Dagur - 19.12.1992, Síða 17

Dagur - 19.12.1992, Síða 17
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 17 ®Laufásprestakall: Kirkjuskóli nk. laugar- dag, 19. des., í Svalbarðs- kirkju kl. 11 og í Greni- víkurkirkju kl. 13.30. Kvöldstund við kertaljós í Laufás- kirkju sunnudaginn 20. des. kl. 21. Ræðumaður sr. Hannes Örn Blandon. Aðventukvöld í Grenivíkurkirkju mánudaginn 21. des. kl. 20.30. Ingi- björg Siglaugsdóttir í Laufási flytur hugleiðingu. Sóknarprestur. Hríseyjarkirkja: Aðventukvöld verður sunnud. 20. des. kl. 20.30. Ræðumaður kvölds- ins er Einar Georg Einarsson skóla- stjóri. Sóknarprestur. HVÍTASUntlUKIfíKJAn wsmrdshlíð Föstudaginn 18. desember kl. 20.00: Bænasamkoma. Sunnudaginn 20. desember kl. 15.30: Söngsamkoma, syngjum jólin inn, skírnarathöfn, samskot tekin til innanlandstrúboðs, barnapössun 0-8 ára. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnud. 20. des. kl. 17.00 „Við syngjum jólin í garð“. Börnin sýna helgileik. Öll fjölskyldan hjartanlega velkom- in. SJÓNARHÆÐ ‘ ■' kT HAFNARSTRÆTI 63 Sunnud. 20. des. Almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17.00. Allir hjartanlega velkomnir. □ RÚN 599212207 - J.F. *Eldri borgarar athugið. Við bjóðum ykkur hjart- >\ anlega velkomin á jóla- agy fagnað, miðvikud. 30. des. kl. 15.00. Hringið í síma 24406, ef þið þurfið keyrslu. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10. Hjálpræðisherinn. Opið hús á aðfangadags- , kvöld. Við bjóðum þeim, sem eru einir og þeim, sem vegna veik- inda eða af öðrum ástæðum eiga erf- itt með að undirbúa jólakvöldið heima, að vera með okkur þetta kvöld. Við borðum hátíðarmat kl. 18.00 og höfum ánægjulega kvöldstund saman. Vegna undirbúnings verður að til- kynna þátttöku í síðasta lagi mánud. 21. des. í síma 24406, eða á símsvara 11299. BORGARBÍÓ Salur A Laugardagur Kl. 9.00 Jersey stúlkan Kl. 11.00 Lifandi tengdur Sunnudagur Kl. 3.00 Öskubuska Kl. 9.00 Jersey stúlkan Kl. 11.00 Llfandi tengdur Mánudagur Kl. 9.00 Jersey stúlkan Þriðjudagur Kl. 9.00 Jersey stúlkan JaiMÍ Grrt/ ilvlaii i'HJBlí JEftSEV STULKAN MYMÖ SEM K£MUft SKEMMTÍLEQAÁ ÓVAftT. STÚLKA SEM VfclT HVAOHÚNVILL TEKSTHENNfAO NEGLAORAUMA- PRINSINN? ÖAMANMYNDFYRiR i»IG. Salur B Laugardagur Kl. 9.00 Tvídrangar Kl. 11.00 Hinir vægðarlausu Sunnudagur Kl. 3.00 Prinsessan og durtarnir Kl. 9.00 Tvídrangar Kl. 11.00 Hinir vægðarlausu Mánudagur Kl. 9.00 Tvídrangar Þriðjudagur Kl. 9.00 Tvídrangar ATH! Á annan f jólum sýnum við tvær íslenskar myndir, Sódóma Reykjavík og Karlakórinn Hekla. Einnig sýnum við Tomma og Jenna með íslensku tali. BORGARBÍÓ S 23500 Akureyringar-Nærsveitamenn! Öll rafvirkjaþjónusta. Allt efni til staðar. Ekkert verk er það lítið að því sé ekki sinnt. Gunnar Frímannsson, rafvirkjameistari, Akureyri. Sími 96-22015 í hádeginu og á kvöldin. Bilasími 985-30503. Munið að gefa smáfuglunum Efst í huga Geir Guðsteinsson Þungur hrammur atvinnuleysisins skyggir á jólagleði margra Komandi jólahátíö verður Norðlend- ingum minnisstæð. Fyrst er til að taka að aldrei hafa fleiri Akureyringar haldið heilög jól í skugga atvinnuleysis, en um 6% vinnufærra manna í höfuðstað Norðurlands eru á atvinnuleysisskrá, sem er helmingi hærra hlutfall en landsmeðaltalið. Ástæður þessa ástands eru margþættar, en það er umhugsunarefni að á sama tíma er lít- ið sem ekkert atvinnuleysi í mörgum sjávarplássum hér á Norðurlandi og jafnvel mannekla. Það er því full ástæða til þess að álykta sem svo að hér hafi verið flotið sofandi að feigðarósi í atvinnumálum. Ljós í þessu myrkri er kannski kaup Útgerðarfélags Akureyr- inga á meirihluta í þýsku útgerðarfélagi en skip þess munu væntanlega landa hluta aflans hérlendis og skapa þar með atvinnu í landi. Stanslaus stórhríð síðustu daga er sveitarfélögunum ekkert fagnaðarefni en hlýtur að vera kaupmönnum visst fagnaðarefni. Landinn hefur verið hvattur til að kaupa íslenskt en í mörg- um þorpum og bæjum hér norðan- lands er þetta ekki aðeins spurning um að kaupa íslenskt heldur einnig að kaupa í heimabyggð. íbúar þessara staða eiga margir hverjir ekki annarra kosta völ nú en að kaupa íslenskt í heimabyggð — eða ekkert! Virðing þegna þessa lands fyrir lög- gjafarsamkomunni, Alþingi, hefur oft á tíðum ekki risið hátt, en mér segir svo hugur nú að allt þetta málþóf vegna EES-samninga sé ekki til að bæta