Dagur - 08.04.1993, Síða 14

Dagur - 08.04.1993, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993 Um víðan völl Stefán Þór Sæmundsson g$g DAGUE IJS IlWíníi i ífyiniiiiliií og |r«pk»»iidaiii t Sif'iilníí ItatKtofu k.L \. «ir<\í» líti ánt Úr gömlum Degi Nýjar mjólkurflöskur í dag og framvegis verður mjólk á Akureyri afgreidd í nýjum flöskum úr lituðu gleri. Þykir mjólk úr þessum flöskum betri, því litaða glerið hindrar ljósgeisla, sem valda stundum þráabragði í mjólkinni. Áfram verður mjólk einn- ig seld í lausu máli, og skipt verður um flöskurnar til 5. apríl. Verð á þeim er óbreytt. Mjólkursamlagið mun í dag dreifa leiðbeiningum um bæinn um þetta efni. (Dagur 27. mars 1963) Spaug Kristján skrifstofustjóri hafði verið í mánaðarferðalagi. Þegar hann kemur á skrif- stofuna fréttir hann að Hafliði, undirmaður hans, hafi verið eina viku í burtu og setið að drykkju. Þegar Kristján hittir Hafliða segir hann: „Þú hefur verið viku fjarver- andi; þín hefur verið saknað." „Já, en þú hefur verið mán- uð fjarverandi og þín hefur enginn saknað.“ Ágúst kaupmaður hringdi í sýslumann einn úti á landi. Af misgáningi var honum gefið samband við sýslumanninn í næstu sýslu. Sýslumaður áttar sig brátt á þessum mistökum og segir: „Þér talið við vitlausan sýslumann.“ Krafan er... Landsmenn eigi gleðilega páska. Þetta er fullkomlega eðlileg krafa en hugsanlega byggð á mikilli óskhyggju. Það er líka spurning hvað væntingar fólks eru miklar, hvernig það vill eiga gleði- lega páska og hvaða kröfur það gerir. Við þessir meðal- jónar viljum sennilega liggja í leti, sem þarf ekki endilega að vera löstur, og borða góð- an mat. Innifalið í þessu er samvera með fjölskyldunni, útivist, heimsóknir og eitt- hvað fleira notalegt. Það er hverjum manni nauðsynlegt að eiga kyrrðarstund, staldra við, líta um öxl og fram á við og safna kröftum fyrir næstu törn. Vonandi munu ferm- ingarbörnin eiga gleðilega páska og gestir þeirra allir. Að svo mæltu máli kveð ég og mæti með Nöldrarann í næsta helgarblaði. Furður Fyrsta stafrófskver á íslandi var gefið út í Skálholti 1695, „Eitt lítið stafrófskver fyrir börn og ungmenni“. Aftan við það voru prentuð fræði Lúters. Samt er talið að kunnátta í lestri og skrift hafi verið almenn fyrir þann tíma en menn hafi lært lestur af handritum. Að minnsta kosti segir Norðmaðurinn Absal- on Bayer á 16. öld að á ís- landi sé almenn venja að kenna börnum, bæði drengj- um og stúlkum, að lesa og skrifa. Það hefði því senni- lega vakið furðu hans að frétta af Lestrarkeppninni miklu, sérstöku átaki til að skikka íslensk börn til að lesa. Alfræði Utiseta: Næturdvöl á krossgötum þar sem allar göturnar liggja beina leið til kirkju. Tilgangurinn með útisetu var upphaflega að vekja upp drauga og fregna af þeim um óorðna atburði en síðar tengdist hún búferlaflutningum huldufólks á nýárs- eða Jóns- messunótt. Sá sem situr í vegi fyrir huldufólki á krossgötum getur samkvæmt íslenskri þjóð- trú eignast gull og gersemar sem huldufólkið býður honum fyrir að færa sig ef hann þegir alla nóttina og lítur hvorki til hægri né vinstri. Orðabókin göndla, -aði s snúa upp á, vinda og hnoða saman: göndla e-u saman\ spinna e-ð gróft, göndlast áfram böðlast áfram. Málshættir Guð styrkir góðan vilja. Grimmur er guðlaus maður. Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 8. april skírdagur 14.50 Heimstniboð - Evrópa. Upptaka fré samkomu í Essen í Þýskalandi þar sem trúboðinn Biily Graham var aðalræðumaður. 15.50 Finnland 75 ára. Upptaka frá Finnlandshátíð í listahöllinni í Tampere 4. desember sl. 17.00 Hugsandi tni. Dagskrá um herra Sigur- bjöm Einarsson biskup. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Babár (8). 18.55 Táknmálsfréttír. 19.00 Wolfgang (1). Fjölþjóðlegur myndaflokkur um líf og starf tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Aðalhlutverk: Alexander Lutz, Toni Böhm og Magdalena Reifova. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Við slaghörpuna. Jónas Ingimundarson tekur á móti Kolbeini J. Ketilssyni, Guðna Franzsyni og Unni Wilhelmsen í sjónvarpssal að viðstöddum áhorfendum. 