Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 17

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 17 •I í 4 4 i I i I samviskubit. Ég ætla að reyna að vinna eins mikið og ég get meðan ég hef áhugann. Það er gott að skipta um vettvang og ég get verið í góðu sambandi við mitt heima- fólk sem þingmaður." í góðsemi vega menn hver annan Eins og áður sagði eru Svanfríður og Hjálmar nýliðar á þingi, eða busar. Það er gömul saga og ný að busar hafa ekki átt sjö dagana sæla og þeim eldri, eða reynslumeiri menn gert sitt til að minna þá á stöðu sína. Hvemig ætli þetta sé á Alþingi, skyldu „fyrsta árs“ þing- menn vera teknir alvarlega? „Mér finnst að gerðar séu til okkar þær kröfur að við eigum að vera hér fullskapaðir þingmenn," segir Svanfríður Hjálmar kinkar kolli, sammála starfssystur sinni. „Kannski eru mestu kröfurnar til þingmanns- starfsins í þessu; við verðum að koma fullsköpuð inn í þetta. Ef maður lendir í hörðum umræðum er ekkert verið að væg ja manni, þó menn viti að maður hafi ekki reynsluna, þekki ekki baksvið at- burða. Sumir notfæra sér það, ein- staka maður. Samt er ákaflega gott samfélag héma á þinginu, góð sam- skipti.“ „Samt stundum eins og hjá Guðmundi á Glæsivöllum,“ segir Svanfríður. „Það er yfirborðskurt- eisi, en í góðsemi vega menn hver annan, eins og segir í ljóðinu eftir Grím Thomsen." Þriggja kjörtímabila gamalt samtal Stundum hefur verið sagt að á ís- landi búi yfir 200.000 sérfræðingar á öllum sviðum, stjómmál þar síst undanskilin. Ólíklegasta fólk blómstrar í búningsklefum, sauma- klúbbum og þjóðarsálum, en þrátt fyrir það virðist oft sem gjá sé á milli þingmanna og almennings, líkt og þessir tveir hópar tali ekki sama tungumál. „Allir telja sig hafa vit á stjóm- málum og geta sagt okkur til,“ seg- ir Hjálmar. „Og hafa það í raun- inni,“ segir Svanfríður. „Það er okkar styrkur, að hitta sem flesta og þingmaður sem ekki er í sam- bandi við kjördæmi sitt, er einungis unglingur í kaupstaðarferð, sem er búinn að gleyma hver sendi hann og hvað hann átti að kaupa,“ segir Hjálmar. „Stjómmál eru bara viðhorf manna gagnvart ákveðinni atburða- rás eða atburðum. Ég skil samt um- ræðuna um að það sé gjá milli stjómmálamanna og almennings, sérstaklega vegna þess að stundum virðist manni svo að menn hér séu allt of oft að halda áfram með gam- alt samtal sem byrjaði fyrir þremur kjörtímabilum síðan. Þeir sem ekki voru til staðar hér þá, til að átta sig á af hverju umræðan spratt, skilja hana ekki í dag,“ segir Svanfríður. „Og okkur finnst hún fáránleg," skýtur Hjálmar inn í. „Hún er frá- leit, og að ég held ástæðan fyrir þessu sambandsleysi sé þessi um- ræða sem byrjaði fyrir löngu og einstaklingar hér í þinginu halda áfram sín á milli og er orðin mjög persónuleg...