Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 7
Svava Vilhjálmsdóttir (lengst til vinstri), Arnfríður Stefánsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir í íbúðinni sem þær hafa búið í síðan í sumar. Myndir: BG
niisjafnt hvort fólk sýni aðstæðum
hennar skilning. „Stundum skilur fólk
og stundum ekki,“ segir hún. I skólan-
urn er hún hins vegar mjög ánægð og
skólafélagamir hafa tekið henni vel.
Kolbrún er sem fyrr segir nemandi
á hússtjómarsviði og kann því vel til
verka í eldhúsinu. „Hún er algjör
snillingur í eldhúsinu," segir Helga
Alfreðsdóttir, þroskaþjálfi, en hún er
umsjónarmaður sambýlisins og var
viðstödd þegar viðtalið var tekið.
„Við þurftum eiginlega að passa að
hún gerði ekki of mikið því það var
orðið þannig að hinar settu ekki salt í
graut án þess að spyrja hana ráða. En
þær þurfa auðvitað allar að læra að
bjarga sér,“ segir Helga, en Kolbrún
brosir aðeins hæversklega þegar talið
berst að hæfileikum hennar í matar-
gerð. Heimilisstörfin em þó ekki
hennar einu áhugamál því hún hefur
líka mikinn áhuga á hestum en systur
hennar eiga báðar hesta.
Skref fram á við
Kolbrún, Amfríður og Svava hafa að-
lagast nýjum heimilisaðstæðum vel og
fátt sem virðist því til fyrirstöðu að
þær geti búið einar í framtíðinni ef
þær kæra sig um. Tveir starfsmenn
eru í hlutastörfum sem gæslumenn og
eru heima hjá þeim nokkra klukku-
tíma í senn 3-4 daga vikunnar en
mjög oft eru þær einar og hefur það
gengið vel. „Þetta er víkjandi starf,“
segir Helga um hlutverk gæslumanna.
Þroskaheftir og aðrir fatlaðir em samt
auðvitað misvel í stakk búnir til að
bjarga sér sjálfir og ekki allir jafnvel
staddir og þessar stúlkur. Flestir sem
starfa að þessum málum telja þó já-
kvætt að þroskaheftir hafi nú þann
möguleika að fá að búa út af fyrir sig
og eru sammála um að þetta sé stórt
skref fram á við. AI
í Keilusíðunni á Akureyri búa fimm
ungmenni í tveimur íbúðum, þrjár
stúlkur í annarri og tveir piltar í
hinni. Þau eru ólíkir einstaklingar,
hafa mismunandi hæfileika til að
bera og eiga sér ólík áhugamál en
það sem tengir þau saman er að öll
eru þau fötluð á einhvern hátt. Þau
hafa búið á eigin vegum síðan í
sumar en áður bjuggu þau í for-
eldrahúsum. Sambýlin eru skref í
átt til sjálfstæðis en í framtíðinni er
reiknað með að sum þeirra geti búið
ein og séð um sig sjálf að flestu leyti.
Stefna Landssamtaka Þroskahjálp-
ar undanfarin ár hefur verið að færa
þroskahefta sem mest af stofnunum
og út í samfélagið. Margir eru vel fær-
ir um að sjá um sig sjálfir og reka
heimili og talin full ástæða til að
hvetja þá sem það vilja og aðstoða við
að koma sér fyrir.
Það var kátur og lífsglaður hópur
sem tók á móti blaðamanni og ljós-
myndara og stóð ekki á neinunr að
sitja fyrir á mynd. Þær Kolbrún Sig-
urðardóttir, 23 ára, Amfríður Stefáns-
dóttir, 18 ára, og Svava Vilhjálms-
dóttir, 25 ára, búa í íbúðinni þar sem
spjallið fór fram. Hjalti Bergsson, sem
býr í næstu íbúð, var í heimsókn hjá
þeim stöllum en Sigurbjöm Birkir
Bjömsson, sem býr í sömu íbúð og
Hjalti, var ekki heima. Þeir Hjalti og
Sigurbjöm Birkir eru báðir tuttugu
ára.
Nemar í VMA
Að flytja að heiman er stór stund og
hefur í för með sér miklar breytingar.
Unga fólkið ber nú meiri ábyrgð og
þarf að sinna innkaupum, taka til og
annað sem fylgir því að halda heimili.
Hjá stúlkunum er verkaskipting og
skipta þær vikulega um verksvið. Ein
sér t.d. um eldhúsið í viku, önnur um
Á eigin
vegum
Á kafí í heimilisstörfunum. Kolbrún og Arnfríður að laga kaffi en Svava
fylgist með.
stofuna o.s.frv. „Við þurfum að sjá
um okkur sjálf og fyrst var það erfitt
en nú er það allt í lagi,“ segir Svava.
