Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 5
FRÉTTIR Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Stólarnir náðu ekki að stöðva Hauka Tindastólsmönnum tókst ekki fremur en öðrum liðum að slá Hauka út af laginu í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á Sauðárkróki sl. fimmtudagskvöld. Þegar upp var staðið skildu 12 stig liðin að, 72-84, eftir að staðan hafði verið 30-40 í hálfleik. Framan af fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Haukamenn tóku hressilega á undir lok hálfleiksins og náðu góði forskoti sem þeir létu aldrei af hendi í þeim síðari. Það var þvf aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Stig Tindastóls: Pétur Guð- mundsson 18, Torrey John 17, Hinrik Gunnarsson 13, Ómar Sigmarsson 10, Arnar Kárason 8, Óli Barðdal 4, Lárus D. Pálsson 2. Stig Hauka: Jason Willford 20. Pétur Ingvarsson 15, ívar Ásgrímsson 11, Bergur Eð- varðsson 9, Jón Amar Ingvars- son 7, Sigfús Gizurarson 6, Björgvin Jónsson 6, Þór Har- aldsson 5. Sigurður Jónsson 3. Vignir Þorsteinsson 2. Eyjafjarðarsveit: Lionsmenn bjóða leiðalýsingu Félagar í Lionsklúbbnum Vitaðs- gjafa verða með leiðalýsingu í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit á aðventu og yfir hátíðamar. Þessi þjónusta var boðin í fyrsta skipti í fyrra. Ljósakrossar eru leigðir út og verða settir á leiðin næstkomandi laugardag. Tekið verður á móti pöntunum fram í næstu viku í símum 463-1232 (Jóhann), 463- 1335 (Stefán)og 463-1172. (Tilkynning) Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 5 Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Raufarhöfn: Stefht að óformlegri vigslu um næstu áramót ? ? 7 ? Byggingu íþróttahúss á Raufar- höfn er lokið og hefur það verið tekið í noktun. Lokið er við að reisa tengibyggingu milli sund- laugarinnar og íþróttahússins en innréttingu á tengibyggingunni lýkur ekki fyrr en haustið 1996. Þá er fyrirhugað að vígja íþróttahúsið formlega. í framtíðinni verður gönguleið „Það er dálítil slátrun í gangi, smá jólakippur, ef við getum sagt sem svo,“ sagði Olafur Jónsson hjá laxeldisstöðinni Rif- ós í Kelduhverfi. Rekstur stöðv- arinnar hefur gengið nokkuð vel á þessu ári og sagði Ólafur stefna í að framleiðsla á laxi verði svipuð og á síðasta ári. Hins vegar liggur fyrir að mikil verðlækkun er og mun verða á eldislaxi á markaði erlendis, sér- staklega í Evrópu, en Ólafur segir að menn hafi verið búnir að sjá þessa lækkun fyrir og því getað gert ráðstafanir til að mæta henni. „Megin áhyggjuefnið er hvort frændur okkar Norðmenn ætla að halda áfram að framleiða ennþá meira en þeir gera nú,“ sagði Ólafur. Norðmenn eru sannkallað- ir risar á þessum markaði og fram- leiða um 270 þúsund tonn á ári en til samanburðar má geta þess að úthlutaður þorskkvóti í íslenskri lögsögu er 150 þúsund tonn. „Það er erfitt að segja til um hvað verð- fallið núna er rnikið, en ég veit af aðilum sem sl. vor voru að gera langtímasamninga um sölu þar sem gert var ráð fyrir 20% lækkun fyrir jólin,“ sagði Ólafur. Hann segir þessa verðlækkun að sjálf- sögðu ekki verða til þess að létta undir með fiskeldisfyrirtækjum, ekki síst þar sem flest aðföng, s.s. fóður, virðist alltaf heldur þokast upp á við. Rifós er að kaupa fóður fyrir um 30 milljónir á ári og verðbreytingar þar því fljótar að hafa áhrif. úr íþróttasal til búningsherbergja í sundlaug um tengibyggingu milli kjallara húsanna en unnið er við að þilja af gönguleiðina. Samnýt- ing verður í framtíðinni á búnings- klefum og sturtum íþróttahúss og sundlaugar. Reynir Þorsteinsson oddviti segir að kostnaður við byggingu íþróttahússins sé orðinn um 56 milljónir króna en kostnað- Af öðrum störfum um þessar mundir sagði Ólafur að nú væri hrognataka að byrja og stæði yfir fram yfir áramót. í seiðastöðinni er að sjálfsögu fiskur í uppvexti en þegar kemur fram yfir jól eru orðin lítil umsvif í kvíaeldinu. Alltaf er einhverju slátrað af fiski, en starfsemin almennt er þó mun rólegri seinni part vetrar, að sögn Ólafs, en yfir sumarið. HA ur við lokafrágang tengibygginga og fleira er áætlaður 13 milljónir króna. Óformleg vígsla verður á íþróttahúsinu kringum áramótin en þá er fyrirhugað að bjóða ná- grannasveitarfélögunum þátttöku í körfuboltamóti og er reiknað með góðri þátttöku en körfubolti er nokkuð stundaður í Norður-Þing- eyjarsýslu, en við mjög ófullkom- in skilyrði, m.a. í félagsheimilun- um. Salurinn er 630 fermetrar að stærð, en leikvöllurinn er 21x30 metrar. „Þessi salur er gífurleg lyfti- stöng fyrir íþróttalífið hér og það er mikil ásókn í tíma í húsinu á kvöldin frá klukkan átta til tíu, en þeir yngri eru yfirleitt fyrr. Fót- boltinn er vinsælastur meðal þeirra eldri en kröfubolti, badmin- ton og blak hjá þeim yngri. Einnig eru konur með íeikfimi og eróbik. Nágrannabyggðimar hafa óskað eftir tímum í húsinu, aðallega Kópasker, en á fimmtudaginn verður hér héraðsmót í blaki kvenna," sagði Reynir Þorsteins- son oddviti. GG | Sendið vinum og 7 7 vandamönnum 7 erlendis 7 | Sendingaþjónusta \ Byggðavegi Sími 463 0377 ? ? ?????????????????????? Frábær safapressa Djúpsteikingarpottur Frábært verð kr. 3.490 2,5 lítra 160°-190° Góður pottur á góðu verði Aðeins kr. 5.990 Kaffikönnur, gott úrval • Gufustraujárn frá kr. 2.695 og flest önnur smátæki á góðu verði Alltaf heitt á könnunni Verið velkomin Góð þjónusta Laxeldisstöðin Rifós í Keiduhverfi: Jólakippur í slátrun ■■ « m» wtr KULDAGALLAR 66N SIX-TEX SPORTFATNAÐUR FLISFATNAÐUR VERSLUNIN GLERÁRGÖTU 32 • AKUREYRl ■ SÍMl 461 3017

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.