Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993
m
Verðlaunaafhending í ljóðasamkeppni Dags og MENOR á Fiðlaranum:
Einróma niðurstaða dómnefndar
Að þessu sinni bárust 109 Ijóð
í ljóðasamkeppni Dags og
Menningarsamtaka Norðlend-
inga. Flest komu frá Akureyri
og öðrum stöðum norðanlands
en einnig voru send inn ljóð frá
suðvesturhorninu og jafnvel
öðrum löndum. Þessi góða
þátttaka vitnar um áhuga
almennings á Ijóðagerð og
staðfestir það sem marga grun-
aði að skáld og hagyrðingar
leynast víða. Úrslit í Ijóðasam-
keppninni voru kunngerð við
hátíðlega athöfn á Fiðlaranum
sl. sunnudag.
Höfundar sendu ljóðin inn
undir dulnefndi og því vissu
dómnefndarfulltrúar ekki hver
átti hugverkin sem þeir voru með
í höndunum. Eftir að dómnefnd-
in hafði komist að niðurstöðu var
nafnleyndinni aflétt og þá kom í
ljós að höfundur ljóðsins „Geig-
ur“, sem dómnefnd mat best, var
! Aðalsteinn Svanur Sigfússon og á
bak við ljóðið „Mynd“, sem talið
var næstbest, leyndist Björn Ing-
'ólfsson.
Fyrstu verðlaun voru Ritsafn
Jónasar Hallgrímssonar og Sturl-
!unga saga frá Máli og menningu
og önnur verðlaun Ritsafn Jónas-
Fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni
Dags og MENOR:
Geigur
- eftir Aðalstein Svan Sigfússon
Þöglar lágu þær í mýrinni
staðnar dauðasvörtu vatni
í sólskini hugboð
um moldbrúnar axlir
og stuttan hlátur
skyggðan kvíða fyrir löngum vetri
við reyk af hlóðum
svo djúprættur geigur
við gamlar sögur
að geng enn á svig
þó nú séu grafirnar fallnar inn
og gróið yfir fyrir löngu
hröðum skrefum
því bíllinn gengur
og stutt í fréttir.
Önnur verðlaun í ljóðasamkeppni
Dags og MENOR:
Mynd
- eftir Björn Ingólfsson
Vetrarnótt.
Víðáttan frosin, hljóð,
vafin í teppi hvítt.
Glitrandi skært
í skini mána,
það leggst yfir engið,
ásinn, grundina,
ána.
Dulin í austri
er dagsins glóð,
daufeygar stjörnur vaka.
Út í auðnina hvíta
er eins manns slóð,
engin til baka.
ar. Aðstandendur samkeppninn-
ar kunna Máli og menningu bestu
þakkir fyrir stuðninginn.
Við athöfnina á Fiðlaranum
flutti Anna Helgadóttir, formað-
ur MENOR, ávarp og ræddi til-
urð og tilgang samvinnu Menn-
ingarsamtakanna og Dags á
undanförnum árum. Hún rifjaði
upp að þessir aðilar hefðu tvíveg-
is staðið fyrir ljóðasamkeppni og
sömuleiðis tvisvar fyrir smá-
sagnasamkeppni og hún þakkaði
Hauki Ágústssyni, fyrrverandi
formanni MENOR, sérstaklega
fyrir þátt hans í því að koma
þessum samkeppnum á.
Valgerður Gunnarsdóttir, for-
maður dómnefndar, gerði grein
fyrir störfum nefndarinnar. Aðrir
í dómnefnd voru Málmfríður Sig-
urðardóttir og Stefán Þór Sæ-
mundsson. Valgerður greindi frá
því að niðurstaða dómnefndar
hefði verið einróma og þótt ljóð-
in 109 hefðu verið misjöfn að
gæðum hefði verið gott að lesa
þau öll. Síðan ræddi hún um ljóð-
listina og breytingar á henni síð-
ustu áratugina, bæði hvað efni og
form varðar. Hún sagði að ljóðið
speglaði sinn samtíma og rifjaði
upp ljóðagerð íslendinga sem
bjuggu við kröpp kjör fyrr á
öldum. Þá byggðu íslendingar úr
orðum meðan aðrar þjóðir
byggðu hallir.
Um efni innsendra ljóða sagði
Valgerður: „Sumir líta til baka
með söknuði, aðrir glíma við
vandamál dagsins í dag og enn
yrkja rrienn um ástina, þetta
Hvatning til að halda áfram
- segir Aðalsteinn Svanur Sigfússon
Aöalsteinn Svanur Sigfússon
hefur getiö sér gott orð sem
myndlistarmaður en nafni hans
hefur einnig skotið upp kollin-
um í heimi Ijóðlistar. Hann
fékk viðurkenningu í Ijóða-
samkeppni Dags og MENOR
fyrir fáeinum árum og nú vann
hann til fyrstu verðlauna.
„Ég hef líka fengist nokkuð
lengi við að yrkja, en kannski
ekki af neinni alvöru fyrr en á
allra síðustu árum,“ sagði Aðal-
steinn. Hann kvaðst forðast
strangtrúarform í alvöru kveð-
skap þótt það ætti vel við í tæki-
færisvísum.
„Til að yrkja vel með ljóðstöf-
um og rími þurfa menn líka að
vera miklu betri skáld en ég,“
sagði Aðalsteinn hógvær.
- Þú sendir inn fleiri ljóð en
„Geig“ í þessa samkeppni, ekki
satt?