“ „Þaö er okkar styrkur, að hitta sem flesta og þingmaður sem ekki er í sambandi viö kjör- dæmi sitt, er einungis unglingur í kaupstaö- arferö, sem er búinn að gleyma hver sendi hann og hvab hann ótti að kaupa." „...og geta ekki hætt,“ nær Hjálmar að koma að. Hann er greinilega alveg sammála Svan- fríði. „Þetta á ekkert erindi inn í stjómmálaumræðuna, ekkert er- indi,“ segir Svanfríður með áherslu. „Þessi umræða verður líka til þess að við sem erum að byrja núna þurfum að taka þátt í fortíð, þó við höfum ætlað okkur að fara að vinna fyrir framtíð," segir Hjálmar. „Vib erum enn að reyna aó sætta áb- stæður milli dreifbýlis og þéttbýlis, og erum í raun enn með „sam- viskubit" yfir að hafa flutt úr sveitinni. Það er eins og menn séu alltaf að reyna að bæta fyrir það með ýmiss konar byggða- óætlunum; umbun til þeirra sem þó urðu eftir..." „Það gerir það að verkum að allt of margir loka augunum fyrir því sem hér er að gerast og hugsa sem svo að það sé ekki nokkur leið til að skilja málþófið á þinginu. Mér finnst að þeir aðilar sem halda þessari umræðu gangandi séu að gera stjómmálum grikk,“ klykkir Svanfríður út með. Stjórnmólaflóran í dag Svanfríður er í Þjóðvaka, þeim flokki sem einna harðast hefur ráð- ist á flokkakerfi landsins, en Hjálmar í Sjálfstæðisflokknum, sem ekki hefur farið varhluta af gagnrýni Þjóðvaka. Einhvem veg- inn liggur beint við að spyrja þau hvaða augum þau líti stjórnmála- flóruna í dag, fulltrúa tveggja and- stæðinga, sem virðast þennan sunnudag vera mestu mátar. Löng þögn. Svo segir Hjálmar lágt og glottir: „Nú steinþegjum við.“ Svanfríður herðir sig upp. „Mitt mat er að stjómmálakerfið í dag endurspegli ekki nægjanlega þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélag- inu. Ég hef verið þeirrar skoðunar um hríð að það þyrfti að stokka þetta kerfi upp, en ég veit að menn gera ekki núllgrunnsáætlanir í pól- itfk, til þess er allt of mikið af til- finningum í þessu. Ég vil sjá þró- unina á vinstri vængnum þannig að hér verði stór flokkur jafnaðar- manna sem geti att kappi við Sjálf- stæðisflokkinn. Ég held að með því fengjum við heilbrigðari og ábyrg- ari stjómmál í landinu." Svanfríður og Hjálmar ræða flokkapólitíkina sín á milli og Svanfríður segir Sjálfstæð- isflokkinn vera eins og stofnun, sem stendur fyrir ákveðin íhalds- söm gildi. Hjálmar er ekki alveg sáttur við þessa skilgreiningu og spyr: „Heldur þú að stór jafnaðar- mannaflokkur, sem sameinaði alla á svokölluðum vinstri væng, og yrði mótvægi við Sjálfstæð- isflokkinn, myndi staðna?“ „Nei. Ég geri ráð fyrir að þróun- in héldi áfrarn, nýir menn með nýj- ar hugmyndir kæmu inn og ákveðnir örlítið uppreisnargjarnir hópar fengju tiltekið vægi á ákveðnum tímum, þó svo menn þyrftu að sýna hverjir öðrum um- burðarlyndi,“ svarar Svanfríður. „En það er einmitt þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir," segir Hjálmar. „Nýir menn með nýjar hugmyndir og áherslur fylkja sér undir rnerki hans. Flokkurinn stendur fyrir ákveðin gildi, það er rétt, en hann er framsækinn og frjáls. Hins vegar óttast ég að það sé fátt sem vinstri vængurinn getur sameinast um. Sameiningarvið- leitni vinstri flokkanna undanfarin ár hefur alltaf strandað á því, að þegar persónulegum metingi slepp- ir, er lítið eftir. Ég hef ekki orðið var við sameiginlegar hugsjónir þeirra, nema þessa, að vera mót- vægi við Sjálfstæðisflokkinn." „Sjálfstæðisflokkurinn er kannski býsna breiður flokkur, og þú segir að hann sé framsækinn og frjáls. Það má vel vera, í það minnsta er hann mun framsóknar- legri núna heldur en hann var á síð- asta kjörtímabili," segir Svanfríður, nokkuð viss um að hafa launað fyr- ir sig og