Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 15
Ungt FÓLK
íris Guðmundsdóttir
Skiptinemar á Akureyri
Halla á köfunarnámskeiOi í Puerto Rico.
Hélt að fólk
byggi
Theresa Budu-Larbi er 18 ára
skiptinemi frá Ghana. Hún býr
hjá stórri fjölskyldu og er í Verk-
menntaskólanum á Akureyri.
- Hvað vissirðu um landið áður
en þú komst?
„Ég fékk lítið sem ekkert að
vita um landið og hélt að hér
byggi fólk í snjóhúsum. Ég hafði
heyrt að fólkið væri frekar feimið
og ekki mjög vinanlegt. Auk þess
var mér sagt frá Grýlu. En nú
eftir að ég er komin, þá líkar mér
mjög vel. Fólkið finnst mér vin-
gjamlegt, en það er satt að miðað
við fólkið í Ghana þá er það frekar
feimið. I skólanum hefur mér ver-
ið vel tekið. Ég er spurð margra
spurninga um Ghana. Það eru
margir sem halda að við búum
hálfgerðu frumbyggjalífi en það er
mesti misskilningur. Ghana er
ríkasta land Afríku og það gætir
Theresa Budu-Larbi
Skemmtileg og
framandi iífsreynsla
Halla Jónsdóttir er 19 ára nemandi
á félagsfræðibraut í MA. Sumarið
1991 fór hún á vegum skipti-
nemasamtakanna AFS til Puerto
Rico og dvaldi þar í eitt ár.
Haustið eftir ákvað hún síðan að
taka til sín skiptinema frá Belgíu,
sem nú býr hjá henni. Halla er
núverandi formaður samtakanna
hér á Akureyri
- Hvað er AFS?
„AFS em skiptinemasamtök,
sem sjá um að útvega nemum
heimili í öðm landi í eitt ár. Þetta
em samtök sem 50 lönd eiga aðild
að. Á hverju ári fær ungt fólk frá
íslandi tækifæri til að kynnast lífi
í einu af 15 löndum sem samtökin
úthluta íslandi. Undanfarin ár hafa
Bandaríkin og Frakkland verið
vinsælust en nú er að aukast áhugi
á menningu fleiri landa eins og
Thailand og löndum S-Ameríku.
Tilgangur samtakanna er að kynna
menningu annarra landa og efla
með því skilning fólks, af mis-
munandi menningarsvæðum,
hvort á öðm. Á íslandi em nú á
bilinu 40-50 skiptinemar víðsveg-
ar að úr heiminum.“
- Þú fórst sem skiptinemi.
Hveil fórstu og hvemig var?
„Ég fór til Puerto Rico og bjó í
litlum bæ hjá 5 manna fjölskyldu.
í hverfinu sem ég bjó í, bjuggu
eingöngu ættingjar fósturfjöl-
skyldu minnar. Fósturforeldrar
mínir eru verkamenn og líf þeirra
er mjög frábrugðið því sem ég á
að venjast og það var skrítið að sjá
hversu einangrað samfélag þeirra
er. Fólkið þama hefur afskaplega
takmarkaða vitneskju um hvað er
Umsjónarmaður síðunnar
að þessu sinni er
aðstoðarmaður írisar,
Borgar Magnason.
að gerast utan Ameríku, t.a.m. er
Evrópa þeim framandi heimsálfa.
Mér gekk vel að aðlagast siðum
fjölskyldunnar en þó vom vissir
hlutir sem ég gat ekki sætt mig
við.“
- Hvað gaf það þér að fara sem
skiptinemi?
„Áður en ég fór hafði ég lítið
hugsað um lífið í þessum heims-
hluta, en núna skil ég menningu
fólksins miklu betur. Þetta hefur
líka kennt mér að meta það sem
gott er og greina það sem betur
mætti fara hér á ísíandi. Það gaf
mér líka mikið að kynnast
skiptinemum frá öðmm löndum
og svo lærði ég spænsku í
spænskumælandi landi sem er þó
nokkuð betra er að læra hana á
skólabekk. Þetta var mjög
skemmtileg og þroskandi lífs-
reynsla og gaf mér tækifæri til að
upplifa hluti sem mér hefði aldrei
boðist sem ferðamaður. “
- Nú býr skiptinemi frá Belgíu
hjá þér, hvemig er það?
