Dagur - 05.12.1992, Page 9

Dagur - 05.12.1992, Page 9
Lauqardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 9 - segir Anna Helgadóttir, kennari á Kópaskeri og formaður MENOR Texti og mynd: Ingibjörg Magnúsdóttir gera neitt nema það sjálft. Þetta eru kannski ekki fordómar, en þó eitthvað í þá átt og við þetta búum við.“ - Getur MENOR haft áhrif til að koma í veg fyrir slíka fordóma? „Ætti að geta gert það og hefur líka gert það. Haukur Ágústsson átti ágæta hugmynd sem ég er mjög hrifin af, um að MENOR geti á einhvern hátt stuðlað að því að lista- menn geti farið víðar, og til staða sem ekki er öruggt að listviðburður beri sig vegna takmarkaðrar aðsóknar sem orsakast af fólksfæð. Ef MENOR gæti styrkt slíkar ferðir þá væri það mjög spennandi.“ - Ég hef heyrt að aðsókn á menningar- viðburði sé einmitt oft mjög góð í dreifbýli, t.d. mæti allir sem vettlingi geta valdið þeg- ar tónleikar eru á Kópaskeri. Er þetta rétt? „Það hefur sýnt sig að menn hafa áhuga fyrir þessum hlutum. Leiksýningin á Rauf- arhöfn er ágætt dæmi um þetta, en þar voru sýningargestir töluvert fleiri en íbúar þorpsins. Hlutfallslega mæta mörgum sinn- um fleiri á listviðburði á landsbyggðinni en í Reykjavík, en ég veit aldrei hvort þetta er rökrétt, því þegar tónleikar eru á Kópaskeri er yfirleitt ekkert annað um að vera.“ ✓ Eg vildi gjarnan fá ballettsýningu - Um hvað dreymir formann MENOR? „Ja, dreymir. Mig dreymir um að fá ballettsýningu. Það finnst mér afar heillandi tilhugsun, því við eigum þess svo sjaldan kost að sjá ballett. Það eru haldnir tónleik- ar, það eru leiksýningar víða og jafnvel myndlistarsýningar og sjónvarpið fullnægir býsna miklu varðandi þessa þætti. En það er ekkert gaman að horfa á ballett í sjóvarpi, þó svo að hann væri oftar sýndur. Mig dreymir um að tilvera MENOR verði fjárhagslega tryggð, þannig að samtökin geti látið það gott af sér leiða sem mönnum dettur í hug hverju sinni. Núna svífum við t.d. fullkomlega í lausu lofti og vitum ekkert hvað við megum ætla okkur. Hin nýju kjör- dæmabundnu samtök sveitarfélaga á Norðurlandi hafa ekki tekið afstöðu hvað varðar MENOR, eins og fram hefur komið, og Fjárlaganefnd Alþingis hefur ekki svarað beiðni okkar um framlag. Sem sagt, algjör biðstaða. Á meðan er illmögulegt að taka nokkrar ákvarðanir, t.d. vitum við ekki hvort MENOR hefur ráð á að eignast hlut í starfsmanni eins og mikið hefur verið rætt um, og yrði þá í samstarfi við Gilfélagið á Akureyri. Það er líka minn draumur. Mér finnst yfirleitt að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað fjármunum sem varið er til menningarmála er vel varið. Oft þarf svo ótrúlega lágar upphæðir til að þær skili sér í betra mannlífi. Þarna finnst mér ráðamenn ekki átta sig á samhenginu. Auðvitað verð- ur aldrei komið í veg fyrir það sem eldri kynslóðir hvers tíma kalla unglingavanda- mál, og auðvitað halda menn áfram að drekka sitt brennivín og allt það. En þó mér finnist peningar ekki mælieining sem nota á um menningu, þá er þó hægt að setja dæmið þannig upp að það borgi sig í beinhörðum peningum að verja fjármunum til menning- armála. Það þarf að sjá til þess að tónlistar- skólar geti þrifist, að aðstaða sé til leiksýn- inga og einhversstaðar sé hægt að setja upp myndlistarsýningu, og það er nauðsynlegt að krakkar fái tækifæri til að skapa eitthvað sjálfir. Svona starfsemi eins og MENOR hefur haldið uppi hvetur fólk til að taka þátt í félags- og menningarstarfsemi, og ég er handviss um að það á sinn þátt í að halda fólki í dreifbýlinu. Landsbyggðin á þannig undir högg að sækja núna í svo mörgu tilliti að það verður að koma í veg fyrir að fólk líti á menningu sem forréttindi fárra. Það er ekki síst þess vegna sem ég tel svo nauðsyn- legt að MENOR og hverskyns önnur menn- ingarsamtök eigi tryggan tilverugrundvöll."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.