Dagur - 08.04.1993, Síða 24

Dagur - 08.04.1993, Síða 24
Að undanförnu hefur verið mjög mikil vinna hjá Strýtu hf. á Akureyri og að sögn Aöal- steins Helgasonar, fram- kvæmdastjóra, er fyrirsjáanlegt að á því verði framhald eftir páska og jafnvel fram á sumar. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið mjög góð rækjuveiði að undanförnu og kaupir Strýta rækju til vinnslu af fjölmörgum bátum og skipum, bæði ferska og frosna. „Pessa dagana er unnið frá kl. 08.00 á morgnana og til kl. 22.00 á kvöldin og á morgun (í dag skírdag) verður unnið fram eftir degi,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði fyrirsjáanlegt að það yrði mikil vinna í fyrirtækinu næstu vikur og mánuði og í athugun sé að koma á einhvers konar vatktavinnu, sem um leið þýddi að fjölga yrði starfsfólki. Um 50 manns vinna hjá fyrirtæk- inu í dag. Aðalsteinn segir að fyrirtækið hafi tryggt sér um 3000 tunnur af grásleppuhrognum til vinnslu, sem er svipað magn og unnið hef- ur verið árlega í verksmiðjunni. Hins vegar verður ekki farið að vinna kavíar úr grásleppuhrogn- um fyrr en í haust. -KK í indíánaleik. Mynd: Robyn - gert ráð fyrir að hlutafé í Foldu verði aukið um 16 milljónir Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti sl. þriðjudag með 10 samhljóða atkvæðum að Framkvæmdasjóður Akureyr- ar myndi auka hlutafé sitt í ullarfyrirtækinu Foldu hf. að hámarki um 8 milljónir króna. Björn Jósef Arnviðarson (D) sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Gert er ráð fyrir að hlutafé í Foldu hf. verði aukið um 16 milljónir króna og samþykkti bæjarstjórn sl. þriðjudag að auka .hlutafjáreign Framkvæmdasjóðs bæjarins um 50% af þeirri upphæð, að hámarki 8 milljónir króna. Þrír bæjíirfulltrúar sem til máls tóku, lýstu sig því fylgjandi að auka hlutafé í Foldu hf.; Sigurð- ur J. Sigurðsson (D), Heimir Ingimarsson (G) og Jakob Björnsson (B). Björn Jósef Arn- viðarson (D) tók hins vegar fram í upphafi máls síns að hann myndi ekki greiða hlutafjáraukn- ingu í Foldu atkvæði. Björn Jósef sagðist almennt vera á þeirri skoðun, eins og hann hafi oft áður gert grein fyrir, að sveitar- félög ættu að fara sér hægt í þátt- töku í atvinnulífinu með þessum hætti. Menn yrðu að spyrja sig þeirrar spurningar hvar slíkt end- iaði, af hverju sveitarfélög settu peninga í eitt illa statt fyrirtæki en ekki annað. Hins vegar tók Björn Jósef fram að hann vonaði sannarlega að Folda hf. myndi rétta úr kútnum og verða öflugt fyrirtæki. óþh Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Til athugunar að fjölga störfum fiskverkafólks í þessum mánuði verður ákveðið hjá Útgerðarfélagi Frumtillögur um hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sundlaug Akureyrar: Skilafrestur lengdur um viku Starfshópur um byggingafram- kvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar hefur ákveðið að lengja þann frest um viku sem búið var að gefa arkitektum á Akur- eyri til að skila inn frumtillög- um að hönnun nýbyggingar og breytingum á núverandi iaug- arhúsi og athafnasvæði Sund- Iaugarinnnar. Nafnlausum til- lögum á að skila fyrir 18. maí nk. Eins og fram hefur komið í Degi er rætt um að byggja um 300 fermetra hús við núverandi laugarhús og hefur starfshópur- inn horft til þess að sú bygging verði fyrir sunnan laugarhúsið, enda verði bílastæði við íþrótta- höllina einnig nýtt fyrir sund- gesti. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að búningskiefar verði á einni hæð og verði hluti þeirra í nýja húsinu. Þá er rætt um að úti- laugin haldi sér í stórum dráttum, en þó er Ijóst að gera verður tölu- HELGARVEÐRIÐ í dag verður kaldaskítur af austri með úrkomu um allt Norðurland. Á föstudag geng- ur til hægari austlægra átta og heldur verður svalara. Úti við ströndina verða slydduél eða súld, en þurrt í innsveitum. Þá gerir Veðurstofa íslands ráð fyrir óbreyttu veðri fram á sunnudag. verðar endurbætur á henni, m.a. til þess að minnka ölduganginn í lauginni. Einnig vill starfshópur- inn setja niður skilrúm „á 25 metrunum" og hugmyndin er að gera heita potta og busllaug fyrir yngstu borgarana. Hugmyndir starfshópsins voru kynntar fyrir arkitektum á Akur- íeyri í síðustu viku og í kjölfarið rituðu þeir sameiginlega bréf þar sem fram komu ýmsar ábending- ar og athugasemdir. í bréfinu var m.a. farið fram á að fyrir hverja frumtillögu yrðu greiddar 200 þúsund krónur, en starfshópur- inn hafði gert ráð fyrir að greiða 100 þúsund. Að fenginni þessari athugasemd ákvað starfshópur- inn að greiða 140 þúsund krónur fyrir hverja tillögu. Þá féllst starfshópurinn á að skipaður verði trúnaðarmaður, sem verði einskonar tengiliður á milli hönnuða og verkkaupa. Hins vegar var ekki fallist á þá tillögu arkitektanna að efna til sam- keppni um hönnun samkvæmt skilmálum Arkitektafélags ís- lands. Þann 18. maí nk. kemur í ljós hversu margar arkitektastofur á Akureyri skila inn frumtillögum um hönnun, en sex stofur hafa fengið gögn þar að lútandi. Að fengnum tillögunum mun starfs- hópurinn yfirfara þær ásamt hlut- lausum aðila og í framhaldi af því verður væntanlega ákveðið við hvaða arkitektastofu verði geng- ið til samninga um hönnun. óþh Akureyringa hf. hvort ráðlegt sé að hefja vaktavinnu í frysti- húsi félagsins í því augnamiði áð fjölga störfum fiskverka- fólks hjá félaginu, sem er í raun mjög aðkallandi þegar lit- ið er til þess atvinnuleysis sem ríkir á Akureyri. í samtali við blaðamann Dags staðfesti Gunnar Ragnars, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga hf., að þeim möguleika hafi verið velt upp að hefja vakta- vinnu í frystihúsi félagsins. Nokkrir valkostir eru fyrir hendi. í fyrsta lagi að setja á vaktir frá klukkan sex að morgni til klukk- an tvö síðdegis og þá aftur frá klukkan 14.00 til klukkan 22,00. Annar valkostur er að fá nýjan hóp til starfa klukkan fimm síð- degis, sem síðan yrði að störfum fram á kvöld, þ.e. til klukkan ,23,00. „Við ætlum fljótlega að ná niðurstöðu í máli þessu. Afli berst stöðugt til frystihússins og framleiðslugeta þess er mikil. Þannig runnu 114 tonn í gegn sl. miðvikudag. Svikull er sjávarafli og margt þarf að athuga. í sumar verða hefðbundnar togslóðir lok- aðar fyrir togurum og við verðum að meta áhrifin. Óneitanlega væri það góður kostur að fjölga störfum fiskverkafólks hjá félag- inu nú þegar atvinnuleysisvofan herjar á hinn vinnandi mann, en aðgát skal höfð því óvissuþætt- irnir eru margir og tímarnir við- sjárverðir," segir Gunnar Ragn- ars. ój GUMMIVINNSLAN HF. - RÉTTARHVAMM11 - S. 96-26776 * Opið laugardaga frá kl. 10.-15. HJÓLBARÐAR ★ Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir ailar gerðir ökutækja. ★ Veitum aihliða FÖlKSÖIt RAF- GEYMAR ★ Mælum gamla rafgeyma. ★ Seljum nýja rafgeyma. ísetning á staðnum Mikil vinna hjá Stfytu hf. á Akureyri: I athugun að koma á vaktaviiuiu Bæjarstjórn Akureyrar: Ákveðið að auka hlutafé Framkvæmdasjóðs í Foldu

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.