21.20 Torfkirkjurnar. Heimildarþáttur um torf- kirkjunar sex sem enn eru eftir á íslandi. 21.50 Upp, upp mín sál (5). (I'll Fly Away.) 22.40 Töfrafjallið (3). Lokaþáttur. 00.30 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 9. april föstudagurinn langi 15.45 Bakkynjumar. 18.00 Ævintýri Tlnna (9). Blái lótusinn - seinni hluti. 18.30 Bamadeildin (3). (Children's Ward.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Wolígang (2). 20.00 Fréttir og veður. 20.30 14 ár i Kína. Þáttur um ævi og starf Ólafs Ólafssonar sem ungur sveitadrengur fékk köllun til kristniboðs i Kina. 21.00 Heyr himna smiður. Upptaka frá setningu tón- menntadaga Ríkisútvarps- ins í febrúar 1992. 21.40 Drengirnir frá Sankt Petri. (Drengene fra St. Petri.) Myndin gerist i Danmörku á striðsárunum og segir frá sjö piltum í bænum St. Petri, baráttuvilja þeirra og frelsis- ást. Aðalhlutverk: Dan Laust- sen, Lars Nielsen, Leif Axel Kjeldsen, Morten Degnbol, Jacob Groth, Ib Tardini og Mads Egmont Christensen. 22.30 Blóð og sandur (1). Fyrri hluti. (Dust and Blood.) Fjölþjóðlegur myndaflokkur sem gerist á timum kross- ferðanna. Aðalhlutverk: Brian Blessed, Femando Rey, David Wamer, Valeria CavaUi og Jean-Yves Berteloot. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.00 Útvarpsfréttir i dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 10. apríl 09.00 Morgunsjónvarp barn- anna. Dolli dropi í Japan. Helgileikur. Böm úr Nessókn flytja helgi- leik um það sem gerðist á páskunum. Símon í Krítarlandi. Álffinnur - fyrri hluti. Hlöðver grís (10). Sungið með sínu nefi. Litskrúðugur og söngelskur páfagaukur syngur með eig- endum sínum. Blíðubangsar í Undralandi. Spúkarnir. Eiríkur Fjalar flytur eitt lag og Pálmi Gunnarsson syng- ur Gleðibankann. 11.05 Hló. 16.00 íþróttaþátturínn. í þættinum verður meðal annars bein útsending frá leik í fyrstu deild karla á íslandsmótinu í handknatt- leik. Einnig verða sýndar myndir frá landsmóti í skíða- íþróttum sem fram fór í Hlíð- arfjalli við Akureyri um síð- ustu helgi, og svipmyndir úr knattspymuheiminum. 18.00 Bangsi besta skinn (10). 18.30 Hvutti (2). (Woof V.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Strandverðir (10). (Baywatch.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Æskuár Indiana Jones (12). 21.30 Tangókvöld. Edda Erlendsdóttir, Oliver Manoury og hljómsveit skip- uð valinkunnum hljóðfæra- leikurum leika tangótónlist á Sólon íslandus í Reykjavík. 22.15 Lögregluskólinn. (Police Academy I.) Bandarísk gamanmynd frá 1984 um litríkar persónur sem hefja nám í lögreglu- skóla. Aðalhlutverk: Steve Gutten- berg, G. W. Bailey, George Gaynes, Kim Cattrall og Bubba Smith. 23.40 Blóð og sandur (2). Seinni hluti. Atríði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 11. april páskadagur 09.00 Morgunsjónvarp barn- anna. Kórsöngur. Skólakór Seltjamamess flyt- ur lagið Jósúa sat um Jeríkó. Heiða (15). Álffinnur - seinni hluti. Þúsund og ein Amerika (16). Átján barna faðir i álfheim- um. Felix köttur (13). Elías. Elías, fyrirmynd annarra barna í góðum siðum, segir frá því hvemig á að haga sór í fjölskylduboði. Páskahérinn. Vilhjólmur og Karítas. Karítas heimsækir Vilhjálm sem liggur veikur. 11.25 Hlé. 14.15 Lucia di Lammermoor. Uppfærsla Scala-óperunnar í Mílanó á óperu Gaetanos Donizettis. 16.00 Stórviðburðir aldarinn- ar (6). 6. þáttur: 2. september 1939. Heimsstyrjöldin síðari - fyrsti hluti. 17.00 Páskamessa. Páskamessa í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði. Prestur er séra Sigurður Helgi Guð- mundsson. 18.00 Páskastundin okkar. 18.30 Seppi. íslensk kvikmynd um lítinn flækingshvolp sem fer að leita að mömmu sinni og lendir í ýmsum ævintýrum. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Wolfgang (3). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Hið hljóðláta verk. Um líf og list Gunnlaugs Óskars Schevings. 21.05 Svarta kertið. (The Black Candle.) Sagan gerist á Norður-Eng- landi um síðustu aldamót og segir frá ungri konu og örlagaríkum atburðum sem hafa mikil áhrif á líf hennar. 22.50 Samivel. Kvikmynd eftir Karel Prokop um franska rithöfundinn, kvilmiyndagerðarmanninn og íslandsvininn Samivel, höfund bókarinnar Guíl íslands. 