„Jú, ég sendi ein þrjú ljóð úr
gamla bunkanum en síðan small
þetta ljóð saman rétt áður en
skilafresturinn rann út og ég
sendi það blautt úr ritvélinni. Ég
var bara ansi ánægður með það
og er auðvitað enn ánægðari eftir
þessa viðurkenningu.“
- En hver er kveikjan að ljóð-
Aðalsteinn Svanur Sigfússon.
inu og hverjar „liggja í mýrinni
staðnar dauðasvörtu vatni“?
„Kveikjan að ljóðinu er reynd-
ar dálítið skemmtileg. Ég var að
lesa Salómón svarta og Bjart fyrir
dóttur mína og þeir bræður Fíi og
Fói voru að grafa svörð. Þá fóru
að rifjast upp æskuminningar frá
Árskógsströndinni um mógrafir
eða svarðargrafir sem maður var
oft varaður sterkt við. Þetta eru
fléttur í kringum þessar bernsku-
minningar.“
- Er geigur í þér ennþá?
„Nei, að minnsta kosti ekki í
sambandi við svarðargrafirnar.
En ég vona að menn túlki þetta
hver á sinn hátt og ég hef þegar
heyrt nokkrar mismunandi skýr-
ingar á ljóðinu."
- Þessi viðurkenning er þér
væntanlega hvatning til frekari
afreka.
„Já, mikil ósköp. Ég hef verið
með einhvers konar útgáfu í huga
í mörg ár en þetta dregst ár frá
ári því bunkinn minnkar alltaf.
Fyrir hvert nýtt ljóð sem bætist
við þá detta kannski tvö eldri út.
En það er svo sem ekkert á dag-
skrá að gefa út bók á næstunni
þótt vissulega sé þetta hvatning
til að halda áfram.“
Aðalsteinn sagði að sér þætti
mjög gott að geta lagt verk sín í
dóm í ljóðasamkeppni. Hann
væri eins og margir aðrir að
dunda við ljóðagerð inni í kompu
og þetta kæmi aldrei fyrir augu
almennings.
„Það er ágætt að fá einhver
viðbrögð, ekki síst þegar þau eru
í þessum dúr,“ sagði Aðalsteinn
Svanur að lokum. SS
Stendur ekki til að gefa út bók
- segir Björn Ingólfsson
Björn Ingólfsson, höfundur
Ijóðsins sem dómnefnd setti í
annað sæti í Ijóðasamkeppn-
inni, er skólastjóri Grenivíkur-
skóla. Hann er af kunnri hag-
yrðingaætt og smellnar lausa-
vísur hans hafa flogið víða en
nú fannst honum tímabært að
spreyta sig á alvarlegri Ijóða-
gerð.
Björn var fyrst spurður að því
hvort hann hefði átt þessa
„Mynd“ í fórum sínum eða dreg-
ið hana sérstaklega upp fyrir
samkeppnina.
„Ég settist niður þegar ég frétti
af þessari keppni. Ég er búinn að
semja ýmislegt í gegnum tíðina
með stuðlum og höfuðstöðum en
ekkert af því verðskuldar að
heita skáldskapur. Mér fannst
forvitnilegt að vita hvort ég gæti
samið ljóð og þá var upplagt að
leggja það í dóm og bíða eftir
úrskurði."
- Þessi sýn sem birtist í ljóð-
inu, er hún bundin við tiltekinn
stað?
„Nei. Sá sem hefur verið úti í
tunglskini á vetrarnóttu þegar
sléttur snjór liggur yfir öllu,
óskemmdur af vélsleðaförum og
öðru, gleymir ekki þeirri sýn. Og
ég setti þessi spor út í auðnina í
Björn Ingólfsson.
lok ljóðsins til að gera það spenn-
andi.“
- Já, það má jafnvel sjá feigð-
artákn í þeim orðum.
„Það má eflaust skilja það á
ýmsa vegu. Lesendur verða að
ráða í það.“
- Þú hefur ekki gefið út ljóða-
bók, eða hvað?
„Nei, og stendur ekki til. Ætli
ég haldi mig ekki við tækifæris-
kveðskapinn. En mér fannst
toppurinn að eignast Jónas Hall-
grímsson fyrir að setja saman eitt
ljóð. Það eru ekki allir sem fara í
föt Jónasar og sennilega enginn.“
Björn segist lesa töluvert af
ljóðum. Hann kveðst ekki hafa
mikinn tíma til að lesa og því sé
handhægt að grípa í ljóðabók og
lesa eitt og eitt ljóð, án þess að
vera bundinn af heilum köflum
eins og í skáldsögunum.
- Nú er „Mynd“ með stuðlum
og höfuðstöfum og einnig rími.
Ertu minna fyrir hið frjálsa form?
„Stuðlar og höfuðstafir eru sér-
einkenni fyrir íslenskan kveð-
skap og þótt ég sé ekki á móti
öðruvísi kveðskap finnst mér að
við megum ekki týna þessum ein-
kennum. Ég les hefðbundin jafnt
sem óhefðbundin Ijóð. Það eru
orðin sem skipta mestu máli og
bygging þeirra."
- Nú veit ég að sumir vilja
ekki leggja lag sitt við ljóðasam-
keppni, en hvað finnst þér um
framtak af þessu tagi?
„Mér finnst það mjög gott.
Menn lúra víða á góðum kveð-
skap og þetta hvetur menn til að
fara af stað.“
Björn sagðist að lokum vera
afar ánægður með að Þráinn
Karlsson skyldi hafa verið feng-
inn til að lesa ljóðið. „Ég hef ekki
heyrt neinn núlifandi mann lesa
ljóð betur en hann,“ sagði Björn.
SS