Dagur - 31.10.1992, Blaðsíða 23
Gerð:
Toyota Corolla GLi, 5 dyra, 5 manna fólksbíll, vél aö framan,
framhjóladrif,
Vél og undirvagn:
4-strokka, fjórgengis bensínvél, vatnskæld, 2 yfirliggjandi
knastásar, 4 ventlar viö hvern strokk, slagrými 1587 cm3, bor-
vídd 81,0 mm, slaglengd 77,0 mm, þjöppun 9,5:1, 114 hö viö
6000 sn/mín., 145 Nm við 4800 sn/mín., bein eldsneytisinn-
sprautun.
Drif á framhjólum. 4-þrepa sjálfskipting.
Sjálfstæð fjöörun aö framan meö þríhyrndum þverörmum og
McPherson gormlegg. Jafnvægisstöng.
Aö aftan langs- og þverarmar, gormar og demparar. Jafnvægis-
stöng.
Aflstýri (tannstangarstýri), aflhemlar, diskar að framan, skálar
að aftan, handbremsa á afturhjólum.
Hjólbarðar 175/65 R 14 H, eldsneytisgeymir 50 lítra.
Mál og þyngd:
Lengd 429,5 cm; breidd 168,5 cm; hæð 137,5 cm; hjólahaf
246,5 cm; sporvídd 146,0/145,0 cm; eigin þyngd ca. 1.120 kg;
hámarksþyngd 1.595 kg.
Framleiðandi: Toyota Motor Corporation, Japan.
Innflytjandi: Toyota á íslandi, P. Samúelsson hf., Kópavogi.
Umboð: Bílasalan Stórholt, Akureyri.
Verð: Ca. kr. 1.275.000 (sjálfskiptur).
Bílar
Úlfar Hauksson
Nýja útgáfan er sú sjöunda ■ röðinni og er með þetta japanska útlit sem flestir bílar skarta um þessar mundir.
Myndir: Robyn
Corolla 1,6 GIi
„Ég kunni umsvifalaust vel við mig
undir stýri.“
Undirvagninn er ekki mjög
frábrugðinn þeim sem finna mátti
í eldri gerðinni, en þó er fjöðrun-
in á einhvern hátt þægilegri án
þess að það kosti nokkra fórn í
aksturseiginleikum. Veghljóðið
er heldur minna en áður og það
vantar aðeins herslumuninn til að
Corollan geti talist hljóðlátur
bíll.
Toyota Corolla Liftback 1,6
GLi kom mér ánægjulega á
óvart. Þessi bíll, sem verður að
teljast til venjulegra fjölskyldu-
bíla, getur sem best gert sunnu-
dagsrúntinn ánægjulegan með
óvenju líflegum og skemmtileg-
um aksturseiginleikum. Vélin er
aðalsmerki bílsins ásamt sérlega
fallegum frágangi á flestu, smáu
og stóru.
Hún er 4 þrepa, og hefur þægi-
legar skiptingar.
Aksturseiginleikarnir þóttu
mér bæði öruggir og skemmtileg-
ir. Corollan er lífleg og það er
freistandi að aka henni dálítið
létt. Bíllinn er stöðugur og rás-
fastur við flestar aðstæður, þó
e.t.v. megi finna lítilsháttar los á
afturendanum við álagsbreytingu
(ef slegið er af í beygju eða víkja
þarf snögglega). Það er þó alls
ekki meira áberandi en gengur og
gerist í sambærilegum bílum.
Vökvastýrið er mjög nákvæmt
og þægilegt og sama er að segja
um hemlana, sem vinna vel.
Farangursrýmið er rúmgott og mjög
aðgengilegt.
Toyota
Toyota Corolla hefur verið fram-
leiddur frá árinu 1966 og alls hafa
verið seldir meira en 17 milljónir
bíla með þessu tegundarheiti.
Þessi útgáfa er sú sjöunda í röð-
inni og hefur þetta nýja japanska
útlit, bogadregnar línur, mjög
hallandi rúður og lágan fram-
enda. Ég verð að játa að ég á
orðið í óttalegu basli með að
þekkja sundur japanska bíla á
færi. Samkeppnin er mikil milli
japanskra framleiðenda í þessum
flokki bíla og flestir tefla fram
nýjum gerðum þessa dagana.
Toyota Corolla á því marga
keppinauta um hylli kaupenda
bæði hér á landi og annars staðar.
