Dagur - 30.01.1993, Side 2

Dagur - 30.01.1993, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 Fréttir Rekstur Kristnesspítala á síðasta ári: Um þremur miDjómun skilað af rekstrarpeningum ársins - rekstrarkostnaður spítalans lækkaði um 10 milljónir milli ára Um þremur milljónum króna kemur tU með að verða skilaö af þeim peningum sem ætlaðir voru tU reksturs Kristnes- spítaia á síðasta ári. Þessa dag- ana er verið að ieggja loka- hönd á reikninga spítalans fyrir síðasta ár og segir Bjarni Arthúrsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri spítalans, að sparnaðurinn milli áranna 1991 og 1992 sé 10 milljónir, og meiri sé reiknað á sama verð- lagi. „Spítalinn er ekki sérgreindur í fjárlögum en spítalanum var út- hlutað um 138 milljónum á árinu 1992, samanborið við 145 millj- ónir árið 1991. Það eru því nokkrar milljónir sem hafa spar- ast umfram það sem okkur var ætlað,“ sagði Bjarni en spítalinn var rekinn sem hluti Ríkisspítal- anna. Útsalan byrjaði kl. 10 (30. jan.) Opið til kl. 16. Tilvalið fyrír alla fjölskylduna bporthuyid Hafnarstræti 24350 Þór-Valur i Höllinni á sunnudagskvöld kl. 20.00 Verið hagsýn - Verslið í Nettó Ódýr markaður Allra hagur Kreditkortaþjónusta Opið mánudaga-föstudaga kl. 12-18.30. Laugardaga kl. 10-16. Sunnudaga kl. 13-17. Hann segir að strax í febrúar á síðasta ári hafi verið sett upp áætlun um sparnað í rekstri spít- alans og hann hafi komið fljót- lega fram. Sparnaðurinn sé mest- ur á launaliðum, t.d. í yfir- og aukavinnu. Til viðbótar hafi ver- ið dregið verulega úr viðhaldi, fæðiskostnaður hafi lækkað sem og rekstrarvörur. „Það var unnið skipulega að þessum sparnaði og það náðist hreint ótrúlegur árangur. Tíu milljóna sparnaður milli ára er hátt hlutfall í ekki stærri rekstri en þetta,“ sagði Bjarni og bætti við að sumt af þeim aðgerðum sem ráðist var í hefðu ekki skilað sér fyrr en á yfirstandandi ári en eins og skýrt hefur komið fram breyttist rekstur spítalans um áramótin og er nú rekinn sem hluti af starfsemi Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. JOH „Fólkið í landinu er ekki sátt“ - segir Kári Arnór Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands „Það er mikiil misskilningur hjá forsætisráðherra að þetta snúist um ábyrgð og ábyrgðar- leysi, að það séu einkum stjórnarherrarnir sem séu ábyrgir en að hinir séu ábyrgð- arlausir. Þetta snýst um stefnu í efnahags- og atvinnumálum, hvort að menn ætla sér yfir höfuð að sinna þeim mála- flokki eða ekki,“ sagði Kári Arnór Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands. Kári var ynntur eftir stöðu mála hjá verkalýðshreyfing- unni á Norðurlandi þessa dag- ana, en honum var efst í huga að svara ummælum forsætis- ráðherra á fundum á Húsavík og Akureyri. „Boðskapur forsætisráðherra er að öll él stytti upp um síðir og þess vegna eigi menn bara að herða sultarólina og bíða eftir að hlutirnir lagist. Það er stjórnar- stefnan og hún er gamalkunn. Það þyrfti að taka til hendinni hér í atvinnumálum og skipta um efnahagsstefnu, reyna að fá hjól- in til að snúast. Við höfum ekki haft trú á að hægt sé að spara sig út úr þeim vanda sem við er að glíma. Það er einföld staðreynd að útgjöld eins eru tekjur annars. Þegar ríkið sparar sín kaup af Jóni, þá minnka tekjur Jóns og hann borgar minni skatta. Jón kaupir minna af þeim sem selur honum og hann borgar minni skatta. Aðgerðir stjómvalda hafa því orðið til