Dagur - 05.12.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SlMI: 96-24222 • SlMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS:.STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR-
SON, (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
(Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Glerárkirkja vígd
6. desember 1992 markar
svo sannarlega tímamót í
sögu Lögmannshlíðarsókn-
ar, því á morgun fer fram
vígsla Glerárkirkju. Á örfá-
um árum hafa íbúar Glerár-
hverfis með samhentu átaki
reist glæsilega byggingu,
sem um ókomna framtíð
mun bera framtaki þeirra
og samheldni fagurt vitni.
Einungis átta ár eru liðin
frá því fyrsta skóflustungan
að Glerárkirkju var tekin og
rúm fimm ár frá því fyrsti
áfangi kirkjubyggingarinn-
ar var vígður. Það þykir ekki
langur tími þegar svo stór
framkvæmd er annars veg-
ar og ljóst að vel hefur verið
að verki staðið. Hins vegar
er um aldarfjórðungur síð-
an fyrstu hugmyndir um að
reisa kirkju í Glerárhverfi
vöknuðu. Akureyri hefur
dafnað vel síðustu áratugi
og bæjarbúum fjölgað ört.
Glerárhverfi er það hverfi
bæjarins sem tekið hefur
mestum stakkaskiptum,
því við upphaf sjöunda ára-
tugarins var hverfið, sem
bæjarbúar þekkja í dag, að
miklu leyti óbyggt. Upp-
bygging hverfisins hefur
því verið afar hröð á öllum
sviðum.
Árið 1981 var Akureyrar-
prestakalli skipt í tvennt og
hét þá Glerárprestakall
norðan Glerár. Til þess
heyrðu í upphafi Lögmanns-
hlíðarsókn og Miðgarða-
sókn í Grímsey, en fyrir
tveimur árum var Miðgarða-
sókn færð undir Akureyrar-
prestakall. Vegna þess hve
hröð þróunin var, voru
sóknarbörn hins nýja
prestakalls á hrakhólum
með húsnæði undir safnað-
arstarfið fyrstu árin. Ýmist
var messað í gömlu kirkj-
unni í Lögmannshlíð eða í
Glerárskóla. Að því kom þó
fljótt að hvorugt húsnæðið
var nægilega stórt til að
hýsa hið blómlega safnað-
arstarf með góðu móti. Þá
var gripið til þess ráðs að
halda guðsþjónustur í
íþróttahúsi Glerárskóla og
þótti það tíðindum sæta.
Góð kirkjusókn, þrátt fyrir
ófullkomna ytri umgjörð
safnaðarstarfsins á þessum
árum, sýndi þó vel brenn-
andi áhuga íbúanna á starf-
inu.
Á vígsludegi Glerárkirkju
er megináfangi kirkjubygg-
ingarinnar að baki. Glerár-
kirkja er svo sannarlega
glæsilegt mannvirki, um
það verður ekki deilt. En
hún er um leið annað og
meira. Hún er hús helgað
guði og athvarf fyrir alla þá
sem honum tilheyra — og
vettvangur ótrúlega fjöl-
breyttrar starfsemi. í Safn-
aðarblaði Glerárkirkju, sem
gefið er út í tilefni af vígsl-
unni, kemst Gunnlaugur
Garðarsson, sóknarprestur
Glerársafnaðar, svo að orði:
„Að byggja kirkju er tákn-
ræn athöfn, því að um leið
og hún er heilagt, frátekið
hús, með ákveðið hlutverk
og skýrt markmið, þá er
hún einnig tákn um sam-
félag allra þeirra sem henni
tilheyra. Eins er því varið
með orðið sjálft, kirkja. Það
merkir í senn ákveðna
byggingu, en einnig sam-
félag þeirra manna sem til-
heyra Jesú Kristi og eru
frátekin eign hans. Hinu
andlega byggingastarfi er
því ekki lokið. Það er eilíft
verkefni. “ Þau orð er vert
að hafa ávallt í huga.
Dagur óskar sóknarbörn-
um Lögmannshlíðarsóknar
svo og Akureyringum öllum
til hamingju með daginn.
BB.
IRÆRINGUR
Stefán Þór Sæmundsson
Éff er púkó, ómóðins, bölvaður
sauður og skyrgámur
Um daginn lá ég veikur. Óskap-
lega aumur. Fársjúkur. Ég vissi
að það kæmi að því að tóbaks-
leysið leggði mig í rúmið.
Höfuðið var að springa. Hita-
sótt og óráð. Skjálfti. Sviti.
Beinverkir. Svona hafði mér
ekki liðið í þrjá mánuði, eða frá
því á fyrstu dögum reykleysis.
Kannski voru þetta síðbúin frá-
hvarfseinkenni, flash-back.
Lengi vel ætlaði ég að harka
þetta af mér, sýna karlmennsku
og hetjulund, en um síðir lagð-
ist ég flatur og þá var ekki aftur
snúið. Ég leitaði mér hjálpar.
