginn 2. nóvember 1992 kl. 20.00 stundvís- lega. Gestur fundarins verður Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Úrvinnslunar hf. Mun hann kynna okkur starfsemi Úrvinnslunar hf. og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Junior Chamber Akureyri. □ HULD 59921127 111/5 2. Bridds Dynheimabridds sl. sunnudagskvöld: Kolbrún og Sveinbjöm sigruðu Dynheimabriddsinn heldur áfram. Síðastliðið sunnudags- kvöld urðu úrslit sem hér segir: 1. Kolbrún Guðveigsdóttir- Sveinbjörn Sigurðsson 128 Magnús Magnússon- Jakob Kristinsson 128 3. Soffía Guðmundsd.- Ármann Helgason 111 4. Gunnar Berg- Sigurbjörn Haraldsson 109 5. Jónína Pálsdóttir- Una Sveinsdóttir 108 Kvennabridds var spilaður sl. mánudagskvöld og var mæting ekki sem skyldi. Næst ætla konur að hittast í Dynheimum mánu- dagskvöldið 9. nóvember. Úrslit sl. mánudagskvöld urðu eftirfar- andi: Jónína Pálsdóttir- Una Sveinsdóttir 101 Ragnhildur Gunnarsd.- Gissur Jónasson 93 Margrét Kristinsd.- Sunna Borg 85 Soffía Guðmundsd.- Júlíana Lárusd. 85

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.