Dagur - 08.04.1993, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993
SÁLNARUSK
Iifið lifir
„ Við trúuni því að eftir dauðann taki ekkert við, þvíþegar maður spyr þá dánu hvað gerist, segja þeir ekkert.((
Við syngjum „Dauðinn dó, en lífið lifir“ í vel þekktum páskasálmi.
íslendingar eru töluvert fyrir það að hnýsast í hvað taki við eftir að maður hefur
dáið. Hinn mikli fjöldi bóka, sem út kemur á ári hverju um svokölluð yfirnáttúruleg
fyrirbæri, er gott dæmi um þann áhuga. Ein slík heitir að mig minnir „Hvað gerist eft-
ir dauðann?"
Góða sögu heyrði ég í þessu samhengi. Þannig var að eldri hjón höfðu átt ákaflega
stirða sambúð um langt skeið, en hangið saman af gömlum vana. Þau höfðu varla tal-
ast við svo árum skipti. Svo gerist það einn daginn, að karlinn deyr. Sú gamla fer á
miðilsfund og að sjálfsögðu kemur karlinn þar fram. Nú brá svo við að kerlingin fór
a.m.k. vikulega á miðilsfund að tala við framliðinn eiginmann sinn, og bar miðillinn
tíðum innileg og heit skilaboð á milli þeirra. Fór bara vel á með þeim hjónunum,
núna, þegar karlinn var allur.
Hvort þessi saga er dæmigerð um afstöðu okkar til þessara mála, skal ósagt látið,
en hinu er ekki að neita, að ekki hef ég rekist á bók með titlinum „Hvað gerist fyrir
dauðann?“
(Úr ijóðinu „Creed“ eftir Steve Tumer)
Finnst okkur hitt e.t.v. forvitnilegra?
Heilög páskahátíð er sigurhátíð lífsins, þess lífs, sem Kristur á einn að gefa, lífsins
eilífa. Okkur hættir til að líta á það líf með tilliti til magnsins einvörðungu, að þar sé
um að ræða líf til óendanlegs fjölda ára, sem taki við að jarðlífinu loknu. Þar með sést
okkur yfir raunverulega merkingu hugtaksins. Orðið „eilífur" lýsir hreint ekki ein-
ungis magni, heldur ennfremur gæðum. Lífið eilífa er lífið, eins og það á að vera, lífið
í sínum innsta kjarna. Það bíður okkar ekki hinum megin þessa lífs, heldur býðst það
okkur hér og nú, í þessu lífi.
Það sama á við um dauðann. Látnir geta lifað og lifandi geta ennfremur verið
dánir. Áhrifa dauðans getur gætt í þessu lífi, skemmt það og kæft í því neistann.
Kristur sigraði dauðann á heilögum páskum. Sá boðskapur á ekki einvörðungu að
heyrast yfir kistum og opnum gröfum, heldur líka þar sem þú situr, liggur eða stendur
núna, lifandi. „Þetta er ekkert líf,“ segjum við, og stundum hittum við naglann á
höfuðið. Þetta er oft ekkert líf í raun og veru, sem við erum að burðast við að lifa.
Þá á sá, sem dauðann hefur sigrað, líf að gefa þér, líf, sem er öllum dauða öflugra,
því í honum er dauðinn að sönnu dáinn, en lífið eitt lifir.
„Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir mitt orð
og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki
til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til
Iífsins.“
(Jóhannes 5, 24)
Sr. Svavar A. Jónsson
Myndina gerði Dagný
Sif Einarsdóttir.
Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír páskahelgina
( Vatnsberi A (20. Jan.-18. feb.) J Vart verður við samskiptaörðug- leika svo vertu viss um að fólkiö sem þarfnast þín viti hvar þú ert. Þú þarft að hafa fyrir hlutunum um helgina. (4s^k Tvíburar ^ \^/V 7v (21. maí-20. júni) J Ekki vera hræddur vib að taka þátt í hópvinnu meb þeim sem þab vilja. Gættu þess samt ab taka ekki of mikiö ab þér. \^ir (23. sept.-22. okt.) J Þú verður ab íhuga vel allar tillög- ur sem berast svo láttu ekki und- an þrýstingi um að flýta ákvarb- anatöku. Breytingar eru fyrirsjáan- legar.