Ráðleggingar vinnufélaga:
„Blessaður fáðu þér vel af koní-
aki og byrjaðu strax að reykja
aftur. Hættu þessum aumingja-
skap og drullastu í vinnuna. f>að
er ekkert að þér.“
Ráðleggingar eiginkonu: „Æ,
góði hættu þessu væli. Þið karl-
menn þykist alltaf vera við graf-
arbakkann þegar þið fáið smá
flensuskít. Reyndu þá að gera
eitthvað fyrst þú ert heima. Þú
býrð til matinn, vaskar upp,
gefur börnunum að borða, bað-
ar son þinn, svæfir hann, hengir
upp þvottinn og straujar meðan
ég fer í saumaklúbbinn í
kvöld.“
Ráðleggingar heimilislæknis:
„Algjör hvíld. Rúmlega. Krass-
andi pensilínkúr. Þú verður að
fara vel með þig, annars er voð-
inn vís.“
Bókvitið verður ekki
látið í bera askana
Sjónvarpið. Þráinn Bertelsson
og Hjálmar Ragnarsson voru t
heimsókn hjá Davíð að mót-
mæla fyrirhuguðum virðisauka-
skatti á bækur. Ég fylgdist með
gegnum óráðsþokuna. Þeir
félagar voru spurðir að því
hvort bókin væri í hættu, hvort
hún myndi deyja.
Nei, ekki vildu þeir vera svo
svartsýnir. Hins vegar sögðu
þeir að virðisaukinn myndi
veikja bókina og sá sem væri
orðinn veikur gæti dáið.
Gæti dáið! Ég stirðnaði upp.
Ég var veikur. Þá gæti ég hugs-
anlega... Nei, ég mátti ekki
hugsa svona. En blessuð bókin,
hún er allt of góð til að hljóta
þessi örlög sem stjórnvöld ætla
henni. Burt með menningar-
skatt. Burt með misvitra stjórn-
málamenn. Burt með stjórnina
eins og hún leggur sig.
„Burt!“
„Hvað ertu að jarma, fár-
sjúkur maðurinn?" fussaði
konan. Ég hafði víst hugsað
upphátt og nú hélt hún að ég
væri að tala við sjónvarpið, eins
og stundum gerist þegar sýnt er
beint frá æsandi kappleikjum.
„Ég var bara að syngja,“
muldraði ég hálf rænulaus. „Því
það er engum morgunblöðum
um það að fletta að bókvitið
verður ekki látið f bera ask-
ana.“
Konan hristi höfuðið og fór.
Burt. /
Hrollkaldur er
heitavatnslaus maður
Blindur er bóklaus maður.
Hrollkaldur er heitavatnslaus
maður. Já, þeir ætla að snar-
hækka gjaldskrá hitaveitunnar.
Nógu er hún nú há a.m.k. á
Akureyri. Ætli rnaður verði
ekki að flytja til Húsavíkur.
Þetta er annars með miklum
ólíkindum að heita vatnið, hin
rómaða náttúruauðlind okkar
sem hjalar við hvers manns dyr,
skuli þurfa að kosta svona
ofboðslega mikið.
Heita vatnið er að setja
marga á hausinn. Svo eru dæmi
um að menn megi ekki nota
aðra orkugjafa til upphitunar.
Það þýðir refsitaxta eða
lögbann. Þetta nær ekki nokk-
urri átt, segja sárhneykslaðir
menn. Og þó. Sem blaðamaður
á Degi og almennur borgari á
Akureyri finnst mér furðu lítið
um að fólk stingi niður penna
og komi skoðunum sínum á
framfæri. Sennilega eru flestir á
lesendasvæði Dags svona
ánægðir með aðgerðir ríkis-
stjómarinnar og áform. Gott og
vel.
En ég var að tala um veikind-
in. Ég fór að ráðum læknisins
og dældi í mig lyfjum fyrir þús-
undir króna og reyndi að hafa
hægt um mig. Ráð vinnufélag-
anna hafði ég að engu. Og sjá.
Ég reis alheill upp á þriðja degi.
Ég er gömul lumma
Yfir í allt aðra sálma að lokum.
Bókin er sem betur fer ekki
dauð. Það er hljómplatan hins
vegar, gamla vínilplatan,
plastið, breiðskífan, langspilið,
grammafónplatan 33ja snún-
inga, þessi sígildi gleðigjafi. Það
þykir mér súrt í broti.
Konan gaf mér nýja Genesis
plötu í jólagjöf um síðustu jól.
Afgreiðslumaðurinn í hljóm-
deildinni trúði varla sínum eigin
eyrum þegar hún heimtaði
plötu en ekki disk. Hann hélt að
það hefðu ekki komið neinar
plötur en svo gróf hann upp eitt
eintak baka til.
Ekki hefur ástandið skánað,
nema síður sé. Nú mun varla
vera hægt að fá nýjasta efnið á
plötu, bara á diskum og kassett-
um. Geislaspilarabyltingin er
gengin yfir. Allir eiga nú geisla-
spilara og kaupa diska. Allir
nema ég. Gamla Sharp sam-
stæðan snýst ennþá á stofugólf-
inu og gömlu, góðu plöturnar
standa fyrir sínu. En ég fæ eng-
ar nýjar. Ég hef ekkert með
diska að gera. Ég hef ekki fylgt
þróuninni. Ég er kominn úr öll-
um tengsium við veruleikann.
Ég er af týndu kynslóðinni. Ég
er gömul lumma. Ég er vonlaus
hallærisgæi. Ég er orðinn gam-
all. Ég er púkó, argasta íhald,
ómóðins, bölvaður sauður og
skyrgámur, en ég er... og um
það snýst málið.