Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 1 „Lát söngsins hörpu óma“ segir í söngtexta og þegar þessi harpa ómar sem fegurst hljómar ekkert hljóðfæri því fremra eða fegurra. Það að geta sungið fallega er dásam- leg vöggugjöf og mjög svo gefandi að geta sungið öðrum til gleði og ánægju. Ingvi Rafn Jóhannsson rafvirkjameistari hefur verið syngjandi frá barnæsku, enda á hann ekki langt að sækja þessa náðargáfu, sonur tónskáldsins Jóhanns Ó. Haraldssonar. Drengurinn ólst þó ekki upp hjá föður sínum, því móðirin dó þegar Ingvi Rafn var aðeins tveggja ára og faðir hans lenti á berklahæli. Lagasmíð var Jóhanni snemma hugleikin, því aðeins 15 ára að aldri samdi hann sín fyrstu lög. Árið 1927 gerðist hann söngmaður með Karlakórnum Geysi og söng þar lengi, m.a. á Alþingishátíðinni 1930. Afi Ingva Rafns, Haraldur, bjó á Dagverðareyri en var kenndur við Brekku í Eyja- firði. Haraldur söng með forvera Geysis, Karlakórnum Heklu, sem fyrstur íslenskra karlakóra fór í söngferð erlendis árið 1905. Ingvi er því þriðji ættliðurinn sem syngur með íslenskum karlakór og það er eflaust sjaldgæft. Og allir hafa þeir verið tenórar. Ferill Ingva Rafns í kórstarfi hófst í Kantötukór Akureyrar 1951 sem þá var undir stjóm Björgvins Guðmundssonar. Kór- inn var þá nýkominn úr söngferð til Norðurlanda og talið nauðsyn- legt að taka nokkra félaga inn í kórinn í stað annarra eldri sem hugðust hætta. Ingvi var í kórn- um allt þar til hann hætti störfum árið 1954 og var það bæði af því að fremur treglega gekk að fá fólk í kórinn og eins var Björgvin farinn að reskjast þótt enn væri hann ansi kröftugur. Ingvi segist hafa haft mjög gott af veru sinni í Kantötukórnum, enda algjörlega „ósunginn“. Það er hins vegar oft erfitt fyrir tenóra að hefja sinn söngferil í karlakór án allrar undirstöðu, jafnvel þó þeir hafi góðar og hljómfagrar raddir. Tenór er að mörgu leyti óeðlileg rödd og því hætta á að röddin skemmist ef varúðar er ekki gætt í beitingu hennar. Ingvi telur söngstjóra hafa meiri skilning á því í dag en áður að ungir tenórar gæti raddarinnar betur, þá verði árangurinn betri þegar tímar líða. Nokkru áður, eða árið 1948 var Ingvi hins vegar byrjaður að spila í danshljómsveitum, þá ný- fluttur til Akureyrar, en hann var fyrstu 6 árin uppalinn hjá ömmu sinni og móðursystur. Þar sem strákur þótti nokkuð mikill fyrir sér varð að samkomulagi að hann dveldi hjá vinafólki föður síns, Soffíu og Baldvin að Ási og síðar Skógum á Þelamörk og undi hann hag sínum þar í 11 ár. 16 ára gamall eignaðist hann magaorgel, þ.e. harmoniku, og hóf fljótlega að spila í danshljóm- sveitum. Spilamennskan í dans- hljómsveitum varði allt fram undir 1960 og var spilað á stöðum eins og t.d. á Hótel Norðurlandi, Hótel KEA, Samkomuhúsinu, Alþýðuhúsinu og út um sveitir. Ingvi Rafn spilaði með mönnum eins og Jose Riba, Sigurði Jóhannessyni, Rögnvaldi Gísla- syni, Árna Ingimundarsyni, Pétri Breiðfjörð, Mikael Jónssyni, Óskari Rósberg, Ingimar Eydal og mörgum fleirum. En hvenær byrjaði Ingvi svo fyrst að syngja með karlakór? „Það leið um ár frá því að ég hætti í Kantötukórnum og þar til ég gekk í Karlakór Akureyrar. Á þeim tíma sem ég var búinn að spila á dansleikjunum var oftar en ekki búið að ámálga það við mig af báðum karlakórunum að koma. Þeir sem komu að máli við mig töldu sig hafa heyrt að ég gæti sungið og eins hitt að fyrst ég væri sonur Jóhanns Ó. Haralds- sonar þá hlyti ég að geta sungið, og það töluvert. Þeir gengu nú meira eftir mér að koma í Geysi, en pabbi hafði sungið þar, og ég held að það hafi kannski verið af svolítilli stríðni að ég fór ekki í Geysi heldur gekk í raðir Karla- kórs Akureyrar. Pabbi kom hins vegar nálægt raddþjálfun í Karla- kór Akureyrar og hann mun hafa stjórnað honum á lýðveldishátíð- inni 1944. Einnig er mér kunnugt um að hann samdi og útsetti lög fyrir báða karlakórana. Því er hins vegar ekki hægt að neita að töluverð togstreita ríkti milli karlakóranna, og var Geysir almennt álitinn betri