Dagur - 08.04.1993, Síða 11
Séra Birgir Snæbjörnsson fagnaði nýverið 40 ára starfsafmæli:
Skímarböniin orðin
4825 og brúðhjónin 1443
Sr. Birgir Snæbjörnsson: Óneitanlega hvarflar stundum að manni þegar far-
ið er til erfiðustu prestverkanna, hvort ekki hafi verið betra að velja eitthvert
annað starf. En ég hef alltaf hugsað þannig að það sé mikils virði að koma
fólki til hjálpar í gegnum Guðs orð og trúna. Mynd: Robyn.
Þann 15. febrúar sl. voru liðin
40 ár frá því sr. Birgir Snæ-
björnsson, prófastur á Akur-
eyri, vígðist til prests. Þar af
hefur hann þjónað Akureyrar-
prestakalli í tæp 33 ár. Blaða-
maður settist niður með sr.
Birgi á skrifstofu hans í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju á
dögunum og ræddi við hann
um starf prestsins.
En áður en sr. Birgi er gefið
orðið er rétt að rifja upp að hann
hóf prestskap að Æsustöðum í
Langadal í febrúar árið 1953 og
starfaði þar í sex og hálft ár. Síð-
an lá leið sr. Birgis að Laufási við
Eyjafjörð, þar sem hann þjónaði
í hálft annað ár. Frá árinu 1960
hefur hann óslitið þjónað Akur-
eyrarprestakalli. Reyndar sótti
sr. Birgir um starf sóknarprests í
Akureyrarsókn árið 1954, en
fékk 20 atkvæðum færra en sá
sem flest atkvæði hlaut. Þegar sr.
Birgir horfir til baka segist hann
vera þakklátur fyrir að hafa ekki
unnið kosninguna þá. Það hefði
einfaldlega verið alltof erfitt fyrir
24 ára reynslulausan prest að
koma til starfa í svo stórum
söfnuði. En 6 árum síðar segist
sr. Birgir hafa verið reynslunni
ríkari og tilbúinn að taka þetta
erilsama og erfiða starf að sér.
Sex úr stúdentahópnum
í guðfræði
„Ég hefði ekki viljað skipta á
þessu starfi og einhverju öðru,“
sagði sr. Birgir. „Ég tók ákvörð-
un um að læra til prests í fimmta
bekk í menntaskóla. Þá voru
miklar trúmáladeilur í skólanum
og ég ásamt nokkrum öðrum
skipuðum okkur í brjóstvörn fyr-
ir kirkjuna og kristindóminn. Ég
held að það hafi ekki verið nein
tilviljun að úr okkar stúdenta-
hópi fóru sex í guðfræði og allir
erum við starfandi enn þann dag í
dag. Strax sem barn lærði ég að
biðja og allar götur síðar hef ég
verið mjög trúaður.“
Mikið starf og oft kapp-
hlaup við tímann
„Starf kirkjunnar er mun fjöl-
þættara en áður. Guðsþjónust-
urnar og barnastarfið var fyrir-
ferðarmest hér áður fyrr, en nú
hefur margt bæst við. Ég nefni
starf fyrir aldraða, mömmu-
morgna, starf fyrir fólk í atvinnu-
leit og aukið starf á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu, en þangað förum
við prestarnir tvisvar í viku í vitj-
anir. Einnig skal getið um starf
Samtaka um sorg og sorgarvið-
brögð og fyrirbænaguðsþjónust-
urnar, sem eru alla fimmtudaga
allan ársins hring.
Þetta er auðvitað mikið starf
og oft kapphlaup við tímann. En
ég hef reynt að vera aldrei á síð-
ustu stundu með hlutina. Ég
reyni heldur að vaka lengur og
það hefur bjargað mér að ég þarf
mjög lítinn svefn, kemst af lang-
tímum saman með 5-6 tíma svefn
á nóttu. Aðeins einu sinni hefur
komið fyrir mig að ná ekki að
ljúka að skrifa predikun fyrir
athöfn. Það var fyrir síðustu
messu á jólum og þá sagði ég við
sóknarbörnin að mig hefði hent
það sama og skákmennina, að
falla á tíma, og þau yrðu því að
taka viljann fyrir verkið.“
Lífsfylling að geta orðið
fólki að liði
Ekki þarf að hafa um það mörg
orð að mörg prestveílc eru afar
erfið og reyna verulega á prest-
ana. Sr. Birgir nefnir í því sam-
bandi sumar útfarir, t.d. þegar
börn eða fólk í blóma lífsins er
borið til grafar. „Óneitanlega
hvarflar stundum að manni þegar
farið er til erfiðustu prestverk-
anna, hvort ekki hafi verið betra
að velja eitthvert annað starf. En
ég hef alltaf hugsað þannig að
það sé mikils virði að koma fólki
til hjálpar í gegnum Guðs orð og
trúna. Mér finnst ákveðin lífsfyll-
ing að geta orðið fólki að liði á
erfiðustu stundum."
Skírnin ánægjulegasta
prestverkið
Hjónaskilnuðum hefur fjölgað
á síðari árum og í hlut prestanna
kemur að tala á milli hjóna.
Stundum ber það árangur, stund-
um ekki. Sr. Birgir segir fjölgun
hjónaskilnaða dapurlega stað-
reynd og því miður sé það svo að
lítið hafi verið um giftingar að
undanförnu. Það er af sem áður
var, þegar mikið var um giftingar
um jól og áramót.
En hvaða prestverk veita sr.
Birgi mesta gleði og ánægju?