„Mér finnst það mjög skemmti-
legt. Þetta er eins og að eignast
bam. Það þarf að kenna honum að
tala og hvemig hann á að
hegða sér. Sambúðin hefur geng-
ið vel og það gefur mér mikið að
fá að fylgjast með útlendingi, sem
hefur svona mikinn áhuga á að
kynnast íslandi. Ég hef líka fengið
að vita ýmislegt um hvemig lifn-
aðarhættir em í Belgíu. Það hefur
reynst erfitt að finna fósturfjöl-
skyldur á íslandi. Fólk heldur að
það þurfi að hafa svo mikið fyrir
skiptinema, eins og að hafa alltaf
heitan kvöldmat og sífellt að hafa
ofan af fyrir þeim. Svo er ekki
raunin. Okkar daglega líf á ekkert
að breytast þeirra vegna, vegna
þess að skiptinemamir em hingað
komnir til að kynnast okkar dag-
lega líft. Þó er auðvitað nauðsyn-
legt að sinna þeim eins og öðmm
meðlimum fjölskyldunnar.“
- Eitthvað að lokum?
„Það að taka þátt í starfsemi
AFS gefur manni þekkingu á
alþjóða vettvangi. Þeir sem hafa
áhuga á að taka þátt í starfi sam-
takana á einn eða annan hátt,
skulu endilega hafa samband.“
Aaron Jay Willis er 18 ára
skiptinemi frá litlum bæ í
Kalifomíu í Bandaríkjunum.
Hann er á viðskiptabraut í VMA
og býr á Svalbarðseyri.
- Myndaðir þú þér skoðun á
því hvemig ísland væri, áður en
þú komst?
„Ég forðaðist að hugsa of
mikið út í það og vildi ekki vera
búinn að mynda mér neina skoðun
á því áður en ég kæmi. En ég vissi
víða vestrænna áhrifa.
- í hverju finnst þér munurinn
á íslandi og Ghana liggja?
„Unglingar héma eiga- margt
sameiginlegt með jafnöldmm
sínum í Ghana. Við höfum mjög
gott menntakerfi, en skólagjöldin
þar em líka há. Það er 11 ára
skólaskylda og eftir það eru tvö
ár sem líkja mætti við mennta-
skóla á Islandi. Ég er búin með
allt nema síðustu tvö árin, sem ég
tek í London. í Ghana taka
foreldrar mjög strangt á því að
unglingar pari sig ekki saman og
það þekkist ekki að farið sé með
þó að þetta væri vestrænt nútíma
þjóðfélag."
- Hvað kom þér helst á óvart
þegar þú komst til landsins og
hvemig líkar þér?
„Aðallega vom það viðbrigði
að hafa enga skóga. Bærinn sem
ég kem frá er umlukinn skógi
þannig að það er skrítið að hafa
svona mikið útsýni. Ég sé annars
engan regin mun á Islandi og
kærastann heim til sín fyrr en
maður er orðinn tvítugur.“
- Hvað ferðu að gera eftir að
vem þinni á íslandi lýkur?
„Héðan fer ég heim til Ghana
og verð þar í um einn mánuð. Þá
fer ég til London og klára það sem
ég á eftir í skólanum. Eftir það er
ég ekki alveg búin að ákveða hvað
ég ætla að gera. Ég hef mikinn
áhuga á lögfræði og popptónlist.
Ég spila á trommur og hef lært á
píanó. Ég geri mér fulla grein fyr-
ir því að það er erfitt að sameina
þetta tvennt svo að það verður
bara að ráðast hvað ég geri.“
Bandaríkjunum en það em aftur
ýmis smáatriði sem em öðmvísi.
Til að mynda em húsin flest úr
steypu, lítið er um ameríska bíla,
götuljósin mikið lægri en heima
og þannig mætti lengi telja. Mér
líkar mjög vel við skólann. Það er
oftast gaman, en bóknámið tekur
mjög mikinn tíma frá fólki. Heima
er námið ekki tekið jafn alvarlega
og hér og í staðinn er meiri tíma
eytt í félagslíf. Þá á ég einkum við
íþróttir. Við höfum lið í ýmsum
íþróttum, sem keppa við hina
framhaldsskólana s.s. í amerískum
fótbolta, glímu, körfubolta o.s.fv.
Krakkamir í VMA eru vingjam-
legir og hafa tekið mér vel og mér
finnst góður andi ríkja í skól-
anum.“
- Er daglegt líf frábmgðið því
sem þú átt að venjast?
„Helst er það hversu mikið fólk
hefur að gera hér á landi. Það
eyðir ekki jafn miklum tíma í að
rækta vini sína eins og ég á að
venjast.“
- Hvað ætlar þú að gera þegar
þú kemur heim til Bandaríkjanna
aftur?
„Ég býst við að ég fari í
háskóla en er ekki alveg búinn að
ákveða hvað ég ætla að læra. Ég
hef mestan áhuga á að gera eitt-
hvað í sambandi við teiknun eða
bfla.“
Aaron Jay Willis.
íslendingar hafa mikið að gera