kór og vissulega völdust oft í þann kór miklir og góðir raddmenn, en Karlakór Akureyrar hafði einnig mörgum góðum röddum á að skipa. Karlakór Akureyrar var oft kallaður verkamannakórinn enda má segja að nokkur stétta- skipting hafi ríkt milli kóranna á þessum árum. Þegar ég gekk í Karlakór Akureyrar var kórinn undir stjórn Jóns Þórarinssonar, mjög músíkalsks manns, en Áskell Jónsson var þá fjarverandi af heilsufarsástæðum. Hann var þá búinn að stjórna honum samfellt frá árinu 1942. Einn minnisstæð- asti tenórsöngvarinn í kórnum var þá Jóhann Konráðsson, sem söng í mörg ár með Karlakór Akureyrar, og sem einsöngvari. Árið 1957 hélt Hekla, samband norðlenskra karlakóra, söngmót sem fram fór á Akureyri og í Mývatnssveit. Þá voru þeir bræður, Jóhann og Jósteinn Konráðssynir, báðir í kórnum ásamt Guðmundi Karli Óskars- syni, Arnfinni Arnfinnssyni, Gísla Bjarnasyni, Tryggva Georgssyni og fleiri góðum mönnum. Það var mikill kraftur í kórnum á þeim árum. Tónlistar- gagnrýnendur á þeim tíma töldu að Karlakór Akureyrar hefði vakið einna mesta athygli ekki síst fyrir það hversu bjartur ten- órinn þótti. Síðan hafa verið haldin a.m.k. 5 Heklumót og hef ég verið þátttakandi í þeim öllum.“ Söngför til Norðurlanda Kórinn fór svo í sína fyrstu utan- landsferð 1967. Hver var aðdrag- andinn að því? „Það var búið að hugleiða nokkuð lengi að fara í söngferð til Norðurlanda og heimsækja vinabæi Akureyrar. Þegar ákveð- ið var svo að fara var aðdragand- inn ekki ýkja langur. Farið var með flugvél frá Akureyri og flog- ið beint til Álasunds, vinabæjar Akureyrar í Noregi, og var ferða- áætlunin byggð að nokkru leyti í kringum það. Ferðin var auglýst í bænum og mönnum boðið að fara með kórnum og þannig var hægt að fylla flugvél fram og til baka. Eiginkonur margra söng- manna voru einnig með í förinni. Söngstjóri í þessari ferð var Guð- mundur Kr. Jóhannsson, en hon- um til aðstoðar og raunar sem heiðurfélagi í þessari ferð var Áskell Jónsson. Undirleikari var Kristinn Gestsson, mikill músíkant. Kórinn fór einnig í þessari ferð til Lillehammer, Óslóar, háskólabæjarins Lundar í Svíþjóð og Vasterás í Svíþjóð. Þar hafði enginn tíma til að taka á móti okkur en fararstjórinn, Jón- as Jónsson frá Brekknakoti, hafði búið í þorpi skammt frá Vásterás sem Munktorp heitir og til að bjarga málunum vildu íbúar þar taka á móti okkur og hlusta á okkar söng, sem við og gerðum. Einhverjir komu til Munktorp frá Vasterás og vildu bjarga málun- um með því að bjóða okkur í kaffi og var töluvert þráttað um það hvort nokkuð ætti að vera þiggja það því mönnum fannst þetta vera þeim til skammar. Það var svo úr að farið var aftur til Vásterás til kaffidrykkju. Nokk- ur skrif urðu um þessa heimsókn okkar í sænsk blöð, bæði um sönginn og ekki síður um fram- komu bæjaryfirvalda í Vásterás og voru þau átalin fyrir þessa framkomu við vinabæinn Ákur- eyri. Frá Svíþjóð var haldið til Lahti í Finnlandi. Norsk gleðitár Það gerist að sjálfsögðu ýmislegt skemmtilegt í svona ferðum og á fyrsta konsertinum í Álasundi var troðfullt hús en við skildum hins vegar ekkert í því að einn af okkar ágætu félögum söng ekkert og var það nokkuð áfall fyrir okkur hina því hann var nokkuð leiðandi í röddinni. Þegar gengið var eftir skýringu á þessu kom í ljós að hann sá ekki söngstjórann og vissi þar af leiðandi ekki hve- nær hann átti að hefja upp sína raust. Síðar í ferðinni var þess vandlega gætt að bæði hann og aðrir söngmenn sæju söngstjór- ann örugglega. Ég tel að á þess- um tíma hafi kórinn verið allvel skipaður, en einsöngvarar í þess- ari ferð voru barítonsöngvarinn Hreiðar Pálmason og bassinn Eiríkur Stefánsson. Raddþjálfun fyrir þessa ferð annaðist Sigurður Demetz Franzson, sem hafði komið til Akureyrar árið áður á vegum karlakórsins Geysis. Hreiðar Pálmason snart við- kvæma strengi í hjörtum marga Norðmanna sem hlustuðu á kórinn, sérstaklega í laginu Norge, mitNorge og þá sá maður að víða blikaði tár í auga. í þessari ferð fórum við einnig