Kolbrún, Amfríður, Svava og
Hjalti eru öll nemar í Verkmennta-
skólanum á Akureyri en Sigurbjöm
Birkir vinnur í búð. Hjalti og Svava
byrjuðu í skólanum í haust, hann er að
læra smíðar en hún er í mörgum fög-
um, t.d. íslensku, matreiðslu, leikfimi
og stærðfræði. Bæði bera sig vel en
Svava segir þó að sér finnist stærð-
fræðin erfið. Amfríður er í svipuðunr
fögum og Svava en þetta er annað árið
hennar í Verkmenntaskólanum. Kol-
brún er búin að vera lengur í skólan-
um en hin þrjú og hún er nemandi á
hússtjómarsviði. „Námið gengur mjög
vel og er skemmtilegt," segir hún.
Snillingur í eldhúsinu
Kolbrún spjallar aðeins áfram við
blaðamann þegar þau hin bregða sér
frá og það kemur fljótt í ljós að þrátt
fyrir fötlun stna er skynug stúlka á
ferðinni sem er ekki í vandræðum
með að sjá um sig sjálf. Hún segir
“□ddd
= ° “□ □ □
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
Munið
nýju
ljósa-
lampana
Ódýrir
morguntímar
Ýmsar stærðir
af sölum til leigu.
KA-heimilið
sími 462 3482.
Sýslumaðurinn á Húsavík
Utgaröi 1,640 Húsavík,
sími 464 1300.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálfum
sem hér segir:
Austurvegur 6 efri hæð, Þórshöfn,
þingl. eig. Hjalti Jóhannesson,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á
Húsavík, fimmtudaginn 7. desem-
ber 1995 kl. 13.
Fjarðarvegur 31, Þórshöfn, þingl.
eig. Þétur Guðmundsson, gerðar-
beiðendur Byggingarsjóður ríkisins,
Lífeyrissjóður sjómanna og Sýslu-
maðurinn á Húsavík, fimmtudaginn
7. desember 1995 kl. 13.30.
Hallgilsstaðir I, Þórshafnarhreppi,
þingl. eig. Jónas Lárusson, gerðar-
beiðandi Byggingarsjóður ríkisins,
fimmtudaginn 7. desember 1995 kl.
11.45.
Haukur Þorsteinsson er formaður Foreldrafélags barna með sérþarfir á Akureyri. Mynd: BG
þroskaheftan son sem nú er 18 ára.
Það hlýtur að vera öllum foreldr-
um áfall að fá þær fréttir að bamið
þeirra sé þroskaheft. Hvað vill
Haukur segja foreldrum sem lenda
í þessari aðstöðu?
„Eftir fyrsta áfallið þarf að leita
sér upplýsinga urn málið og hafa
samband t.d. við aðra foreldra. Fé-
lagið okkar og Styrktarfélag van-
gefinna eru einnig með starfsmann
á sínum snærum sem veitir ýmsa
aðstoð, ráðgjöf og upplýsingar um
réttindi og þjónstu sem fötluðum
stendur til boða. Tímamir eru
breyttir og Svæðisskrifstofan er
miklu betur í stakk búin til að taka
á móti foreldrum en áður. Ég vona
lfka að viðmót starfsfólks á sjúkra-
húsinu hafi lagast en oft varð áfall
foreldra meira vegna þess að ekki
var skýrt frá þessum málum á rétt-
an hátt. En ég held að foreldrar
sem eignast þroskaheft böm í dag
séu miklu betur stödd en við fyrir
18 árum,“ segir Haukur Þorsteins-
son. AI
Hálsvegur 10, Þórshöfn. þingl. eig.
Þórarinn Jakob Þórisson og Maren
Óla Hjaltadóttir, gerðarbeiðendur
Byggingarsjóður ríkisins og ís-
landsbanki hf. Akureyri, fimmtudag-
inn 7. desember 1995 kl. 14.
Langanesvegur 19, Þórshöfn,
þingl. eig. Magnús Jónsson, gerð-
arbeiðendur Lífeyrissjóður sjó-
manna og Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins, fimmtudaginn 7.
desember 1995 kl. 14.30.
Lóð úr landi Knútsstaða, Aðaldæla-
hreppi, þingl. eig. Harpa Jóna Jón-
asdóttir og Guðmundur K. Jóhann-
esson, gerðarbeiðandi Byggingar-
sjóður rikisins húsbr.d. Húsnæð-
isst., föstudaginn 8. desember
1995 kl. 13.30.
Lundarbrekka 4, Bárðdælahreppi,
þingl. eig. Sigurður Baldursson,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Suður-
Þingeyinga, föstudaginn 8. desem-
ber 1995 kl. 15.
Sýslumaðurinn á Húsavík,
30. nóvember 1995.
Berglind Svavarsdóttir, ftr.