„Skírnin," segir hann og er fljót-
ur til svars. „Þetta er orðinn stór
hópur, skírnarbörnin á þessum
40 árum eru 4825 talsins," segir
sr. Birgir og bætir við að brúð-
hjónin séu orðin 1443 að tölu.
Líður alltaf vel í kirkjunni
Sr. Birgir sagði að í starfi
prests hafi hann kynnst fjölda
fólks og mætt velvild. „Ég er
ákaflega þakklátur fyrir öll þessi
mannlegu kynni og hvað fólk hef-
ur veitt mér mikið. Þá vil ég geta
þess að eiginkona mín, Sumarrós
Garðarsdóttir, hefur verið mér
ákaflega mikill styrkur í mínu
starfi. Segja má að hún annist
símavörslu að deginum og oft
hefur hún náð að leysa úr erfið-
um málum þegar ég kem heim að
kvöldi.“
Sr. Birgir orðaði það svo að
honum liði alltaf vel í kirkju. „í
kirkjunni er alveg sérstakt and-
rúmsloft. Stundum hef ég komið
afar illa upplagður til messu og
sagt við organistann að ég myndi
ekki treysta mér til að tóna. En
síðan þegar komið er inn í
kirkjuna er eins og einhver
hjálp veitist. Ég get líka nefnt að
ég hef oft kviðið sárlega fyrir erf-
iðum jarðarförum, en alltaf veit-
ist manni einhver æðri styrkur.
Við biðjumst fyrir í skrúðhúsinu
áður en við hefjum stundir í
kirkjunni, bæði fyrir jarðarfarir
og messugjörðir, og bænin veitir
alltaf styrk.“
Stórkostlegt að messa að
morgni páskadags
í dag, skírdag, er mikið um að
vera í Akureyrarkirkju. Ferm-
ingar eru bæði fyrir og eftir
hádegi og síðan er guðsþjónusta í
kirkjunni í kvöld. Á morgun,
föstudaginn langa, er messað í
Akureyrarkirkju, síðan tvisvar á
páskadag og í Minjasafnskirkj-
unni. „Boðskapur páskanna er
stórkostlegur og að sama skapi er
messa á páskadagsmorgni dýrð-
leg hátíð. Ég tók upp þann sið
hér fljótlega eftir að ég hóf hér
störf að messa að morgni
páskadags. Fyrstu morgunmess-
una sóttu ef ég man rétt um 150
manns, en síðan hefur messu-
sóknin aukist og þetta er að
verða ein fjölsóttasta messa
Ársins. Ég hef aftur á móti orðið
Ifyrir vonbrigðum á síðari árum
með messusókn á föstudaginn
langa,“ sagði sr. Birgir.
Þeirrar gæfu aðnjótandi
að hafa mikla starfsorku
Sr. Birgir sagði í lok samtalsins
að því væri ekki að neita að oft
væri hann þreyttur eftir langan
vinnudag, en hann hafi verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
mikla starfsorku og ekki átt við
alvarleg veikindi að stríða á 40
árum í prestsstarfinu. „Ég er Guði
þakklátur fyrir að hafa leyft mér
að starfa fyrir sig og gefið mér
þessa starfsorku. Ég má vera í
starfi fram í ágúst 1999, þegar ég
verð sjötugur, og ég er staðráð-
inn í því að reyna að duga á með-
an ég get,“ sagði sr. Birgir Snæ-
björnsson og brosti. óþh
Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - 11
íbúðir á söluskrá
Bakkahlíð:
2ja herbergja íbúð, 65 fm á neðri hæð í tvíbýlishúsi,
mikið endurnýjuð, falleg íbúð, góð eign.
Möðrusíða:
Einbýlishús á einni hæð, 148 fm, með bílskúr, tilbúið
undir tréverk, til afhendingar strax, ýmis skipti koma
til greina, verð 10,5.
Grundargerði:
Raðhús á 2 hæðum, 146 fm, fæst á góðu verði, mik-
ið áhvílandi, laus eftir samkomulagi.
Tjarnarlundur:
4ra herbergja íbúð á 3. hæð, 91 fm, mikið endurnýj-
uð, góð sameign, laus strax.
Kjalarsíða:
4ra herbergja íbúð á 3. hæð, 99 fm, mikið endurnýj-
uð, björt og rúmgóð íbúð á góðum stað, laus 1. júní.
Fasteignasalan
Brekkugötu 4 • Sími 21744
Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl.
Solust. Oddur Oskarsson.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Hlutafélagaskrá
Laust er til umsóknar starf löglærðs fulltrúa hjá
Hlutafélagaskrá. Möguleiki er á hlutastarfi. Launa-
kjör skv. kjarasamningi BHMR og ríkisins.
Upplýsingar um starfið gefur Benedikt Þórðarson,
forstöðumaður Hlutafélagaskrár.
Umsóknir sendist Viðskiptaráðuneytinu fyrir 30. þ.m.
SAMVINNUHÁSKÓLINN
- REKSTRARFRÆÐI
REKSTRARFRÆÐADEILD
Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar
að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til
forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnu-
lífinu.
Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við-
skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam-
vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám.
Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og
stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfs-
mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál, o.fl.
Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið
er lánshæft hjá LÍN.
FRUMGREINADEILD
Nám til undirbúnings rekstrarfræðanámi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskóla-
stigi án tillits til námsbrautar.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði og félags-
málafræði. Einn vetur.
Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á
Bifröst, ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði
o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri.
Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um
38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur.
Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans
á Bifröst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar,
upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina
og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Þeir
umsækjendur ganga fyrir, sem eru orðnir eldri en 20
ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.
Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir
því sem skólarými leyfir.
SAMVINNUHÁSKÓLINN Á BIFRÖST
311 BORGARNES - SÍMI 93-50000