Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 „Engínn er of vel menntaður" - segir Hannes Petersen, nýskipaður sérfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hannes Petersen heitir maður, læknir að mennt sem hóf störf við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri síðastliðið sumar. Hannes er fæddur í Reykjavík árið 1959 og uppalinn í hjarta borgarinn- ar, í Grjótaþorpinu. Að loknu læknanámi við Háskóla íslands fór hann í framhaldsnám til Sví- þjóðar í háls-, nef- og eyrna- lækningum. Þar var hann í fimm ár, fyrst í Helsingborg og síðan í Lundi og lauk doktors- prófi frá háskólanum þar í október síðastliðnum. Doktors- ritgerðin kallast á íslensku „Innra eyrað og stöðustjórnun mannsins“ (The inner ear and postural control in man). Hún er byggð á rannsóknum sem Hannes stundaði í Svíþjóð og fjallar um jafnvægis- og svima- vandamál. Eiginkona Hannesar heitir Harpa Kristjánsdóttir og starfar sem smíðakennari við Glerárskóla. Hún er hannyrða- kennari frá Kennaraháskólan- uin og hefur auk þess sænskt sveinspróf í silfursmíði og próf í gullsmíði frá Gullsmíðaháskól- anum í Kaupmannahöfn. Hún er nú að innrétta verkstæði á heimili þeirra að Eyrarlands- vegi 24. Þau eiga tvær dætur, Kötlu, 14 ára og Heru, 10 ára. Þegar Fjórðungssjúkrahúsið auglýsti stöðu sérfræðings í háls-, nef- og eymalækningum lausa til umsóknar sótti Hannes um, fékk ráðningu og hóf störf þann 1. júní síðastliðinn. Aður en Hannes fór í sémám var hann ritari Félags ungra lækna og hafði sem slíkur afskipti af auglýsingum á stöðum á sjúkrahúsum. „Þá skrifuðum við bréf til allra yfirlækna á sjúkra- húsum og hvöttum þá til að aug- lýsa allar stöður. Það er í rauninni eina von þessara sérfræðinga. Is- land á annan umgang af sérfræð- ingum sem er úti, duglegt fólk, vel menntað og sumt með doktors- gráðu sem bíður eftir að komast heim en síðan eru það alltaf ein- hverjir sem skjóta sér heirn, fara inn á deildimar og byrja að vinna sem aðstoðarlæknar, festa sig í sessi sem slíkir í kannski hálft ár. Þá er svo erfitt að ganga fram hjá þeim þegar stöður eru auglýstar, því stöðumar eru auglýstar gagn- gert fyrir þessa menn. Þá koma þeir ekki til greina sem ætla að sækja um á heiðarlegan hátt. Það var þess vegna sem ég sótti um héma. Héma var auglýst staða, en enga stöðu er að fá í Reykjavík. Eg hafði raunar verið héma af og til, meðan á sémáminu stóð og leysti þá af fáeina mánuði í senn. Þá kynntist ég spítalanum og fólk- inu og féll vel við það og fannst þetta vera góður vinnustaður. Svo er líka auðvelt að vera héma. Það er allt innan seilingar. Það er hægt að ganga í vinnuna og í bæinn og Höfundur: Oddgeir Eysteinsson er nemi í hagnýtri fjölmiSlun. Hann er 35 ára gamall, oa hefur BA-próf í íslensku og masterspróf í almennum málvísindum. Hann hefur og próf í uppeldis- og kennslufræðum og starfaoi sem kennari þar til hann hóf nám í hagnýtri fjölmi&lun. ^ Hannes Petersen segist alltaf hafa stefnt á aö koma heim til Islands og dvölin í reglugerðaland- inu Svíþjóð hafi verið orðin hæfi- lega long. Mynd: BG krakkamir geta gengið í skólann og farið allra sinna ferða gangandi. Þetta eru mikil þæg- indi.