sína. KA ó Alþingi Lífið er ekki bara vinna, ekki einu sinni hjá alþingismönnum með óskilgreindan vinnutíma. Hjálmar og Svanfríður segja að þau blandi ekki mikið geði við starfsfélaga sína utan vinnu, en reyndar segir Hjálmar að þau séu alltaf í vinn- unni. Kannski þar sé komin skýr- ingin. „Það er gaman að það komi fram í Degi að KA er starfrækt héma í þinginu," segir Hjálmar prakkaralegur á svipinn. „Knatt- spymufélag Alþingismanna. Það æfir á föstudögum." „Eru ekki bara karlar í því,“ spyr Svanfríður. Hjálmar getur ekki svarað því, og viðurkennir um leið að hann hafi ekki enn mætt á æf- ingu, en segist hafa hug á því. Svanfríður segir að það sé margt sem hana langar til að gera utan vinnu, en tíminn sé aldrei nægur. „Mér finnst ég til dæmis aldrei hafa tíma til að lesa allt sem ég vil lesa. Ég hef meira að segja spáð í að fara á hraðlestramámskeið! Ég er alltaf með hauga á náttborðinu og alls staðar af einhverju sem mig langar að lesa, fyrir utan svo allt sem ég þarf að lesa. Ég hef líka gaman af tónlist og ég vildi hafa tíma til að syngja í kór, en ég hef ekki vogað mér í það héma í Reykjavrk ennþá. Ég óttast að hafa ekki tíma fyrir það, að minnsta kosti ekki eins og er. Mér finnst dásamlegt að syngja með öðrum og ég fer líka á tónleika þegar ég get. Svo hef ég gaman af að elda og stjana við fjölskylduna, eða bjóða vinum í mat. Það er mín aðferð við að halda tengslum, því ég hef ekki mikinn tíma til að fara í heimsóknir. Á þennan hátt get ég líka verið veitandi, fengið til mín þá sem ég hef gaman af að hafa nærri mér og stjanað dálítið við þá.“ „Það er sama niðurstaðan hjá mér, tíminn er naumur. Ég vil gefa mér tíma til að lesa nýjar ljóðabæk- ur; ég hef aldrei getað lesið allt sem mig langar til. Annars eru áhuga- málin margs konar; útivist og veiðiskapur til dæmis,“ segir Hjálmar. „Þú kemst ekki í rjúpur í haust, fyrst þú fórst í fjárlaganefnd,“ segir Svanfríður. Hjálmar verður svolítið vand- ræðalegur. „Ég hef bara einu sinni skotið rjúpu. Ég komst svo nærri henni að ég skaut næstum af henni hausinn og ég skammaðist mín svo mikið fyrir að drepa þetta litla grey, að ég ákvað að gera þetta aldrei aft- ur og það er ekki erfitt að standa við það. Ég veiði aðallega lax og silung og hef afskaplega gaman af. Best þykir mér að fara út á Skaga og út í Höfðavatn í Skagaflrði. Að geta verið þar einn með sjálfum sér, eða syni mínum eða dóttur í kyrrðinni og friðnum er óviðjafn- anlegt. Þar er mjög fallegt og alll í svo miklu samræmi hvað við ann- að. Við megum ekki gleyma því að við búum í fallegu landi og við eig- um að gefa okkur tíma til að njóta þess.“ Það er liðið að lokum viðtalsins, Svanfríður þarf að flýta sér heim, var búin að gleyma að hún hafði boðið fólki í mat. Hjálmar er að hugsa um að fara í bíó, á íslenska gæðamynd. Þau ætla bæði að gefa þingmanninum í sjálfum sér frí þetta kvöld, í það minnsta eins og hægt er. Þau virðast vera nokkuð ósnortin enn af andrúmsloftinu í þinginu, sem þau hafa gefið skemmtilega mynd af, en hver veit, |rví... .. .sagan segir það víst muni sannað, aðfái þau Alþingi kannað, þáfljótt þau heri hvernig best vœri í góðsemi að vega hvert annað. shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.