Nýja Corollan fæst í mörgum
útgáfum, 3, 4, og 5 dyra, bein-
skiptur eða sjálfskiptur. Bíllinn
sem ég ók var 5 dyra og sjálf-
skiptur. Allar gerðirnar eru frem-
ur geðþekkar útlits, einkum í
návígi, því frágangur á yfir-
byggingunni er afar góður, jafnt
innan sem utan. Mælaborðið er
mjög vel skipulagt, allir hlutir þar
sem einna best er að hafa þá og
mælar skýrir og læsilegir. Sætin
eru góð og rýmið í framsætum
ágætt. Aukið hjólahaf hefur í för
með sér heldur meira fótarými
fyrir aftursætisfarþega en í eldri
gerðinni, en óþarflega þótti mér
lágt til lofts aftur í, eins og reynd-
ar í mörgum keppinautum Coroll-
unnar. Utsýnið úr bílnum er all-
gott nema aftur úr bílnum
(Liftback). Farangursrýmið er
rúmgott og mjög aðgengilegt.
Aftursætið má leggja niður í
tvennu lagi og fæst þannig enn
stærra farangursrými. GLi gerðin
er vel búin þægindum, rafdrifnar
rúður, samlæsingar, rafdrifnir
útispeglar og útvarp/segulband
ásamt vökva- og veltistýri eru
þannig innifalin í verðinu.
Ég kunni umsvifalaust vel við
mig undir stýri í Corollunni, sem
segir sína sögu um skipulag
stjórntækjanna. Sömuleiðis varð
ég mjög fljótt dús við aksturseig-
inleika bílsins. Ástæðan er eink-
um stórskemmtilegir eiginleikar
vélarinnar. Hún er 1,6 lítra, með
16 ventlum og skilar 114 hö við
6000 sn/mín. Hún virðist vel upp-
lögð á hvaða snúningshraða sem
er, og er þýðgeng og fremur
hljóðlát, þó svo að til hennar
heyrist auðvitað þegar hún nálg-
ast 6000 sn/mín. Aflið er meira
en nægjanlegt og bíllinn er mjög
líflegur og auðveldur í akstri.
Sjálfskiptingin er einnig góð, ein-
föld í notkun og vinnur mjög vel.
Laugardagur 31. október 1992 - DAGUR - 23
Jörð til sölu!
Til sölu er Framnes í Kelduhverfi, N.-Þing.
Á jöröinni er gott íbúðarhús, fjárhús og hlaða.
Eignaraðild að Litluá.
Upplýsingar gefur Eyjólfur Gunnarsson í síma 95-
11114 á kvöldin.
Auglýsing um lausar
íbúðarhúsalóðir
í Giljahverfi III. áfanga eru lausar til umsóknar
lóðir fyrir fjölbýlishús og raðhús. Fyrirvari er gerð-
ur um hvaða lóðum verði úthlutað og hvenær þær
verða byggingarhæfar.
Umsóknarfrestur er til 13. nóvember nk.
Eldri umsóknir ber að endurnýja.
Akureyri 29. okt. 1992.
Byggingafulltrúi Akureyrar.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Athygli er vakin á, að breyting hefur orðið á
símatímum lækna Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Frá og með 1. nóvember 1992 eru
símatímar lækna eftirfarandi:
Ari H. Ólafsson Miðvikudaga ............. kl. 15.15-15.45
Baldur Jónsson Mánudaga-föstudaga ...... kl. 11.00-11.30
Brynjólfur Ingvarsson Mánudaga-föstudaga ....... kl. 10.00-10.30
Edward Kiernan Þriðjudaga ............... kl. 13.00-14.00
Fimmtudaga .............. kl. 13.00-14.00
Friðrik E. Yngvason Miðvikudaga .............. kl. 13.00-14.00
Föstudaga ............... kl. 13.00-14.00
Geir Friðgeirsson Mánudaga-föstudaga ....... kl. 11.30-12.00
IngvarTeitsson Mánudaga-fimmtudaga ...... kl. 12.00-12.30
Jón Ingvar Ragnarsson Miðvikudaga .............. kl. 13.30-14.00
Jón Þór Sverrisson Mánudaga ................. kl. 13.00-14.00
Föstudaga ............... kl. 13.00-14.00
Júlíus Gestsson Miðvikudaga .............. kl. 14.15-14.45
Magnús Stefánsson Mánudaga-föstudaga ....... kl. 10.30-11.00
Nick Cariglia Föstudaga ................ kl. 11.00-12.00
PállTryggvason Mánudaga-föstudaga ....... kl. 10.00-10.45
Sigmundur Sigfússon Mánudaga ................. kl. 10.00-10.30
Fimmtudaga .............. kl. 10.00-10.30
Þorkell Guðbrandsson Mánudaga ................. kl. 11.00-11.30
Miðvikudaga ............. kl. 11.00-11.30
Föstudaga ............... kl. 11.00-11.30
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.