“ - Það hefur ekki staðið til að vera áfram í Svíþjóð? „Nei. Við ákváðum það áður en við fórum út að við ætluðum okkur að búa á Islandi. Þetta var mátulega langur tími og hefði í raun ekki mátt vera lengra. Við voram líka orðin leið á þessu reglusamfélagi í Svíþjóð. Þetta er orðið þannig að það þarf að búa til reglur til að auðvelda fólki sam- skipti þannig að fólk komist hjá því að rekast á hvort annað. Regl- umar era orðnar þannig að þú ger- ir ekkert nema að undirbúa það sérstaklega. Það var óþolandi." Unnið með alla aldurshópa - Ertu sáttur við að hafa valið þessa sérgrein? „Já. Ein ástæðan er sú að ég vinn með alla aldurshópa. Á sama degi get ég haft tveggja daga gam- alt barn og 99 ára gamla konu. Við bindum okkur ekki við börn, fólk á miðjum aldri eða gamal- menni, heldur koma allir aldurs- hópar inn á stofu til háls-, nef- og eyrnalæknis. Mér finnst það vera heilmikill kostur. Þama blandast saman bæði lækningar með lyfj- um og aðgerðir, bæði smáar og stórar. Bæði aðgerðir þar sem fólk kemur og fer heim samdægurs og aðgerðir sem krefjast þess að fólk leggist inn í lengri eða skemmri tíma, þannig að þetta spannar í rauninni allt svið læknisfræðinn- ar.“ Sérsvið Hannesar er svokölluð taugasjúkdómafræði og fjallar doktorsverkefni hans um þetta efni, þ.e. svimasjúklinga. Aðeins einn maður á landinu hefur fengist við þetta efni en hann er læknir í Reykjavík. Hann hefur hins vegar ekki skrifað doktorsritgerð. „Þetta er ekki bein sérgrein heldur áhugasvið mitt innan greinarinnar, ekki viðurkennt undirfag. Það er engin viðurkennd undirsérgrein í háls-, nef- og eymalækningum." Nauðsynlegt að hafa tvo sérfræðinga á Akureyri Flestir sem koma á móttökuna til Hannesar era böm fædd eftir 1980. Sjúkdómstilfellin eru líka mörg sem fengist er við en fylgi- kvillar eymabólgu og svo vanda- mál tengd endurteknum hálssýk- ingum eru þau algengustu. Hannes segist ekki þurfa að kvarta undan verkefnaskorti. Eftir að hann kom til Akureyrar eru sérfræðingar í háls-, nef- og eymalækningum orðnir tveir. Þeir skipta með sér árinu, ef svo má segja, annar fer með símboðann heim eina vikuna meðan hinn hefur venjulega vinnuviku. Hann segir nauðsyn- legt að hafa tvo sérfræðinga í fag- inu við Fjórðungssjúkrahúsið. „Við þjónum Akureyri og síðan eru sjúklingar að koma allt frá Blönduósi í vestri og austan af Egilsstöðum." Hannes bætir því við að hann hafi í hyggju að opna stofu í bænum áður en langt um líður. Hannes segist ekki hafa get- að stundað áhugamál sín síðan hann kom frá Svíþjóð, til þess hef- ur hann verið of önnum kafinn. Hann er raunar vel í sveit settur á Akureyri því hann stundar bæði skíði og skotveiði. Seinna meir vonast hann svo til að komast í hestamennsku. Síðasta spurningin sem lögð er fyrir nýbakaðan doktor er hvort hann sé ánægður með sitt nýja starf. „Þú getur aldrei orðið of- menntaður. Illa menntaður kannski, en ekki of vel menntaður. Ef veikur maður kemur til þín þá notar þú það sem þú kannt.“ Hannes sinnir sjúklingi sínum. Hann segir mikla breidd í aldurshópi sjúklinganna gera þessa grein skemmtilega. Á sama degi geti hann haft tveggja daga gamalt barn og 99 ára gamla konu. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.