Dagur


Dagur - 19.12.1992, Qupperneq 5

Dagur - 19.12.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 5 Bára með sonum, tengdadætrum og barnabörnum fyrir framan æskustöðv- arnar á Austurgötu 40 í Hafnarfírði. Hjá Báru - ævisaga Báru Sigur- jónsdóttur kaupkonu, er ein þeirra ævisaga, sem vakið hafa athygli í „jólabókaflóðinu“ í ár. Þótt Bára hafi lengst af búið í Reykjavík og rekið þar verslun um langt árabil, þekkir hún vel til á Akureyri. „Bókin mín er að mörgu leyti norðlensk," segir Bára sjálf, „því á stríðsárunum dvaldi ég um tíma á Akureyri þar sem ég lærði hattasaum hjá frú Sigríði Kristjánsdóttur, sem rak hattaverslun á Akureyri. Þar hófst einnig samband mitt við fyrri eiginmann minn, Kjartan Sigurjónsson söngvara, fyrir alvöru. Ég bjó ennfremur sem ung kona á Siglufirði um hríð. Og ekki má gleyma því að bókin er skrifuð alfarið á Norðurlandi, en höfundur hennar, Ingólfur Margeirsson rithöfundur, vann allan texta bókarinnar í Hrísey í sumar.“ í bókinni lýsir Bára m.a. dvöl sinni á Akureyri og koma þekktir Akureyringar þar við sögu. í þeim hópi er fyrrnefnd Sigríður Kristjánsdóttir, eða Sigga hatta eins og hún var kölluð manna á meðal; maður hennar Sigurður Flóventsson lyfjafræðingur svo og Ryel-hjónin og börn þeirra. Þar er einnig sagt frá mannfögn- uði á Kirkjuhvoli, sem nú er Minjasafn Akureyrar, heimili Þor- steins M. Jónssonar skólastjóra, og ævilöngum vinskap Báru við Þórhöllu, dóttur Þorsteins og konu hans, Sigurjónu Jakobs- dóttur. Þá lýsir Bára mannlífinu á Siglufirði þann tíma sem hún dvaldist þar á stríðsárunum ásamt unnusta sínum og síðar eiginmann, Kjartani Sigurjóns- syni en hann stjórnaði þar Karla- kómum Vísi. „Norðurland á stóran hluta af hjarta mínu,“ segir Bára Sigur- jónsdóttir. „Það er kannski ekki nema von, því öll stærstu örlög í lífi mínu tengjast Norðurlandi á einn eða annan hátt.“ Með þeim orðum vísar Bára m.a. til þess að landsþekktu ástar- og listasam- bandi hennar við Sigfús Halldórs- son tónskáld lauk á Akureyri og á Siglufirði heyrði hún fyrst þá frétt að Kjartan eiginmaður hennar lægi fyrir dauðanum í London árið 1945. Loks má geta þess að faðir Báru, Sigurjón Ein- arsson, var um tíma skipstjóri á bv. Elliða frá Siglufirði og einnig bv. Jörundi, sem Hríseyingurinn Guðmundur Jörundsson gerði út og veiddi fyrstur íslenskra skip- stjóra síld í Norðursjó. . Jóla prennan Skemmtileg í SKÓINN kjörin meö JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. „Bókin mín er að mörgu leyti norðlensk“ - segir Bára Sigurjónsdóttir, kaupkona - líka á jólunum Og þegar fernurnar eru tómar má breyta þeim í skemmtilegt / i i i jólaskraut ..«? \ J ) MLWOr

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.