til Helsingfors en sungum ekki þar en þáðum hins vegar veglegt boð „Muntre Musikkanter" sem endurgjald vegna komu kórsins til Akureyrar 1962. Karlakór Akureyrar söng þar nokkur lög fyrir Finnana og m.a. söng Eirík- ur þar einsöng í Bára blá við mikla hrifningu þeirra. Við borð- ið þar sem ég sat voru tveir lækn- ar og þeim lék mikil forvitni á að vita hvar Eiríkur hefði numið í sönglistinni, hvort það væri á Ítalíu eða Ameríku. Þegar ég sagði þeim að Eiríkur hefði alla sína menntun á þessu sviði frá Akureyri vildu þeir ekki trúa því því þessi maður ætti heima á sviðinu á Metrópólitan. Slík var hrifningin af hans söng. Stærri ferðalög voru ekki á allra næstu árum, þó fór kórinn í ágætt ferðalag til Áustfjarða 1970 og var farið allt suður til Horna- fjarðar. Það er alls ekki nóg að öllu jöfnu að syngja aðeins í heima- byggð að loknum æfingum heilan vetur og þetta byggist ekki síður á því að leyfa öðrum að heyra í sér og það veitir söngmönnum mikla ánægju að geta glatt til- heyrendur með sínum söng. Það má hins vegar ekki gleyma því að menn syngja einnig í karlakór vegna þess félagssskapar sem þeir verða aðnjótandi á æfingum, á konsertum og skemmtunum sem fylgja kórstarfinu. Um líkt leyti og ég byrjaði að syngja í Karlakór Akureyrar söng ég líka með Lögmannshlxð- arkórnum hjá Áskeli Jónssyni, á tónleikum og við kirkjulegar athafnir. Enn í dag syngjum við nokkrir kórfélagar yfir moldum félaga eða þá við erum sérstak- lega beðnir af gömlum kórfélög- um að syngja yfir nákomnum ættingja einhvers þeirra. Hópur- inn í dag er af stærðinni eins og tvöfaldur kvartett. Ég hef haldið skrá yfir þær jarðarfarir sem ég hef sungið við og þær eru orðnar liðlega þúsund en fyrsta jarðar- förin sem ég söng við var árið 1952 undir stjóm föður míns. í söngnám hjá Demetz Eftir Noregsferðina var ég í söng- námi hjá Sigurði Demetz, en honum hafði ég kynnst lítillega veturinn áður við raddæfingar. Þegar hann prófaði mig ásamt öðrum söngmönnum 1966 þá lét hann mig syngja lag, og þegar því lauk spratt hann upp frá píanóinu og sagði: „Hvað ertu gamall, Ingvi?“ Ég sagði honum að ég væri 36 ára gamall og þá sagði hann eftir stundarkorn: „Ég vildi að ég hefði hitt þig svona tíu árum fyrr“. Ég var síðan viðloð- andi söngnám hjá honum næstu fjóra vetur og hafði bæði gott og ekki síður gaman af því. Ég var svo önnum kafinn við vinnu að ég sinnti þessu ekki eins og skyldi enda var fjölskyldan stór og kon- an heima að sinna heimilinu og þetta byggðist á því að vinna frá hálf átta á morgnanna til tíu á kvöldin, nema þegar skotist var í söngtíma eða á söngæfingar. Ég held hreinlega að það hafi bjarg- að minni heilsu að taka þátt í söngnum, og ég neitaði hiklaust að vinna á þeim tíma sem æfingar voru. Það var mjög algengt að hringt væri í mann á nánast öllum tíma sólarhringsins jafnt um helgar sem virka daga og beðið t.d. um viðgerð á eldavél eða þvottavél. Ég sagði þá: „Því miður, ég er að fara á söngæf- ingu“. Fólk tók því svari iðulega sem nægjanlegri afsökun. Á þess- um tíma vantaði mig ekki á eina einustu söngæfingu og fór meira að segja fótbrotinn á nokkrar æfingar, en þá sótti félagi minn, Hreiðar Aðalsteinsson, mig á vörubílnum sínum (Hann átti ekki annan bíl).“ Vorið 1971 voru síðustu sam- söngvar sem Ingvi Rafn var með Karlakór Akureyrar, en vorið 1972 fóru þau hjónin í utanlands- ferð og var hann því ekki með það vorið en einnig varð veruleg- ur ágreiningur í kórnum um söngstjórann, Jón Hlöðver Áskelsson, sem leiddi til þess að Ingvi hætti eða var rekinn úr kórnum eins og hann segir sjálfur. En hvaða ágreiningur kom þarna upp á yfirborðið? „Það var þennan vetur eins og reyndar kemur fyrir stundum að Fjölskyldan í Löngumýri 22 á góðri stund. F.h.: Fjölskyldufaðirinn Ingvi Rafn og síðan börnin í aldursröð, Þorbjörg, Sólveig Sigurrós, Svanfríður, María Björk, Katrín Elfa, Eyrún Svava, Jóhann Ólafur, Ingvi Rafn og loks móðir þessa fríða hóps, Sólveig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.