Dagur - 19.12.1992, Side 23
í UPPÁHALDI
Laugardagur 19. desember 1992 - DAGUR - 23
Bændur athugið!
Smákálfaslátrun verður miðvikudaginn 30.
desember, að öðru leyti verður slátrað á
föstudögum eins og verið hefur.
Sláturhús KEA
Starfsmenntastyrkir
félagsmálaráðuneytisins
Félagsmálaráðuneytiö auglýsir hér með eftir umsóknum
um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu samanber
lög nr. 19/1992.
Styrkir eru veittir til stuðnings við skipulega starfsmenntun,
undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og
starfsþjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna við-
fangsefna á fyrri hluta árs 1993. Lögð er áhersla á stuðn-
ing við ný starfsmenntunarnámskeið eða vegna endurnýj-
unar á eldra námsefni sem hefur reynst vel.
Rétt til að senda umsóknir eiga: Samtök atvinnurekenda
og launafólks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaðilar, eða
opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnu-
lífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og sam-
starfsverkefni tveggja eða fleiri framangreindra aðila.
Umsóknir frá skólum koma til álita þegar um er að ræða
samstarf við samtök sem áður eru nefnd.
Umsóknir berist félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsi við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 29. janúar
1993, á sérstökum eyðublöðum og skulu merktar: Umsókn
um styrk vegna starfsmenntunar.
Nánari upplýsingar er að finna í lögum nr. 19/1992, um
starfsmenntun í atvinnulífinu, en sérprentun þeirra liggur
frammi í félagsmálaráðuneytinu. Sérprentuð umsóknar-
eyðublöð liggja frammi á sama stað.
Félagsmálaráðuneytið, 16. desember 1992.
Kvenfélagið Iðunn í Eyjafjarðarsveit:
Afhendir Fæðingardeild FSA peningagjöf
Kvenfélagið Iðunn í Eyjafjarðarsveit, afhenti nýlega Fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 100 þúsund
króna gjöf. Peningamir verða notaðir til kaupa á ungbarnavigt og ferðamjaltavél. Á myndinni tekur Ingibjörg Jóns-
dóttir, yfirljósmóðir, við gjafabréfi úr hendi Þórdísar Ólafsdóttur, formanns Iðunnar. Með þeim á myndinni eru
konur úr kvenfélaginu og ef vel er að gáð, Kristján Baldvinsson, yfirlæknir Fæðingardeildar. Mynd: Robyn
Kristilegt útvarp á Akureyri:
Stjaraan hóf útsendingar í viknnni
Útvarpsstöðin Stjarnan hóf
útsendingar á Akureyri í vik-
unni. Hér er um að ræða kristi-
legt útvarp, þar sem flutt er
kristileg tónlist og kristileg
boðun, á FM 104,1.
Gunnar Þorsteinsson stjórnar-
maður í Kristilegri fjölmiðlun,
sagði í samtali við Dag, að lengi
hafi staðið til að hefja útsending-
ar á Akureyri og nú væri það
markmið orðið að veruleika.
„Við erum komin til að vera,“
sagði Gunnar ennfremur.
Kristileg fjölmiðlun rak áður
útvarpsstöðina Alfa en keypti
Stjörnuna af íslenska útvarps-
félaginu og eru fréttir Bylgjunnar
einnig sendar út á Stjörnunni.
-KK
«t
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför systur okkar,
SIGURHELGU PÁLSDÓTTUR,
hjúkrunarfræðings,
Dvergabakka 26, Reykjavík.
Kristin Pálsdóttir,
Erling Pálsson
og fjölskyldur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför systur okkar, mágkonu og föðursystur,
AÐALBJARGR HELGU SIGURÐARDÓTTUR,
frá Hlíðarenda, Bárðardal,
Víðivöllum 12, Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki A-gangs Dvalar-
heimilisins Hliðar.
Jón Ólafur Sigurðsson, Jakobína Júlíusdóttir,
Arnór Sigurðsson,
Guðrún Kristín Hjartardóttir, Karen Ó Hannesdóttir,
Aldís R. Hannesdóttir, Kristján Júlíusson,
Sigrún B. Hannesdóttir, Jónas V. Karlesson.