þar um. Innan um þær umræður á jólaföst- unni er svo lætt að okkur hugmyndum um að persónuafslátturinn verði lækk- aður, vaxtabyrðin verði aukin og áhrif þeirra stjórnvaldsaðgerða að afnema aðstöðugjaldið komi hinum almenna launþega að litlu haldi. Þær aðgerðir áttu þó að verka hvetjandi á allt atvinnulífið, auka framleiðni þeirra fyrirtækja sem fyrir eru í landi og stuðla jafnvel að stofnun nýrra. Allt til þess fyrst og fremst að herða sóknina gegn atvinnuleysisdraugnum og skapa ný atvinnutækifæri. Tíminn mun leiða í Ijós hvort svo verður. Að vanda verða margar bækur lesn- ar um þessi jól, og alltaf njóta ævisög- urnar vinsælda. Eg dreg hins vegar í efa að frásagnir af fólki, sem vart hefur lifað lengur en aldarfjórðung, séu mikið lesnar, kannski skoðaðar fyrir forvitnis- sakir. Skyldu bókalesendur berja ævi- sögur unglinga augum um næstu jól, hver veit! Gleðilega jólahátíð. GG Nýjar bækur Ágúst Jónsson, byggingameistarí, Reynivöllum 6, Akureyri, verður 90 ára 22. desember nk. í tilefni afmælisins tekur hann og kona hans Margrét Magnúsdóttir á móti gestum að Hótel Hörpu, sunnudaginn 20. desember kl. 15- 19. 3. október voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin Gunn- laug Kjartansdóttir og Jón Magnús- son. Heimili þeirra er Hlíðarstræti 20, Bolungarvík. Ljósm.: Norðurmynd, Ásgrímur. Litlar sögur Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Litlar sögur, smásagnasafn eftir Sverri Pál Erlendsson á Akureyri. Höfundur- inn Sverrir Páll hefur áður gefið út ljóðabókina Þú og heima og þýtt bækurnar um Önnu (Kæri herra Guð, þetta er hún Anna og Önnu- bók). Einnig hefur hann skrifað kennslubækur í hljóðfræði, málsögu og tjáningu. Litlar sögur eru fyrstu frumsamdar sögur hans sem dregnar eru upp úr skúffu og koma fyrir augu manna. A kápu segir: „Litlar sögur eru safn sextán sagna um fólk og fyrir- bæri og óvenjulegar hliðar hvers- dagsleikans. Meðal annarra koma við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir- myndarhúsmóðir, Herjólfur skó- smiður, Jóhanna af Örk, unglingur- inn Gunnar og ég. Farið er á tón- leika á gulum Renault, í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið mál- að svart.“ Litlar sögur er 217 bls. Kápu gerði Friðrik Ó. Friðriksson, Akur- eyri. Galdrar á íslandi Út er komin á vegum Almenna bókafélagsins bókin Galdrar á ís- iandi í umsjá Matthíasar Viðars Sæmundssonar. Bókinni er lýst þannig á bókar- kápu: „Þessi bók inniheldur galdra- handrit sem er einstæð heimild um galdra eins og þeir voru iðkaðir hérlendis á 17. öld. Raunar á þetta handrit sér enga hliðstæðu í Norður- Evrópu enda var slíkum ritum tor- tímt eftir fremsta megni á galdra- tímanum. Hér á landi varð hópur fólks eldinum að bráð fyrir þær sakir einar að hafa galdrarit á borð við þetta í fórum.sínum. Galdrahandrit- inu fylgir viðamikil ritgerð eftir Matthías Viðar Sæmundsson og nefnist hún: „Var þá þytur í loftinu. Frá rúnaristum til dauðsmanns- beina.“ í henni er brugðið óvæntu Ijósi á þekkingarheim sem að mestu hefur verið á huldu.“ Bókin er 460 bls. með fjölda mynda einkum af galdrastöfum og öðrum galdratáknum. Bókin kostar kr. 3.495. Fjörið blikar augum í Örn og Örlygur hafa sent frá sér bókina „Fjörið biikar augum /“ sem hefur að geyma safn hestavísna. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hinn landskunni hestamaður og hagyrðingur, Albert Jóhannsson í Skógum, fyrrverandi formaður Landssambands hestamanna, hefur um árabil safnað saman fjölda hestavísna hvaðanæva af landinu. Árangur af þessu mikla söfnunar- starfi Alberts birtist nú í bókinni Fjöríð blikar augum í. í bókinni eru hátt í eitt þúsund hestavísur enda er af nógu að taka því skáld og hagyrð- ingar hafa frá upphafi íslandsbyggð- ar ort um samskipti sín við hestinn. Svo drjúgir hafa jafnt leikir sem lærðir verið við kveðskapinn að jafnvel mætti telja hestavísur til ákveðinnar greinar innan ljóðagerð- ar.“ Glerárkirkja: Aðventusamkoma ámorgun Aðventusamkoma verður í hinni nývígðu Glerárkirkju á morgun, sunnudag, en aðventukvöld er vera átti síðastliðið miðvikudags- kvöld féll niður vegna óveðurs og ófærðar. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási og fyrr- um sóknarprestur í Glerárpresta- kalli, flytur ræðu. Einnig verður kórsöngur og ljósahátíð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.