23.50 Aldasöngur. Sönghópurinn Hljómeyki flytur Aldasöng eftir Jón Nordal. 00.05 Útvarpsfréttir í dag- skráriok. Sjónvarpið Mánudagur 12. apríl annar í páskum 16.00 Skrítla. (Skeezer.) Bandarísk fjölskyldumynd frá 1982, um tíkina Skrítlu og afrek hennar. Aðalhlutverk: Karen Valentine, Dee Wallace og Tom Atkins. 17.50 Ævintýrí á okkar tímum. 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Auðlegð og ástríður (102). 19.30 Út í loftið (4). (On the Air.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpsonfjölskyldan (9). (The Simpsons.) 21.00 Dagur í lífi Kristjáns Jóhannssonar. í tilefni af frumraun Krist- jáns á sviði Metropolitan- óperunnar fór Valgerður Matthíasdóttir til New York og ræddi við hann um störf hans í helstu óperuhúsum heims. 21.45 Marilyn í blíðu og stríðu. (Marilyn - The Untold Story.) Bandarísk sjónvarpsmynd um ævi leikkonunnar Marilyn Monroe. Aðalhlutverk: Catherine Hicks. 00.05 Útvarpsfréttir og dag- skrórlok. Sjónvarpið Þriðjudagur 13. apríl 18.00 Sjóræningjasögur (17). Spænskur teiknimyndaflokk- ur sem gerist á slóðum sjó- ræningja í suðurhöfum. 18.30 Frægðardraumar (3). (Pugwall.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Auðlegð og ástriður (103). 19.30 Skálkar á skólabekk (24). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fólklð i landinu. Nafn hans er samofið skipasögu Eimskips. Ragnar Halldórsson ræðir við Viggó Maack skipaverk- fræðing. 21.00 Hver kyssti dóttur skyttunnar? (2). (The Ruth Rendell Mysteries - Kissing the Gunner's Daughter.) 21.55 Útvarpsráð. Umræðuþáttur um Ríkisút- varpið og hlutverk útvarps- ráðs. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 8. apríl skírdagur 09.00 Kátir hvolpar. 09.20 Pegasus. 09.45 Hilda skoðar heiminn. 10.10 Undirheimar Ogganna. 10.30 Ævintýri Vífils. 10.50 Sögur úr Andabæ. 11.15 Fótfimi froskurínn. 11.35 Barnapíurnar. (The Baby Sitters Club.) 12.00 Gusugangur. (Splash.) Myndin segir frá manni sem verður ástfanginn af haf- meyju. Aðalhlutverk: Daryl Hannah, Tom Hanks, John Candy og Eugene Levy. 13.45 Alríkislöggurnar. (Feds.) Myndin segir frá tveimur ungum konum, EUie og Janis, sem komast inn í hinn stranga lögregluskóla FBI. Aðalhlutverk: Rebecca DeMomay, Mary Gross, Kenneth Marshall og Fred D. Thompson. 15.05 Rodgers og Hammer- stein. The Sound of American Music.) í þessum fróðlega þætti er fjallað um söngleikjatónlist þeirra Rodgers og Hammer- stein. 16.30 Með afa. 18.00 Kennedy fjölskyldan. 18.50 Hollensk list. Fyrsti þáttur í sérstaklega vel gerðri og forvitnilegri þáttaröð um hollenska list- sköpun. 19.19 19:19. 20.00 Elliott systur II. Lokaþáttur. 21.00 Aðeins ein jörð. 21.30 Ljós í myrkri.# (Fire in the Dark.) Vönduð, mannleg og góð mynd um baráttu fullorðinn- ar konu við að halda reisn sinni og sjálfstæði þegar aldurinn færist yfir. Aðalhlutverk: Olympia Dukakis, Linsay Wagner, Jean Stapleton og Ray Wise. 23.05 Skuggar fortíðar.# (A Fatal Inversion.) Fyrsti hluti. Adam og Rufus vom óað- skiljanlegir félagar á skóla- árunum, hæfilega villtir og passlega kærulausir. Ákveðnir í að njóta lífsins til fullnustu þrátt fyrir litla lausafjármuni komast þeir í sannkallaða gullnámu þegar Adam erfir Wyvis Hall, gamalt breskt ættaróðal. Aðalhlutverk: Douglas Hodge, Jeremy Northam, Saira todd, Julia Ford, Gordon Wamecke. 00.00 Leðurblökumaðurínn. (Batman.) Myndin er byggð á teikni- myndasögunum um millj- ónamæringinn Bmce Wayne og geðsjúkan glæpamann sem kallast Joker. Aðalhlutverk: Jack Nichol- son, Michael Keaton, Kim Basinger, Robert Wuhl, Pat Hingle og Billy Dee Williams. 02.00 Ávaktinni. (Stakeout.) Myndin fjallar um tvo lög- reglumenn sem fá það sér- verkefni að vakta hús konu nokkurrar. Verkefnið fer nánast í handaskolum þegar annar þeirra verður yfir sig hugfanginn af konunni. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss og Emilio Estevez. Bönnuð börnum. 03.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 9. apríl föstudagurínn langi 09.00 Þrír litlir draugar. 09.10 Dynkur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.