Dagur - 19.12.1992, Page 15

Dagur - 19.12.1992, Page 15
UNGT FÓLK - 15 -DAGUR Laugardagur 19. desember 1992 íris Guðmundsdóttir Líf og fjör í Dynheimum Eins og áður hefur verið komið inn á hefur íþrótta og tóm- stundaráð upp á mörg áhugaverð námskeið að bjóða. Það nýjasta sem boðið er upp á er fjölmiðlanámskeið og hefur það verið í gangi síðan í haust. Leiðbeinandi námskeiðsins er Þuríður Guðmundsdóttir og lauk hún BA-prófí frá háskóla í New York. Þuríður segir að megin tilgangur með námskeið- inu sé að kynna þátttakendum hvernig skrifa á í blöð og tím- arnir í vetur hafa að mestu byggst upp á samræðum um það þar til nú. Til að krakkarnir fengu einhverja hugmynd um viðfangsefnið þótti tilvalið að leyfa þeim að spreyta sig og er því síðan í dag á allan hátt þeirra. Þau undirbjuggu og tóku viðtöl, skrifuðu allan texta og tóku allar myndir sjálf og Þur- íður var þeim til stuðnings. Viðfangsefnið var annars vegar tónleikar hljómsveitanna „Hún andar” og „Skrokkabands- ins“ og hins vegar lífið í félagsmiðstöðinni Dynheimum. Dynlieiniar Hárgreiðsluball, hippaball, hlöðu- ball og sixtiesball eru nokkur dæmi um skemmtanir sem hafa verið haldnar í félagsmiðstöðinni í Dynheimum. Einnig eru fjölmörg námskeið haldin í félagsmiðstöð- inni á vegum íþrótta og tómstund- aráðs og margir klúbbar hafa þar aðsetur sitt. í Dynheimum eru flest störf unnin af sjálfboðaliðum sem eru á svokölluðum starfslista. Á starfs- listanum eru unglingar sem vinna á böllum og sjá um húsið þegar það er opið á daginn. Þessir ung- lingar skrá sig á lista á haustin og síðan eru u.þ.b. 20 krakkar valdir úr þeim hópi. Eins og venjan hef- ur verið undanfarin ár þá stefnir starfslistinn á að fara í ferð suður í vor og á haustin er strax byrjað að safna fyrir þeirri ferð. Dynheimar eru opnir alla virka daga milli klukkan 14.30 og 18.30 fyrir alla þá sem eru fæddir ‘78 og fyrr en nýr árgangur fær inngöngu eftir áramót. Á daginn er mjög vinsælt að spila billjard og tölvu- leiki. Einnig er hægt að horfa á sjónvarp, læra, hlusta á tónlist og margt fleira. Diskótek eru haldin tvisvar til þrisvar í mánuði og reglulega eru haldin böll fyrir þá sem eru 16 ára og eldri. Nokkkur dæmi um hvað það er sem dregur ungt fólk í Dynheima - Af hverju er gaman í Dyn- heimum? „Mér finnst gaman í Dynheim- um vegna þess að þar hitti ég krakka. Þangað er líka gaman að fara þegar maður vill komast eitt- hvað út. Þar er hægt að fara í „Pool“ og horfa á sjónvarpið." „Mér finnst gaman í Dynheim- um því þar er mikill og góður fé- lagsandi og þroskandi og gefandi félagsstarf." „Einhversstaðar verða vondir að vera.“ „Mér finnst það skemmtilegt því þar get ég hitt vini mína, hlustað á tónlist og spilað „Pool“. Stundum bökum við líka kökur og annað góðgæti.“ „Þegar maður nennir ekki að vera heima hjá sér fer maður í Dynheima." ▲ Bakað í Dynheimum. Eiki „bak- ari“. ▲ Veðurbarðar fjölmiðladömur. Húnandar Föstudaginn 29. nóvember hélt I hljómsveitin „Hún andar“ tónleika í Dynheimum. Talið er að um það bil 140 manns hafið borgað sig inn til að hlusta á þá spila. „Skrokkabandið“ hitaði upp en þar er söngvarinn sá sami og í „Hún andar“. Hljómsveitin „Hún andar“, sem var stofnuð 17. júní 1992 spilar hrátt og þungt rokk en þeir segjast ekki spila þungarokk eins og margir halda. Söngvarar hljóm- sveitarinnar eru Kristinn Magnús- son og Kristján Pétur, bassaleikari er Rögnvaldur Bragi, gítarleikari er Sigurjón Baldvinsson og trommuleikari er Rúnar Magnús- son. Rögnvaldur sagði að nafnið á hljómsveitina hefðu þeir fundið í ljóðabókinni „Hlustir“ eftir Bjöm Garðarsson. Þeir voru að fara að spila á tónleikum og voru komnir í vandræði með nafn og fannst A Hljómsveitin „Hún andar“. nafn Ijóðsins „Hún andar“ tilvalið nafn fyrir hljómsveitina. Stærstu tónleikar sem hljóm- sveitin hefur spilað á voru tónleik- amir með „Jet black Joe", sem haldnir vom í Verkmenntaskóla- num í byrjun nóvember. Þá hitaði hljómsveitin „Hún andar" upp fyr- ir um það bil 800 gesti.Rögnvald- ur segir að sér þyki mjög gaman að spila á tónleikum þar sem margir em og því fleiri því skemmtilegra. En þrátt fyrir að fleiri gestir mættu ekki í Dyn- heima þetta kvöld þá náðist upp mjög góð stemmning. Framtíðar- áform hljómsveitarinnar em eins og Rögnvaldur orðaði það: „Spila og æfa sem mest, vera sem bestir og hrella sem flesta." Fjölmiðlaklúbbur í Dynheimum sá um síðuna „Ungt fólk“ að þessu sinni

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.