Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarráðs-
punktar
Frestun mótmælt
Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl.
fimmtudag voru lögð fram tvö
bréf, annars vegar bréf dagsett
13. nóvember frá stjóm For-
eldrafélags bama á ieikskólan-
um Iðavelli og hinu dags. 14.
nóvember frá leikskólakennur-
um og öðru starfsfólki Iðavallar,
þar sem harðlega er mótmælt
þeirri ákvörðun bæjarstjómar
„að fresta nýbyggingu leikskól-
ans“.
Ályktun skólastjóra
í bréfi dags. 17. nóvember sl. er
greint frá ályktun, sem sam-
þykkt var á fundi skólastjóra
grunnskólanna á Akureyri 13.
nóvember sl. í ályktuninni er
talið að miðað við fjárframlög í
þriggja ára framkvæmdaáætlun
bæjarsjóðs takist ekki að standa
við áform bæjarstjórnar um upp-
byggingu grannskólanna.
Áskorun um gerð
starfsvallar
Lagt var fram ódagsett bréf frá
stjóm Foreldrafélags Oddeyrar-
skóla, þar sem birt var áskorun
til bæjarráðs frá aðalfundi fé-
lagsins hinn 4. október sl. að út-
búa starfsvöll á Oddeyri fyrir
nemendur Oddeyrarskóla.
Ósk um lækkun
gatnagerðargjalds
Með bréfí dags. 1. nóveniber sl.
fór Gúmmívinnslan hf. þess á
leit að gatnagerðargjöld verði
lækkuð af tjaldskemmu, sem
fyrirtækið hefur fengið leyfi fyr-
ir til bráðabirgða á lóð sinni við
Réttarhvamm. Bæjarráð sam-
þykkti að það gæti ekki orðið
við erindinu.
Styrkumsókn hafnað
Með bréfí dags. 24. nóvember
sl. sótti Kvennakórinn Lissý í
Suður-Þingeyjarsýslu uni styrk
frá Akureyrarbæ til söngferðar
til Norðurlanda á næsta sumri.
Bæjarráð samþykkti að það geti
ekki orðið við erindinu.
Flutningur heilsugæslu
og þjónustu við fatlaða
Á fund bæjarráðs sl. lmuntudag
kom Þórgnýr Dýrfjörð, starfs-
maður framkvæmdanefndar um
reynslusveitarfélagið Akureyri,
til viðræðu við bæjarráð um
flutning heilsugæslunnar frá rík-
inu til Akureyrarbæjar. Bæjarráð
leggur áherslu á að farin verði
svonefnd „millileið", þ.e. unt
næstu áramót verði hcimahjúkr-
unin flutt til Akureyrarbæjar, en
I framhaldi af því unnið að
samningi um flutning Heilsu-
gæslustöðvarinnar í heild.
Áskorun um
byggingaframkvæmdir
Með bréfl dags. '16. nóv. til bæj-
arráðs, undirrituðu af 35 manns,
starfsfólki og foreldrum nem-
enda við Giljaskóla, er „skorað á
bæjaryfirvöld að standa við fyrri
áætlun unt að hefja bygginga-
framkvæmdir við Giljaskóla á
næsta ári.“
Góð veiði hjá Sigl-
firðingi í Smugunni
Togarinn Siglflrðingur SI, sem
er í Smugunni, hefur verið að fá
ágætan afla síðustu daga eftir
nokkra lélega daga. í vikunni
var komin sunnanátt á svæðinu
og þá fer ísinn lengra norður eft-
ir og veiðisvæðið stækkar. Afl-
inn hefur verið frá 10 til 15 tonn
í holi, enda ekki skynsamlegt að
veiða meira til að vinnslan hafí
undan að vinna aflann svo ekk-
ert fari forgörðum.
Siglir SI-250 hefur verið á
karfaveiðum á Reykjaneshrygg og
landar kringum 18. desember nk.
Aflinn er orðinn um 16 þúsund
kassar sem eru um 340 tonn af
frystum afurðum, sem er mjög
gott miðað við árstíma, en aðal
veiðitíminn er frá ntars til júní á
vorin.
Síðan fer skipið í slipp á Akur-
eyri og verður tekið upp í flot-
kvína. Það er 2.541 brúttótonn að
stærð og verður því stærsta skip
sem komið hefur til þessa í flot-
kvína. GG
Árekstur í Skagafirði:
Rúta og fólksbíll
skullu saman á brú
í fyrrakvöld varð árekstur rútu
og fólksbifreiðar á brúnni yfír
Dalsá í Blönduhlíð í Sakaga-
fírði.
Árekstrurinn var harður og
tvær konur sent voru í fólksbfln-
um meiddust báðar, önnur sýnu
meira. Var hún fyrst flutt á
sjúkrahúsið á Sauðárkróki og
þaðan á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri. Engan sakaði í rát-
unni, sem skemmdist lítið en
fólksbflinn er talinn ónýtur. Að
sögn lögreglu var geysileg hálka
á veginum þegar áreksturinn
varð, ísing sem myndast getur á
tiltölulegra skamntri stundu og
kemur fólki því oft á óvart. HA
raunávöxtun sl. tólf mánuði
og skattaafsláttur að auki!
r
Avöxtun Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. hefur verið mjög góð,
hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma. Þannig var raun-
ávöxtun sjóðsins 19,2% sl. tólf mánuði* og 9,9% frá upphafi.
❖
sl. 3 mán sl. 6 mán sl. 12 mán sl. 24 mán sl. 36 mán sl. 46 mán
Raunávöxtun 27,6% 22,2% 19,2% 13,9% 10,9% 9,9%
Nafnávöxtun 33,8% 26,6% 21,9% 15,7% 13,3% 12,1%
— Allar tölur á ársgrundvelli*
Hlutabréfakaup og skattaafsláttur:
Sem fyrr veita hlutabréfakaup einstaklinga skattaafslátt. í ár
er veittur um 45 þúsund króna skattaafsláttur ef keypt er
fyrir 135 þúsund kr. Upphæðin er því um 90 þúsund krónur
í skattaafslátt fyrir hjón ef keypt er fyrir 270 þúsund kr.
Söluaðilar auk Kaupþings Norðurlands hf. eru önnur verðbréfafyrirtæki
og nær allir bankar og sparisjóðir á Norðurlandi.
ééíKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
-Löggilt verðbréfafyrirtæki
Kaupvangsstræti 4 • 600Akureyri • sími: 462-4700 • fax: 461-1235.
*l. nóvember 1995.