(Fiskar 'Á (19. feb.-20. mars) J (Jí^ Krabbi ^ \me (21.júni-22.Júlí) J (tÆC. Sporfldreki^j (23. okt.-21. nóv.) J
Það verður nóg að gera hjá þér um helgina og ýmislegt óvænt skýtur upp kollinum. Taktu því ekki á þig of miklar skuldbinding- ar. Ekki vera of fljótfær við ab vísa frá hugmynd sem í fyrstu virðist óraunhæf. Reyndu þess í stab ab hlusta á viðhorf annarra. Reyndu ab beita skynsemi og rök- réttri hugsun vib vinnuna í dag svo þú eyðir ekki tíma þínum til einskis. Þú færð gott tækifæri um helgina.
(^apHrútur ^ \(21. mars-19. april) J Gerðu ráð fyrir einhverju uppþoti þótt ástæðurnar fyrir því séu ýkt- ar. Fólk í kringum þig er stressað svo reyndu að komast af að sjálfs- dáðum. (aéfiéón ^ \^rv*TN. (23. júli-22. ágúst) J Þú átt gott meb að koma skoðun- um þínum á framfæri svo hvers konar samningaumleitanir ganga vel. Þú eignast nýja bandamenn. (Bogmaður 'Á ýw.'t (22. nóv.-21. des.) J Ef þú ert ekki vel vakandi er hætta á að kæruleysi geri vart vib sig. Gættu þess ab læsa vel á eftir þér ef þú ferb út og gættu eigna þinna vel.
(Naut ^ \<T 'V (20. apríl-20. maí) J Þú átt erfitt með að losa þig við vandmál svo reyndu eftir bestu getu að leiða það hjá þér. Farðu í stutt ferðalag um helgina. (jtf Meyja A (23. ágúst-22. sept.) J Þetta er tími góðra hugmynda og vel unninna verka. Reyndu eftir getu að hjálpa þeim sem ekki geta hjálpab sér sjálfir. Happatöl- ureru 10,16 og 25. (Steingeit ^ \rt D (22. des-19. jan.) J Þér mibar hægt svo reyndu að fá hjálp frá öbrum. Hópvinna er mun skárri kostur í því sem þú ert að gera þessa dagana.
Afmælisbarn fimmtudagsins
Árið fer heldur rólega af stað og þér mibar hægt áfram. Þetta ástand varir áfram en þér finnst þab mikilvægast nú ab auka þekkingu þína og mynda traust sambönd. Ekki vera hlédrægur og sýndu hvað í þér býr.
Afmælisbarn föstudagsins
Fyrstu mánuðir ársins verða spennandi því þá bjóöast tækifæri sem geta breyt lífi þínu á táknrænan hátt. Þetta tengist hugsanlega flutning- um á nýjar slóbir. Samband þér nátengt fer hugsanlega út um þúfur.
Afmælisbarn laugardagsins
Þú þráir breytingar strax en ættir að bíba meb þær því byrjun ársins verður ekki hagstæð. Þetta á líka við ef þú ert ab hugsa um persónulegt samband sem þú vilt ab endist.
Afmælisbarn sunnudagsins
Árið fer vel af stab þótt lítið fari fyrir því en síðan gengur þú í gegnum erfitt tímabil sem þú heldur ab ætli aldrei að taka enda. Kannski vær best fyrir þig að byrja aftur frá byrjun.
Afmælisbarn mánudagsins
Þótt árib fari hægt af stað máttu ekki láta blekkjast því innan skamms munu ferðalög létta lund þína. Þá mun þér ganga vel í hagkvæmum málum en ástin mun samt láta bíða eftir sér.
Afmælisbarn þribjudagsins
Þú varðst nýlega fyrir vonbrigbum vegna slita á ákveðnu sambandi sem var þér mikils virði. En láttu ekki hugfallast því brátt eignast þú nýja vini og breytir um umhverfi. Ekki dvelja um of í fortíðinni.