að magna kreppuna, frekar en að draga úr henni. Varðandi stöðuna á vinnu- markaðnum tala stjórnarliðarnir um að það sé lítið til skiptanna og það sé enginn ábyrgur maður sem fari að stefna málunum út í ófrið á vinnumarkaði. Nú sé tími erfiðleika og nú eigum við að standa saman. Þetta segja menn eftir að vera búnir að taka hverja ákvörðunina á fætur annarri, sem hafa rýrt kjör launþega og kjör þeirra sem þurfa að nota heil- brigðiskerfið, hópa sem ekki eiga auðvelt með að bera hönd fyrir höfuð sér. „Með öðrum orðum: Fyrst slær ríkisstjórnin og bítur frá sér í all- ar áttir. Þegar menn ætla að verj- ast eða svara þessum árásum stjórnvalda þá á að standa saman, þá eiga menn að hafa ábyrgð til að vera þægir. Þannig bara vinna menn ekki ef menn ætla sér að hafa sátt í þjóðfélag- inu. Stjórnin verður að fara að frétta að aðgerðir hennar hafa áhrif á kjör fólksins í landinu og fólkið í landinu er ekki sátt við það sem hefur verið látið yfir það ganga að undanförnu. Þá á það engra annarra úrkosta eii að svara því á einhvern hátt.“ IM Dalvík: Bæjarráð mælir með því að bæjar- ábyrgðir verði óheimilar Á fundi Bæjarráðs Dalvíkur á fimmtudag var samþykkt að veita Bjarma Skarphéðinssyni 50 þúsund króna styrk, en hann mun taka þátt í fyrsta Olympíumóti unglinga á skíð- um sem hefst á Ítalíu 6. febrú- ar nk. Engin styrkbeiðni hefur borist Bæjarráði Ólafsfjarðar vegna farar Gísla Más Helga- sonar á sama mót. ekki heimilar. Bæjarráð Dalvík- ur mælti með því að bæjar- ábyrgðir yrðu bannaðar. Bæjarsjóði Dalvíkur var boðin húseignin Höfn við Karls- rauðatorg til kaups, en í greinar- gerð með Aðalskipulagi Dalvík- urbæjar segir að húsið sé frá árinu 1905 og hvatt til þess að húsið fái að standa á sínum stað, en á Dalvík hafa engin hús verið friðuð og engin hús eru þar nógu gömul til að falla undir ákvæði um sjálfkrafa friðun. Sj ávarút vegsdeild Dalvíkur- skóla hyggst efna til fyrirlestra á næstunni undir yfirskriftinni: „Framtíð í sjávarútvegi" og leitar eftir uppástungum að áhugaverð- um umræðuefnum. GG Skútustaðahreppur: Óbreytt gjöld frá fyrra ári í fundargerð Skipulagsnefndar Dalvíkur var samþykkt að breyta aðkomuleiðum að dvalaraheimili aldraðra, Dalbæ, í tengslum við byggingu fjögurra þjónustuíbúða sem afhentar verða í júnímánuði nk. og fyrirhugaðrar viðbygging- ar við sjálft dvalarheimilið. Lögð var fram breyting á regl- um um veitingu bæjarábyrgða á lánum, en fyrir skömmu barst bréf frá Sambandi ísl. sveitar- félaga þar sem áréttuð var sam- þykkt Bæjarstjórnar Akureyrar þess efnis að bæjarábyrgðir yrðu Á fundi sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps sl. fimmtudag var samþykkt óbreytt álagning gjalda á íbúa sveitarfélagsins frá fyrra ári. Útsvarsprósentan verður því 7,5% á þessu ári og fasteigna- gjöld 0.38 af íbúðarhúsnæði og 1.25 af atvinnuhúsnæði. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir að í fyrra hafi fasteignagjaldsstuðull fyrir íbúðarhúsnæði verið lækk- aður úr 0.40 í 0.38 og ákveðið hafi verið halda þeirri prósentu óbreyttri, „til þess að koma til móts við íbúana í þeim þrenging- um sem þeir standa frammi fyrir.“ óþh NÝ NÁMSKEIÐ * I r b r u <i r - I S m u , i n n r i t u n hlutatelknun módeltelknun andlltttelknun málun og lltameðferð vatnilltamálun grafftk hö n nu n tkrlft og I e tu r g e r ð bútataumur telknun, málun, mótun fyrlr börn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.